Aðeins ga ga fólk lætur sér detta annað í hug.

 

Því allar fórnir eru til einskis ef það er slakað á of snemma, þá grefur veiran aðeins um sig aftur, og hringekja sóttvarna sem eltist við fjölda smita hefst á ný.

Þar til lásarnir eru teknir fram.

 

Við höfðum sigur í vor, þá opnaði barnaskapur landamærin á ný fyrir innflutningi á nýrri smitbylgju.

Þetta var að ganga í byrjun haustsins, en þá datt fólk í það í Reykjavík, fór í ræktina og þriðja bylgjan reis. Einhvers konar blanda af óheppni og líklegast var slakað á of snemma, eða menn voru ekki nógu strangir gagnvart líkamsrækt og íþróttaiðkun í lokuðum rýmum.

Núna getur aðeins klár heimska í bland við vitfirringu skýrt þá ákvörðun að slaka á meðan veiran er þarna ennþá úti.

 

Hins vegar má læra af reynslu vorsins þegar random sýnatökur Íslenskrar erfðagreiningar ásamt að fullskima þau bæjarfélög sem voru í úrvinnslusóttkví, þefaði uppi síðustu leyfar veirunnar.

Af hverju er nýja græjan ekki nýtt til að fara í fjöldaskimarnir sem eru unnar útfrá tölfræðigreiningum á líklegstu felustöðum veirunnar??

Af hverju þetta nöldur um að fólk sé hætt að mæta í skimanir þó það fái kvef eða kverkaskít, í stað þess að spyrja; Hvað þurfum við að gera til að sigra veiruna endanlega??

 

Þetta eru nefnilega engin geimvísindi og veiran er ekki ósýnilegur óvinur sem skilur ekki eftir sig neina slóð.

Þetta snýst aðeins um vit okkar og þekkingu, að við virkjum það, og nýtum það til að eyða hinum banvæna óvin.

 

Auk þess að flýta fyrir að hið eðlilega daglega líf verði aftur boðið velkomið, þá fæst við slíka herferð lífsnauðsynleg þekking, því það veit enginn hvenær veiran laumar sér aftur inn.

Sérstaklega þegar við höfum ekki manndóm til að stöðva öll óþarfa ferðalög til og frá landinu, eins og við höfum ekki ennþá áttað okkur á hinni dauðans alvöru. Svarið við hinu sorglegu slysi fyrir vestan var ekki sem slíkt að unga fólkið hefði átt að fá sóttvarnarathvarf við Keflavíkurflugvöll, heldur að ferð þess var óþörf, undir öllum tilvikum hættuleg þeim og því samfélagi sem hafði veitt því athvarf og vinnu.

Óþarfa flandur eins og lífið sé leikur, mun fyrr eða síðar, hleypa veirunni framhjá vörnum þjóðarinnar, og þá getur hún verið miklu meir smitandi og jafnvel illvígari miðað við síðustu fréttir frá Bretalandi og Suður Afríku, og þá er eins gott að hafa þróað tæki og tólk til að mæta henni strax í byrjun og útrýma.

 

Þetta er ekki búið.

Þetta er aðeins að byrja.

Fyrstu mánuðir fyrri heimsstyrjaldar, og fyrstu mánuðir seinna stríðs áttu sammerkt lognmollu andvaraleysis og þeirrar sjálfsblekkingar að trúa að hildarleikurinn stæði stutt yfir, allt yrði gott í haust eða að ári, sem varð ekki því það voru engar forsendur fyrir því.

 

Það er eins í dag.

Þetta er rétt að byrja.

Bólusetningar ganga hægar en vonast er til, kallast raunveruleiki tregðunnar, fávitaháttur sem kenndur er við meðalhóf í sóttvörnum hefur séð til þess að veiran hefur grafið svo djúpt um sig víða, að hún smitar svo marga að óhjákvæmilega stökkbreytist hún og verður illvígari, því þó þau tilvik eru margfalt færri en hin meinlausu, þá er útbreiðslusvæði hennar það stórt að hin illvígu tilvik breiðast út, hratt, sýkja fleiri, og drepa fleiri.

Og á meðan við höfum ekki lyfin, þá höfum við aðeins sóttvarnirnar.

 

Nei, við erum ekki ga ga þegar á reynir.

En við getum verið skynsamari.

Einbeittari í vörnum okkar.

 

Og að lokum.

Hvar er Hamfarasjóður heimilanna??

 

Er ófriðurinn um stjórnarskrána eða eignarhald á bönkum hugsaður til að það brýna þjóðþrifamál komist ekki á dagskrá??

Í trausti þess að allt verði orðið gott í haust??

 

Vonandi ekki því þetta er ekki búið.

Rétt að byrja.

Og það þarf að gera það sem þarf að gera.

 

Ekkert flókið við það.

Kveðja að austan.


mbl.is Ótímabært að spá í frekari tilslakanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, gaga fólk eins og Þórólfur fyrir þremur dögum.

https://www.ruv.is/frett/2021/01/22/bjartsynn-a-ad-haegt-verdi-ad-letta-a-takmorkunum-fyrr

Gunnar Jónsson (IP-tala skráð) 24.1.2021 kl. 19:44

2 Smámynd: Grímur Kjartansson

Því miður er ófremdarástand nær alls staðar og það er varla hægt að gera Norðmönnum verri grikk en banna þeim að fara í "hytten" og loka áfengisverslunum einsog forsætisráðherra þeirra hefur gert

Þó svo að Biden hafi undirritað forsetatilskipun um að auka framleiðslu á bóluefni þá eykst ekki framleiðslan bara við að hann kroti nafnið sitt á pappírssnepil. Bóluefni er af skornum skammti í heiminum og við íslendingar ættum að reyna allar leiðir til að ná í sem mest af því.Því smitunum mun því miður fjölga aftur um leið og norðanáttin fer og fólk fer að komast út úr kofunum sínum og vegagerðin verður búin að moka helstu vegi landsins.

Grímur Kjartansson, 24.1.2021 kl. 21:28

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Gunnar.

Fékst þér nokkuð í pípu áður en þú hentir inn þessari athugasdemd??

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.1.2021 kl. 22:05

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Grímur.

Ég deili nú reyndar ekki þessari svartsýni þinni um áhrif snjómoksturs á útbreiðslu veirunnar, en óttast að við hjökkum um of í sama farinu, nema þá eitthvað drastískt sé gert til að kveða fjandann í kútinn.

Það er eins og það vanti eitt kraftaskáld þarna í sóttvarnargengið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.1.2021 kl. 22:08

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Það er nú svo að þegar á reynir þá er hver sjálfum sér næstur.

Eftir stendur að bjartsýni bólusetningarinnar reiknaði ekki með tregðulögmálinu, sem er meitlað inní raunveruleikann.

Og ótrúlegt að það skuli ekki vera alheimsátak að takast á við það tregðulögmál.

Þegar Bandaríkjamenn fóru í seinna stríðið, þá margþúsundfaldaðist hergagnaframleiðsla þeirra, því þeir litu á þetta sem verkefni, og beindu allri sinni iðnaðarorku í framleiðslu á hergögnum.

En í þessu stríði láta menn hinn tilviljunarkennda markað sjá um framleiðsluna, ef skítaverksmiðja hér eða skítaverksmiðja þar brennur, eða Kínverjar eða Indverjar fara í fýlu, þá erum við algjörlega berskjölduð á Vesturlöndum.

Það er það hlálega og grátlega Grímur, úrkynjun vestrænna stjórnmála er slík, að menn kunna ekki að taka alvöru alvarlega.

Það er eitthvað sem maður sá ekki fyrir, ég hélt að vandinn fælist í þróun bóluefnisins en ekki í framleiðslu þess, en vonandi eru þetta bara byrjunarhnökrar, treystum á það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 25.1.2021 kl. 20:12

7 Smámynd: Grímur Kjartansson

Hér er enn eitt dæmið um vandræðalega pissukeppni hjá forystumönnum í þetta sinn hjá ESB sem við erum taglhnýtingar hjá varðandi bóluefni

Í­huga að banna út­flutning á bólu­efni til ríkja utan sam­bandsins - Vísir (visir.is)

Grímur Kjartansson, 25.1.2021 kl. 20:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 701
  • Sl. sólarhring: 762
  • Sl. viku: 6285
  • Frá upphafi: 1400224

Annað

  • Innlit í dag: 640
  • Innlit sl. viku: 5404
  • Gestir í dag: 607
  • IP-tölur í dag: 593

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband