13.12.2020 | 00:31
251 læknir hafi látið lífið úr Covid-19
Samt upplifum við umræðu á Íslandi að þetta sé eins og hver önnur flensa, eftirminnileg eru ummæli Sigríðar Andersen þingmanns á opnum netfundi sem Morgunblaðið sá ástæðu til að netvarpa, þegar hún spurði Jón Ívar Einarsson prófessor við Harvard hvort það væri ekki þekkt að eldra fólk dæi úr kvefi og enginn gerði mál úr því.
Þessi sami Jón Ívar var fenginn til að skrifa greinar í Morgunblaði þar sem hann gerði lítið úr hættunni af kórónu veirunni, laug til um dánarlíkur, laug til um að í Bandaríkjunum væri faraldurinn á niðurleið þó sóttvarnir væru þar miklu vægari en hér heima í sumar.
Af hverju er ég að rifja þetta upp??
Vegna þess að þetta fólk er ennþá að.
Hefur blekkt og logið og fullt að hrekklausum eldri íhaldssálum um allt landið trúir þeim.
Lætur meir að segja út úr sér að hættan af þessum faraldri hafi verið ýkt.
Rökin, sjáið Ísland, hér hafa svo fáir dáið.
Sem er rétt, það dóu svo fáir vegna þess að sóttvarnir þjóðarinnar héldu að mestu.
Samt dóu of margir, því innan ríkisstjórnar Íslands er fólk sem trúði þessu kjaftæði og lygum, og hefur alla tíð lagst gegn nauðsynlegum sóttvörnum í tíma.
AxlarBjörn, afkastamesti fjöldamorðingi Íslandssögunnar, var réttaður, en hann hefur ekki svona mörg mannslíf á samviskunni.
En í dag segjum við bara Shit happens.
Og Brynjar og Sigríður fá áfram að grafa undan sóttvörnum þjóðarinnar, í nafni tjáningarfrelsis fá þau að berjast fyrir ótímabæru andláti samborgara sinna, og eru hetjur fyrir vikið hjá hluta þjóðarinnar.
251 læknir deyja ekki vegna kvefs.
251 læknir deyja ekki vegna flensu.
251 læknir dóu vegna þess að ekki var þrek til að loka á smitleiðir veirunnar í tíma á Ítalíu, og skurðgröftur gegn sóttvörnum endurtók þann leik í haust.
Það er líka hollt að lesa það sem formaður Ítalskra lækna sagði í þessari frétt; "Filippo Anelli, formaður læknafélagsins í Ítalíu, segir meiri samgang á milli fólks og háan smitstuðul meðal einkennalausra vera aðalástæðu þess hve margir hafa dáið í seinni bylgjunni.".
Hár smitstuðull meðal einkennalausra er ein af aðalástæðum þess hve margir hafa fallið það sem af er hausti á Ítalíu.
Hollt að lesa því þessi orð sá ritstjórn Morgunblaðsins ástæðu til að birta í viðtali við sóttvarnaglæpamann sem montaði sig af glæpum sínum.
"Það eru engar rannsóknir til um það, það er búið að rannsaka þetta í 100 ár, meðal annars eftir 1918-faraldurinn, það er til einhver ein rannsókn þar sem kannski líklega einhver smitar af veiru áður en hann er kominn með einkenni. Þær eru ekki til. Við erum ekki að smita einkennalaus. Þú getur ekki greint Covid-19 nema þú sért með einkenni,".
Fannst ritstjóra Morgunblaðsins að nógu margir hefðu ekki dáið á Íslandi, þurfti blaði því að leggja sitt lóð á vogarskál dauðans svo fleiri féllu??
Með því upphefja bull og vitleysu manneskju sem braut gegn sóttvörnum þjóðarinnar og komst upp með það vegna aumingjaskapar löggæsluyfirvalda.
Eða var aumingjaskapurinn að skipan ráðherra Sjálfstæðisflokksins sem eru á móti sóttvörnum, telja sig vinna fyrir dauðann en ekki þjóðina??
Einkennalaus smitar ekki hefur Mogginn eftir sóttvarnarglæpamanni.
Einkennalausir hafa háan smitstuðul segir formaður ítalskra lækna.
Hefði sóttvarnarglæpamaðurinn verið smitaður, þá hefði hann náð að breiða út smit, áður en sóttvarnarakningarteymið hefði náð að grípa inní.
Alvarleikinn.
Þá skal ég segja frá manni, nánum ættingja mínum, sem kom til landsins á svipuðum tíma og sóttvarnarglæpamaðurinn sem Morgunblaðið hefur hampað svo mjög.
Hann var að koma til landsins í gegnum Kaupmannahöfn, frá Færeyjum þar sem hann kom í land af báti, á ferðalaginu smitaðist hanna af kóvid, það uppgötvaðist í seinni skimun.
En hann var í einangrun í út í sveit og aðeins nánasta fjölskylda í sóttkví.
Hefði hann hins vegar hagað sér eins og sóttvarnarglæpamaðurinn, þá hefði hann getað smitað marga því erindið var að mæta í jarðaför, og síðan austur á land.
Það er hann hefði verið fávit en ekki ábyrgur borgari landsins, þá hefði hann hugsanlega verið örsök víðtækrar hópsýkingar.
Því skýrslutaka stoppar ekki sóttvarnarglæpamann sem dreifir smiti vísvitandi.
Hver hefði þá verið ábyrgur??
Svarið er einfalt, þeir sem hefðu látið hann komast upp með fávitaskap sinn.
Gleymum því ekki.
Kóvid er dauðans alvara.
Þrátt fyrir ýtrustu varúðarráðstafanir eru læknar og hjúkrunarfólk að falla um allan heim.
Þrátt fyrir brýningar á brýningar ofan, er fólk að haga sér eins og fífl.
Ferðast á milli landa, berandi með sér veiruna, gefur skít í náungann.
Í Bandaríkjunum hundsuði fjölda fólks aðvaranir sóttvarnaryfirvalda um Þakkargjörðahátíðina og þúsundir saklausra eru byrjaðir að falla þess vegna.
Sama á sér stað núna um jólahátíðina, þúsundir saklausra mun deyja.
Hér erum við svo lánsöm að það er skimun og sóttkví við landamærin.
Sem all all flestir virða og fara eftir.
En það þarf ekki nema einn fávita.
Og veiran getur hitt einhvern sem hefur ekki þrótt til að verjast henni.
Þess vegna.
Þess vegna.
Þess vegna er það ekki líðandi að fólk komist upp með að virða ekki sóttvarnir á landamærum.
Og þar er við stjórnvöld að sakast, þau eiga að hafa eftirlitið, þau eiga að grípa inní.
Strax, ekki seinna.
Annað er rússnesk rúlletta.
Kveðja að austan.
Flest dauðsföll á Ítalíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 13
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 459
- Frá upphafi: 1412821
Annað
- Innlit í dag: 13
- Innlit sl. viku: 398
- Gestir í dag: 12
- IP-tölur í dag: 12
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú ert nú óttalegt kjánaprik. Og það er svo sem ekkert nýtt.
Þorsteinn Siglaugsson, 13.12.2020 kl. 01:00
Er Þorsteinn þá vísdómurinn?
Halldór Jónsson, 13.12.2020 kl. 01:08
6.12.2020 (síðastliðinn sunnudag):
"Ný ritrýnd rannsókn gerð af vísindamönnum við Kaupmannahafnarháskóla og Ríkissjúkrahúsið sýnir að COVID-19 er banvænni sjúkdómur en inflúensa.
Berlingske greinir frá því á vef sínum að vísindamennirnir hafi borið saman hve margir dóu af völdum kórónuveirunnar og inflúensu innan þrjátíu daga frá smiti.
Niðurstöður vísindamannanna, sem birtast í tímaritinu Frontiers in Medicine, sýna að hlutfall þeirra sem andast af COVID er þrisvar til fimm sinnum hærra en þeirra sem látast af völdum flensu.
Rannsókn sýnir að Covid-19 er banvænni en flensa
Þríeykið fer hvorki að vilja mörlenskra frjálshyggjumanna né einangrunarsinna.
30.10.2020:
Yfir 95% Íslendinga treysta Þríeykinu
Þorsteinn Briem, 13.12.2020 kl. 04:40
Á Ítalíu eru 22,4% íbúanna 65 ára og eldri og þetta hlutfall er einungis hærra í Japan, 26%.
Dauðsföll Í Bandaríkjunum eru um 19% af öllum skráðum dauðsföllum í heiminum vegna Covid-19 en Bandaríkjamenn eru einungis um 4% jarðarbúa.
Og á Ítalíu eru skráð dauðsföll vegna Covid-19 nú 1.060 á hverja milljón íbúa, einungis um 15% fleiri hlutfallslega en í Bandaríkjunum (919).
Í Bandaríkjunum, þar sem um 332 milljónir manna búa, eru skráð dauðsföll vegna Covid-19 um 305 þúsund en í 48 Evrópuríkjum, þar sem meira en tvisvar sinnum fleiri búa (125%), um 748 milljónir, eru þau um 454 þúsund, einungis um 49% fleiri en í Bandaríkjunum.
Og í Evrópusambandsríkjunum 27, þar sem um 448 milljónir manna búa, 35% fleiri en í Bandaríkjunum, eru skráð dauðsföll vegna Covid-19 nú um 309 þúsund, einungis um 1% fleiri en í Bandaríkjunum.
Bólusetning gegn Covid-19 er nú þegar hafin í Evrópu (Bretlandi og Rússlandi), í Bandaríkjunum hefst hún á morgun og hér á Íslandi núna um áramótin.
Þorsteinn Briem, 13.12.2020 kl. 07:02
Takk fyrir innlitið félagar.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 13.12.2020 kl. 10:14
Af hverju þurfum við að bíða svona efir að fá bóluefni?
Ef okkar stjórnvöld hafa gert samning um bóluefni eins og þau segja? Eða er þetta bara ósannindi og í þykjustunni?
Hversvegna þurfum við að bíða til 29 desember eftir einhverri lyfjastofnun Evrópusambandsins?
Erum við ekki sjálfstæð þjóð sem var að gera samninga?
Svo segir í fréttum í Mogga:
"Íslensk stjórnvöld skrifuðu undir samning við Pfizer á miðvikudag, um kaup á bóluefni fyrir 85 þúsund Íslendinga. Þess er nú beðið að sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu afgreiði umsókn lyfjafyrirtækisins um skilyrt markaðsleyfi. Reiknað er með niðurstöðu fyrir 29. desember."
Eru þetta Trumpískar falsfréttir?
Af hverju þurfum við að drepa fólk til 29 desember vegna einhverra skriffinna úti Evrópu? Hverskonar yfirvöld höfum við í þessu landi?
Af hverju þurfum við að bíða svona eftir að margir veikist og einhverjir deyi?
Halldór Jónsson, 13.12.2020 kl. 21:41
Blessaður Halldór.
Verðum við ekki bara að treysta því að þeir drepi ekki fólk fram af því. Vissulega er blikur vegna hátíðanna sem óhjákvæmilega reyna á sóttvarnir því þó fólk reyni að passa sig, þá er þetta tími mannlegra samskipta.
Ég held hins vegar að svarið við spurningum þínum tengist skuldbindingum okkar vegna EES og þeirra reglna sem gilda á Evrópska efnahagssvæðinu. Og þú veist það jafnvel og ég, það vita það líklegast allir nema Björn Bjarnason, að við erum ekki sjálfstæð þjóð á meðan við erum hluti af því regluverkaskrímsli.
Hins vegar held ég að ofsahraði í þessu máli sé ekki til góðs, betur sjá augu en auga og samkvæmt lögmálinu sem segir að úrskeiðis kemur í heimsókn ef því er boðið að kíkja í gættina, þá þurfa menn að gæta sín á mannlegum mistökum, sem og vísvitandi mannlegum mistökum.
Þannig það er bara að þrauka Halldór, það er allavega huggun harmi gegn að þrátt fyrir allt hafa íslensk sóttvarnaryfirvöld staðið sig vel og hér er ástandið um margt betra en víðast hvar í hinum vestræna heimi.
Höldum þetta út, mannsandinn sigrar alltaf að lokum.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 14.12.2020 kl. 09:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.