7.12.2020 | 16:36
Vanhæfni eða vanvitaháttur.
Ennþá segjast almannavarnir og lögregluyfirvöld vera skoða mál brotamanneskju sem neitaði að fara í skimun, og fór ekki í sóttkví í kjölfarið.
Þessi sauðsháttur, þessi linka gagnvart brotamanneskjunni er vanvirðing við allar þær fórnir sem landsmenn hafa fært síðustu viku og mánuði til að ná niður þriðju bylgju kóvid veirunnar.
Þetta er fingur framan í fólk, og þau sem ábyrgðina bera eru ekki starfi sínu vaxin.
Þessi faraldur er háalvarlegur er okkur sagt, hann er lífshættulegur ákveðnum hópum í samfélaginu, öðrum veldur hann erfiðum veikindum, langtímaafleiðingar lítt þekktar.
Grundvallaratriðið er að halda faraldrinum í skefjum svo heilbrigðiskerfið sligist ekki.
Þess vegna hefur samfélagið mögnunarlítið sætt sig við mjög harðar sóttvarnir, sem hafa miklar afleiðingar, bæði félagslegar og efnahagslegar.
Vegna þess að það er svo mikið í húfi.
Svo er þetta bara djókari, brandari, ef manneskja ybbar sig, ullar framan í kerfið, neitar að hlýða grundvallarreglum sóttvarna, sem eiga að koma í veg fyrir að smit berist inní landið, þá er mál hennar ennþá í skoðun, þremur dögum eftir að uppvíst var um vísvitandi brot hennar.
Af hverju er ekki búið að taka þessa manneskju fasta og loka hana inni??
Er það vegna þess að hún er kona??
Eða er það vegna þess að eins og í öðrum gjörspilltum löndum njóta ákveðnir brotamenn friðhelgi ef þeir njóta verndar háttsettra í stjórnkerfinu??
Er það hægra öfgafólkið í Sjálfstæðisflokknum sem verndar hana??
Eða er þetta bara algjör vanhæfni eða vanvitaháttur??
Hver sem skýringin er þá er þetta til háborinnar skammar.
Þeir sem ábyrgðina bera eru ekki hæfir til að gegna starfi sínu.
Ættu að skammast til að segja af sér og láta aðra taka við sem geta framfylgt lögum á dauðans alvöru tímum.
Annars eru allar forsendur sóttvarna brostnar.
Því þetta var þá bara lygi eftir allt saman.
Og hvaða andskotans máli skiptir það hvort brotamanneskjan var með lækningaleyfi eða ekki, læknar eru ekki undanþvegnir sóttvörnum.
Ekki frekar en annað fólk.
Það veit enginn fyrirfram hver er smitberi og hver ekki, og smit er ekki bundið við starfstitil fólks.
Hafi smit hins vegar breiðst út, þá er eina sem er vitað, það kostar gífurlegar fórnir almennings að stöðva það.
Þetta er rosalega sorglegt að lesa þessa frétt dag eftir dag, að málið sé í skoðun.
Það er eins og við búum í skrípalandi þar sem ekkert er tekið alvarlega.
Allavega ekki af þeim sem gegna trúnaðarstörfum fyrir þjóðina.
Þetta er ekki boðlegt.
Kveðja að austan.
Elísabet ekki með lækningaleyfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 298
- Sl. sólarhring: 785
- Sl. viku: 6029
- Frá upphafi: 1399197
Annað
- Innlit í dag: 254
- Innlit sl. viku: 5109
- Gestir í dag: 239
- IP-tölur í dag: 236
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góður pistill.
Það er svo margt sem er ekki með felldu hvað þetta allt varðar. En frábær þjálfari kvennalandsliðsins er rekinn fyrir að fá sér í tána eftir að hafa komið stelpunum á EM. Svo eigum við bara að mæna sem óvitar á litakort yfirvalda og halda kjafti.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 7.12.2020 kl. 17:41
Sóttvarnarreglur er brotnar daglega í Smáralind og Kringlunni, þar sem engin undanþága er fyrir fjöldatakmörkum sbr. reglugerðina. Ath. á ekki við hverja verslun fyrir sig, heldur alrýmið sjálf.
Þórdís (IP-tala skráð) 7.12.2020 kl. 17:47
Þau öfl sem ráða mestu í ríkisstjórninni eru e.t.v. þau sömu og fokkast nú sem mest í sóttvörnum landsins.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 7.12.2020 kl. 18:17
"Af hverju er ekki búið að taka þessa manneskju fasta og loka hana inni??
Er það vegna þess að hún er kona??"
Ómar, er þetta brandari?
Datt þér ekki í hug að reglugerðin sem konan neitaði að fylgja væri byggð á veikum grunni, að hugsanlega vanti lögregluna stuðning í lögum til að grípa til aðgerða gegn henni.
Er hugsanlegt að treyst sé á vilja almennings til að fylgja tilmælum? og ef þann vilja vanti þá hvað?
Esja frá Kjalarnesi (IP-tala skráð) 7.12.2020 kl. 18:34
Og hvort skyldi það vera dæmi um vanhæfni eða vanvitahátt að svo sé Esja minn góður??
Láttu það síðan ekki hvarfla að þér að sóttvarnarlög, þó gömul séu, byggi ekki á traustum lagagrundvelli. Þau byggja á þeim traustasta sem til er, neyðarrétti þjóða, sem er meitlaður inní steintöflu líkt og boðorðin tíu, og eru úr sama guðlega ranninum.
Þeir sem halda öðru fram sækja mátt sinn og trú til andstæðunnar, þess í neðra, og tilgangur þeirra augljós.
Og mundu að það er glæpamannanna að láta reyna á neyðarrétt, ekki lögreglunnar sem hefur heilaga skyldu að vernda líf borgaranna á hættustundu.
Þetta skyldu slökkviliðsmennirnir í Chernobyl þegar þeir gáfu líf sitt svo aðrir gætu lifað.
Það er ekkert flókið við þetta.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 7.12.2020 kl. 19:25
Sæll.
Rannsóknir sýna að grímur virka ekki. Hvers vegna ertu þá ekki að atyrða sóttvarnaryfirvöld fyrir að halda gervivísindum að fólki? Þorir þú ekki í það lið eða ertu bara svona illa að þér?
Ef menn líta á myndrit yfir smit má glögglega sjá að lokanir virka ekki, smitin halda áfram að aukast hratt jafnvel eftir að öllu er skellt i lás. Hvers vegna gerir þú það ekki að umtalsefni? Væri þér ekki nær að fræða fólk en setja á háan hest án þess að hafa efni á því?
Ég er nokkuð viss um að þú hefur ekki heyrt um prófessor nokkurn við Stanford háskóla en hann er prófessor í faraldsfræði og lýðheislufræði við þann skóla. Hann gerði sér lítið fyrir og tók saman niðurstöður um 60 ritrýndra rannsókna á IFR covid 19. Þetta voru rannsóknir sem birtust á bilinu maí - sept í ár í fagtímaritum nú í ár. Hverju heldur þú að hann hafi komist að? Þú hefur auðvitað ekki hugmynd um það þannig að ég ætla að segja þér það.
IFR fyrir covid 19, meðaltal þessara ca. 60 rannsókna, var 0,25%. Það sem meira er, hann færði fyrir því góð rök að raunverulega talan væri lægri. Hvert er að meðaltali IFR fyrir hina árstíðabundnu flensu?
Og þú heimtar að fólk sé sett í fangelsi?!
Af hverju gagnrýnir þú ekki sóttvarnaryfirvöld fyrir að setja hér allt á hliðina vegna öndunarfærasýkingar sem sambærileg er við flensu?
Hvers vegna gagnrýnir þú ekki sóttvarnayfirvöld ekki fyrir að fræða ekki fólk um hvað það getur gert til að lágmarka sína áhættu ef það sýkist af covid 19?
Ég sá frétt nýlega þar sem talað var um stórfelda aukningu á sjálfsvígum hérlendis. Sú aukning kemur að verulegu leyti til vegna aðgerða yfirvalda og var fyrirsjáanleg. Hvers vegna gerir þú það ekki að umtalsefni í stað þess að pönkast í konunni?
Hver er meðalaldur látinna úr covid 19?
Hvað eru þeir sem látast úr covid 19 að meðaltali með marga undirliggjandi sjúkdóma?
Eins og þú auðvitað veist ekki eru til 7 gerðir af kórónavírusum sem leggjast á mannfólkið, ein þeirra veldur t.d. einkennum sem eru eins og kvef. Hvers vegna bloggar þú ekki um PCR prófin og spyrð hve mikið sýnin eru mögnuð upp hérlendis? Svo í framhaldi af því ættir þú að biðja um rökstuðning fyrir tölunni sem þú hugsanlega færð gefna upp frá lesendum þínum eða jafnvel þeim sem framkvæma prófin. Svo væri einnig áhugavert að spyrjast fyrir um það hvort PCR prófin skila jákvæðri niðurstöðu ef bara einhver þeirra 7 mismunandi gerða kórónavíruss finnst en ekki bara sá sem veldur covid 19. Þú hefur sjálfsagt ekki hugmynd um þetta frekar en margt annað þvi þú eyðir þínum tíma í að setja þig á háan hest, eða hvað?
