Þegar vitleysan er lyginni líkust.

 

Þá efast maður að vanhæfni skýri puttann sem þjóðinni var gefinn þegar sóttvarnaglæpamaður komst upp með að virða ekki skimun og sóttkví á landamærunum.

 

Hefur ríkisstjórnin ekki frétt að smit sé lítið sem ekkert á landsbyggðinni, með Eyjafjarðasvæði sem undantekningu, en þó er það að mestu  gengið yfir á því svæði?

Hefur hún ekki hlustað á þau orð Þórólfs sóttvarnarlæknis að til greina komi að slaka á hömlum á þessari sömu landsbyggð því faraldurinn er allur á höfuðborgarsvæðinu??

 

Nei, hún virðist lifa í sínum eigin heimi, eða lætur stjórnast af hagsmunum sem ekki eru sýnilegir almenning.

Eða hvað annað fær skýrt að opnað sé fyrir æfingar á höfuðborgarsvæðinu en þær áfram bannaðar í hinum dreifðu byggðum??

"Íþróttaæf­ing­ar, með eða án snert­ing­ar, verða heim­ilaðar fyr­ir full­orðna í íþrótt­um inn­an ÍSÍ í efstu deild. ".

 

Þó að árangur í prófkjörum sé tengdur góðum tengslum við stóru klúbbana á höfuðborgarsvæðinu, þá ands. hafi það, á allri heimsku eða spillingu eru takmörk.

Það gat verið mismunun að leyfa æfingar á smitlausri landsbyggðinni en það er klárlega óeðlilegt í alla staði að leyfa þær í smitbælum en banna þar sem er smitlaust.

 

Það er eins og fífl stjórni okkur, eða gjörspillt fólk.

Veit eiginlega ekki hvort er verra.

 

Núna þegar 18. einstaklingurinn er fallinn, beinlínis vegna rangra ákvarðana stjórnvalda í sumar, sem og að Landsspítalanum var ekki tryggður fjármunir til að sóttverja Landakot, þá spyr maður sig;

Hvað gengur þessu fólki til??

Miðast öll ákvörðunartaka þess við einhverja annarlega hagsmuni sem enginn annar en þau, og hinir földu hagsmunir, þekkir til??

 

Svo er eitt að fyrirlíta okkur á landsbyggðinni eins og Svanhvít sýndi svo berlega þegar hún réðist að spítölum okkar misserin eftir Hrun, annað er að sýna það svona gróflega í verki líkt og þessi tillaga er.

Þið eruð óvitar greyin, þið kunnið ekki að passa uppá ykkur.

Eða þannig.

 

Svei attan, skammist ykkur sagði ég í gær þegar almannavarnaryfirvöld sögðust ennþá vera að skoða mál sóttvarnarglæpamannsins og afhjúpuðu þar með að engin alvara fylgdi sóttvörnum.

Í dag neyðist maður til þess aftur.

 

Skammist ykkar.

Þið eruð í vinnu hjá þjóðinni.

 

Ekki sérhagsmunum.

Þó þeir fóðri.

Kveðja að austan.

 

Viðbót að kveldi eftir fréttatíma sjónvarps.

Í fréttum sjónvarps, sjónvarps allra landsmanna var því slegið fram að íþróttaæfingar fullorðinna mættu hefjast á ný, sem væri frábært ef satt væri.

Samt má lesa þetta á vef ruv. "Íþróttafólk getur jafnframt tekið gleði sína því afreksfólk í efstu deildum og einstaklingsíþróttum getur hafið æfingar. Þórólfur segir það skilning sinn að í hópíþróttum sé einungis átt við efstu deildir en ekki neðri deildirnar. Það sé aftur móti ráðuneytisins að túlka reglugerðina."

Sem er samhljóða því sem stendur í textanum sem ég vitna í hér að ofan.

Allir fullorðnir sem æfa íþróttir eru sem sagt í efstu deildum, og þegar talað er um fullorðna, þá er verið að ræða 16 ára og eldri. Allir svo góðir og engar neðri deildir, 16 ára unglingur strax í efstu deild, í fótbolta, í handbolta og öllum hinum íþróttunum.

Sem er auðvitað ekki, og smærri staðir landsbyggðarinnar hafa ekki fjölda eða styrk til að setja stóru klúbbana í Reykjavík út úr efstu deild í afreksíþróttum. Og á þessum minni stöðum má fólk ekki æfa. Fyrir utan ÍA á Akranesi og KA á Akureyri, þá æfa engin lið í fótboltanum á landsbyggðinni, þrátt fyrir tuga liða, enda fótboltinn aðalíþróttin þar.

KA fær að æfa, ekki Þór, þó æfingaaðstaðan sé sú sama enda aðeins ein knattspyrnuhöll á Akureyri.

Á Austurlandi stendur ónotuð knattspyrnuhöll, samt eru 4 meistaraflokkslið í fjórðungnum, en öll í neðri deildum.

Það er greinilegt að fréttastofa sjónvarps sem og heilbrigðisráðherra lítur á okkur svipuðum augum og Þjóðverjar litu á Búskmenn og Hottintotta í den, ekki fólk, heldur eitthvað sem er svona mitt á milli þess að vera skepna og maður.

Það grátlegasta er að veturinn er tíminn þar sem menntaskólakrakkarnir fá tækifæri til að æfa og keppa, á sumrin er útgerðagróðinn notaður til að flytja inn hálfatvinnumenn sem tala útlensku tungum, og úti um allflest tækifæri.

Þetta er óskiljanleg ákvörðun, lýsir algjöri fyrirlitningu á fólki hinna smærri byggða, og hefur ekkert með sóttvarnir að gera.

Kannski er Svanhvít að hefna sín vegna hinnar óvæntu mótspyrnu sem hún varð fyrir þegar hún tók að sér i verktöku fyrir erlenda hrægamma að loka spítölum landsbyggðarinnar, það er að breyta þeim úr spítölum í hjúkrunarheimili, varð að lúffa með megnið, og hefur greinilega ekki náð sér af því áfalli.

Eða hvað annað skýrir það sem ekki er hægt að skýra???

Þarna er vitlaust gefið.

Ekki síðri kveðja að austan en fyrr í dag.


mbl.is Tilslakanir en áfram 10 manna fjöldatakmörk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Þessi kona er sek umalvarlegan glæp gagnvart samborgurum sínum.Hún á ekki að sleppa við refsingu finnst mér frekar en aðrir ofbeldismenn.ÁREIÐANLEGA ÖFGAVINSTRIMAÐUR

Halldór Jónsson, 8.12.2020 kl. 15:31

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Ha, ha Halldór, mér finnst reyndar hnífsblað skilja á milli öfgahægri manna og kommúnista, en er samt ekki full langt gengið að kalla þau Sigríði Andersen, Brynjar Níelsson og Þorstein Siglaugsson öfgavinstri menn??

Þessi kona sem þú telur sek um alvarlegan glæp gagnvart samborgurum sínum, er í slagtogi með þeim, hetja þeirra frjálshyggjumanna sem grafa grimmt undan sóttvörnum þjóðarinnar.

Kallast þetta ekki afneitun??

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.12.2020 kl. 16:32

3 Smámynd: Þórdís Björk Sigurþórsdóttir

Hingað til hefur alltaf verið sagt að þeir sem vilja ekki hlýða Víði væru Trumpistar.

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 8.12.2020 kl. 16:57

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Þórdís.

Kjarninn tengist sjónarmiðum frjálshyggju og stjórnleysingja, svo verður hver og einn að gera það upp við sig hvernig hann skilgreinir sig.

Við Halldór eru bara að kíta því okkur leiðist slíkt ekki.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.12.2020 kl. 17:33

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Ómar, mér kæmi ekki á óvart að þau sem eru lyginni líkust verði fyrr sótt til saka og læst á bak við lás og slá, en sóttvarnaglæpamenn sem neitaði að taka þátt í vitleysunni, enda hafa þeir það sér til málsbóta að vekja fólk til umhugsunar. Á meðan öll alheims víðáttufíflin hafa gott betur en eitt Landakot á samviskunni þó svo ég sé ekki spá neinu Nurnberg núna rétt fyrir jólin.

Með kveðju úr frostinu efra.

Magnús Sigurðsson, 8.12.2020 kl. 18:31

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Magnús.

Á neyðartímum eru þeir sjálfhverfu sem ganga úr takti, heppnir að halda höfði, ekki flóknara en það.

Það eru til aðrar leiðir til að vekja athygli á málstað sínum en að spila sig viðrini, það er bara svo.

Vísa í fyrri pistla mína um þetta efni um hvað er í húfi fyrir samfélög sem líða svona, sem og hvað þetta segir um þá sem keppast við lygina um að hún geti ekki lengur logið uppá þá.

Ég las annars ágætar hugleiðingar eftir Ingólf Sigurðsson, og langar að hafa hluta þeirra eftir;

"Af hverju tvístíga þá Geir og Grani lögreglumenn sem aldrei fyrr út af frú Elísabetu? Veit ekki lögreglan eins og er, að ef tekið verður hart á frúnni mun mótmælendabylgja rísa upp, þar sem nógu margir eru sammála henni, þótt ekki sé það meirihluti þjóðarinnar?

Hvar er þá þjóðin stödd? Er hún ekki stödd í upplausn og stjórnleysi? Það lítur út fyrir það. Ef stjórnvöld hræðast mótmælendur er lýðskrumið allsráðandi.".

Ég held reyndar að Ingólfur ofmeti fjölda þeirra sem myndu mótmæla handtöku sóttvarnarglæpamannsins, hygg að mótmælin komi frekar úr æðstu yfirstjórn sem hefur hugmyndafræðilega samúð með veirunni og frelsi hennar til að fá að drepa fólk, en það er ekki aðalatriðið heldur þessi ályktun Ingólfs; "Ef stjórnvöld hræðast mótmælendur er lýðskrumið allsráðandi".

Við stefnum hraðbyri inní slíka tíma.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.12.2020 kl. 18:47

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Að sjálfsögðu að neðan og úr skelfilegum kulda þó hann sé innan við hálfan tuginn, rakinn sér til þess.

Ómar Geirsson, 8.12.2020 kl. 18:47

8 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það er bara þannig með þá Víði, Hlíði, Geir og Grana -Ómar, að þeir eru ekki í neitt sérstökum málum sama hvað seiðhjallurinn syngur og það vita þeir. En ég stórefast um það með þér, að almenningur rísi upp sóttvarnaglæpamönnum til varnar, svo vel hefur hann verið skólaður.

Já kuldinn er alveg skelfilegur ég hélt að ekki væri mikið mál að rölta til vinnu í gær þó svo að frostið væri á annan tuginn, en það fór svo að það tók mig tvöfaldan tíma að marra þessa leið eins og mörgæs, standandi öndinni í stjörnubjörtu logni innan um þokuslæður.

Með marrandi kveðjum að ofan.

Magnús Sigurðsson, 8.12.2020 kl. 19:10

9 Smámynd: Grímur Kjartansson

Ég held að við ættum ekki að vera kvarta yfir miðstýringu hjá okkur á Islandi. Það væri mun verra ef við værum í ESB sem virðist ekki geta sett einfaldar reglur um lágmarkslaun án þess að klúðra því  EU:s minimilön – ett hot mot svenska löner – Dagens Arbete

Grímur Kjartansson, 8.12.2020 kl. 19:17

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Magnús.

Ég er sammála þér um að þau gæti verið í betri málum, og þá er ég ekki að vísa í stórhneykslun mína yfir að ég losna ekki við strákana mína út úr húsi á knattspyrnuæfingar.

Þau stóðu ekki í hárinu á hægri öfgunum þegar kom að því að loka landamærunum, og hik og fát skýrir að það er ekki fyrir löngu búið að útrýma veirunni innanlands.

En þú ert víst meina eitthvað annað.

En kuldinn hefur einn kost, núna er endanlega ljóst að ekki verður vikist um að endurnýja gluggana á Hólsgötunni, hann beinlínis lekur inn.

En kveðja úr neðra með von um að mismun linni.

Ómar Geirsson, 8.12.2020 kl. 21:24

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Grímur.

Minntust ekki ógrátandi á ESB í mín eyru, því ég fer alltaf að gráta þegar það regluverk andskotans kemst til tals.

Og þá met ég vel að aðrir gráti með mér.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.12.2020 kl. 21:25

12 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

"Sóttvarnaglæpamaður"? Hljómar svolítið eins og "handþvottaglæpamaður" eða "hóstaglæpamaður"

Mikið hlýtur að vera leiðinlegt að vera glæpamaður.

Þorsteinn Siglaugsson, 9.12.2020 kl. 15:50

13 Smámynd: Ómar Geirsson

Vertu ekki svona þröngur á þessu Þorsteinn.

Vissulega man ég eftir handþvottaglæpamanni í frystihúsinu í gamla daga, verkstjórinn var spurður hvað hann gerði ef gerlar myndu mælast í afurðunum.

Blessaður sagði hann, þetta er hvort sem er allt saman fangafóður i Ameríku.

Hóstaglæpamaður er síðan líklegast maðurinn sem var hent út á einni frumsýningunni hjá Þjóðleikhúsinu, það heyrðist víst lítt eða ekkert í leikurunum.

Engin vigt í þessum glæpum, þú ættir frekar að tala um blásýruglæpamanninn sem var hengdur í Japan, þó voru þeir eiginlega alveg hættir að hengja fólk, eða rútuglæpamanninn sem reyndi að trufla HM í Frakklandi, mig minnir að hann hafi verið skotinn, og fáum harmdauði.

Sóttvarnarglæpamenn eru sko alvöru glæpamenn enda þurfti ítalska miðstýringu til að Feneyjar aflögðu dauðarefsingu við slíkum glæpum.

Voru eitthvað brenndir greyin í gegnum söguna.

Það eru engin leiðindi í svona glæpum, fólk hlýtur að fá mikið kikk út úr þeim svona í ljósi afleiðinganna ef það er gripið á vettvangi eða eftir á.

Eða maður skyldi allavega halda það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.12.2020 kl. 17:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 202
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 168
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband