18.11.2020 | 09:07
Göngum hægt um gleðinnar dyr.
Það eru frábærar fréttir að bóluefni komi fljótlega upp úr áramótum.
Enn eitt dæmið um styrk mannsandans þegar allir leggjast á eitt á hættu og ögurstundum.
En hættan er ekki liðin fyrr en öllum stendur bóluefni til boða.
Aðeins þá næst hið svokallaða hjarðónæmi mennskunnar sem er andstæða þess hjarðónæmis sem átti að fást með að fólki væri slátrað eins og gripum þar til veiran hætti að breiða úr sér svo ég vitni í nýlega boðun hluta þingmanna Sjálfstæðisflokksins.
Sporin hræða.
Þrátt fyrir ítrekaðar aðvaranir allra helstu sérfræðinga þjóðarinnar gegn ótímabæri opnun landamæranna þá taldi ríkisstjórn Íslands sig vita betur, og allir vita hvernig það fór.
Hún vissi ekki rassgat eins og sagt var á mannmáli þegar ég var ungur einhvern tímann uppúr miðri síðustu öld, og ástandið í dag er nákvæmlega eins og varað var við.
Fólk hefur látist, frosið samfélag i fjötrum sóttvarna, viðvarandi ótti um hvern skaðar veiran næst.
Sporin hræða.
Í kvöldfréttir sjónvarpsins mætti Svanhvít Svavarsdóttir galvösk, nýbúin að kasta enn einu sinni sök sinni á starfsfólk Landakots, og tilkynnti alþjóð að eftir að framlínufólk og viðkvæmir hópar hefðu fengið bólusetningu, að þá yrði landið opnað á ný.
Hvað hún átti nákvæmlega við útskýrði hún ekki.
En sporin hræða.
Er það virkilega meining ríkisstjórnarinnar að veita veirunni frelsi korteri fyrir sigurinn yfir henni??
Eins og enginn sé lærdómurinn af ábyrgð sinni á ótímabærum andlátum 14 einstaklinga eða öllu því tjóni sem önnur og þriðja bylgjan hefur valdið samfélaginu, jafnt mannlífi eða afkomu heilu starfsstéttanna.
Eins og þetta fólk gerir sér ekki grein fyrir að alvarleiki veirunnar er ekki eingöngu mældur í fjölda fallinna heldur líka hvernig hún leikur fullfrískt heilbrigt fólk.
Sviptir það kannski starfsorku fyrir lífstíð.
"Ungir og heilbrigðir einstaklingar hafa sýnt einkenni líffærabilunar og skertrar líkamsstarfsemi allt að fjórum mánuðum eftir sýkingu. Einstaklingar með langa Covid hafa lýst viðvarandi einkennum á borð við þreytu, andleysi, verki og heilaþoku"." (Úr frétt Mbl.is um eftirköst veirunnar í Bretlandi).
Það er full ástæða til að fara varlega.
Sýna þolinmæði þar til þjóðin er örugg.
Nú þegar hefur það miklu verið fórnað, að það er vanvirðing við þær fórnir að vanvit sleppi veirunni lausri á síðustu metrunum.
Við þurfum að útrýma henni úr samfélaginu.
Og ekki hleypa henni inn aftur.
Vonandi er það stefna ríkisstjórnarinnar.
En henni er því miður trúandi til alls.
Sporin hræða.
Kveðja að austan.
Lausn handan við hornið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 37
- Sl. sólarhring: 627
- Sl. viku: 5621
- Frá upphafi: 1399560
Annað
- Innlit í dag: 30
- Innlit sl. viku: 4794
- Gestir í dag: 29
- IP-tölur í dag: 29
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.