Enn hamast Morgunblaðið á sóttvörnum þjóðarinnar.

 

Það er líkt og ritstjóri blaðsins sé orðinn leiður á þessu öllu saman, það er starfinu sínu og Morgunblaðinu, hafi ekki tötsið að hætta sjálfviljugur, og ákvað þess í stað að berjast fyrir bráðri fækkun lesenda blaðsins svo rekstrargrundvöllur þess hyrfi endalega út úr þessum heimi, en gæti hugsanlega orðið grunnur af nýju blaði og starfi sem biði hinum meginn.

 

Ekki er til sá kverúlant sem ekki hefur fengið pláss í blaðinu til að naga niður íslensk sóttvarnaryfirvöld, og ef kverúlantinn ber titilinn Séra Kverúlant, þá fær hann sérstaka athygli, jafnvel ókeypis auglýsingu á netspjöllum sínum auk síendurtekinna drottningarviðtala.

Síðan hefur allt verið týnt til í fréttum blaðsins sem gerir lítið úr alvarleik farsóttarinnar, sem hampar þeim sjónarmiðum að minni sóttvarnir séu betri en meiri, helst best að gera fátt annað en að biðja fólk um að þvo sér um hendurnar, líkt og sóðaskapur sé arfgengur andskoti sem hafi fylgt okkur frá forfeðrum okkar í Noregi.

Síðan er logið, og það er það versta.  Fólki talið í trú um að skaðinn, bæði sá efnahagslegi sem og hinn samfélagslegi, sé sóttvörnum að kenna en ekki farsóttinni sem kallaði á þær.

Ha, hafið þið ekki séð alla ferðamennina sem ferðast um allan heim og við höfum misst af vegna sóttvarna á landamærunum??

 

Í þessu viðtali er sóttvarnarglæpamanni hampað, manneskju sem vísvitandi tekur áhættu á að dreifa smiti og smita samborgara sína.

Smartland er nýbúið að auglýsa postcad viðtal Sölva Tryggvasonar við hann, sem er sök sér því sá hluti blaðsins gerir ekki kröfu um innihald.

 

En drottningarviðtal við manneskju sem segir Ég má, ég vil, ég veit best, á dauðans alvöru tímum er nákvæmlega sem það á að vera.

Bein árás á allt það sem þríeykið hefur reynt að gera til að vernda þjóðina.

 

Í því sambandi skulum við muna að nagið gegn sóttvörnum tafði lokun landamæra þjóðarinnar og sú töf hækkaði dánarhlutfallið úr 33 í 86 þegar þetta er skrifað, en snörp viðbrögð þríeykisins hafa þó náð utan um smitið sem lak í gegnum landamærin, og við erum ljósárum á undan nágrannaþjóðum okkar í verndun mannslífa, að ekki sé minnst á stærri þjóðir sem eru óðum að ná 1000 per milljón markinu þrátt fyrir mannlíf hafi hvergi verið eðlilegt vegna sóttvarna.

Árangur sem við eigum að vera þakklát fyrir, og árangur sem Morgunblaðið hamast gegn, bæði leynt og ljóst.

 

Drottningarviðtalið afhjúpar hins vegar rugludall svo ekki sé fastar að orði komist.

Enda reynir ekki heilt fólk að réttlæta sóttvarnarglæpi sína, þeim sem verður það á í hugsunarleysi, játa sök, lofa bót og betrun, ásamt því að biðjast afsökunar á hegðun sinni.

Innihaldið er að það séu allir asnar nema viðkomandi, og asnarnir séu í allsherjar samsæri í ofsóknum og starfsníði um viðkomandi.

En það var samt ekki það sem hjó eftir og var kveikjan af þessum pistli;

"Í mál­frelsi felst ekki níð. Í því felst að maður fái að spyrja spurn­inga. Við meg­um vera með mis­mun­andi skoðanir en við meg­um ekki vera með per­sónu­leg­ar árás­ir á fólk op­in­ber­lega. Það er það sem stopp­ar fag­fólk frá því að segja það sem það veit,".

 

Þetta er nefnilega hárrétt.

Það þarf að spyrja spurninga og gagnrýnin hugsun er nauðsynleg, jafnt á þessum tímum eða öðrum.

Í því felst hins vegar ekki að ljúga um staðreyndir og þekkta þekkingu, setja fram hálfsannleik, til að blekkja fólk eða afvegleiða.

Hvað þá að í því felist réttur til að ganga gegn lögum og reglum þjóðarinnar, á neyðartímum þegar mannslíf eða annar beinn skaði er undir.

Borgarleg óhlýðni er vissulega réttmæt á stundum, en ekki á svona tímum eins og við upplifum í dag.

 

Um þetta þarf ekki að hafa fleiri orð, en þar sem ég er svag fyrir lengra máli en styttra, þá varð mér hugsað þegar ég henti inn fororð þessa pistils, að núna væri litt minnst á sænsku leiðina líkt og plagsiður var fram eftir sumri og reyndar langt fram eftir hausti.

Munum þegar Þórólfur var spurður með þjósti af blaðamönnum af hverju við færum ekki sænsku leiðina, þar væri engin seinni bylgja, þá svaraði Þórólfur, að hann gæti ekki svarað fyrir ástandið í Svíþjóð, en hann teldi líklegt að þeir fengju sína bylgju líkt og við.  En auðvitað vonaðist hann til þess að svo yrði ekki, en þar sem veira  fengi að ganga laus án þess að gripið væri til aðgerða að hefta smitleiðir hennar, þá kæmi bylgja fyrr eða síðar.

 

Svar Morgunblaðsins var að birta frétt þar sem vitnað var í Anders Tegnell, Þórólf þeirra Svía, undir fyrirsögninni Ef­ast um aðra smit­bylgju í Svíþjóð.

Þar sem Tegnell reifst hástöfum við Þórólf, eða svo hefði mátt halda miðað við efni fréttarinnar. Margt sagt, en þetta helst;

"And­ers Teg­nell, sótt­varna­lækn­ir Svíþjóðar, ef­ast um að önn­ur smit­bylgja komi til Svíþjóðar, þar fækki nýj­um staðfest­um smit­um og dauðsföll­um. Þar vís­ar hann til kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins í vet­ur og vor en Svíþjóð skar sig úr varðandi fjölda smita og dauðsfalla meðal ríkja á Norður­lönd­un­um.

Í viðtali við SVT Ag­enda í gær seg­ir Teg­nell að smitrakn­ing­in sé eitt af því sem skipti mestu í bar­átt­unni við veiruna. ... Svo virðist sem kór­ónu­veir­an dreif­ist í klös­um og Teg­nell seg­ir að um leið og veir­an finni sér leið, til að mynda inn á vinnustað, þá geti hún dreifst hratt og víða þar. Hann tel­ur að smitrakn­ing­in sé það sem gefi besta raun þegar stöðva á hóp­sýk­ingu á fyrri stig­um. Þetta hafi gengið vel og gefið góða raun í Svíþjóð.

Hann seg­ir að auðvitað sé best að fækka nýj­um smit­um í nán­ast ekki neitt en hann hafi ekki þung­ar áhyggj­ur af þessu þar sem þessi nýju smit hafi ekki náð til eldra fólks. Jafn­framt hafi þau ekki aukið álag á heil­brigðisþjón­ust­una. "Það sem er mik­il­væg­ast er að þeim hef­ur ekki haldið áfram að fjölga," seg­ir Teg­nell.".

 

Sannaði þar með að þó menn séu spámenn í sínu eigin föðurlandi, þá metur raunveruleikinn það léttvægt ef spádómar þeirra byggjast á afneitun og heimsku.

"Við lif­um á erfiðum tím­um. Þetta mun verða verra. Sýndu ábyrgð,“ sagði hann og end­ur­tók síðan til að sýna að hon­um væri al­vara." sagði Stefan Löven þegar hann tilkynnti hert samkomubann í Svíþjóð þann 24. nóvember síðastliðinn.

Vegna þess að fólk var farið að deyja, önnur bylgja var skollin á.

 

Og í dag, þó sænsk stjórnvöld telji illa gamalt fólk sem veiran fellir, þá er dánarhlutfallið komið í 703 per milljón íbúa, og fólk er áfram að deyja.

Sambærileg tala hjá okkur væri 230 dauðsföll, en reyndar mun fleiri því við teljum gamla fólkið sem fær ótímabært andlát vegna veirunnar.

 

Þetta er það sem Morgunblaðið er að berjast fyrir.

Þetta er það sem nagið vildi.

Sænska leiðin.

 

Eftir stendur spurningin, er einhver annar litur en svartur notaður til að teikna sál þessa fólks??

Kveðja að austan.

 


mbl.is Ætlar að sækja ríkislögreglustjóra til saka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

Er ekki sjálfsagt hlutverk fjölmiðla að bjóða öllum aðilum máls að tjá sig? Nógu þungur hefur jú áróðurinn verið rekinn gegn manneskju sem er einfaldlega að fara að lögum þótt reglur séu til - ekki byggðar á lögum - sem segja eitthvað annað. Enda er núna verið að sjóða saman lagafrumvarp sem gerir sóttkví heilbrigðra löglegt, og auðvitað bætir ríkið við heimild til að smella í "lock-down".

Framkvæmdavaldið er fyrir löngu komið út fyrir lagaheimildir sínar (annars væru menn ekki að fara breyta lögum).

Geir Ágústsson, 9.12.2020 kl. 08:13

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Geir, síðast þegar ég vissi þá hringir Morgunblaðið ekki alla glæpamenn landsins og býður þeim að tjá sig um sína hlið málsins.

Það er rangt hjá þér að sóttvarnarreglur byggi ekki á lögum, lög um sóttvarnir er svona með því eldra sem þjóðin setti sjálf eftir sjálfstæði sitt, enda barátta við  smitsjúkdóma eitt stærsta má hinnar nýfrjálsu þjóðar.

Lögin eru hins vegar barn síns tíma og þau þarf að uppfæra eins og annað.

Þjóð sem líður svona glæpi, svona tilræði gegn lífi og limum annarra, er ekki sjálfstæð þjóð heldur stjórnað af klíku sem sækir umboð sitt til annarlegra hagsmuna.

Eða fólki sem er algjörlega vanhæft, en það er önnur saga.

Það er ekkert rangt að vera á móti núverandi sóttvörnum og hafa aðra nálgun á hvernig það á að tækla þennan faraldur.

En þegar andóf þitt felst í lögbrotum og ógn gagnvart öðru fólki, þá hefur þú farið yfir strik sem samfélagið getur ekki og á ekki að líða.

Að upphefja slíka hegðun er álíka og þegar róttækir fjölmiðlar á árum áður upphófu yfirstéttarbörnin sem í leiðindum sínum réðust að borgarlegu samfélagi með hryðjuverkum og ofbeldi.

Mogginn er að hluta til slíkur fjölmiðill í dag, og lægra getur borgarlegur fjölmiðill ekki lagst.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.12.2020 kl. 12:52

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Síðan varðandi mismunandi sjónarmið, eða faglegan ágreining sérfræðinga, þá hafa sumir gefið orðum Elísabetar gaum því hún er læknir, vissulega ekki með sérsvið á sviði veiru eða smitsjúkdóma, en læknir engu að síður.

Og menntun hennar getur alveg gert henni kleyft að koma með gagnrýnar spurningar.

En þegar ég las þessi orð hennar í frétt tengdri postcad viðtali Sölva og kynnt var í Smartlandi, þá hristi ég hausinn, þetta er ekki boðlegur málflutningur.

"Það eru eng­ar rann­sókn­ir til um það, það er búið að rann­saka þetta í 100 ár, meðal ann­ars eft­ir 1918-far­ald­ur­inn, það er til ein­hver ein rann­sókn þar sem kannski lík­lega ein­hver smit­ar af veiru áður en hann er kom­inn með ein­kenni. Þær eru ekki til. Við erum ekki að smita ein­kenna­laus. Þú get­ur ekki greint Covid-19 nema þú sért með ein­kenni," seg­ir Elísa­bet.

Sölvi benti á að öll þau skila­boð sem við hefðum fengið síðan far­ald­ur­inn kom upp væru á þá leið að ein­kenna­laus­ir gætu smitað aðra. 

"Það er bara ekki rétt. Ég hef alla­vega ekki séð neitt sem bend­ir til þess. Þetta hef­ur verið rann­sakað svo mikið," seg­ir Elísa­bet".

Já, það er þessi ég.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.12.2020 kl. 12:57

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Innan vísindasamfélagsins er ekki ein skoðun um smituhættu vegna einkennalausra. Sel það ekki dýrara en ég keypti það.

Geir Ágústsson, 10.12.2020 kl. 21:56

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Nei Geir, eins og þú orðar það nákvæmlega, innan vísindasamfélagsins.

En sá ágreiningur byggist ekki á vanþekkingu eða þessari yndislegu setningu; " Ég hef alla­vega ekki séð neitt sem bend­ir til þess.".

Það er viss munur á þessu sem kennt er við reginn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.12.2020 kl. 08:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 11
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 457
  • Frá upphafi: 1412819

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 396
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband