21.11.2020 | 09:59
Já en hvað um evruna??
Hvers á hún að gjalda, af hverju minnist Logi ekki á hana líka??
"Ekki nóg að gert"!
"Hlusti loksins á tillögur Samfylkingarinnar"!
Undirstrikar mikilvægi evrunnar!
Og Loga hefði tekist að segja það þrennt sem honum var samviskusamlega kennt að nýr formaður Samfylkingarinnar þyrfti að kunna þegar hann tjáði sig um allt sem er milli himins og jarðar, í þessu lífi eða öðrum, hvort sem um er að ræða smár tittlingaskítur eða fordæmalausir tímar farsóttarinnar.
Á meðan hann segir ekkert annað þá eykst fylgi Samfylkingarinnar hægt og bítandi, minningin um landráðin í ICEsave eða svikin við íslensk heimili fölnar inní óminni gleymskunnar fyrir orðsnilld formannsins.
Íslensk stjórnmál í dag, það er hvorki logið uppá þau eða Samfylkinguna.
Þess vegna, þrátt fyrir allt, eigum við að meta núverandi ríkisstjórn.
Það er þó fólk í henni og það er að reyna sitt besta.
Vilji menn meira þá þarf opna umræðu, opinn umræðuvettvang, og ekki hvað síst opinn vilja til að vega og meta hugmyndir og tillögur, þar sem þeim er leyft að þróast, jafnt í eitthvað sem er skynsamlegt og framkvæmanlegt, eða í nýjar hugmyndir og tillögur, því þannig vinnur mannsandinn, hugsun leiðir að sér hugsun, hugmyndir að sér hugmyndir.
Fordæmalausir tímar þröngva oft mönnum til slíkra samræða.
Við lifum slíka tíma í dag og þó það megi hrósa íslenskum stjórnmálamönnum að vera ekki með nag eða leiðindi þá er ekki hægt að hrósa þeim fyrir umræðuna.
Því hún hefur ekki eiginlega verið nein.
Aðeins fyrirsjáanlegir frasar skylduumræðunnar þar sem alltaf það sama er sagt og Mogginn nær að ramma svo vel í fyrirsögn þessarar fréttar.
"Ekki nóg að gert en þó skref í rétta átt.
Það er samt hægt að gera miklu betur.
Það er alltaf hægt.
Eitt sem öskrar á athygli er hinn mikli mannauður sem hefur misst lífsviðurværi sitt.
Bætur tryggja vissulega salt í grautinn en þær örva ekki athafnaþrá og sjálfsbjargarhvöt fólks sem við köllum í daglegu tali nýsköpun.
Svo má ekki endurtaka mistökin frá 2008.
Um það er þögn, æpandi þögn.
Það má gera betur.
Það á að gera betur.
Og það mun verða gert betur.
En hvað, hvernig hvenær??
Til þess er umræðan, þar eru tækifærin til að hafa áhrif.
Þess vegna er hún næsta verkefnið.
Tökum hana.
Kveðja að austan.
Ekki nóg gert, en þó skref í rétta átt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 31
- Sl. sólarhring: 770
- Sl. viku: 5570
- Frá upphafi: 1400327
Annað
- Innlit í dag: 26
- Innlit sl. viku: 4784
- Gestir í dag: 26
- IP-tölur í dag: 26
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vel mælt Hriflungur og gamli sveitakommi.
Það er ljóstýra við enda ganganna sem ég held að séu ekki framljós á hraðlest í aðsigi. Þegar bóluefnið kemur breytist allt og mannauðurinn mun sjá fyrir restinni.
Takk fyrir að hafa aldrei kvikað frá sannfæringunnu og alla baráttunni við heimskuna sem þú hefur sýnt.
Halldór Jónsson, 21.11.2020 kl. 13:25
28.8.2020:
"Varaseðlabankastjóri segir mikilvægt að fólk sem tekur óverðtryggð lán geri sér grein fyrir að 1% stýrivextir Seðlabanka Íslands séu ekki komnir til að vera.
Afborganir lána gætu hækkað verulega þegar stýrivextir Seðlabankans hækka á ný."
"Greiðslubyrði af 35 milljóna króna láni til 40 ára við fyrstu kaup á húsnæði gæti farið úr ríflega 140 þúsund krónum á mánuði í rétt yfir 210 þúsund ef vextir hækkuðu í það sem telja má eðlilegt ástand hér á landi."
Greiðslubyrði af 35 milljóna króna láni gæti hækkað úr 140 þúsund krónum á mánuði í 210 þúsund
Þorsteinn Briem, 21.11.2020 kl. 20:35
Takk fyrir það Halldór.
Við sjáum hvað mannsandinn fær áorkað, á innan við ári er komið nothæft bóluefni, byggist á nýrri tækni sem ræðst á vopnabúr veirunnar.
Á næstu mánuðum munum við líka sjá miklar framfarir í að finna veiruna og rekja, í raun erum við á því stigi að þegar fyrstu bílarnir fengu gírkassann.
Meðal annars vegna þess að neyðin eða ógnin kennir fólki að vinna saman, fornir keppinautar slíðra sverð og leggjast á eitt, aðeins þannig vinnst sigur.
Við sáum þetta í seinna stríði og við sjáum þetta núna.
Hins vegar er ég ekki alveg viss um að erfiðleikarnir séu að baki þó veiran sem slík verði ekki ógn, efnahagslegar afleiðingar og samfélagsleg upplausn víða í hinum vestræna heimi mun skekja þennan meinta stöðugleika sem hagfræðin er alltaf að láta sig dreyma um.
Þess vegna skiptir miklu máli að við komum heil úr faraldrinum, og sem þjóð þokkalega sátt.
Og allavega, hvað sem öður líður, þá erum við á réttri leið hvað það varðar.
Þitt fólk er ekki alslæmt, langt í frá.
En þó ég færi uppí tunnu til að beintengja mig við alheiminn, sérstaklega við þá orku sem gerir menn ofurjákvæða, þá gæti ég ekki ímyndað mér að ég gæti sagt eitthvað jákvætt um þann froðuflokk sem Samfylkingin er.
Þarna fóru stórir draumar í hundskjaft.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 21.11.2020 kl. 21:00
Blessaður Steini.
Hví fjandanum heldur þú að ég eða nokkur annar hafi nokkurn áhuga að lesa þessa fróðleiksmola þína??
Og hvað kemur þetta efni pistilsins við??
Bööö Steini, böööö.
Samt með kveðju að austan.
Ómar Geirsson, 21.11.2020 kl. 21:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.