Sök ber af sér sakir.

 

Það þarf ekki að rífast um að mistök áttu sér stað á Landakoti, mistök sem er ekki hægt að hengja á húsnæði, starfsmannaeklu eða annað.

Þau mistök þarf starfsfólk Landsspítalans að takast á við og vinna úr, réttilega benti yfirsmitlæknirinn á í Kastljósviðtali þar sem snatar frjálshyggju og valds vildu fá einhvern til að hengja, að það mætir enginn í vinnu á Landspítalann  með því markmiði að gera mistök.

 

Hýenur valdsins, taglhnýtingar stjórnmálaflokkanna, allra þeirra sem ábyrgðina bera, skulu skammast sín til að halda kjafti, þau vörðu niðurskurð á niðurskurð ofan, hagræðingarkröfur sem fyrir mörgum árum tálguðu alla starfsemi inn að beini, síðan þá vó niðurskurðurinn að kjarna þess sem hélt þjóðarspítala okkar gangandi.

Aumkunarverðasta að öllu því auma í samfélagi okkar, fjölmiðlafólkið sem hefur selt sálu sína fyrir að halda vinnu á auðfjölmiðlum, eða samkrulli valdsins í Brussel við alþjóðlega hrægamma, dagsdaglega kallað Ríkisútvarpið, ætti að ganga hægt um fordæmingardyr, því seld sál býður alltaf síns lokadóms.

 

Svanhvít á samt að hafa vit á að þegja.

 

Þegar hún var aðeins yngri og hafði ennþá sál til að selja að boði Steingríms sem vildi verða ráðherra, þá tók hún að sér böðulshlutverk AGS, Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, að undirlægi hrægammanna, að loka allri spítalaþjónustu á landsbyggðinni.

Var svo aum og ómerkileg að hún kallaði það hagræðingu.

 

Landsbyggðarfólk mótmælti, en ögurstundin var samhent mótmæli lækna í Reykjavík sem bentu a að dýrast af öllu var að hafa alla sjúklinga landsins á einu hátæknisjúkrahúsi, þar væru miklu dýrari rúm undir en á spítölum landsbyggðarinnar.

Rifjað upp svo við gleymum ekki fortíð Svanhvítar Svavarsdóttur.

Hvernig væri ástandið í dag ef við hefðum bara einn spítala???

 

Meginskömm Svanhvítar er samt að hafa látið undan hægra öfgafólki í þing, ráðherraliði Sjálfstæðisflokksins, og ekki lokað landamærunum í tíma fyrir kórónuveirusmiti.

Landamærin láku, það var ljóst í byrjun júlí, miðað við tregðu kerfisins þá er eðlileg töf að reglur á landamærum hefðu ekki verið hertar fyrr en í júlílok.

Svanhvít dagsetti breytingar sínar á 19. ágúst, og þurfti hún til slag Kára klára gagnvart hægri öfgum, sjálf þagði hún, eins og hún hefur alltaf þagað.

 

Franska veiran kom inní landið 14. ágúst.

Hún hefur lamað samfélag okkar, og valdið ótímabærum andlátu 14 samlanda okkar.

Allt vegna aumingjaskapar Svanhvítar Svavarsdóttur.

Manneskjunnar sem sveik heimili landsins í hendur hrægamma, sem sveik í ICEsave, og hefur síðan svikið flest sem kenna má við hugsjónir mannúðar og mennsku.

Hún samþykkti Orkupakka 3.

 

Hefði Svanhvít Svavarsdóttir staðið í lappirnar gagnvart Sigríði Andersen og dúkkulísum hennar í ráðherraliði Sjálfstæðisflokksins, þá hefði aldrei reynt á smitvarnir Landakots.

Þá væri starfsfólkið þar aðeins önnum kafið, en ekki yfirhlaðið af verkefnum sem engan endi tók og tekur.

Gerði sitt besta við vonlausar aðstæður.

Í aðstæðum sem forystufólk smitvarna Landsspítalans varaði alvarlega við.

En Svanhvít kaus að hundsa.

 

Er hægt að leggjast lægra??

Ég bara spyr.

 

Kveðja að austan.


mbl.is „Augljóst“ að gera má betur á Landakoti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Menn bera AF sér sakir. Þú átt varla við að menn séu að taka á sig sakir án sektar. 

Jón Steinar Ragnarsson, 17.11.2020 kl. 18:37

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Jón Steinar, þú ert betri en enginn.

Svona gerist þegar maður er varla hálfnaður með beinagrindina, og þá er sagt blíðum rómi, Ómar, eigum við að koma inní sveit.

Og þá er sett í fluggírinn með misgóðum afleiðingum.

Til dæmis átti ég eftir að leiðrétta fyrirsögnina, þetta var aðeins vinnuheiti.

Læt samt annað standa, les yfir þegar ég hef tíma.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.11.2020 kl. 18:57

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Það er hræsnin sem manni ofbýður og heimska fjölmiðlafólks sem fátt virðist kunna en að leita að einhverjum til að hengja, en til vara að setja í gapastokk.

Sá þennan pistil á feisbók, stel honum steini léttari, höfundurinn er læknir sem stundum hefur leyst af hér fyrir austan, og kom með slagorðið þegar böðlar AGS, gengu undir vinnuheitinu fjármálaráðherra og heilbrigðisráðherra, "Lífið getur verið styttra en ferðin suður", eða eitthvað svoleiðis, vísaði í að þau Steingrímur og Svanhvít ætluðu að sinna öllu landinu frá Reykjavík.

Skömm og smán þessa fólks mun lifa meðan einhver man, þó flestir séu farnir að gleyma en hér er pistillinn.

Í Kastljósinu var Már læknir spurður hvort hann væri nú ekki örugglega viss um að hann bæri nú ekki örugglega ábyrgð á hópsmitinu af COVID 19 veirunni á Landakoti. Víst erum við Már sekir. Það er bara svo erfitt að útskýra það fyrir fjölmiðlafólki sem virðist hafa fæðst í dag, stútfullt af núvitund og í engu samhengi.

Sennilega hefðum við Már átt að taka Ragnar Arnalds fjármálaráðherra kverkataki á sínum tíma og neyða hann til að byggja nýjan fullkominn Landspítala sem hefði verið opnaður árið 1985. Gömlu húsin jöfnuð við jörðu og veirum þar með úthýst.

Það er sök okkar og ábyrgð í málinu að við gerðum það ekki.

Sannleikurinn er sá að ef allt hefði verið eðlilegt hefði verið opnaður nýr fullkominn Landspítali hér í Reykjavík með fullkomnum sóttvörnum árið 1985.

Í dag værum við að byggja nýjan spítala til að leysa af hólmi þann sem var opnaður 1985.

Afleiðingin er sú að núverandi -algjörlega úrelt-húsnæði Landspítalans er hættulegt sjúklingum hans.

Vandamálið er að það vill enginn skilja þetta nema starfsmenn Landspítalans og ef þeir minnast á ömurlegt húsnæði þá eru þeir annað hvort frekir, sérhlífnir eða sekir.

Að ætlast til þess að við verjum kastala sem er löngu hruninn og heldir engu frá sér er sennilega pólitík til að forða þeim frá ábyrgð sem bera ábyrgð á kastalabyggingunni. Kjörnir fulltrúar okkar og ráðherrar hafa snúið blinda auganu að Landspítalanum að minnsta kosti í 50 ár og því fór sem fór á Landakoti.

Ómar Geirsson, 17.11.2020 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 47
  • Sl. sólarhring: 49
  • Sl. viku: 2066
  • Frá upphafi: 1412765

Annað

  • Innlit í dag: 47
  • Innlit sl. viku: 1819
  • Gestir í dag: 47
  • IP-tölur í dag: 37

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband