4.12.2020 | 18:54
Almannarómur er vitni.
Segir lögmaður rógberans.
Sem sá stefndi þurfti alls ekki að vera, hann gat sagt satt og rétt frá, og leitt fram vitni því til sönnunar, en þegar lögmaður hans vitnar í almannaróm í óskyldum málum, þá er ljóst að annað hvort er hann að verja rógbera, eða hann er sjálfur rógberi.
Það seinna gerir sjálfkrafa fyrstu setningu þessa pistils ranga.
Um þetta mál veit ég ekki neitt.
En ég hef þá heilbrigðu dómgreind að þegar Sigmar og Morgunútvarpið útvarpa ásökunum gagnvart málsaðila, og forsenda þeirra ásakana er að allt kerfið, ákæruvaldið, löggan sem greip inní, hjúkrunarfólk á geðdeild, læknar og svo framvegis, væru hluti af samsæri sem aflóga stjórnmálamaður, þáverandi sendiherra þjóðarinnar í Washington, þá vissi ég að ekkert raunveruleikaskyn væri að baki þeim ásökunum.
Sigmar hélt að hann hefði efni til að hengja Jón Baldvin, en áttaði sig ekki á að þar með væri hann að hengja tugi manneskja sem komu að þessu sorglega máli.
Gat vissulega verið rétt, en orð Aldísar voru engan veginn sönnun þar um.
Orð eru ekki sönnun.
Jafnvel þó þau séu ásakanir á hendur miðaldra karlmanni, sett í búning Metoo byltingarinnar, þá þarf meira til.
Og Sigmar þarf að vera algjört fífl ef hann fattar það ekki.
Sjálfsagt hefur hann hugsað að hann hefði sitt Weinstein mál í höndum, og vissi örugglega að miðaldra karlmaður, hvað þá eldri karlmaður en það, ætti engan séns á að verjast ásökunum þess kyns sem er það veikt og aumt, það er að áliti Sigmars og annarra í hans stöðu, að þarf aldrei að færa neinar sönnur á orðum sínum eða ásökunum.
Og sjálfsagt treyst á það að hann sjálfur yrði aldrei skotspónn slíkra ásakana hinna nútíma nornaofsókna.
En heimskur engu að síður, burtséð frá öllu öðru.
Til þess að ásakanir Aldísar væru sannar, þá var samsektin engan vegin bundin við miðaldra karla, lögreglumenn eða lækna, að baki þeim lá líka aðdróttun gagnvart geðhjúkrunarkonum sem sannarlega voru konur, hef hins vegar ekki hugmynd um hvort þær voru miðaldra þegar Jón Baldvin átti að hafa þær í vasa sínum.
Eftir stendur spurningin hvaða ógnartök hafði þessi fyrrum aflóga stjórnmálamaður, sem með skottið á milli fótanna hafði verið sendur til USA, að allt þetta fólk tók þátt í ekki bara samsæri, heldur var þátttakandi í einu af því alvarlegasta sem hægt er að gera öðru fólki, að svipta því frelsinu og loka það inni, ítrekað, því það hafði sannleika að segja um valdamann.
Spurning sem Sigmar mun aldrei geta svarað.
Og lögmaður Aldísar ekki heldur.
Í stað þess að verjast og færa sönnur á orð Aldísar, þá er vísað í róg, almannaróm og Metoo.
I am not a crook sagði Nixon, og enginn trúði honum.
Sú málsvörn var samt hátíð miðað við þá sem þessi frétt greinir frá.
Eitthvað sem fólk skilur.
En rógurinn ekki.
Kveðja að austan.
Greinir á um umdeild vitni í máli Jóns Baldvins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 37
- Sl. sólarhring: 628
- Sl. viku: 5621
- Frá upphafi: 1399560
Annað
- Innlit í dag: 30
- Innlit sl. viku: 4794
- Gestir í dag: 29
- IP-tölur í dag: 29
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Segjum að Aldís geti ekki fært sönnur á að ásakanir hennar á hendur föðurnum séu réttar.
Styrkir það hennar málflutning að fjöldi annarra kvenna telur Jón hafa verið með gróft áreiti gagnvart sér?
Líklega mun það ekki teljast gilt fyrir dómi að ummæli hennar væru mjög sennileg vegna þess hve margar aðrar hafa greint frá hegðun Jóns.
Ef á hinn bóginn að einhver möguleiki væri á að slíkur málflutningur anarra kvenna gæti styrkt stöðu Aldísar þá er auðvitað sjálfsagt að þær beri vitni í málinu.
En þá væri auðvitað eftir að færa sönnur á málflutning þeirra kvenna.
Til eru bréf frá Jóni til ungrar frænku eiginkonu hans og voru umrædd í fjölmiðlum fyrir nokkrum árum. Segjum að þau sanni að Jón geti verið með áreitnishegðun umfram eðlileg mörk, yrði það til að styrkja málflutning dótturinnar fyrir dómi?
Líklega ekki,hún þarf líklega samt sem áður að sanna sitt mál, sennilegast er hún fyrir fram dæmd til að tapa málinu.
Þetta er nú vandi kynferðisbrotamála, sönnunarbirðin.
Hvort Jón Baldvin er einhverskonar síbrotamaður á þessu sviði hef ég ekki hugmynd um en þykir það sennilegt.Það eru svo margar honum nákomnar sem bera hann sökum.
En það er bara mitt mat og mitt nef.
Ég held nú samt að dómskerfið verði að stíga það varlega til jarðar að dæma ekki manneskju fyrir meiðyrði sem lýsir því sem hún telur sig hafa upplifað.
Það er hroðaleg tilhugsun ef smælingjar sem verða fyrir ágengni og yfirgangi ofbeldishrotta verði að sanna sitt mál eða þegja ella.
Þá er skárra að einn og einn saklaus fái kusk á hvítflibbann þó slæmt sé.
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 4.12.2020 kl. 19:48
Blessaður Bjarni Gunnlaugur.
Grettir sterki vó mann innan við fermingu. Hans málsbætur að í heiðnum sið voru menn ekki fermdir.
Það breytir því ekki að hann vó hvorki Njál eða Skarphéðin, og eftir því sem ég best veit þá kom hann ekki nálægt Flugumýrabrennu.
Ef þú fattar ekki samhengið Bjarni, þá kallast þetta að bera saman óskylda hluti.
Meiðyrðamálið er vegna ákveðinna ásakana, sem Sigmar gaf vægi í Morgunútvarpi Rásar 2.
Eins og ég sagði í pistli mínum þá þekki ég ekkert til mála, en ég hef þá heilbrigðu dómgreind að fatta að ef ásakanir Aldísar um að nauðungarvistanir sínar hefðu verið pantaðar frá Washington, þá þurftu margir að vera samsekir.
Lokasetning hennar í þessu máli var að kasta sök um þöggun, á hendur fullt af fólki sem ég veit ekki annað en að sé að vinna vinnuna sína. Og maður spyr sig, af hverju ætti allt þetta fólk að hætta æru sinni og starfi fyrir einhvern afdankaða sendiherra sem var ekki í neinni valdastöðu, hvorki hann eða flokkur hans??
Fyrir utan að finnst þér líklegt að Valdaflokkur Íslands hefði beitt sér á þennan hátt, það er ef Jón hefði verið sjálfstæðismaður??
Síðan er það vitað að Jón reyndi að bera hendur fyrir höfuð sér með því að birta yfirlýsingu lögreglufulltrúa sem vitnaði um afskipti lögreglunnar af geðhvarfaköstum Aldísar. Svarið var að kæra viðkomandi lögreglumann fyrir að leka trúnaðarupplýsingum.
Ekki að færa sönnur fyrir því að þær væru rangar, heldur að kvarta yfir því að hann skyldi segja satt, en átti að þegja vegna trúnaðar.
Ég er ekki mjög minnugur Bjarni, en ég man að þegar ég bloggaði um sama hlutinn, um hina augljósu geðveiki, eða réttara sagt ofsóknaræði sem kom fram í fullyrðingum Aldísar, og allt eðlilegt fólk með heilbrigða vitsmuni átti að sjá, að þá hefðir þú brugðist við á sama hátt.
Að vitna annars vegar í kvennafars sögur Jóns, og hins vegar blessað bréfið, sem sýnir það og sannar að sagan um Lólítu var ekki úr lausa loftinu gripin, enda gredda miðaldra manna löngum þekkt, og í öfugu hlutfalli við kyngetu þeirra, en hvað kemur það þessum ásökum við.
Sem Bjarni Gunnlaugur, er fyrst og síðast á hendur saklausu fólki út í bæ, sem þarf að sinna vinnu sinni.
Þú sannar ekki sekt þessa fólks með því að vitna í gróusögur.
Hafir þú ekki dómgreind til að sjá það, þá þú um það.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 4.12.2020 kl. 21:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.