8.1.2021 | 22:32
Vér hinir hneyksluðu.
Höldum ekki vatni þessa dagana.
Árás óeirðarseggja, skríls, múgs, hefur ofboðið tilfinningum okkar.
Svona gerir fólk ekki gagnvart valdinu.
En þó ég sé ekki beint besti vinur Trump, og verð seint talinn í aðdáandahópi hans, þá tel ég að ein af forsendum lýðræðisins sé að menn fari rétt með, segi frá því sem gerðist, eins og það gerðist, en blandi ekki tilfinningum sínum eða pólitískum skoðunum inní frásögn sína.
Það er ef menn vinna á fjölmiðli sem fólk kaupir í þeirri góðu trú að hann segi satt og rétt frá.
Um það er ekki deilt að fjölmenn mótmælaganga endaði fyrir framan Capitol Hill, og um það er ekki deilt að sumum í þeirri göngu var heitt í hamsi, og þegar þeir sáu óvarið þinghús, og örfáa almennar löggur á verði, þá langaði þeim inn til að segja sitt álit á því sem átti sér stað innandýra.
Án þess að hafa til þess heimild, án þess að vera boðið.
Var þetta árás, vissulega, samt ekki eins gróf eins og árás órólegu deildarinnar í Samfylkingunni og grjótkastadeildar VG á þinghús okkar í ársbyrjun 2009. En hugsanlega grófari en þegar Össur stúdentaleiðtogi og félagar lögðu undir sig menntamálaráðuneytið 1976 til að mótmæla lögum um námslán.
En voru þetta óeirðarseggir??, ef svo er, hvað er þá allt það fólk sem hefur mótmælt á leiðtogafundum G-8 ríkjanna, Nató fundum eða öðrum samkomum þar sem þungvopnað lögreglulið gætir fundarstaða, heilu götunum og jafnvel hverfunum er lokað í öryggisskyni, og svo er allt í báli og brandi, rúður brotnar í verslunum, kveikt í bílum, heimatilbúnum sprengjum kastað að lögreglu og svo framvegis.
Er það þá bylting eða tilraun til byltinga, hvernig er hægt að nota sama orðið yfir hvorutveggja??
Ókei, fólk bauð sér í heimsókn inní hjarta lýðræðis Bandaríkjanna, því það var ósátt.
Það kom vissulega til stimpinga, en voru þær stimpingar eitthvað meiri en á góðum degi þegar reiðir franskir bændur mótmæla, eða öll þau skipti sem reiðir launþegar víðsvegar um heim hafa ekki sætt sig við að löggan meini þeim för??
Óeirðir, en hvar þá hin þungvopnaða óeirðarlögregla, hvar voru skyldir hennar og kylfur, þéttar raðir hennar til að verja óeirðarseggjum inngöngu, táragasið, gúmmíkúlurnar, vatnsbyssurnar, eða annað sem ég hef hingað til tengt óeirðum í vestrænum löndum??
Ég fékk mér vissulega ekki popp og kók þegar ég settist niður á miðvikudagskvöldið til að horfa á 10 fréttir Ruv, en ég átti von á myndskeiðum af kolvitlausu fólki sem barðist við óeirðarlögreglu, og hafði sigur.
Það eina sem ég sá var friðsamt fólk fyrir utan, og friðsamt fólk fyrir innan.
Engar vatnsbyssur, ekkert táragas, engar gúmmíkúlur eða lögreglumenn í aksjón við að lemja á mótmælendum fyrir utan og innan.
Það var eins og ég væri svikinn, að það væri engin innistæða að baki stóryrðunum.
Þá var sagt að Trump karlinn hefði staðið gegn því að kalla út þjóðvarðliðið, en undirmenn hans gert það í hans nafni.
Aftur ókey, þá verður fætingur.
En annað hvort er Ruv vilhallt Trump og falsar fréttaskeið um atburðina, því eina myndskeiðið sem það birti var af friðsömu fólki sem yfirgaf þinghúsið út um dyr þar sem tvær löggur virtust vera í hlutverki dyravarða, allt var mun friðsamara en þegar Siddi dyravörður með stóru Déi vísað skemmtanaþyrstu fólki út úr Egilsbúð í den í lok dansleikja.
Og aldrei hafði ég hugmyndaflug að bendla þá athöfn við óeirðir, þó Siddi hafi stundum þurft að hnykla vöðva þegar menn vildu inn aftur.
Það var ekkert þjóðvarðlið sem ruddi þinghúsið, það voru engin átök.
Aðeins boðflennur sem fóru með friði.
En það lést lögreglumaður, og það er vissulega ákaflega sorglegt, enda á fólk ekki að bjóða sér í heimsókn í þinghús til að hindra störf þess.
Því það er skylda lögreglumanna að verja þeim inngöngu, og þegar til handalögmála kemur, þá gerist því miður margt.
Fólk getur verið skotið, það getur fengið hjartaáfall í æsingnum, og það getur borið ábyrgð á dauða lögreglumanna sem voru aðeins að gera skyldu sína.
En ekkert réttlætir þessa fyrirsögn Morgunblaðsins frá því í morgun þegar því var slegið fram í Sun-æsifréttastíl að Lögreglumaður hafi verið drepinn af múgnum.
Að því gefnu að viðkomandi blaðamaður hafi ekki annað hvort verið í því, eða illa timbraður, þá hlaut hann að skilja efni þeirrar fréttar sem hann þýddi úr erlendum tungum, því þar kom skýrt fram að viðkomandi lögreglumaður var ekki drepinn af einum eða neinum. Ekki nema þá hann hafi gengið aftur.
"Eftir átökin við mótmælendur missti hann meðvitund þegar hann sneri aftur á sína starfsstöð og var fluttur á sjúkrahús.".
Drepnir lögreglumenn snúa ekki aftur á sína starfstöð, særðir lögreglumenn eftir átök ekki heldur, þeim er komið á sjúkrahús, líka í fátækustu og vanþróuðustu löndum heims.
Hvaða bull er þetta, hvað vanvirðing er þetta gagnvart vitsmunum lesendum Morgunblaðsins??
Þetta er farið að minna á gamla frétt þar sem eldri kona var skotin þegar hún tók þátt í friðsömum mótmælum, eftirá skýring lögreglunnar var að hún hefði ógnað vopnaðri lögreglu með regnhlíf. Auðvitað alveg stórhættuleg.
Og já, síðan var svona fréttaflutningur algengur í Sovétinu og fylgiríkjum þess í den.
Og hver hefur gleymt fréttum ríkisfjölmiðla í Kína þegar því fjálglega lýst hvernig friðsamur stúdent ógnaði áhöfn á skriðdreka með því að standa kyrr, og því var hún nauðbeygð að kremja hann til bana undir beltum sínum. Sem og reyndar líka nokkur þúsund til viðbótar.
Það var nefnilega þannig að einu sinni þekktu vestrænir fjölmiðlar muninn á réttu og röngu, og tættu í sig svona heimskulegan áróður og vitleysu.
En ekki í dag.
Núna finnst þeim sjálfsagt að greina frá áformum um valdarán gegn sitjandi lýðræðislega kjörnum forseta.
Og ekki þau fyrstu frá því hann var kosinn.
Við skulum allavega segja, að það var af sem áður var.
Eða eins og þjóðskáldið sagði í tregatón.
Núna er Snorrabúð stekkur.
Kveðja að austan.
Væri hægt að víkja Trump úr embætti? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:19 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 123
- Sl. sólarhring: 712
- Sl. viku: 5662
- Frá upphafi: 1400419
Annað
- Innlit í dag: 107
- Innlit sl. viku: 4865
- Gestir í dag: 105
- IP-tölur í dag: 105
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Síðasta færsla Donalds Trump á Twitter var á þá leið að hann yðri ekki viðstaddur innsetningu Joe Bidens í forsetaembætti Bandaríkjanna.
Trump gaf ekki neina skýringu á þessu, en hún blasir við.
Hann veit að Biden sest í raun ekki á forsetastólinn, því Trump mun sitja á þeim stóli áfram sjálfur.
Guðmundur Örn Ragnarsson (IP-tala skráð) 9.1.2021 kl. 04:14
Hjartanlga sammála þér
Þrátt fyrir gífurlegt magn af myndefni - flestir virtust ver með farsímann á lofti allan tímann
þá sést lítið ofbeldi og skemmdarverk og maður horfir þennan "óþjóðalýð" halda sig innan afmarkaðrar afgirtrar göngubrautar þegar gengið er í gegnum myndastyttusalinn
Varla verra en partý í Breiðholtinu sem fer aðeins úr böndunum en samt mjög sorglegt með það fólk sem lést, ein skotin og lögreglumaður virðist hafa látist úr hjartaáfalli en hvað kom fyrir hina 3 virðist óljóst?
Grímur Kjartansson, 9.1.2021 kl. 10:00
Blessaður Guðmundur.
Ég held ekki.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 9.1.2021 kl. 11:38
Blessaður Grímur.
Nákvæmlega, ég var ákaflega hissa þegar ég sá myndskeið Ruv, það sem fréttastofan sýndi, og það þarf enginn að segja mér að sú hlutlausa fréttastofa hafi ekki reynt að finna mest krassandi átaka og ofbeldisskeiðin, eða þá til vara sýna frá einhverri skrílshegðun, þá var ekkert í gangi, og sama myndskeiðið sýnt aftur og aftur líkt og um smyglað myndefni frá Norður Kóreru væri að ræða, það er frá einni falinni kameru.
Eins og þú bendir réttilega á, ef maður hefði ekki vitað betur, þá hefði maður geta haldið að fólk hefði verið þarna á ferðinni í skipulagðari skoðunarferð, virti reglur, og var friðsamt að öllu leiti.
Innann úr þinghúsinu var mesti hasarinn að sýna einhverja þéttvaxna gaura sem voru sigurhrósandi, líkt og strákarnir sem voru að sýna sig fyrir stelpunum þegar krakkarnir laumuð sig inní sundlaugina eftir ball í gamla daga, menn vissu að þetta var bannað og löggan kæmi, en um að gera að sýna sig og hafa gaman á meðan.
Og glæpamaðurinn, stórglæpamaðurinn sem núna er búið að handtaka, hans mikli og algjörlega ófyrirgefanlegi glæpur var að setjast í sæti þingforsetans, svona menn eiga ekki að ganga lausir næstu áratugina.
En hvar eru myndirnar af óeirðunum sem voru teknar síðastliðið sumar og haust, af brenndum bílum og byggingum, grjótbarðri löggu í eldvarnargalla vegna allra bensínsprenginganna sem var kastað að henni, hvar eru þau??
Hví eru þau ekki sýnd til samanburðar??, svo menn sjái raunverulegar óeirðir, raunverulegt ofbeldi gegn lögum og reglu.
Það eina sem átti sér stað við Capitol Hill var stórkostleg vanræksla og afglöp þeirra sem báru ábyrgð á gæslu þinghússins.
Þeirra er ábyrgðin og sökin, það mætti halda að þetta hafi verið með vilja gert, minnir óþyrmilega á brunann í þýska þinghúsinu sem var notaður sem tylliástæða til að ná sér niður á pólitískum andstæðingum.
Mér sýnist að það leikrit sé hafið.
Og á meðan Snorrabúð er stekkur, þá spila allir með.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 9.1.2021 kl. 11:52
Það fór lítið fyrir andúð demókrata í garð Antifa og BLM á síðastliðnu ári þegar þessir hópar fóru hamförum víða í Bandaríkjunum og héldu sumum borgum í helgreipum og það meira að segja í demókrataborgum.
Tómas Ibsen Halldórsson, 9.1.2021 kl. 23:07
Reyndar viss eðlismunur á að brjóta rúður og kveikja í bílum, og kasta eldsprengjum að löggunni, og að bjóða sálfum sér í heimsókn í sjálft hjarta valdsins, þinghúsið.
Það sem ég er fyrst og síðast að benda á að orðanotkunin sem lýsir atburðunum í fréttum er röng, hún er hlutdræg, og lýsir einhverju sem ekki átti sér stað.
Kallast að ljúga á mannamáli.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 10.1.2021 kl. 10:11
Sumir halda því blákallt fram að á þessari mynd sé óþjóðalýður og þetta séu byssur sem þeir eru að veifa en ekki farsímar
Grímur Kjartansson, 10.1.2021 kl. 11:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.