Loksins axlar vegagerðin ábyrgð.

 

Á því tjóni sem axarsköft hennar valda vegfarendum, af sem áður var þegar öllu var yfirleitt neitað.

 

Kannski er þetta upphaf nýrra vinnubragða, að þegar horft er á meintan sparnað, þá sé heildardæmið skoðað, til dæmis hvaða áhrif slæleg vinnubrögð hafa á vegfarendur, hvort þau valdi þeim tjóni, hvort vegirnir endist skemur og svo framvegis.

Má til dæmis ætla að þegar klæðning er lögð að reglan verði að hún verði völtuð og lausagrjóti síðan sópað af veginum, en í dag er slíkt eingöngu gert á veginum milli Akureyrar og Reykjavíkur, allavega hef ég hvergi orðið var við það annars staðar, hér fyrir austan eru bílarnir látnir þjappa með tilheyrandi grjótkasti sem skemmir bíla. 

Það er eins og aðeins einn valtari sé til á landinu.

 

Það er nefnilega þannig að það er oft hægt að spara með því að koma kostnaðinum yfir á aðra sem geta ekki greitt atkvæði með fótunum.

Þú flýrð ekki vegakerfið, og þú þarft að sætta þig við ríkiseinokun ríkisstofnunar sem hefur lagt það í vana sinn að gefa skít og skömm í viðskiptavini sína, vegfarendur þessa lands.

 

Geta menn til dæmis ímyndað sér að fyrirtæki í samkeppni leyfði sér að nota ónýt íblöndunarefni í nafni umhverfisverndar??

Og lærði ekkert þó kvartað sé ár eftir ár undan ónýtri klæðningu.

 

Einokun fylgir nefnilega ábyrgð.

Og þá ábyrgð hefur vegagerðin ekki axlað.

 

Líklega skýring er hugmyndafræði þess í neðra sem kennd er við Cheapest bid.

Og eyðileggingarmáttur þeirra stjórnmálamanna sem hafa náð völdum út á þá hugmyndfræði.

Sem leiðir til þess að almenningur uppsker það sem hann kaus.

 

Spurning hvort hann axli sína ábyrgð?

Kveðja að austan.


mbl.is Fresti för til Akureyrar vegna blæðinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 5
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 451
  • Frá upphafi: 1412813

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 390
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband