22.12.2020 | 18:03
Ein þjóð í einu landi.
Sameinuð á hamfaratímum.
Þá falla grímur, innri maður blasir við.
Seyðfirðingar fengu góða heimsókn í dag.
Í dag er ég stoltur af ráðafólki mínu.
Við erum ein þjóð þegar á reynir.
Megi svo verða áfram á nýju ári því þá mun þjóðin takast á við áður óþekktar áskoranir.
Sú stærsta að koma öllum í öruggt skjól.
Öllum fyrirtækjum er ekki hægt að bjarga en það er hægt að bjarga heimilum fólks.
Veira er hamför, alveg eins og ofanflóð eða heljarrigningar.
Hamfarasjóður á því að endurfjármagna heimili þess fólks sem hefur misst allt sitt í kóvid, eða sér fram á að missa allt sitt.
Við erum ein þjóð.
Stöndum saman.
Gætum að hvort öðru.
Líka á nýja árinu.
Kveðja að austan.
Ráðherrar slegnir og segja mikið verk framundan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:22 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 87
- Sl. sólarhring: 583
- Sl. viku: 5671
- Frá upphafi: 1399610
Annað
- Innlit í dag: 75
- Innlit sl. viku: 4839
- Gestir í dag: 74
- IP-tölur í dag: 74
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Allir íslenskir ríkisborgarar eru íslenska þjóðin en hér á Íslandi býr fólk af um 160 þjóðernum og tugþúsundir Íslendinga búa erlendis, langflestir á Evrópska efnahagssvæðinu (EES).
Þeir sem eru íslenskir ríkisborgarar eru Íslendingar, hvort sem þeir búa hér á Íslandi eða erlendis, en svokallaðir Vestur-Íslendingar eru kanadískir og bandarískir ríkisborgarar og þar af leiðandi Kanadamenn og Bandaríkjamenn.
Undirritaður hefur búið í mörgum ríkjum, þar á meðal Svíþjóð, en aldrei verið Svíi og alltaf verið Íslendingur.
Þeir sem búa hér á Íslandi, landsmenn, eru nú um 368 þúsund, þar af um 51 þúsund útlendingar, einnig langflestir frá Evrópska efnahagssvæðinu.
23.3.2019:
Rúmlega 47 þúsund Íslendingar búa erlendis
14.12.2020:
Um 317 þúsund Íslendingar og 51 þúsund útlendingar búa hér á Íslandi
Þorsteinn Briem, 22.12.2020 kl. 19:35
Blessaður Steini minn.
Stundum ertu dálítið skrýtinn þegar þú reynir að finna flöt á að vera skrýtinn í athugasemdum þínum.
En þér að segja þá er samstaðan hérna fyrir austan algjör, óháð hinu meintu þjóðerni fólks enda nýbúarnir fyrir löngu orðnir hluti af samfélaginu.
Þú hefðir eiginlega verið gáfulegri ef þú hefðir lagt út frá kyni, og ég hefði fengið lærðan lestur um fjölda kynja, hlutfall þeirra á Íslandi versus Bretlandi versus Evrópska efnahagssvæðinu.
Þá hefðir þú allavega komið mér á óvart.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 22.12.2020 kl. 23:18
Mér fannst í upphafi þessi för ráðamanna austur á Seyðisfjörð vera bara bull því einhvern veginn þá er föst í huganum myndina af Þórunni umhverfisráðherra hlaupandi um að leita að ísbjörnum og með farsíman í hönd pantandi ísbjarnarinnkaupagrind frá Danmörku
En það snart að sjá Katrínu vera að faðma manneskju að sér á þessum Covid tímum
Grímur Kjartansson, 23.12.2020 kl. 15:33
Mikið sammála þér Grímur, frá fyrstu setningu til þeirrar síðustu.
Jólakveðjur að austan.
Ómar Geirsson, 23.12.2020 kl. 21:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.