17.11.2020 | 10:05
Við vissum þetta ekki.
Er ávalt viðkvæðið þegar siðblindan og siðleysið á bak við alþjóðavæðinguna er afhjúpað.
Sem er örugglega rétt, það er valkvæð afstaða að vita ekki neitt innan gæsalappa, kallast trúverðug neitun.
Þá fara menn í vettvangsferð með bundið fyrir augun, tappa í eyrun og anda í gegnum hátæknilofsíu, svo menn finni ekki lyktina af mannlegu eymdinni sem knýr gróðavél þeirra áfram, heyri ekki grát og stunur hins örmagna verkafólks, eða sjái aðstæðurnar sem minna meir á þrælabú hins gamla Rómarveldis en eitthvað sem má kenna við nútímann.
Nei þetta er saklaust fólk, skinheilagt fólk.
Það leitar bara alltaf eftir lægstu tilboðunum, löngu búið að útvista öllum störfum úr framleiðslugeira Vesturlanda, og þegar lægsta tilboð er tekið, þá er strax byrjað að knýja fram lækkun á því, með fram að stöðugt er leitað nýjum löndum eða héruðum þar sem fátæktin er meiri, og þar með vinnuafl sem lætur bjóða sér ennþá svívirðilegri kjör.
Því þannig vinna þeir sem blóta þann í neðra.
Og þeirra er kerfið, alþjóðavæðingin, hið frjálsa flæði hins innra markaðar Evrópusambandsins, reglur sem skylda hið opinbera til að taka ávalt hinu lægsta tilboði og svo framvegis.
Við sjáum fríverslunarsamninga þar sem innlend framleiðsla á ekki breik gagnvart þrælahöldurunum, við sjáum sífellt flóknara regluverk sem virðist hafa þann eina tilgang að framleiða kostnað, til dæmis í landbúnaðinum og svarið er síðan, við þurfum að flytja inn því þið eruð ekki samkeppnisfær.
Og núna síðast sjáum við hvernig þessir djöflar (fornt orð yfir þá sem dýrka og þjóna þeim í neðra) hafa yfirtekið baráttu mannsandans gegn lofslagsvánni, henni er breytt í tæki sem skattleggur fátækt fólk út úr samfélaginu (hefur ekki efni á orkunni sem knýr heimilin eða nýtísku skattlausu rafmagnsbílunum svo dæmi sé tekið), grænir skattar og dýr orka hrekur framleiðslu til landa sem þurfa ekki að standa skil á neinum loftslagsskuldbindingum.
Eykur þar með sogið í þrælabúðir alþjóðavæðingarinnar.
Við sjáum hvernig frjálsa flæðið virkar á Íslandi, störf sem fólk vill ekki vinna sökum lélegra kjara miðað við erfiði þeirra eða aðbúnað, eru mönnuð með fátæku farandverkafólki í stað þess að lögmál markaðarins hækki laun og bæti aðbúnað svo innlendir vilji sinna þeim.
Í raun hefur hið frjálsa flæði þurrkað út áratuga baráttu samtaka verkafólks fyrir bættu kjörum og aðbúnað.
Þeir sem lifa af í kerfi hinna lægstu tilboða, eru þeir sem vilja fara verst með fólk.
Og við vitum þetta öll.
En við gerum ekkert í því.
Ekki á meðan þetta snertir aðra.
En þetta snertir okkur öll að lokum.
Feisum það.
Og gerum eitthvað í því.
Til dæmis með því að þurrka út Samfylkinguna og aðra stuðningsflokka hins frjálsa flæðis.
Það væri góð byrjun.
Kveðja að austan.
Þrælað út fyrir þekkt vörumerki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 440
- Sl. sólarhring: 733
- Sl. viku: 6171
- Frá upphafi: 1399339
Annað
- Innlit í dag: 372
- Innlit sl. viku: 5227
- Gestir í dag: 343
- IP-tölur í dag: 338
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mikið er ég sammála þér
Þetta frjálsa flæði vöru og þjónustu er meinsemd en virðist vera vonlaust að vinna gegn. Ríkisstjórn Íslands getur ekki minnkað atvinnuleysi með að auka framkvæmdir því vinnuaflið í verkið yrði bara flutt inn eftir þörfum. Var líka að lesa að Pólland og Ungverjaland hafi stoppað tímabundið "fjármagnsgjafir" frá ESB til að aðstoða uppbyggingu aftur eftir Covid því "Æ sér gjöf til gjalda" og ESB setur sem skilyrði fyrir aðstoðinni að fá yfirráð yfir dómskerfinu í þeim löndum sem þiggja gjafirnar.
Grímur Kjartansson, 17.11.2020 kl. 11:50
Það kemur fyrir besta fólk að verða stundum sammála Grímur.
Varðandi ESB og kóvid þá vona ég að það góða komi út úr þessum faraldri að miðastýra heimsveldið í Brussel leysist upp í frumeindir sínar.
Geymt í ruslakistu sögunnar þar sem fyrir er illa lyktandi lík Sovétsins.
Frjálst fólk þarf ekki ráðstjórn.
Varðandi verklegu framkvæmdirnar sem Sigurður Ingi boðaði, þá skilst mér að um leið hafi verið skálað víða í Búlgaríu og Rúmeníu.
Þar er Sigurður Ingi talinn góður maður.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 17.11.2020 kl. 12:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.