26.1.2021 | 18:19
Að fella út lagaheimild fyrir útgöngubanni!!
Ljómandi samstaða um heimsku og hálfvitaskap.
Ef eitthvað lýsir andlegu atgervi þorra þingmanna sem hafa hlaðist á þing eftir Búsáhaldabyltinguna þá er það þessi samstaða gegn meginkjarna allra sóttvarnalaga, gegn grundvelli þeirra.
Sem er að geta lokað á smitleiðir drepsótta, því þegar lækning er ekki til, þá er slík neyðarráðstöfun eina vopn samfélagsins gegn hinum smá vágesti sem ekki sést, en smitar og drepur ef smitleiðir eru opnar.
Við þurfum ekki að spyrja okkur hvað hefði gerst ef breska afbrigðið, eða það sem kennt er við Suður Afríku eða Brasilíu, afbrigði sem sannarlega eru stökkbreytt afbrigði kórónuveirunnar, og smitar margfalt á við fyrstu smitbylgjuna, að þau hefðu líka verið banvænni þannig að dánartíðni veirunnar hefði færst niður aldursskalann, að þá væri mannkynið að upplifa fordæmalausa tíma, og eina vopnið væri algjört útgöngubann þar til veiran fyndi ekki nýja hýsla og dæi þannig út.
Eitthvað svo augljóst, en við eigum ekki að þurfa að spyrja slíkra spurninga, okkur dugar að sjá ástandið allt í kringum okkur.
Útgöngubann er meira eða minna normið, síðasta úrræðið svo heilbrigðiskerfin hrynji ekki og þá með óþekktu mannfalli.
Og þá myndast áður óþekkt samastaða í velferðarnefnd Alþingis um að hundsa þann raunveruleika, með vísan í eitthvað orðagjálfur um frelsi og mannréttindi, og taka úr löggjöfinni eina vopnið sem virkar á slíkum Ögurstundum.
Hvílík úrkynjun og forheimska.
Það er ekkert sem réttlætir lengur setu þessara þingmanna sem bera ábyrgð á þessu meirihlutaáliti, sjái þeir ekki að sér, þá ber forystu viðkomandi þingflokka skýlaus skylda að krefja þá um afsögn, hlíti þeir því ekki, þá ber henni að virkja öll neyðarráð stjórnarskrárinnar um að setja viðkomandi í bönd og vista þá á Klepp.
Enginn stjórnmálaflokkur, fyrir utan Pírata, hefur það sér til afsökunar að viðkomandi flokkar séu framboð um viðrinishátt og heimsku, hvað sem veldur, þá er þetta eitthvað sem má ekki líðast.
Á tímum drepsóttar og hinnar dauðans alvöru.
Það er aðeins einn aðili sem er dómbær á innihald sóttvarnarlaga, og það er sóttvarnaryfirvöld.
Gangi lögin of skammt, þá er það þeirra að benda á.
Séu þau of flókin eða jafnvel íþyngjandi, þá er það líka þeirra að gera athugasemd.
Almennir þingmenn eru aldrei til þess bærir, hafa hvorki menntun eða þekkingu til að ráðskast með slík lög.
Þó kóvid hefði ekki komið til þá eru þetta augljós sannindi.
Í heimi þar sem sýklar og veirur eru vopn, þá er augljóst að sóttvarnarlög þurfa að vera skilvirk, að þau verndi, að þau geri yfirvöldum kleyft að grípa til varna, á meðan einhver tími er til þess.
Í þessu samhengi verðum við að treysta yfirvöldum að fara rétt með, að ráðstafanir séu aldrei meir íþyngjandi en efni standa til.
Vonandi er heimskan og hálfvitahátturinn óhapp sem í raun enginn veit af hverju gerðist, og viðkomandi þingmenn hafi algjörlega lokast, misst alla dómgreind, að þetta sé ekki í raun þeir.
En ef ekki.
Þá hefur þetta fólk engan tilverurétt lengur á þingi.
Verður að víkja, með góðu eða illu.
Um það er ekkert val.
Kveðja að austan.
Stendur til að fjarlægja útgöngubannsákvæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 520
- Sl. sólarhring: 711
- Sl. viku: 6104
- Frá upphafi: 1400043
Annað
- Innlit í dag: 472
- Innlit sl. viku: 5236
- Gestir í dag: 451
- IP-tölur í dag: 445
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ef að sé og ef að mundi ...
Líklega best að setja þig bara í útgöngubann
Þorsteinn Siglaugsson, 26.1.2021 kl. 18:34
Æ-i Þorsteinn minn.
En gaman að sjá að þú ert á lífi, við góða heilsu, og ert dyggur lesandi pistla minna.
Um þig verður aldrei sagt að krosstré bregðist.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 26.1.2021 kl. 18:43
Ég ætla þó ekki að krefjast þess að þú verðir settur í bann á netinu. Það er of hressandi að dýfa sér stundum í bullpyttinn hjá þér!
Þorsteinn Siglaugsson, 26.1.2021 kl. 18:49
Þó það nú væri Þorsteinn, that's what friend are for.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 26.1.2021 kl. 19:12
Þetta er endalaus tvískinnugur þeir sem mótmæla í Hollandi eru ekki þjóðin Óeirðirnar endurspegli ekki hug almennings - Vísir (visir.is)
Þeir sem mótmæla í Rússlandi eiga stuðning vísan hjá ESB sem undirbýr viðskiptabann á Pútín en þó væntalega með undnaþágum nema fyrir Ísland og fleiri líkt og áður
Bretland hefur gengið vel að bólusetja og þá vill ESB loka fyrir sendingar á bóluefni þangað en semda miljónir skamta til fátæku þjóðana
Danir brenna dúkkueftirmynd af forsætisráðherra og við Íslandingar skjótum göt á rúður hjá stjórnmálaflokkunum án þess að neinn vita hverju er verið að mótmæla
Grímur Kjartansson, 26.1.2021 kl. 19:54
Hæ, er þessi bullukollur Þorsteinn með siðferðislevel á pari við tryggningafélag ennþá á ferðinni.
kv. hrossabrestur.
Hrossabrestur, 26.1.2021 kl. 21:43
Viltu fela andlitslausum og nafnlausum embættismanni heimild til að ákveða útgöngubann og til að skikka fólk í bólusetningu eða er það einhver þingmaður í skikkju ráðherra sem þú ert reiðubúinn að fela það vald að ákveða útgöngubann og reka alla í bólusetningu?
Esja frá Kjalarnesi (IP-tala skráð) 26.1.2021 kl. 22:03
Esja, hættu þessu bulli.
Þetta er alltaf barnalegt, á hættutímum nær þetta ekki einu sinni að vera hættulegt.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 26.1.2021 kl. 22:20
Hrossabrestur minn góður.
Láttu ekki svona við Þorstein vin minn, hann hefur það fram yfir marga að vera staðfastur í sínum skoðunum, hefur aðlagað þær raunveruleikanum, og þar að auki hefur hann fært rök fyrir þeim.
Svona á milli þess sem hann gerir það ekki.
Samkvæmt þessu ætti hann til dæmis ekki minnstu möguleika að komast á þing fyrir Pírata eða Samfylkinguna, svo dæmi séu tekin.
Um siðferðið verður hann sjálfur að svara.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 26.1.2021 kl. 22:24
Til að leiðrétta þennan misskilning er rétt að taka fram að það er ekki verið að fella brott neina heimild til að leggja á útgöngubann því hún er hvergi fyrir hendi.
Fréttin fjallar um að sem betur fer ætli löggjafinn ekki að taka mark á galinni tillögu ráðherra um nokkuð sem hvergi á við nema í misheppnuðum ríkjum (failed states).
Guðmundur Ásgeirsson, 26.1.2021 kl. 22:25
Blessaður Grímur.
Það er svona með sérana og svo hina sem eru ekki sérar, og eitthvað hefur þetta með hvort menn skreppi í óleyfi inní þinghús með tilheyrandi brambolti.
Skil þetta vel með Bretana og bóluefnið, nógu slæmt var að þeir skildu slíta sambandinu eftir alla þessa áratugi í stormasömu sambandi, en að þeir skildu voga sér að vera á undan skrifveldinu að bólusetja þegna sína, slíkt gengur ekki, er ekki líðandi, og kallar á mótaðgerðir.
En þetta eru stormar í vatnsglasi miðað við stóra storminn sem er á leiðinni.
Í misskiptum heimi, þar sem Örfáir stjórna öllu í krafti auðs síns og eignarhalds á stjórnmálum, hafa menn ekki tæki og tól til að takast á við afleiðingar svona heimsfaraldurs, heimurinn í dag er suðupottur þar sem allt er að sjóða uppúr.
Pappírstígrar hafa lítið í þann slag að gera.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 26.1.2021 kl. 22:43
Blessaður Guðmundur.
Furðuleg nálgun hjá þér; "rétt að taka fram að það er ekki verið að fella brott neina heimild til að leggja á útgöngubann", hver er að halda þessu fram??
Það er síðan þín túlkun að þessi heimild sé ekki til staðar í núverandi sóttvarnarlögum, og eiginlega ertu galinn að skilja ekki af hverju yfirvöld á hverjum tíma telji sig hafa þessa heimild þegar aðstæður krefja.
Það kemur efnisatriðum málsins hins vegar lítt við.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 26.1.2021 kl. 22:47
Nei, Ómar það að spyja þig hverjum þú vilt afhenda þetta mikla vald yfir lífi og líkama annarra er ekki barnalegt.
Esja frá Kjalarnesi (IP-tala skráð) 26.1.2021 kl. 23:50
Slík heimild er ekki til staðar í núverandi sóttvarnalögum. Það er ekki túlkun heldur staðreynd. 19/1997: Sóttvarnalög | Lög | Alþingi
Guðmundur Ásgeirsson, 26.1.2021 kl. 23:50
Ég verð að vera sammála Ómari. Ég las fréttina sem tengd er við pistilinn og ef hún er rétt skilin að ætlunin sé að fella út lagaheimild fyrir útgöngubanni finnst mér það alrangt. Þá er hræðslan við fasismann komin með fólk útí móa. Það er ekki ofmælt að það eru eintóm börn þarna á þingi. Ef það er ekki lýðskrum að fella út eitthvað nauðsynlegt af ótta við örlítinn hluta þjóðarinnar þá veit ég ekki hvað.
Fólk ætti frekar að hræðast lúmskari aðgerðir til að taka burt frelsið en þetta, sem er svona augljóst og á yfirborðinu, og gert til að vernda.
Það sem einkennir þessa ríkisstjórn og margar nýlegar er að hún hefur verið iðin við að skemma eitthvað nytsamlegt. Það sem er vit í, það er frekar fellt úr gildi, en reynt að setja inn einhverja vitleysu.
Við þurfum þroskaða ráðherra á þing.
Ingólfur Sigurðsson, 26.1.2021 kl. 23:51
Blessaður Guðmundur.
Ég hefði seint trúað því uppá þig að þú ákvæðir að gera lítið úr vitsmunum þínum með því að taka upp þrætubókarlist um dauðans alvöru, varla tókstu uppá þeim fjanda á gamals aldri að ástunda þann sjálfsskaða sem kallast að læra til lögfræðings??
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 27.1.2021 kl. 08:44
Blessaður Esja minn.
Barnaskapurinn verður ekki minna barnalegri þó hann sé endurtekinn, en fyrst þú vilt vera á þeim nótum þá vil ég benda þér á að þó það stæði í lagabálknum að ákvörðunarvaldið skuli vera hjá Póstinum Pál eða kettinum Njál, þá kemur það efnisatriði málsins ekkert við.
Efnisatriði er að við vissar aðstæður er slík heimild lífsnauðsynleg fyrir samfélagið og samfélagið hefur ákveðið gangverk sem vegur og metur þær aðstæður sem kalla á slíkt valdboð.
Augljóst mál sem allir skilja nema þeir sem kusu á unga aldri að leita uppi björg frjálshyggjunnar til að fremja harikari á vitsmunum sínum og kasta sér fram af þeim.
Verða í kjölfarið slík erkifífl að þeir vitna í og taka undir þessi fleygu orð frú Thatchers; there is no such thing as society,og enda jafnvel sem dálkahöfundar í The Conservative.
Það er nú bara svo.
Kveðja að austan.
PS, ég sagði annars að þetta væri barnalegt á venjulegum tímum eða eitthvað svoleiðis.
Ómar Geirsson, 27.1.2021 kl. 08:57
Orð dagsins Ingólfur, jafnvel orð mánaðarins;
".. að hún hefur verið iðin við að skemma eitthvað nytsamlegt. Það sem er vit í, það er frekar fellt úr gildi, en reynt að setja inn einhverja vitleysu.".
Takk fyrir athugasemd og innlitið.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 27.1.2021 kl. 08:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.