Gæta skal meðalhófs.

 

Var margítrekað í lærðum greinum sem áttu það sammerkt að ráðast á þær nauðsynlegar aðgerðir að krefjast seinni skimunar á landmærum Íslands.

Að öðrum ólöstuðum sem gerðu sig að fíflum með þessum greinum má minnast á Reimar Pétursson, lögmann sem áréttaði  að almenningur ætti að láta reyna á þessar hömlur við landamærin.

Inntakið var alltaf að vitna í meintar mildari sóttvarnir í öðrum Evrópulöndum, Svíþjóð, Þýskaland, Bretland og jafnvel Tyrkland og Spánn voru tekin með sem dæmi.

 

Hver er staðan í þessum löndum í dag??

Gríðarlegar strangar sóttvarnir, mun harðari en hér á landi.

Munurinn samt sá að hér tókst að vernda líf, og hér er bylgjan á síðasta snúning, fáir greinast, flestir í sóttkví.

 

Og ekki hvað síst, ástandið á gjörgæsludeildum er viðunandi.

Ekki við það springa, eða jafnvel það sé rætt um að senda sjúklinga til annarra landa líkt og umræða er í dag í Svíþjóð.

 

Síðan getum spurt um hina skipulögðu árás á sóttvarnir þjóðarinnar, og hve miklu mátti muna að fjársterkir hagsmunir náðu ekki að knésetja þær.

Vonandi er enginn svo heimskur að halda að kvensjúkdómalæknir starfandi í Bandaríkjunum hafi fundið það upp hjá sjálfum sér að skrifa ítrekað greinar í Morgunblaðið þar sem hann réðst beint að lokun landamæranna án undangenginnar skimunar og sóttkvíar þar á milli.

 

Eða maðurinn hafi verið svo einfaldur að hann hafi ekki vitað hverju hann laug.

Er nokkur búinn að gleyma staðhæfingunni um að faraldurinn væri í hægri rénun í Bandaríkjunum, fullyrðing sem var röng í sumar, og virkar sem fjarstæða í dag.

Nær væri að spyrja hver er gjaldskrá meintra fræðimanna og sérfræðinga á eitt stykki lygi, og hvað kostar ein grein uppfull af blekkingum og rangfærslum??

 

Einnig má spyrja hvað er undir þegar fjársterkir hagsmunir fá almannatengil til að skipuleggja aðför að sóttvörnum þjóðarinnar þar sem dagskrágerðarfólk á Ruv, hægri öfginn á ritstjórn Morgunblaðsins, þekktir lögmenn, misskrýtnir læknar, leggjast á eitt til að ráðast á sóttvarnir þjóðarinnar, í einni og sömu vikunni??

Og við skulu spyrja okkur hvað hefði gerst ef kjafturinn á Kára hefði ekki gripið til varnar??

Hvernig væri ástandið í dag, hvað margir hefðu fallið??

 

Og við skulum spyrja okkur hvað gengur eldra íhaldsfólki til sem upphefur Sigríði Andersen og Brynjari Níelssen sem hetjur, svona í ljósi heiðarlegra tilrauna þeirra til að stuðla að ótímabærum dauðdaga þessa sama eldra íhaldsfólks??

Hvaðan kemur þessi veruleikafirring eða forheimska??

 

Spurning sem við verðum að spyrja því annars endurtekur þetta sig aftur og aftur.

Að fólk gangi erinda þröngra fjársterkra hagsmuna sem ná jafnvel að strengjastýra ráðherrum ríkisstjórnar þjóðarinnar, gegn almannaheill, gegn lífum og limum landsmanna.

 

Því annað er úrkynjun, kalkúnsheilkenni velmegunar sem hefur svipt fólki skilning á því hvað felst í því að lifa, og lifa af.

Því það er ekkert meðalhóf milli lífs og dauða, það er alltaf annað hvort eða, ekkert þar á milli.

 

Við eigum í stríði og 5. herdeild veirunnar gengur laus, sífellt að berjast fyrir frelsi hennar til að fá að drepa samborgara okkar, ástvini okkar.

Að ekki sé minnst á þann ótta sem hefur grafið um sig hjá fólki í áhættuhópum, mánuð eftir mánuð hefur það búið við stöðugan ótta um líf sitt, því það veit enginn hvenær næsta sýking er banvæn.

 

Þetta þurfti ekki að vera svona.

Þetta þarf ekki að vera svona.

En þá þarf að stöðva höndina sem fóðrar hinar sífelldu árásir á sóttvarnir þjóðarinnar.

 

Það gerist nefnilega ekkert af sjálfu sér.

Jafnvel illskan þarf sína vinnumenn.

 

Og þeir eru ekki ókeypis.

Kveðja að austan.


mbl.is Bretar færa sig á hæsta stig takmarkana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Svona er meðalhófið í Hollandi.

"Hol­lensk stjórn­völd hafa ákveðið að efna til ströngustu sótt­varn­aráðstaf­ana í land­inu hingað til. Skól­um og versl­un­um sem ekki þurfa nauðsyn­lega að vera opn­ar verður lokað næstu fimm vik­urn­ar.

Mark Rutte, for­sæt­is­ráðherra Hol­lands, greindi frá þessu í dag. Mót­mæl­end­ur heyrðust flauta og hrópa fyr­ir utan skrif­stofu Rutte á meðan hann flutti sjón­varps­ræðu sína.

"Hollandi verður lokað í fimm vik­ur," sagði Rutte. "Við eig­um ekki í höggi við venju­lega flensu eins og fólkið fyr­ir aft­an okk­ur held­ur," bætti hann við og átti við mót­mæl­end­urna.

All­ar versl­an­ir, fyr­ir utan mat­vöru­versl­an­ir og apó­tek, munu loka frá morg­un­deg­in­um til 19. janú­ar. Skól­um verður lokað á miðviku­dag.

Fólki er ráðlagt að halda sig heima við og það má í mesta lagi fá til sín tvo gesti á dag, nema á jóla­dag þegar það má taka á móti þrem­ur gest­um, sagði Rutte.

Söfn­um, dýra­görðum, kvik­mynda­hús­um og lík­ams­rækt­ar­stöðvum verður einnig lokað.".

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 14.12.2020 kl. 20:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 9
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 455
  • Frá upphafi: 1412817

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 394
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband