24.12.2020 | 01:44
Skipstjóri hengdur fyrir útgerðarmann.
Líklegast vegna þess að ákæruvaldið fann engan bakara til að ákæra.
Krakkagreyjunum sem hafa bókstafslega lært lagabókstaf, má virða til vorkunnar að enginn smiður kom nálægt vettvang hins meinta glæp.
Það er ljóst að skipstjórinn á Júlíus Geirmundssyni fór ekki í land þó að kóvid hefði laumast um borð, og var þar með laumufarþegi, ekki svartur, ekki flóttamaður, heldur veira sem gat verið lífshættuleg við ákveðin skilyrði.
Veira sem samfélagið var á fullu að berjast við, og öllum var ljóst tilurð hennar, hún væri ekki flensa enda ganga ekki flensur á sumrin, jafnvel ekki fyrir vestan þó sumar þar teljist varla til mildra haustveðra í hinum byggilega heimi, og hún var sett í einangrun hvar sem til hennar náðist.
Þó Vestfirðir séu á mörkum hins byggilega heims, þá var öllum ljóst þar við hvað væri að glíma.
Þetta vissi skipstjórinn, þetta vissi áhöfnin, og því miður fyrir áhöfn Júlíusar Geirmundssonar, þá vissi útgerðin þetta líka.
Seinna þegar skipstjórinn fór í land, þá sagði útgerðin honum að sigla og veiða.
Því þó allir væru fárveikir um borð, og Júlíus neyddist í land vegna vatnsskorts að mig minnir, þá skipaði útgerðin skipstjóranum að halda aftur á miðin.
Nema að bíræfinn sjálfstæður fréttamaður hjá Ruv fyrir vestan, kjaftaði, og upplýsti þjóðina.
Þá fyrst kviknaði á perunni hjá sóttvarnaryfirvöldum, að það væri ekki sniðugt að hafa fárveika áhöfn úti á sjó.
Peran kviknaði aðeins vegna þess að fréttirnar vöktu hneykslan almennings, þó flestir bentu á skipstjóra og útgerð, þá spurðu samt margir, eru ekki sóttvarnarlög í gildi líka fyrir vestan??
Þá var haldinn neyðarfundur, allir þeir sem klúðruðu, allir þeir sem ábyrgðina báru, þeir kölluðu á Júlíus í land, til þess að hægt væri að benda á hinn meinta sökudólg.
Stórtíðindi reyndar að ekki var bent á skúringarkonuna, eða hásetann niðri í lest (léttadrengir eru ekki lengur ráðnir til sjós), eins þótti það ekki líklegt til árangurs að benda á hina fárveiku áhöfn, en skipstjórinn, hann var sekur, var það ekki?, hann var jú skipstjóri.
Reyndar maðurinn sem hafði samband við sóttvarnarlæknir Vestfjarða, sem bar skyldu til að láta löggæsluyfirvöld vita, sem miðað við alvarleik málsins, hefði þýtt að varðskip hefði snúið Júlíusi í land.
En þar sem grunur lék á að hann hefði sumarpart unnið í bakarí á Ísafirði, þá töldu sóttvarnaryfirvöld og Landhelgisgæslan tilvalið að hvítþvo ábyrgð sína með því að hnippa í krakkagreyið sem hefur lært utanbókar lagabókstaf, og segja honum að meintur bakari sé alltaf hengdur, það er þegar glæpur er framinn sem yfirvöld neyðist til að ákæra fyrir.
Salómonslausn fyrir menn lítilla sjáva.
Síðan var ekki hægt að rífast yfir að skipstjórinn fór sannarlega ekki í landi, og fór sannarlega út á sjó aftur, með fárveika áhöfn.
Sem hefði heppnast ef fréttamaður Ruv fyrir vestan hefði þegið sponsuna sem til dæmis Morgunblaðið þáði og þagði.
Í því ljósi eru fleiri glæpir til staðar en sá afglapaháttur yfirvalda að leyfa Júlíusi Geirmundssyni að veiða þrátt fyrir að opinber yfirvöld hefðu verið upplýst um kóvid sýkingu um borð.
