20.1.2021 | 13:59
Mogginn klofinn í herðar niður.
Nýráðinn hægri öfgamaður á ritstjórninni sér til þess að Sigríður Andersen og Brynjar Níelsson, hafa fengið alla þá dálkasentímetra sem hugsanlegur efi um viðbrögð við drepsótt, sem Kóvid sannarlega er, getur skýrt.
Í því samhengi verður að hafa í huga að þegar höfuðvígi borgaralegs fjölmiðils leggur sig fram um að dreifa efa, hálfkveðnum vísum, eða vera alltaf fyrstur að kasta sig á vagn rangfærslna eða beinna lyga, og alltaf er stutt í vitnun viðkomandi þingmanna, að þá þjónar slíkt alltaf tilgangi.
Áróður verður aldrei til úr neinu, hann er aldrei án tilgangs.
Í þessu tilviki snýst hann um rétt veirunnar til að drepa tiltölulega óáreitt samborgara okkar, og þá vísað í að hún hafi sama frelsisrétt og maðurinn sem mannréttindi eru kennd við.
Áhersla Sigríðar á að persónulegar sóttvarnir hvers og eins, séu það eina sem samfélagið getur ætlast til að borgurum landsins, eða bein afneitun Brynjars á að kóvid sé drepsótt en ekki meint kvef, er eitthvað sem fær aldrei hvorki vigt eða flug í umræðunni, nema vegna þess að hluti ritstjórnar Morgunblaðsins lær ruglinu eyra, kemur því inní umræðuna, og myndar þar með tilbúinn þrýsting á það fólk sem ber ábyrgð á vörnum þjóðarinnar gagnvart kóvid veirunni.
Sem heldur skipti ekki máli ef þessi atlaga að lífi og limum þjóðarinnar nyti ekki beins stuðnings hjá börnunum sem einhver almannatengill samfærði Valhöll um að slíkt væri klókt uppá fylgi, og eru því fulltrúar flokksins í ríkisstjórn Íslands.
Með þekktum afleiðingum, landamærin voru opnuð í sumarbyrjun fyrir innflutningi á veirunni, og þegar ljóst var að slíkt myndi leiða til nýs faraldurs, þá höfðu börnin þau ítök, með vísan í áhugafólkið um rétt veirunnar til að veikla eða drepa samborgara okkar inna þingflokks Sjálfstæðisflokksins, dyggilega stutt af áróðursmaskínu hægri öfgafólks í netheimum að ekki sé minnst á hið beina hlutverk Morgunblaðsins, að fresta nauðsynlegum gagnráðstöfum um seinni skimum og sóttkví á milli.
Afleiðingar sem bera allavega beina ábyrgð á ótímabæru andláti 17 eldri borgara, fyrir utan samfélag í viðjum sóttkvíar.
Aldrei, aldrei hafa eins fáir einstaklingar valdið samfélagi sínu eins miklu tjóni eins og þau sem beina ábyrgðina bera að franska veiran var ekki stöðvuð á landamærunum.
Samt má aldrei gleyma því að fleiri eru ábyrgir, ríkisstjórnin sem heild getur ekki þvegið hendur sínar, þó hún fengi lánað þvottakar Pílatusar sem geymt er á fornminjasafni Jerúsalemborgar, á að glufan á landamærunum, kennd við 14 daga sóttkví var ekki lokuð fyrr en almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hótaði óbeint rannsókn og handtöku á þeim hagsmunum sem hindruðu hina sjálfsögðu ráðstöfun.
Sjaldan hefur eins mikil fáviska verið orðuð með eins miklum kækjum og þegar Katrín Jakobsdóttir sagði að ríkisstjórnin hefði ekki varið þjóðina því hún gætti alltaf meðalhófs í sóttvörnum.
Eitthvað sem væri trúverðugt ef hún væri lögfræðingur, lært stjórnmálfræði undir handleiðslu Hannesar, og væri með vottorð um að hún væri löggilt fífl. Og hefði þá bætt við að hún ætlaði í kjölfarið að gæta meðalhófs í sölu bankanna, hófið væri að byrja að selja Íslandsbanka í miðri heimskreppu kóvid faraldursins.
Svo kemur Mogginn með þessa frétt.
Bólusetningin er ekki lyfleysa, hún hefur áhrif, það fylgja henni aukaverkanir.
Og maður spyr sig, um öll þau börn, sem talin eru í tugþúsundum, sem hafa fengið vörn gegn bráðasýkingum, frá því að pensillínið kom fyrst á markað upp úr seinna stríði, eða losnað við illvíga barnasjúkdóma vegna bólusetninga undanfarinna 70 ára eða svo, er líf þeirra eða heilsa einskis metin þegar hinar óhjákvæmilegu aukaverkanir eru settar á vogarskálarnar??
Vissulega sjálfsögð umræða, en þegar hægri öfgamaðurinn á ritstjórn Morgunblaðsins nýtir sér bakland sitt úr eigandahópi Morgunblaðsins til að róa sífellt í þau kné að básúna út óhjákvæmilegar aukaverkanir, eða gera andlát tortryggileg, þá er ljóst að ennþá er vísvitandi vegið að lífi og limum okkar hinn, borgara þessa lands, þjóðarinnar.
Eitthvað sem er eitt af því lægsta sem fólk getur bendlað sig við.
Langur aðdragandi, var næstum búinn að gleyma hvað kveikti á lyklaborði mínu, en fyrirsögnin vísar í að einhver á ritstjórn Morgunblaðsins er ekki samdauna dauðastefnu hægri öfganna sem eigendur Morgunblaðsins hafa á einhvern hátt talið sína skyldu að ljá vægi í ritstjórn blaðsins.
Staksteinar dagsins vitna í sjálfan eldklerkinn, Gunnar Rögnvaldsson sem ekki bara hefur messað yfir EES samningnum eða sjálfseyðingarferli Evrópusambandsins, heldur líka gagnrýnt harkalega þau öfl innan Sjálfstæðisflokksins sem hafa nagað niður sóttvarnir þjóðarinnar.
Staksteinar vitna í pistil Gunnars, sem er skyldulesning fyrir allt sjálfstætt fólk, sem og aðrir pistlar hans, og þar má þetta lesa;
"Þeir sem segja sóttvarnir við landamærin og innanlands óþarfar og jafnvel ekkert gagn gera, hljóta að minnsta kosti að taka þessum rökum þó svo að þeir taki beinum fólksvörnum fálega.
Um það bil 37.500 manns liggja nú á sjúkrahúsum Bretlands vegna kínversku Wuhan-veirunnar og þar af eru um það bil 3.900 í öndunarvélum.
Staðan í Þýskalandi er að 22.000 manns liggja á sjúkrahúsum landsins vegna veirunnar og þar af eru 5.000 á gjörgæslu. Samt er Þýskaland ekki enn á sama stað í veiruferlinu og Bretland.".
Lítið dæmi um heim þar sem óheftur faraldur sýkir allt og alla, stökkbreytist, verður illvígari með hverri frelsismínútu sem honum er gefið.
Það er ekki bæði sleppt og haldið.
Að upphefja Sigríði fer ekki saman við að vitna í Gunnar.
Hvað þá að rangtúlka fréttir líðandi stundar svo þær falli inní fyrirfram ákveðinn áróðursvinkils fólks sem er það sjúkt í sinni, að það tekur frelsi veiru til að drepa fram yfir rétt fólks til lífs.
Vissulega er hugsanlegt að hægri öfginn á ritstjórninni hafi talið pistil Gunnars vera almenna gagnrýni á sóttvarnir, hafi ekki skilið efni hans og innihald.
Þýtt á mannamál, að hann sé svona heimskur.
Og að næsti Staksteinar vitni í meinta fræðimenn sem tala um illvígt kvef og kóvid í sömu andrá.
Eða hina aumkunarverðu af öllum hinu aumkunarverðu, fólkið sem talar niður sóttvarnir þjóðarinnar með vísan í árangur þeirra, að hann sanni að þær hafi verið óþarfar.
Held samt ekki.
Það eru átök innan ritstjórnarinnar.
Og allavega hluti hennar er í liði með þjóðinni.
Kannski barnalegt viðhorf.
En hitt er svo illt, að maður vill ekki trúa því.
Ekki um blaðið sem hefur fylgt manni alla tíð.
Kveðja að austan.
86 tilkynningar vegna gruns um aukaverkanir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 49
- Sl. sólarhring: 774
- Sl. viku: 5588
- Frá upphafi: 1400345
Annað
- Innlit í dag: 44
- Innlit sl. viku: 4802
- Gestir í dag: 44
- IP-tölur í dag: 44
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú vilt semsagt þagga niður umræðuna um aukaverkanir. Ný gerð bóluefnis er sett á markað, Framleiðendur fá undanþágu fyrir løgsóknum þar sem ekkert er vitað hvaða áhrif það hefur til framtíðar. fólk fær ýmisskonar aukaverkanir, jafnvel að það deyi og það á ekki að ræða það.
I flestu er ég sammála Gunnari Rögnvalds en þarna skilur með okkur. Ég veit nefnilega að læknavísindin eru ekki óbrigðul frekar en önnur vísindi og leyfi mér því að láta ekki óttann stjórna mati mínu.
Ragnhildur Kolka, 20.1.2021 kl. 20:41
Hræðusluáróður er ekki umræða, það er bara svo.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 21.1.2021 kl. 08:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.