14.12.2020 | 13:05
Þórólfur er með áhyggjur.
Það er að segja af því sem hann kallar hópamyndun og veisluhöldum um nýliðna helgi.
Þýtt á mannamál, af fyllerí og drykkjulátum í Reykjavík og nágrenni.
Þetta eru ekki góðar fréttir fyrir landsbyggðarfólk, miðað við fyrri ákvarðarnir Þórólfs má búast við hann hóti útgöngubanni á landsbyggðinni til að stemma stigu við útbreiðslu faraldursins.
Það er ekki langt síðan að hann hafði áhyggjur af nýrri smitbylgju um jólin, brást við með því að leyfa félagsliðum á höfuðborgarsvæðinu að stunda æfingar en bannaði slíka iðkun á landsbyggðinni.
Smitið var á höfuðborgarsvæðinu, en öryggistékkið tekið á smitlausum byggðum landsbyggðarinnar.
Reyndar vissi Þórólfur að það var smit á Eyjafjarðarsvæðinu svo hann leyfði félögum þar að stunda æfingar til öryggis, því ekki mega jú sóttvarnir mismuna.
Nú krossum við landsbyggðarfólkið fingrum og förum með bænir í hljóði um að brennivínsserkir höfuðborgarsvæðisins hemji sig um næstu helgi, ef ekki þá gætu sóttvarnaryfirvöld brugðust við með því að banna allt jólahald á landsbyggðinni, svona just in case.
Kannski smá kaldhæðni í þessum orðum mínum en þegar sóttvarnaryfirvöld byrja á annað borð að láta undan klíkuskap og mismuna þvert á öll sóttvarnarök, þá veit enginn endinn á þeirri vegferð.
Þetta snýst jú allt um trúverðugleika þegar upp er staðið.
Þar brást Þórólfur og hans lið.
Og gæti alveg gert aftur.
Kveðja að austan.
Erum að komast út úr þessari bylgju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 10
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 456
- Frá upphafi: 1412818
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 395
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er erfiðara fyrir Reykvíkinga að greina aðkomufólk en fólk í þorpum úti á landi en það gætu nú hafa verið utanbæjarmenn á Laugarveginum um helgina
Reyndar er bara almennt orðið fjári erfitt í dag að sjá hverjir eru heimamenn og hverjir eru utanaðkomandi
Í Keflavík í gamladaga þá taldi maður sig geta séð út Kana af Vellinum m.a. vegna fatnaðar sem ekki fékst í Kaupfélaginu og svo fatastíls - stuttar buxur svo fallegir sokkarnir sæust og þykkt veski í rassvasanum útþöndum af hamborgurum
Grímur Kjartansson, 14.12.2020 kl. 15:46
Laugarvegur er á Siglufirði, en í Reykjavík er Laugavegur
Björn S. Stefánsson (IP-tala skráð) 14.12.2020 kl. 16:43
Blessaður Grímur.
Ég er eiginlega ekki að tuða yfir fólki sem datt í það á Laugaveginum heldur að kaldhæðast að Þórólfi þegar hann lét undan þrýstingi, og mismunaði fólki eftir búsetu.
Gryfja sem sóttvarnaryfirvöld mega ekki detta í.
Óskiljalegt að hann skuli hafa komist upp með þetta, stórskrýtið að þessi spilling skuli ekki hafa verið rakin, því í raun er eina afsökun þeirra sem ábyrgðina bera, að geta vísað í að þeir hafi fengið tilboð sem þeir hafi ekki getað hafnað, svona miðað við laun ríkisstarfsmanna, eftirlaun þeirra og svo framvegis.
Því hin skýringin á sér alltaf rætur í algjöra fyrirlitningu á íbúum hinna smærri byggða.
Eiginlega er ekkert ömurlegra en rasismi gagnvart sinni eigin þjóð.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 14.12.2020 kl. 17:18
Takk fyrir þessa leiðréttingu Björn.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 14.12.2020 kl. 17:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.