Yfirvöld höfðu lögin með sér, bæði siðferðisleg og lagaleg svo jafnvel krakkagreyið sem hafði lært lög, utanbókar, og ákærir núna, hefði aldrei getað véfengt þann rétt.
Sá glæpur er að skipstjórinn átti að snúa í land, um það eru skýr ákvæði í sjómannalögum, á hann skyldi bent, hann gerður að upphafi og endi alls þessa sem miður fór.
En hann gerði það ekki.
Og hver skyldi skýringin vera??
Einar Valur kom út eins og hálfviti í viðtalinu sem tekið var við hann.
Augljóslega sekur maður, ekki út frá vitneskju okkar, heldur út frá atferli hans sjálfs.
Það afsakar kannski ekki skipstjórann, vissulega er forsenda starfsins skilyrðislaus hlýðni, annars vegar heill og heilsa áhafnar.
Honum til betrunar má aldrei gleyma að hann hafði samband við yfirvöld og lét vita, hlýddi hann útgerðinni þá átti landhelgisgæslan að grípa inní samkvæmt laganna bókstaf.
Hefðu lögin virkað, þá þannig séð ógnaði hann ekki neinum.
Misreiknaði bara ítökin eða hreðjatakið sem útgerðaraðalinn fyrir vestan hefur á barnaráðherrum Sjálfstæðisflokksins, enda borgar almannatengillinn, sem mótaði hugmyndafræðina að baki selaímyndunum sem skýra ráðherrasetu viðkomandi, ekki sjálfum sér laun.
Eftir stendur æpandi sekt samkvæmt laganna hljóðan.
Og ákærður eftir því.
En smiðurinn, nei fyrirgefið útgerðarmaðurinn sem meginábyrgðina ber, þolir samviska hans þessa ákæru??
Það er aðeins einn maður sem getur svarað því.
Maðurinn með vondu samviskuna, étinn og tærður að innan.
Kerfið verndar hann.
Ekki bara það sem hann keypti, og er eilíf smán Sjálfstæðisflokksins, heldur líka sú lagahefð sem auður, völd og stétt hafa þróað í árhundruð, og frýja (með undantekningum en í þau göt er ætíð stoppað) að ætíð sé verkfærið dæmt.
Ef auðmaður með tengsl í kerfið, hinum samofnu þræði auðs, embættis og stjórnmála, hefði til dæmis framið fjöldamorð í mosku eða kirkju, þá hefði krakkagrey verið fengið til að rannsaka og ákæra, og samkvæmt laganna bókstaf, sem krakkagreyið lærði utanbókar og fékk góða einkunn fyrir, þá væri augljóst að byssan væri sek.
Þannig séð erum við ekki lengra komin frá því miðaldaþjóðfélagi auðs og aðals þar sem almenningur, hið vinnandi fólk var réttlaust, nema í því tilviki þar sem það fékk það hlutverk að láta hengja sig fyrir hinn seka sem tilheyrði elítunni.
Eftir stendur Einar Valur.
Er hann sáttur?
Er þetta sú byrði sem hann ætlar að bera á bakinu þegar amma hans spyr hann hvort hann hafi verið ærlegur eftir að hún fór??
Aðeins hann getur svarað þeirri spurningu.
Vegna þess að réttarkerfið á Íslandi hefur lítt þróað frá því að snærisþjófar voru sendar á Brimarhólm á 17. öldinni líkt og Laxness gerði ódauðlegt í Íslandsklukkunni.
Nema þá vissu menn ekki betur.
En jafnvel krakkagreyin sem lærðu lagabókstafinn utanbókar vita betur.
Og sem þjóð vitum við betur.
Á dauðans alvöru tímum þá eigum við ekki að líða svona kattarþvott.
Svona réttlætingu hinna seku, eða kerfisins sem brást.
Amman mun vissulega spyrja.
Og ég vildi ekki vera í sporum Einar Vals, sem hefur ekki manndóm í að axla ábyrgð sína.
En það er æðri dómur.
Eitthvað sem mun ske, og er öruggt, en hefur ekkert að gera með þau skilaboð sem eru send út í samfélagið.
Að ef þú ert rétt tengdur, þá kemstu upp með allt.
Vissulega þekkt staðreynd.
En ekki líðandi á dauðans alvöru tímum.
Við lifum þá tíma í dag.
Og ef við viljum lifa þá af, þá líðum við ekki þessa ákæru.
Því hinir seku eru ekki ákærðir.
Sem býður þeirri hættu heim að það sem má ekki gerast, gerist aftur.
Og aftur.
Sem er dauði á dauðans alvöru tímum.
Kveðja að austan.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:57 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 13
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 459
- Frá upphafi: 1412821
Annað
- Innlit í dag: 13
- Innlit sl. viku: 398
- Gestir í dag: 12
- IP-tölur í dag: 12
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skipstjórinn er að mér sýnsit ekkert lamb að leika sér við. Af gamla skólanum grjótharður nagli sem ég vildi ekki þurfa að biðja um einhverja vægð.
Það verður að hengja einhvern fyrir Samfylkinguna, Þorgerði og Ingu Sæland og réttlætið eða hvað? Það eru líka að koma kosningar þar sem að hengja þarf helvítis íhaldið á eftir Trump.
Halldór Jónsson, 24.12.2020 kl. 02:46
Sæll Ómar, samkvæmt mínum kokkabókum er þarna hvorki um bakara eða smið að ræða, heldur fyrst og fremst histeríu sem kennd er við nornaveiðar.
Jafnvel þó sé farið með svona mál aftur á tíma Jóns Hreggviðssonar þá réttlætir það ekki neinn í að selja ömmu sína.
Með kveðju í neðra.
Magnús Sigurðsson, 24.12.2020 kl. 08:32
Blessaður Halldór.
Pointið er að allir vita hver ber ábyrgðina þó lagannabóksstafshljóðan sé sú að það sé verkfærið það er skipstjórinn sem átti val um að hlýða eða missa starfið ella.
Á einhverjum tímapunkti þurfum við að takast á við ábyrgðarleysi þeirra sem fela sig á bak við lögin líkt og Frakkar gerðu svo snemma á 19. öldinni þegar þeir settu lög til höfuðs morðingjum sem sendu fúafleytur á Íslandsmið til að hirða tryggingarbætur, skipti þá litlu að ekki einu sinni músin skilaði sér í land.
Ekki alveg eins gróft á Júlíusi en dauðanum var boðið um borð en hann þáði ekki boðið, var þreyttur eftir vortörnina.
Jólakveðjur að austan.
Ómar Geirsson, 24.12.2020 kl. 11:04
Blessaður Magnús.
Ég hygg að þeir sem köfnuðu lifandi, eða sluppu við þá köfnun eingöngu vegna hæfni og þekkingu lækna, séu ekki alveg sammála þér að þetta sé hystería.
Menn sluppu við dauðann, eitthvað sem menn vissu ekki fyrirfram, en menn sleppa ekki við eftirköstin, sem jafnvel hjá ungum hraustum mönnum getur orðið vanheilsa fyrir lífstíð.
Núna eru þeir komnir í skriðu þar sem þeir á jaxlinum og hörkunni taka skrefin uppá við. Svo renna þeir niður án þess að skilja neitt í neinu, þrekleysið laumast að þeim án nokkurra skýringa. Þá er jaxlinn bitinn og aftur troðið uppá við, þrjú skref fram tvö til baka, aftur og aftur. Kannski næst að vinna sig uppúr skriðunni, kannski finna menn fyrirstöðu í hælnum sem þeir sjá að er brekkurótin þar sem skriðan endar, og ekkert þrek er eftir.
Þetta er ekki það líf sem menn ætluðu sér þegar þeir fóru ungir að heiman, og þetta er ísjakkinn fyrir neðan topp dauðans.
Það á að ákæra í þessu máli, en það á að ákæra alla sem eru sekir.
Menn eiga ekki að komast upp með að gambla við dauðann.
Jólakveðjur úr neðra.
Ómar Geirsson, 24.12.2020 kl. 11:15
Það að lögsækja skipstjóra eða útgerðarmann fyrir að halda skipi til veiða er ekki bara histería, það eru hreinar og klárar nornaveiðar, hvaða lög sem mönnum hefur svo dottið í hug að setja varðandi "drepssótt" fyrir "krakka greyið" til að fara eftir.
Með jólakveðju að ofan.
Magnús Sigurðsson, 24.12.2020 kl. 11:44
Þetta innlegg er eitt mesta langlokublaður sem sést hefur.
Burtséð frá því, þá ber skipstjóri ávallt ótvíræða ábyrgð á skipi sínu og áhöfn. Ef lögin segja hann eiga að sigla í land þá gerir hann það burtséð frá útgerðarmanninum. Þannig hugsar hann um hag allra.
Ef skipsstjórinn er drukkinn við stjórn skipsins, þá brýtur hann lög. Ef hann siglir ekki í land með veika áhöfn, þá brýtur hann lög. Hvorugt hefur með útgerðarmanninn/eigandann að gera. Ábyrgðin er fyrst og síðast alltaf skipstjórans.
Nonni (IP-tala skráð) 24.12.2020 kl. 12:39
"34. gr. ... Ef ástæða er til að ætla að skipverji sé haldinn sjúkdómi sem hætta stafar af fyrir aðra menn á skipinu skal skipstjóri láta flytja sjúklinginn í land ef eigi reynist unnt að verjast smithættu á skipinu."
"49. gr. Skipstjóri hefur í öllum efnum hið æðsta vald á skipinu."
"76. gr. Ef skipstjóri misbeitir agavaldi sínu eða beiti hann ónauðsynlegri harðneskju við skipverja, vanræki skyldur sínar við veika eða slasaða skipverja eða láti hann skipverja eigi fá lögboðið viðurværi varðar það sektum, fangelsi allt að tveimur árum eða fangelsi allt að fjórum árum ef miklar sakir eru."
"77. gr. Í refsidómi samkvæmt 76. gr. má enn fremur, ef sérstaklega miklar sakir eru, ákveða að dómfelldi skuli sviptur rétti til skipstjórnar ákveðinn tíma eða ævilangt. ..."
Sjómannalög nr. 35/1985
Þorsteinn Briem, 24.12.2020 kl. 14:04
Blessaður Magnús.
Við skulum leyfa okkur að vera ósammála um það og ég hygg að þeir sem sjóinn stunda séu líka ósammála þér, bæði almennt sem og þeir sem lenntu í þessum hremmingum, að ekki sé minnst á samfélagið sem er háð mönnum sem gera út frá ógnarstjórn.
Með jólakveðjum að neðan í þeirri von að hlákan skilji ekki allt eftir í gljáandi hálku.
Ómar Geirsson, 24.12.2020 kl. 14:57
Blessaður Nonni.
Hvað í andskotanum ertu að lesa svona langloku og mæta svo í athugasemdarkerfið og kvarta yfir lestrinum??
Þér væri nær að vorkenna mér að hafa skrifað þessa langloku seint að kveldi þegar ég átti eftir að klára að þrífa eldhússkápana, verkið eftir í morgun vegna pistils sem átti aðeins að vera nokkrar línur.
Svo skammastu bara og klikkir svo út með þínum stóra dómi, líklegast til að upplýsa mig um að þú sért læs á laganna bókstaf.
Til hvers að bother??, ég bara spyr.
Jólakveðjur að austan.
Ómar Geirsson, 24.12.2020 kl. 15:05
Blessaður Þorsteinn.
Ertu nokkuð í aukaverki fyrir dóminn að finna viðeigandi lagatexta til að dæma eftir??
Eða leiðist þér bara??
En allavega jólakveðjur að austan.
Ómar Geirsson, 24.12.2020 kl. 15:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.