Þér dettur ekki í hug að spyrja mikilvægu spurninganna. Hvers vegna ekki? Hefur þú engan metnað fyrir eigin hönd? Er betra að pönkast í þessari konu?
Ég er farinn að halda að það sé ekki allt í lagi hjá henni og sæmilega vel innrætt fólk lætur veikt fólk vera. Hvað segja þessi orð þín um hana um þig sjálfan? Þorir þú að hugsa það mál?
Menn eins og þú og fleiri sem ekki skilja tölur og gögn geta bara ekki ætlast til þess að þið séuð teknir alvarlega.
Kveðja að austan
:-)
Helgi (IP-tala skráð) 7.12.2020 kl. 19:32
Blessaður Símon Pétur.
Þetta eru bara kellingar í kvennalandsliðinu sem eru að sanna að það er ekkert töts í kvennaboltanum. Nema í USA, þar hefðu þær tekið þjálfarann, pakkað honum inn í bóndabeygju, hent honum öfugum út, komið svo á æfingu og sagt, ekkert helv. kjaftæði hér, komum okkur að verki. Byggi þetta á því að þær hlaupa og tækla eins og strákar, kunna örugglega að kasta grjóti líka.
En í umræðunni sem gegnsýrir allt viðmót sem haldið er að ungum stúlkum, þá er kvenkynið veikara kynið, þarf sérmeðferð og sérlög, svo það er eðlilegt að þær grenji í fjölmiðlum, í stað þess að þjálfarinn mæti á næstu æfingu með glóðurauga á báðum. Þetta var ekki svona þegar rauðsokkurnar voru og hétu, þær liðu engan kjaft og gerðu út um málið á staðnum.
En við erum víst að ræða vanvitahátt eða vanhæfni, þar sem vanhæfni kemur á undan í stafrófinu.
Þetta er ótrúlegt Símon Pétur.
Sóttvarnir hafa valið mörgum ómældu skaða, fyrir utan að eyðileggja fótboltasumar meistaraflokka, og líklegast boltaíþróttir sem eru stundaðar að vetrarlagi, annað árið í röð. Gjaldþrota listamenn, gjaldþrota íþróttahreyfing, gjaldþrota ótal smærri rekstraraðilar hér og þar.
Samfélagslegar lokanir, gamla fólkið lokað inni líkt og harðsvíruðustu einangrunarfangar í Alcatraz, fólk fær varla að kveðja sína nánustu þegar þeir liggja banaleguna, og allar jarðafarir í kyrrþey, fólk fær ekki að kveðja samferðafólk sitt.
Og svo framvegis, og svo framvegis.
Svo skíta þeir uppá bak á sér og kunna ekki að skammast sín.
Svei attan.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 7.12.2020 kl. 19:45
Sæll aftur.
Athugasemd þín (nr. 5) er alveg skelfilega innihaldslaus. Þú ert samt ábyggilega stoltur af henni en metnaður fólks er misjafn eins og gefur að skilja. Athugasemd nr. 4 er efnislega góð. Sá aðili sýnir skilning á málum.
Hvar stendur í lögum eða stjórnarskrá að öndunarfærasýkingar felli úr gildi atvinnuréttindi og persónufrelsi þegar ókjörnum embættismönnum sem enginn vissi hverjir voru fyrir um ári dettur það í hug?
Nákvæmlega hvaða trausta lagagrundvelli byggja sóttvarnarlögin á? Hvernig veistu fyrir víst að þau standist stjórnarskrá? Komdu með rökstuðning og tilvísanir, ekki innihaldslausar skoðanir þínar :-)
Svo veit maður ekki hvort maður á að hlæja eða gráta þegar maður les þetta:
"Og mundu að það er glæpamannanna að láta reyna á neyðarrétt, ekki lögreglunnar sem hefur heilaga skyldu að vernda líf borgaranna á hættustundu."
Hvaða hættustund ertu að tala um?
Hvers vegna gerir þú ekki að umtalsefni, fyrst þú þykist bera hag samborgara þinna fyrir brjósti, klúður sóttvarnaryfirvalda á Landakoti? Það var eina fólkið sem þurft á vernd að halda og því var klúðrað? Þess í stað er verið að pönkast í fólki sem er ekki í nokkurri hættu af þessum vírus.
Hverjar ætli séu líkurnar á því að fólk sem er á íþróttaaldri, segjum frá 10-50 ára, látist úr covid 19? Upplýs oss um það, þú hin mikla véfrétt.
Ég reikna ekki með neinum efnislegum svörum frá þér - sennilega fæ ég meira einhverja frasa sem þú skilur lítt í. Ég held þó í vonina.
Kveðja að norðan
:-)
Helgi (IP-tala skráð) 7.12.2020 kl. 19:46
Það er örugglega rétt hjá þér að sóttvarnalögin eru svo gott sem send os af himnum, en reglugerðin sem konan braut á ekki himneskan uppruna; þetta er almúga-reglugerð úr heilbrigðisráðuneytinu.
Er hugsanlegt að lögregluna vanti stuðning í lögum til að grípa til aðgerða gegn einstakingum sem neita að framfylgja reglugerðinni?
Esja frá Kjalarnesi (IP-tala skráð) 7.12.2020 kl. 19:48
Blessaður Helgi.
Ég nenni ekki að ræða þetta í þessu samhengi.
Ég skal taka þessa umræðu við þig næst þegar ég pistla um kóvid, ef ég nenni því þá.
Það er að pistla um kóvid.
Kveðja að austan.
PS. Annars gaman að sjá að þú ert mættur, og þú hefðir valdið mér vonbrigðum ef þú hefðir ekki staðið með rétti veirunnar til að drepa að geðþótta. Á hverfandi hveli þarf sumt að haldast, og vera eins og það er.
Ómar Geirsson, 7.12.2020 kl. 19:49
Esja, það er gott að þú fattar pointið og skilur alvöru málsins.
Almúgareglugerðin skilur það hins vegar ekki, enda samin af fólki sem veit ekki hvað það gjörir.
Þess vegna ber lögreglunni skyldu til að grípa inní og vernda þjóðina.
Ekkert flókið við það, ég skal meir að segja endurtaka orð mín, svona ef ske kynni að einhver lögreglumaður sem núna er út af þekju að gera upp við sig hvort hann sé vanhæfur eða vanviti, kæmi inn á síðuna og beint í athugasemdarkerfið;
"Og mundu að það er glæpamannanna að láta reyna á neyðarrétt, ekki lögreglunnar sem hefur heilaga skyldu að vernda líf borgaranna á hættustundu.".
Ekkert flókið við þetta.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 7.12.2020 kl. 19:54
Blessaður aftur Helgi minn.
Þú skilur þetta þegar þú ert orðin stór.
Og já, ég er líka mjög stoltur af þessari athugasemd minni.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 7.12.2020 kl. 19:55
Blessuð Þórdís.
Sjálfsagt rétt hjá þér, þar reyndir á lög og reglu, og viðurlög við brotum.
Þessi fingur framan í þjóðina er annars eðlis.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 7.12.2020 kl. 19:57
Sæll aftur.
Þér er að fara aftur, einu sinni reyndir þú í það minnsta að vera málefnalegur en því er ekki til að dreifa núna:
"PS. Annars gaman að sjá að þú ert mættur, og þú hefðir valdið mér vonbrigðum ef þú hefðir ekki staðið með rétti veirunnar til að drepa að geðþótta. Á hverfandi hveli þarf sumt að haldast, og vera eins og það er."
Þannig að ég er bara á því að allt í lagi sé að veira drepi. Það hef ég hvergi sagt né gefið í skyn. Það er ferlega lélegt að gera fólki upp skoðanir.
Prófaðu að kynna þér hvað þúsundir öflugra fagmanna segja um þetta:
Great Barrington Declaration (gbdeclaration.org)
Ætlar þú að saka þessa sérfræðinga um það sama og þú sakar mig um?
Kveðja að vestan
:-)
Helgi (IP-tala skráð) 7.12.2020 kl. 19:59
Blessaður Helgi minn.
Ég hef nú sjaldan verið málefnalegri miðað við tilefnið en núna.
Ég skal núna gefa mér smá tíma (5 mínútur segir annar af strákunum, ég að fara að spila Trival) að útskýra fyrir þér af hverju nálgun þín á neyðarrétti og nauðsynlegu viðbrögðum við alvarlegum brotum er það barnaleg að ég gat fátt sagt annað en ég sagði, það er þetta með að vera stór.
Vísa í pistil minn Lífið var einfaldara í gamla daga. Þar fjallaði ég um aga, og vísaði í aga Rómverja um hvernig þeir tókust á við þann glæp að menn sofnuðu á verðinum í herbúðum í óvinalandi. Þar voru menn aflífaðir strax daginn eftir í viðurvist herdeildarinnar, öðrum til aðvörunar. Ekki vegna þess að það var ráðist á búðirnar um nóttina, heldur vegna þess að það var alltaf möguleiki. Þess vegna eru varnargirðingar varðar, hvort sem það er í herbúð á óvinveittu landsvæði eða á landamærum þar sem á að halda farsótt úti.
Þar minntist ég líka á annað sem krafðist aga, og best að peista, er fljótari svoleiðis.
"Hvort Englendingar gripu til hans (það er böðulsins) á dögum loftárásanna miklu þegar algjör myrkvun byggða var fyrirskipuð að nóttu til, skal ósagt látið.
Ég held hreinlega að það hafi aldrei reynt á slíka úrkynjun.
Að segja, Ég má, ég hef rétt, ég er einstaklingur og má gera það sem ég vil.
En ferðalagið til böðulsins var stutt og það vissu allir."
Ég hefði getað bætt við að örugglega hefði enska varnarmálaráðuneytinu borist bréf svipað eðlis og þú birtir hér að ofan, að árásir Þjóðverja væru feik, hluti af samsæri alþjóðlegra vopnasala og heimssamsæris kommúnista, það væri ekkert stríð, og þess vegna mætti hver sem er kveikja sín ljós eins og hann vildi. Og viðkomandi hefði verið sendur á þar til gerða stofnun hið bráðasta sem hér er eða var við Sundin. Ég er nú bara kurteis og segi þér að þú skiljir þetta þegar þú verður stór, því ég er jú alltaf svo kurteis.
Varðandi að þú hafir ekki lagt til að veiran fengi að drepa að geðþótta þá er þetta svipuð málsvörn og hjá konunni sem opnaði búrið hjá tígrisdýrunum þegar örtröðin var sem mest í dýragarðinum; "ég ætlaði bara að leyfa dýrunum að fá sér göngu, kynnast frelsinu á þessum góðvirðisdegi" en hún var samt ákærð fyrir morð. Það skiptir ekki máli hver ætlaður tilgangur er, heldur niðurstaðan.
Barrington hefur fengið sitt svar frá vísindasamfélaginu, þó mega þeir sem hana sömdu eiga að þeir töluðu ekki um öndunarfærasjúkdóm, heldur að bráðdrepandi farsótt, sem væri stórhættuleg ákveðnum hópum. Og þá þyrfti að verja.
En þetta er bara sömu vinnubrögðin og þegar einhver hugveitan fjármagnar afneitun hlýnunar jarðar, andstöðu við þróunarkenninguna vegna meints aldurs jarðar í Biblíunni og svo framvegis.
Fingraför þess í neðra eru jú alltaf auðþekkt.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 7.12.2020 kl. 21:00
Sæll.
Athugasemd þín (15) er jafn innihaldslaus og ég átti von á. Einu sinni reyndir þú í það minnsta en þess í stað eyðir þú nú tíma í almennt snakk um ekki neitt. Þróunarkenningin og Biblían, þó áhugaverð viðfangsefni séu, koma þessi umræðu ekkert við.
Kveðja að vestan,
:-)
Helgi (IP-tala skráð) 7.12.2020 kl. 21:34
Ha? Eru líkingamál ekki gjaldgeng lengur sem rök,? Nokkuð sem menn grípa til þegar skerpa þarf skilning.
Helga Kristjánsdóttir, 7.12.2020 kl. 23:24
Þú nærð bara svo illa pointinu Helgi.
Ég var bara að benda þér á að þar sem fara saman peningar hagsmunaafla, þá færðu meinta vísindamenn til að skrifa undir hvað sem er.
Barrington yfirlýsingin er þess eðlis; og henni hefur verið svarað um allan heim, þetta er ómöguleiki.
https://www.johnsnowmemo.com/
En það var bara ekki umræðuefni pistils míns Helgi, heldur viðbrögð yfirvalda við alvarlegasta broti sem hægt er að hugsa sér á sóttvörnum þjóðarinnar. Og þú svarar því ekki með snakki að þú sért ósammála Helgi, samfélagið setur þessi lög ekki að ástæðulausu, og þú hlýðir því sem þegn þessar þjóðar. ÉG hafði ekki mikinn tíma til að ræða við þig, annars vegar var ég að mæta í matinn, átti eftir smá verkefni áður, og hins vegar var mér tilkynnt að við ættum að fara spila Trival, svo ég tók dæmi sem útskýra rökhugsunina að baki þess hvað það þýðir að ganga gegn neyðarlögum, því sóttvarnarlögin okkar eru slík lög, sem og að hvernig þjóðir sem vita hvað þarf til að vinna stríð, hefðu tæklað athugasemd þína.
Ég gat alveg verið mildari í pistli mínum, en það er bara ekki minn siður, vilji menn hógværð þá droppa þeir ekki við hérna.
En hógvær maður skrifaði þessi orð fyrr í dag og ég las hann núna rétt áðan;
"Landamærin veiki hlekkurinn
Hinsvegar berast fréttir af því að sóttvörnum sé ekki framfylgt að fullu á landamærum.
Fólk stærir sig af því að vera án andlitsgrímu í flugvélum, neita sýnatökum og sóttkví og bjóða öllum byrginn. Viðkomandi virðist komast upp með þetta átölulaust.
Þetta grefur undan trúverðugleika sóttvarna
Við hin keppumst við að fara sem minnst út úr húsi, hitta sem fæsta vitum af nánum ættingja sem liggur fárveikur.
Eitt óvænt snertismit getur lagt okkur að velli.
Okkur er því misboðið með aðgerðaleysi lögreglunnar og sóttvarnaeftirlits .".
Hann er eldri borgari og lif hans er í húfi, sem er ekki það versta, heldur allt það sem þú ert búinn að fórna í mannlegum samskiptum til að ná þessari veiru niður.
Varðandi rök þín þá hefð ég tekist svo oft og iðulega á um þau í pistlum mínum, og þá gastu bara mætt og rætt málið, en þú getur ekki búist við því Helgi að ég gefi mér alltaf tíma í sömu umræðuna aftur og aftur. Sérstaklega þegar máli er fullrætt hér innanlands, niðurstaðan hvað varðar aðgerðir stjórnvalda liggja fyrir, við fáum engu breytt. Ég myndi hugsanlega nenna einum pistli ef Sigríður Andersen færi aftur að tala um kvef, eða hrósa sænsku leiðinni. En þá bara í þeim tilgangi að böggast í krakkagreyjunum sem Sjálfstæðisflokkurinn skipaði í ráðherrastóla.
Síðast ræddi ég þau bara nokkuð stilltur við Kalla því hann var stilltur og prúður, í þessum pistli hérna;
Kári segir.
Þú getur rakið samskipti okkar, Kalli byrjar í 6 og svo læðist þetta niður athugasemdarkerfið. Þú mátt alveg taka upp þráðinn fyrir Kalla ef þú vilt, ég finn mér auðan tíma til að svara, ef þú vilt svona endilega spjalla við mig Helgi.
En þegar ég var að kynna mér nýjustu dánartíðnina á Ítalíu fyrir helgi, þá rakst ég þessa grein og las hana, hún fjallaði um þá ónáttúru samsæriskenningadreifara að voga sér að falsa myndbönd af gjörgæsludeildum á Ítalíu. Athyglisverð grein, hér er linkur; https://www.politico.eu/article/italy-coronavirus-doctors-face-conspiracy-theories/
Og þar má þetta lesa;
""If during the first wave we were called heroes, now someone has changed their mind," said Andrea Artoni, a hematologist who works in a COVID-19 ward at the Milan Polyclinic. "We are tired, fatigued and we work exhausting shifts trying to put all the energy we have into saving those who get sick."
It’s not easy to face a second wave of the pandemic just six months after the first, he said. "To those who deny the existence of this virus, I can only say to come and take a tour in one of our departments. Come and see how our people die suffocating, alone and lucid."
Appeals like Artoni’s fall on deaf ears among those who have ventured far enough down the rabbit hole, armed with false theories about the severity of the global pandemic.
According to the deniers, the health emergency is an invention of the media, a distorted narrative peddled by politicians and powerful people who are seeking to manipulate the world from behind the stage curtain.".
Eitthvað sem þú kannast við Helgi??
Já, þú vísar í Barrington yfirlýsinguna og það er allt rétt að sóttvarnir hafa skelfileg áhrif á allt mannlíf og enginn sér fyrir endann á því. En þær afleiðingar eru verkefni, alveg eins og það verkefni að dreifa matvælum og finna nýjar leiðir til að fæða og klæða fólk á stríðstímum þegar þjóðir sæta hafbanni eða skorið er á fyrrum viðskiptatengsl. Snýst um styrk og forystu eins og Bretar höfðu í seinna stríði, og réttlátari skiptingu gæða, þar fékk ríkt fólk sama skömmtunarskammt og það fátæka svo dæmi séu tekið.
En menn gefast ekki upp, menn blása til orrustu, eða reyna verjast þegar ekkert annað er í boði.
Barrington menn mega eiga að þeir vanvirða ekki sjúkdóminn með því að gera lítið úr alvarleik hans, og á sinn hátt vilja þeir sókn í stað varnar.
En hún er ekki raunhæf og stríðskostnaðurinn við hana er óbærilegur, eitthvað sem er aðeins íhugað þegar hinn möguleikinn er algjört hrun. Sem er ekki ennþá, og það sem meira er, það er mjög auðvelt að útrýma veirunni í flestum löndum, fyrst hinum auðugu, og síðan í fátækari með hjálp hinna auðugu. Fyrst Kínverjarnir gátu það í sínu kraðaki, þá geta allir það.
Svo er það bólusetningin, og þeir sem fussa yfir henni ættu að íhuga hve mörgum sjúkdómum bólusetningar hafa útrýmt, eða haldið í þeim skefjum að fólk almennt veikist ekki af þeim.
En kjarninn er kannski sá Helgi að við vitum ekkert um þessa veiru, allt sem vitnað er í er aðeins tölfræði og rannsóknir á hegðun hennar á fyrstu stigum faraldursins, þar sem flestar niðurstöður litast af því að gripið var til sóttvarna sem hafa skorið á smitleiðir hennar.
Þess vegna ætla ég að láta orð yfirmanns WHO vera mín lokaorð í þessu spjalli okkar, ég þarf líka að sofa, og ég er að gera margt annað en að sinna þessu bloggi, þar gef ég mér aðallega tíma í að ergja fólk, en gaf mér þó tíma í að vera til friðs í lokaorðum mínum til þín.
En þegar ég fór að lesa um farsóttir í upphafi Kínaveirunnar, þá hlustaði ég á orð Más veirulæknis þar sem hann talaði um vanþekkinguna, við vissum ekki hvernig þessi veira myndi haga sér ef hún fengi að grafa um sig, og valda síendurteknum faröldrum.
En þetta er það sem Tedros Adhanom Ghebreyesus sagði:
""Að leyfa hættulegri veiru sem við höfum ekki fullan skilning á leika lausum hala er einfaldlega siðlaust," sagði Tedros og bætti síðan við að vísindin væru slíkum hugmyndum ekki hliðholl. Hann minnti á að það er margt óljóst varðandi ónæmi gegn kórónuveirunni og enn væri lítið vitað um langtímaáhrif sýkingar á einstaklinga.
Einnig sagði hann að talið væri að innan við 10 prósent fólks í flestum ríkjum hefðu smitast og því væri yfirgnæfandi meirihluti enn móttækilegur fyrir veirunni. "Að láta veiruna berast óhindrað þýðir því að við værum að leyfa ónauðsynlegar sýkingar, þjáningar og dauða"".
Það er of margt sem við vitum ekki Helgi.
Það held ég að sé kjarninn.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 8.12.2020 kl. 00:26
Blessuð Helga.
Ætli þetta sé ekki kynslóðabilið, við sem lærðum biblíusögurnar í skóla erum vanin við dæmisögur og líkingamál.
Svo náttúrulega náði ég í myndasögurnar, Lukku Láka, Ástrík og Viggó viðutan svo nokkrir snillingar séu taldir.
Áður myndskreytt útgáfa af Hróa hetti og ekki má gleyma Prins Valíant.
Svo ég nefni nokkra áhrifavalda sem hjálpuðu manni að hugsa myndrænt, það er ein mynd sagði oft meir en mörg orð.
En takk fyrir innlitið Helga.
Það er farið að styttast í upplitið.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 8.12.2020 kl. 08:14
Ég held að hægri öfgamenn í sjálfstæðisflokknum séu yfirleitt ekki þeir sem að þyrpast á Austurvöll þannig að ég held að þessi dama sæki ekki styrk á þann væng stjórnmála, miklu fremur eigi vinstri menn þann heiður að flykkjast þangað að mótmæla.Sem hægri öfgamaður vil ég ekki eiga félagsskap við konu af þessu sauðahúsi og bið þig að leita í önnur geitahús að pólitískri skotbómull á Sjálfstæðisflokkin.
Annars er ég mjög sammála þínum sjónmarmiðum varðandi svona mál
Halldór Jónsson, 8.12.2020 kl. 09:03
Halldór minn hættu þessari meðvirkni.
Þú ert íhaldsmaður af gamla skólanum, hefur aldrei verið við hægriöfga kenndur.
Á þínum yngri árum þá voru hægri öfgar bundnir við fólk sem fylgdi einræðisherrum, hafði sem sagt skilið við borgarlegt lýðræði, sem lét það massera í takt og ráðast á alla óæskilega sem einræðisherrann skilgreindi nánar.
Í dag er þetta fólkið sem ræðst að samfélaginu, vill og reynir að eyðileggja innviði þess með hagfræði þess í neðra sem dags daglega er kennd við frjálshyggju, tilgangur og markmið að koma öllu í hendur á örfáum útvöldum, sem fá þann sess í krafti auðæva sinna.
Öll afreglun og einkavæðing þess hefur þann eina tilgang. Að gera okkur að þrælum auðmanna og stórfyrirtækja.
Milli íhaldsmanns sem aðhyllist borgarleg gildi og kommúnista að hætti Stalíns er sú óravegalengd þegar þú ferð frá Beringssundi yfir alla Asíu, síðan Evrópu og yfir Atlantshafið að strönd Bandaríkjanna, milli hægri öfganna, tilbiðjendur þess í neðra er vegalengdin aðeins spölurinn yfir Beringssundið, því tilgangurinn og niðurstaðan er sú sama.
Að eyðileggja borgarlegt samfélag, svipta hinn venjulega borgara eigum sínum, gera hann að tannhjóli í hagkerfi hinna risavöxnu eininga.
Fyrir þrælinn skiptir það engu máli hvað húsbóndinn kallar sig, hvort hann kennir sig við eitthvað sósíal og stjórnar í krafti alræðis ríkisins eða hann kenni sig við frelsi auðmanna til að eiga allt, og stjórni í krafti alræðis auðs sem á allt, þar á meðal stjórnmálin.
Daman sótti ekki skjól sitt til mótmælendanna á Austurvelli Halldór, og þú veist það vel.
Og þetta fólk á Austurvelli er ekki vinstri fólk ekki frekar en þú ert Hriflingur, þetta var samblanda af frjálshyggjufólki eins og Helgi vinur minn hér að ofan og anarkistum sem taka samsæriskenningar inn fyrir morgunmat eins og við tökum inn lýsi.
Ekki það að ég haldi að það hafi notið skjóls af hægriöfganum í Sjálfstæðisflokknum, ekki nema þá óbeint, meginskýringin er bara vanhæfni.
En undirliggjandi þeirrar vanhæfni eru öfl sem má ekki styggja, þú veist hvaða fólk það er sem hefur grafið undan sóttvörnum þjóðarinnar og vill þig og þína feiga með áherslum sínum á persónulegar sóttvarnir. Þar er í fararbroddi guðmóðir hægriöfganna, Sigríður Andersen og krakkarnir sem lúta leiðsögn hennar í ríkisstjórn Íslands.
Þitt fólk Halldór og vertu ekki að verja, ekki enda eins og þeir sem fengu letrað á legstein sinn (kostað af MÍR) HANN BILAÐI EKKI Í UNGÓ.
Svo þú skiljir atlöguna að lífi þínu, að gera lítið úr alvarleik farsóttarinnar með því að tala um kvef í sömu andrá líkt og Sigríður var staðin að á opnum fundi eða berjast fyrir persónulegu sóttvörnum, það er að fólk gæti að sér, en veiran fái að öðru leiti að valsa um frjáls líkt og tígrisdýr innan um gesti dýragarðs, þá lentu Ítalir í þeim fasa í sumar og fram eftir hausti. Allar fórnirnar frá því í vetur og vor voru vanvirtar með þessari heimsku stjórnmálamanna sem ekkert höfðu lært.
Það tók veiruna tíma að grafa um sig, þá var brugðist við með sóttvörnum, en of lítið og of seint.
Í dag deyja fleiri á Ítalíu en gerðu þegar ástandið var sem verst í vor.
Þessi bylgja er jafn alvarleg og sú fyrri segja ítalskir læknar og þetta hafa þeir að segja gagvart fólki eins og Sigríði Andersen og Brynjari Níelssyni; "Come and see how our people die suffocating, alone and lucid.".
Þau eru ekki vinstrimenn ekki frekar en þeir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins sem hafa alltaf dregið lappirnar hvað varðar sóttvarnir þjóðarinnar.
Það er eiginlega aumt að sjá ykkur íhaldsmennina lúffa fyrir þessu liði, að þið skulið ekki skilja að þið eruð borgarlegir íhaldsmenn en ekki hægri öfgafólk, og að Sjálfstæðisflokkurinn er borgarlegur íhaldsflokkur en ekki frjálshyggjuflokkur.
Sá flokkur er Viðreisn, enda stofnaður af pólitískum flóttamönnum úr Sjálfstæðisflokknum sem náðu ekki að breyta honum í evrópusinnaðan frjálshyggjuflokk, þökk sé stjórnarbyltingu Davíðs Oddssonar gegn frjálshyggjumanninum Þorsteini Pálssyni.
Hættu þessu vinstra kjaftæði Halldór, þeir eru ekki lengur til, allir komnir í gin hins frjálsa flæðis Evrópusambandsins.
Sviku sín helgu vé og eru mannleysur á eftir.
Eitthvað sem þið íhaldsmenn eru ekki.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 8.12.2020 kl. 09:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.