Bjarni er bara maður eins og við hin.

 

Alveg eins og Víðir sem tók vinartryggð fram yfir stranga túlkun á sínum eigin reglum.

Þetta gerist og mun alltaf gerast á meðan við njótum þeirrar gæfu að fólk stjórni okkur, sem er breyskt eins og aðrar manneskjur.

 

Hæfni fólks ræðst ekki að mistökum þeirra heldur viðbrögðum þess við vanda, leiðsögn þess og sýn.

Bjarni hefur verið gæfa þessarar þjóðar, hann hefur rifið sig út úr kreddum og viðjum frjálshyggjunnar og nálgast efnahagsvandann sem fylgir svona faraldri, út frá kenningum borgarlegrar hagfræði um að beita ríkissjóð og seðlabanka til að vinna gegn samdrætti kreppunnar.

Með öflugum mótvægisaðgerðum hefur þjóðfélagið gengið nokkuð snurðulaust, og slíkt er alls ekki sjálfgefið.

 

Bjarni á því að biðjast afsökunar, sem hann hefur gert, fara svo heim til mömmu sinnar og leyfa henni aðeins að lesa honum lesturinn, og halda svo áfram sínu striki.

Einu mistökin sem hann gæti gert í stöðunni væri að taka mark á því fólki sem krefst afsagnar hans.

Því það yrði þjóðarógæfa.

 

Fólkið sem æpir hæst er algjörlega ófært um að stýra á þessum tímum, eða yfir höfuð á öllum tímum.

Það er bara svo.

 

Skammastu þín Bjarni.

En ekkert um fram það.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Hefði átt að yfirgefa listasafnið strax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Víðir braut engar reglur. Veiran getur alveg smitast þar sem færri en 10 koma saman.

Guðmundur Ásgeirsson, 24.12.2020 kl. 15:40

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Nei vissulega ekki enda sagði  ég samkvæmt strangri túlkun en hann breytti húsi sínu í umferðamiðstöð í einn sólarhring, og þess vegna bar hann ábyrgð á lítilli hópsýkingu.

Mannlegt, getur komið fyrir alla, gerir hann á engan hátt verri, en hugsanlega getur mjög gott batnað enn frekar.

Það sama tel ég að muni verða í þessu axarskafti, þetta er lærdómur, sem er rækilega auglýstur, og aðeins blábjánar láta sér detta í hug að þetta hvetji aðra til að vanvirða sóttvarnarreglur, þvert á móti.

Jólakveðjur að austan.

Ómar Geirsson, 24.12.2020 kl. 16:40

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Jólakveðjur að sunnan.

Guðmundur Ásgeirsson, 24.12.2020 kl. 17:12

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ríkisstjórnir úti um allar heimsins koppagrundir, hægrisinnaðar sem vinstrisinnaðar, hafa dælt peningum skattgreiðenda framtíðarinnar út í þjóðfélagið á þessu ári vegna Covid-19 og mörlenski fjármálaráðherrann hefur ekki gert annað en það sem erlendir starfsbræður hans hafa gert í þessum efnum. cool

1.10.2020:

Um 270 milljarða króna halli á ríkissjóði á þessu ári, 2020 - Fjármagnaður með lántökum

9.12.2020:

Halli á ríkissjóði um 320 milljarðar króna á næsta ári, 2021 - Fjármagnaður með lántökum

Og gengi mörlensku krónunnar hrundi á þessu ári einn ganginn enn, um 20% gagnvart evrunni, með tilheyrandi mestu verðbólgu í Evrópu hér á Klakanum. cool

Núverandi ríkisstjórn er fyrir margt löngu kolfallin, samkvæmt skoðanakönnunum, og ekki eykst fylgið í kóvítinu með partístandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins, sem þar að auki eru formaður og varaformaður flokksins. cool

23.12.2020 (í gær):

Ríkisstjórnarflokkarnir með samtals 40% fylgi og minnsta fylgi Miðflokksins frá Klaustursmáli

Þorsteinn Briem, 24.12.2020 kl. 19:28

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Verðbólga er hærri í a.m.k. fjórum Evrópulöndum en á Íslandi.

Guðmundur Ásgeirsson, 24.12.2020 kl. 22:57

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Steini.

Þú ert glöggur að lesa og átt það jafnvel til að leggja út frá því sem þú lest.

Vissulega hafa ríkisstjórnir um allar koppagrundir beitt nálgun borgarlegrar hagfræði til að vega á móti efnahagslegum afleiðingum kóvid, og eins hefðu ríkisstjórnir um allar koppagrundir varið þjóðir sínar fyrir erlendum hrægömmum og ef kvislingar hefðu komist til valda undir fölsku flaggi og reynt að selja þjóðir sínar í skuldaþrældóm, þá hefðu þeir umsvifalaust verið sviptir völdum sínum og dregnir fyrir dóm vegna landráða.

Bara ekki á Íslandi.

Þess vegna fagnar maður þegar stjórnvöld elta koppagrundirnar, bendir á að slíkt sé alls ekki sjálfgefið, og að þetta axarskaft sé ekki þannig vaxið að það kalli á stjórn vitleysingabandalagsins.

Sú reynsla kynslóðanna sem var orðuð í máltækinu, brennt barn forðast eldinn, er jú hugsuð til að menn forðist sömu mistökin, en leiti ekki í þau.

En enn og aftur jólakveðjur að austan.

Ómar Geirsson, 24.12.2020 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 202
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 168
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband