15.11.2020 | 14:22
Þau munu hittast í himnaríki.
Svo ég vísi í fyrirsögn á átakanlegri frétt sem birtist hér á Mbl.is og sagði frá harmleik fjölskyldu vestur í Utha í Bandaríkjunum, rætt var við móður sem missti bæði móðir sína og afa völdum kóvid veirunnar.
Og þar tel ég öruggt að þau munu ekki rekast á fólkið sem barðist hatrammlega fyrir ótímabærum dauða þess, eða annarra fórnarlamba kóvid veirunnar, jafnt í Bandaríkjunum eða í öðrum vestrænum löndum.
Því fólki er ætlað vist á öðrum stað.
Af hverju??
Þessi orð Lindsay Wotton, sem missti bæði móður sína og afa af völdum kórónuveirunnar í október segja allt sem segja þarf um það myrkur sem hefur fengið að skjóta rótum í hinum vestræna heimi og kemst óátalið upp með myrkrarverk sín.
""Það er erfitt þegar fólk gerir lítið úr kórónuveirunni og segir hana ekki vera neitt meira en flensu, því fyrir suma er það ekki þannig. Fyrir suma kostar þetta lífið. Börnin mín fá ekki ömmu sína, mamma mín mun aldrei sjá barnabörnin sín gifta sig."".
Það eru líka íslensk börn í þessari stöðu, það hafa 14 samlandar okkar látist vegna hins stöðuga nags gegn sóttvörnum þjóðarinnar, það munaði þremur dögum að þetta fólk hefði lifað, baráttan við myrkrið innan Sjálfstæðisflokksins stóð hins vegar yfir í nokkrar vikur áður en flokkurinn gaf eftir og samþykkti lokun landamæranna nema skimað væri 2 og 5 daga sóttkví þar á milli.
Og þetta fólk hefur ekkert lært, við sáum það á fréttum gærdagsins, þar sem hægri öfginn á ritstjórn Morgunblaðsins gerði það að aðalfrétt að fólkið sem berst fyrir ótímabærum dauða samlanda okkar, hélt símafund með þekktum vísindamönnum sem hafa lagt til uppgjöf gagnvart veirunni, að henni sé leyft að grassera og drepa þar til hjarðónæmi er náð.
Milljónir munu óhjákvæmilega falla, tugmilljónir veiklast illa um langa framtíð sbr."Lingering symptoms like weakness, shortness of breath, trouble focusing and, in some cases, kidney and heart problems are much more common after COVID-19 than after influenza.".
En svo svört er sálin ekki hjá þessum vísindamönnum að þeir líki kovid við flensu, þeir viðurkenna alvarleik veirunnar; "Við vitum að dánarlíkur af COVID-19 eru meira en þúsundfalt hærri hjá öldruðum og veikum en ungu fólki"( þýðing Þorsteinn Siglaugsson).
Það eru rök að baki tillögum Barrington hópsins sem ekki verða rakin hér, en það sem knýr andófið gegn innlendum sóttvörnum er sú einfalda viðleitni að opna landamærin, og afnema strangar fjöldatakmarkanir sem og að leyfa alla starfsemi í samfélaginu.
Með þekktum afleiðingum hér, dauða líkt og reyndin um alla Evrópu og Bandaríkin.
Sé einhver efi þá var honum eytt í viðtali Morgunblaðsins við opinberan talsmenn þeirra þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem standa í andófinu gegn sóttvörnum, Sigríði Andersen. Hún er ekki að eyða kröftum sínum að tala máli Barrington leiðarinnar, heldur að halda á lofti gömlum og nýjum rökum hennar gegn sóttvörnum þjóðarinnar.
Síðasti pistill er tengdur því viðtali, en gott að taka nokkur brot til upprifjunar.
"Hvert einasta ár skapast neyðarástand á Landspítalanum út af inflúensu og ýmsum kvillum. Við höfum séð, ef marka má orð sérfræðinga, að fólk veikist minna þótt fleiri smit greinist.".
Inflúensa og ýmsir kvillar, vissulega hafa þeir reynt á Landspítalann en það deyja ekki 14 sjúklingar þó fólk með inflúensu mæti í vinnuna, alvarleiki veirunnar er sá að hún er bráðsmitandi, og það þarf ekki nema eitt smit, og margir geta fallið vegna þess.
"Þess vegna er svo skrítið að menn hafi gefið í í þessum sóttvarnaaðgerðum þegar líður á faraldurinn og þegar það er alveg ljóst að menn eru að veikjast minna og höndla faraldurinn betur. Þá er gripið til harðari aðgerða. Það þarf að útskýra það.".
Það berast stanslausar fréttir af hertum sóttvarnaraðgerðum um alla Evrópu sem og Bandaríkjunum. Nú þegar er dánartölur í veldisvexti í mörgum löndum. Sem þýðir á mannamáli að ef aðgerðir eru ekki hertar á þann hátt að gripið er til samfélagslegra lokana, þá hrynja heilbrigðiskerfin, og sinna hvorki veikum kóvid sjúklingum eða öðru illa veiku fólki. Ástand sem kallaðist mannfall hér á árum áður.
"Ég hef ekkert legið á mínum skoðunum og þetta er ákveðin leið sem ég tala fyrir og óska eftir skýringum frá yfirvöldum. Af hverju fara menn þessa leið? spyr Sigríður og bætir við að sín leið sé líkari margtugginni sænskri leið, sem sóttvarnalæknir hafi upphaflega viljað feta."
Svíar eru með margföld dauðsföll miðað við íbúafjölda en önnur Norðurlönd, hér hefðu 200 manns látist ef árangur okkar væri sá sami.
Hver berst fyrir þessu??
Í alvöru talað.
Það er hins vegar rétt að læknavísindin ráða betur við að meðhöndla lungnapestina sem dregur flesta kóvid sjúklinga til dauða.
Og hver dagur sem líður mun bæta við þá þekkingu.
Eins eru nothæf bóluefni á lokastigi þróunar, þar hafa lyfjafyrirtæki með samhentu átaki gert kraftaverk.
Ekki innan svo langs tíma eigum við til meðöl, tæki og tól ráða við þessa farsótt, og þá er hægt að opna landamæri, slaka á sóttvörnum, og taka slaginn við þau tilvik sem óhjákvæmileg blossa alltaf upp.
Það væri mjög sorglegt að myrkrið hefði áður náð að naga það mikið undan sóttvörnum þjóðarinnar að veiran fengi frelsi til að stuðla að ótímabæru andláti samlanda okkar.
Hefði því tekist ætlunarverk sitt í vor, þá hefðu fleiri fallið en þeir 14 sem féllu á Landakoti ef svipuð hópsýking hefði komið þá upp. Vegna þess að þá vissu menn ekki eins mikið, gátu ekki bjargað lífi eins margra.
Hefðu landamærin haldið í sumar, og þessir 14 samlandar okkar væru á lífi, en nagið hefði til dæmis brotið niður sóttvarnir í byrjun næsta árs, þá er líklegt að færri hefðu fallið þá svipuð sýking kæmi upp, enn og aftur þökk sé framförum.
Við eigum læknavísindunum, jafnt þekkingu þeirra á sóttvörnum sem og þekkingu þeirra að glíma við banvæna vírussjúkdóma, því að þakka að þúsundir landa okkar, líklegast talið í einhverjum tug, dóu ekki á fyrstu mánuðum kóvid faraldursins.
Í Evrópu má tala um milljónir, um allan heim ennþá fleiri milljónir.
Þekking vísindanna er ekki fullkomin, en samt sú besta sem við höfum.
Þetta er fólkið sem varaði við ótímabæri opnun landamæranna í byrjun sumar, öll þeirra varnaðarorð hafa gengið eftir.
Þetta er fólkið sem leiðbeinir okkur í dag, út frá sínu besta viti og þekkingu.
Og það væri ákaflega heimskulegt að hætta að hlusta á það.
Það var gert í sumar og haust um alla Evrópu, þar hafði nagið gegn sóttvörnum betur.
Afleiðingarnar eru líka þekktar, heilbrigðiskerfi á þolmörkum, dánartölur víða í veldisvexti, annars staðar í stöðugum vexti því smitið er ekki ennþá óviðráðanlegt, og ekki hvað síst, alls staðar er verið að loka.
Maður hlýtur að spyrja sig, af hverju dúkkar þessi umræða upp aftur og aftur??
Hvað gengur fólki til??
Og ekki hvað síst, af hverju kemst það upp með það??
Kveðja að austan.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:26 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 23
- Sl. sólarhring: 32
- Sl. viku: 2042
- Frá upphafi: 1412741
Annað
- Innlit í dag: 23
- Innlit sl. viku: 1795
- Gestir í dag: 23
- IP-tölur í dag: 21
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Viturlegra væri að fara leið Nýja Sjálands, en af 5 milljónum íbúa þar, hafa einungis 25 dáið, sem er sami fjöldi og hér á landi.
Ekki nefna íslenskir fjölmiðlar það, hvorki Mogginn né Visir, og af hverju ríkir grafarþögn um það hjá fréttastofu RÚV ohf.?
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 15.11.2020 kl. 14:53
Kærar þakkir fyrir afar góða pistla þína, Ómar.
Það er ömurlegt til þess að vita að mjög er nú
róið fyrir dauðaleiðinni sænsku, sem þýddi að
200 væru látnir hér á landi af völdum veirunnar.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 15.11.2020 kl. 15:42
Blessaður Símon Pétur.
Máttur hins svarta fjármagns er mikill, og þó þetta sé ekki fjölmennur hópur, þá eru tök hans á íslenskum fjölmiðlum lík þeim sem kennd var við heljarmenni hér árum þar sem kraftur skildi oft milli feigs og ófeigs.
Og þetta beintengist allt hægri öfganum í Sjálfstæðisflokknum sem hefur ítrekað ráðist að sóttvörnum þjóðarinnar, það er eins og þetta lið sofi ekki rótt nema það fái sínar daglegu andlátsfréttir.
Fyrir utan óframkvæmaleika Barrington leiðarinnar, afneitun hennar á alvarleik óhaminnar drepsóttar fyrir venjulegt fullfrískt fólk, að ekki sé minnst á hundsun sögulegra staðreynda um að önnur og þriðja bylgjan heggur nær yngra fólki, þá hjó ég eftir að prófessor Kuldorf taldi að myndun hjarðónæmis gæti tekið frá 3-6 mánuðum.
Það tekur 12 vikur að útrýma veiru úr samfélagi þar sem hún er útbreidd, skemmri tíma ef smitið er afmarkað.
12 vikur og málið er dautt, andlát í lágmarki, samfélagið fljótt að taka við sér aftur.
Tækniþróun í að finna og greina veiruna þýðir svo að allt landamæraeftirlit verður öruggara, og eftir því sem fleiri þjóðir ná þessum áfanga, þá verður auðveldara að ferðast milli landa.
Svo er það bólusetningin.
Hvaða ógnaröfl hafa hindrað Vesturlönd að fara þessa leið??
Jú, þau sömu og berjast fyrir ótímabæru andláti milljóna.
Svo segja menn að sá í neðra sé ekki til.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 15.11.2020 kl. 16:23
Það er ekki bara uppmögnun dánartíðni
sem fylgdi leið Sigríðar og Co., heldur má hafa í huga að langtímaáhrif á þá sem smitast af veirunni
eru slík, að nú þegar glíma t.d. 60.000 bretar
sem smituðust af veirunni við afar skert lífsgæði,
mörgum mánuðum eftir að þeir smituðust.
Óvíst er hvort þeir nái nokkru sinni fullum bats.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 15.11.2020 kl. 18:18
Nákvæmlega Símon Pétur.
Það veit enginn hver heilsan er dýrmæt fyrr en hann hefur misst hana.
Út á þá fáfræði gerir þetta fólk með æ meiri árangri.
Að snúast ekki til varnar gegn því er líkt og segja brosandi við fyrsta trjámaurinn, æ hvað þú ert sætur, varla veldur þú svo miklu tjóni.
Það er eins með nagið, ekki svo ógnvekjandi, hvað er að því að biðja um meðalhóf??
En það heldur áfram þar til allt brestur, eitthvað sem til dæmis Bretar og margar aðrar þjóðir glíma við í dag.
Aðeins seinvirkara hérna, þó veit ég ekki hvað hefði gerst hérna í sumar, ef Kári hefði ekki gert það sem stjórnmálafólk átti að gera, taka slaginn við sérhagsmunina sem vildu hafa landamærin opin.
Nagið brást við með því að markaðssetja hann sem búgí mann hjá heimska hægrinu með góðum árangri.
Þa er sorglegt hve fáir koma lífinu til varnar.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 15.11.2020 kl. 18:59
Já, Ómar
og það verður bara að segjast eins og er,
að Þorsteinn Siglaugsson virðist mér hafa verið
hinn hugmyndafræðilegi smiður
að rakka Kára niður.
Það er búið að vera mjög fróðlegt að fylgjast með því hvernig skrímsladeild forherta hægrisins vinnur. Hver ríður á vaðið í naginu. Ekki furða að Þorsteinn sagðist nýlega hafa miklu meira en nóg að gera, í fjarvinnunni.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 15.11.2020 kl. 19:27
En svo má spyrja sem þú gerir:
Hvað gengur þessu fólki til ???
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 15.11.2020 kl. 19:30
Nema að ganga að kjarna gamla Sjálfstæðisflokksins dauðum ???
En ganga sjálf í Viðreisn eða
últra-frjálshyggju-dogmaflokk Pírata ???
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 16.11.2020 kl. 00:14
Hvað í ósöpunuum áttu við með þessum orðum: "[Þ]að hafa 14 samlandar okkar látist vegna hins stöðuga nags gegn sóttvörnum þjóðarinnar, það munaði þremur dögum að þetta fólk hefði lifað [...]."
Ég giska á að þessi "14 samlandar" séu sjúklingar sem smituðust á Landakoti og létust því miður. En svo það sé endurtekið hvað í ósköpunum áttu við með tilvitnuðum orðum?
Esja frá Kjalarnesi (IP-tala skráð) 16.11.2020 kl. 02:43
Hvar hefur þú haldið þig síðustu mánuðina Esja minn??
Varla í svo mikilli einangrun að þú hafir misst af öllum fréttaflutningi hérlendis um kórónuveiruna??
Allt smitið í þessari þriðju bylgju má rekja til 2 franskra ferðamanna sem sluppu inní landið 2 dögum fyrir að reglugerðin um tvær skimanir með 5 daga sóttkví á milli tók gildi.
Hefði hún tekið gildi 3 dögum fyrr, þá værum við ekki að glíma við þessa bylgju, því landamærin hafa haldið.
Smit spretta ekki uppúr undirdjúpunum eða berast með loftsteinum til jarðar.
Svo ég spyr þig, hvað í ósköpunum áttu við með spurningu þinni??
Ertu hluti af naginu??
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 16.11.2020 kl. 08:30
Þakka þér Ómar fyrir að spyrja. Nei, ég hef ekki haldið mig í einangrun.
Frönsku ferðamennirnir virtu ekki 14 daga sóttkví, var það ekki svoleiðis frekar en að þeir hafi "sloppið" inn í landið.
Ekkert hef ég heyrt um hvort búið sé að raðgreina veiruna sem gamla fólkið á Landakoti smitaðist af. En hitt hef ég heyrt að smitið á Landakoti hafi verið rannsakað og skrifuð skýrsla. Skýrslan er aðgengileg áhugasömum.
Esja frá Kjalarnesi (IP-tala skráð) 16.11.2020 kl. 10:58
Það er gott að heyra Esja, þú hefur þá bara haldið þig frá öllum fréttum.
Það hefur markítrekað komið fram í fjölmiðlum að þriðja bylgjan er vegna frönsku veirunnar sem rétttrúnaðurinn bannar reyndar að kalla frönsku veiruna svo þú mátt ekki klaga mig.
Það hefur margoft komið fram að landamærin halda fyrir utan götin sem stafa af valkostinn um 14 daga sóttkví án skimunar sem hefur verið brotin og því á að stoppa uppí þau göt með næstu reglugerðarbreytingu, og hver skyldi mótmæla??, jú nagið í krakkanum sem ímyndarfræðingar Sjálfstæðisflokksins skipuðu dómsmálaráðherra.
Þau göt hafa valdið minniháttar hópsýkingum sem hefur tekist að uppræta sagði Kári núna síðast þegar hann talaði á bak við grímuna. Hefur annars tekið eftir því að hann er miklu minna glæpsamlegur með grímu en án hennar??, en þetta er útidúr.
Nenni ekki að gúgla þetta, get ekki borið á ábyrgð á öllum sem vilja herma eftir álfum út úr hólum.
Varðandi skimunina á landamærum þá lesa þetta í Stjórnartíðindum 14. ágúst síðastliðinn;
"Ríkisstjórnin ákvað á fundi í dag að eigi síðar en frá og með miðvikudeginum 19. ágúst næstkomandi verði allir komufarþegar skimaðir tvisvar við komuna til Íslands. Fyrri sýnataka verður á landamærum, að því búnu ber komufarþegum að fara í sóttkví í 5-6 daga þangað til niðurstaða er fengin úr seinni sýnatöku. ".
Þetta má lesa á Vísi.is 26.09.20 í frétt um frönsku ferðamennina og athyglina sem franska veiran vakti þar í landi; "Fréttin vakti athygli í Frakklandi en fólkið kom til landsins um miðjan ágúst og fór í gegnum skimun á landamærunum til að þurfa ekki að fara í tveggja vikna sóttkví. ". Einföld skimun þar sem veiran greindist, okei landamærin héldu en síðan voru sagðar fréttir að lögreglan hefði haft afskipti af þeim vegna vanþekkingar á sóttvarnarreglum, þeir voru ekki sektaðir því þeir voru ekki taldir hafa brotið einangrun. Hvernig sem löggan fékk það út.
En þá er það kjarni málsins sem er ástæða fullyrðingar minnar og hann máttu finna í frétt á Vísi.is líka þann 26. þar sem Kári kemur frönsku ferðamönnunum til varnar;
"Kári Stefánsson, sagði í viðtali við frönsku fréttaveituna AFP í dag, að honum þyki ósanngjarnt að skella skuldinni á Frakkana tvo.
"Sú kenning að þeir hafi rofið einangrun er ekki studd neinum gögnum," segir Kári í samtali við AFP. Þá segir hann hugsanlegt og jafnvel líklegra að aðrir sem voru um borð í sömu flugvél hafi verið sýktir en að veiran hjá þeim hafi ekki greinst við landamæraskimun.
Og rúsínan í sláturkeppnum; "Fram kom í viðtali við Kára þann 17. september að fjórða afbrigði kórónuveirunnar hefði fundist í frönskum ferðamönnum. "Þetta afbrigði var í tveimur Frökkum sem komu til landsins 15. ágúst og lentu í einangrun hér,“ sagði Kári.".
15. ágúst, smá ónákvæmni, ég hefði átt að tala um 4 daga, en málið er að ég heyrði það í einhverju viðtalinu að veiran hefði komið inní landið 3 dögum fyrir reglugerðarbreytinguna.
Hún var sett vegna þess að það slapp eitthvað gegnum landamæraskimunina, sem voru einmitt rökin fyrir reglugerðarbreytingunni sem ég vitnaði í.
Um nagið sem átti sér stað þetta sumar sem tafði þessa lífsnauðsynlegu breytingu, lífsnauðsynleg vegna þess að 14 manns hafa misst lífið vegna þess að hún kom of seint, nenni ég ekki að peista þér dæmi um, pistlaði á sínum tíma um nokkur.
Það er bara þannig að fólk ber sína ábyrgð að vera upplýst um það sem gerist í samfélagi þess og snertir líf þess og limi.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 16.11.2020 kl. 11:45
Blessaður Símon Pétur.
Bjarni treystir kannski á skapandi kosningar, að atkvæði greitt í gegnum miðil verði tekið gilt, þá með tilvísun í fordæmalausar aðstæður að óvart hafi stór hluti af kjarnafylgi látist á meðan leitað var að hjarðónæmi.
En þú segir það, heldur að Þorsteinn sé í vinnunni??, hann brást eitthvað illa við þegar ég bar það uppá hann, svo við sættumst á að hann væri rússneskur nettröllaróbót, hann var samt eitthvað lengi kveistinn á eftir.
Efa stórlega að hann hafi það hlutverk sem þú lýsir en hann lífgar allavega uppá Moggabloggið, mér hefur aldrei leiðst skoðanasterkir menn.
Það er nú ekki beint þannið að hér sé læðst meðfram veggjum.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 16.11.2020 kl. 11:51
Lofa að klaga þig ekki.
Tekið af RÚV "Hingað til hefur þriðja bylgja faraldursins verið borin upp af hinni svokölluðu "bláu veiru" sem greindist fyrst í tveimur frönskum ferðamönnum um miðjan ágúst. Flest smit síðustu daga má rekja til þess veirustofns."
Það má kannski segja að Frakkar tveir hafi flutt inn bláu veiruna.
En aftur að upprunanum þá hef ég ekki fundið að veiran sem smitaðistt á Landakoti hafi verið raðgreind.
Esja frá Kjalarnesi (IP-tala skráð) 16.11.2020 kl. 12:33
Aftur að Kára; "Kári Stefánsson, sagði í viðtali við frönsku fréttaveituna AFP í dag, að honum þyki ósanngjarnt að skella skuldinni á Frakkana tvo. "Sú kenning að þeir hafi rofið einangrun er ekki studd neinum gögnum," segir Kári í samtali við AFP. Þá segir hann hugsanlegt og jafnvel líklegra að aðrir sem voru um borð í sömu flugvél hafi verið sýktir en að veiran hjá þeim hafi ekki greinst við landamæraskimun."
Kári er með rökhugsunina Esja, enda hafði gert sér grein fyrir vandanum í nokkrar vikur varðandi lekann á landamærunum.
Pointið er samt að ef nagið innan Sjálfstæðisflokksins hefði ekki beitt sér gegn seinni skimun, þá hefi hún verið tekin upp í lok júlí, byrjun ágúst.
Og segðu mér Esja þó seinasta setning þín bendi stórlega til að þú hafir vaknað upp í morgun á rökhugsunar, það er gleymt að fá þér 2 sterka kaffibolla, og kem ég að því síðar, hve miklar líkur telur þú að 2 Frakkar sem komu í innan við vikuferð til Reykjavíkur, hefðu lagt í það ferðalag ef þeir hefðu vitað af seinni skimun og 5 daga sóttkví þess á milli??
Svona ef að þú kýst að fylgja ekki Kára klára, núverandi merarhjarta eftir að hann tók upp hátterni hunda með lafandi skott í debati sínu við Frú Andersen.
Víkjum þá að sönnun þess að þú hafir vaknað í morgun án þess að fá þér sterkt kaffi, þá verð ég að spyrja þig hvar varstu að leita??
Ég hafði meir að segja fyrir því að segja þér frá því hvað Kári, þessi þarna með merarhjartað, hefði sagt í nýlegu viðtali, ef þú dróst orð mín í efa sem ég skil ekki því ég fer alltaf rétt með þá hefðir þú getað lúslegið yfir hlaðvarpi Rúv þar til þú fannst þetta grímuviðtal við Kára, eða tekið orð mín gild. Það eru engin rök að segja, ég fann ekkert, það dugði allavega lítt á hana móður mína því hún sagði mér alltaf að leita betur.
Og til öryggis hafði ég peistið mitt í Vísisfréttina aðeins lengra en ég þurfti til að koma þessu að; "að fjórða afbrigði kórónuveirunnar ", þá skyldir þú kannski betur þegar menn eru að tala um 5. og 6. afbrigðið, sem er nýtilkomið og olli ekki vandræðum sagði Kári.
Hvernig dettur þér í hug annars að veiran hafi ekki verið raðgreind á Landakoti, og hvernig fór það framhjá þér að talað var um franska afbrigðið??
Bendir til sterkrar fjölmiðlafælni Esja minn.
Læt fylgja með í næsta innslagi peist úr frétt dagsins hjá Ruv.
Á meðan er það kveðjan að austan, og líka næst.
Ómar Geirsson, 16.11.2020 kl. 14:01
Blessaður aftur Esja.
Og já takk fyrir að klaga mig ekki, kvörn rétttrúnaðarins er ógnvænleg.
En hér er peistið frá Ruv í hádeginu.
"Hingað til hefur þriðja bylgja faraldursins verið borin upp af hinni svokölluðu „bláu veiru“ sem greindist fyrst í tveimur frönskum ferðamönnum um miðjan ágúst. Flest smit síðustu daga má rekja til þess veirustofns.
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, upplýsti á fundinum að tveir veirustofnar hefðu þó greinst og þeir hefðu valdið tveimur litlum hópsýkingum. „Annan stofninn má rekja til landamæra en hinn ekki þannig að einhvern veginn hefur hann komist fram hjá kerfinu okkar.“
Aðgerðirnar á landamærunum væru því að lágmarka að veiran kæmist til landsins þótt þær gætu aldrei komið fyllilega í veg fyrir það. Hann vildi ekki gefa upp hvar þessar tvær hópsýkingar hefðu komið upp en upplýsti þó að þetta væri í tveimur fyrirtækjum.".
Jafnvel Blá höndin í Blá naginu gæti ekki misskilið þetta Esja minn góður.
Ekki síðri góð kveðja en síðast.
Ómar Geirsson, 16.11.2020 kl. 14:03
Þakka þér fyrir kaffibollana tvo.
Ég vissi af franska afbrigðinuu en ekki fyrr en í morgun að það hefði verið litgreint.
Hef enn ekki séð sagt frá því að veiran sem smitaðist á Landakoti hafi verið raðgreind.
Esja frá Kjalarnesi (IP-tala skráð) 16.11.2020 kl. 15:09
"einhvern veginn hefur hann komist fram hjá kerfinu okkar"
Þetta er lykilsetningin sem setja þarf á nákvæma tímasetningu.
Kerfið var á þeim tímapunkti sundurnagað, svo "hann komst fram hjá"
Hann hver?
Týndi veirustofninn sem "komst fram hjá"
og er enn að valda hér usla.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 16.11.2020 kl. 15:16
Esja minn, hættu nú að spila þig fífl, meir að segja Bláa höndin myndi ekki reyna það þegar svona er komið fyrir rökþrotinu, það hefur margoft komið fram að allar kóvid sýkingar eru raðgreindar, því það er eitt lykilatriðið í vörnum gegn þeim.
Meir að segja Þorsteinn vinur minn, sem annar vinur minn, Símon Pétur hefur sterklega grunaðan að vera í vinnu fyrir Bláu höndina, myndi ekki reyna að sannfæra sjálfan sig um að veirusýkingin á Landakoti hefði ekki verið raðgreind, þó hann hefði staðfastlega haldið fram að hann hafi verið í sjálfskipaðri einangrun með´Gísla á Uppsölum frá því um miðja síðustu öld, það er áður en hann fæddist.
Farðu nú bara og fáðu þér annan kaffibolla og hættu þessu bulli.
Eða gráttu með Frú Sigríði um ótímabært andlát sænsku leiðarinnar.
Takk fyrir spjallið Esja minn.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 16.11.2020 kl. 15:48
Blessaður Símon Pétur.
Núna hef ég það sterklega grunað að Bláa höndin hafi komist inní tölvu þína til að valda þar usla, nákvæmlega fíflausla.+
Þú hefðir ekki náð þessari setningu nema þú hafir nákvæmlega verið þriðji maðurinn sem fylgdist með þessum spjallþræði okkar Esja, og því miður fyrir lestur þessa bloggs þá voru það bara ég og Esja sem voru hinir tveir.
Upphafið er í andmælum mínum gegn einangrun Esja frá fréttum síðustu 5 mánaða er að ég vitnaði í viðtal við Kára, grímumann, hugsanlega ennþá klára, en allavega merarhjarta, að Kári hefði sagt að fyrir utan frönsku veiruna, þá hefði komið upp minniháttar hópsýkingar sem mætti rekja til Pólverja og misnotkun þeirra á landamærareglunni, það er þeir tækju 14 dagana fram yfir tvöfalda skimun. Okei, sagði þetta ekki allt, en Kári sagði það í viðtali sínu sem er skýring þess að Þórólfur ætlar að stoppa í gatið. Og barnið mótmælti og svo framvegis.
Kári sagði, dautt mál, kannski ekki með þessu orðalagi, ég var nákvæmari hér að ofan.
Og í frétt Ruv sagði, og þetta er ekki hægt að misskilja Símon Pétur;
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, upplýsti á fundinum að tveir veirustofnar hefðu þó greinst og þeir hefðu valdið tveimur litlum hópsýkingum. „Annan stofninn má rekja til landamæra en hinn ekki þannig að einhvern veginn hefur hann komist fram hjá kerfinu okkar.“
Aðgerðirnar á landamærunum væru því að lágmarka að veiran kæmist til landsins þótt þær gætu aldrei komið fyllilega í veg fyrir það. Hann vildi ekki gefa upp hvar þessar tvær hópsýkingar hefðu komið upp en upplýsti þó að þetta væri í tveimur fyrirtækjum.".
".
Kommon.
Tveimur fyrirtækjum.
Litlar hópsýkingar.
Ný reglugerð sem afnemur rétt smitaðra að velja 14 daga sóttkví sem þeir virða ekki á verkstað, krakkinn í dómsmálaráðuneytinu mótmælir.
Kommon.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 16.11.2020 kl. 15:57
"Týndi veirustofninn" er að mínu áliti sá sem lak í gegn og kenndur er við Akranes og pólsku verkamennina, með íslenskar kennitölur og því nefnir Þórólfur ekki "landamæri" varðandi þá.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 16.11.2020 kl. 16:17
Er hann ekki nýrri en það Símon Pétur??
En who fokkings kere, það dóu 14 samlandar okkar vegna vísvitandi innflutnings á smiti, og enginn sætir ábyrgð.
Á meðan ber smáfuglunum skylda til að kvaka.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 16.11.2020 kl. 16:33
Sæll Ómar
Ég er algjörlega sammála þér að það er meginmálið:
Að enginn af þeim sem ráða hér för, vilja axla þá ábyrgð sem þeir ættu að bers, og axla og varðar nnflutning á smiti
sem leitt hefur til
dauða 14 Íslendinga.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 16.11.2020 kl. 16:55
Veiruafbrigðið með óþekkta upprunann sem barst "einhvern veginn" inn í samfélagið "fram hjá kerfinu okkar" datt sennilega af himnum ofan.
"Annan stofninn má rekja til landamæra en hinn ekki þannig að einhvern veginn hefur hann komist fram hjá kerfinu okkar" (sóttvarnalæknir).
Esja frá Kjalarnesi (IP-tala skráð) 16.11.2020 kl. 18:06
Blessaður Esja.
Mig var farið að gruna að skortur á kaffi væri ekki skýringin, heldur að þú væri te-drykkjumaður, jafnvel vegan það er þú drykkir ávaxtabjór þegar þú litir við á pöbbnum.
Samt óþarfi að staðfesta þennan grun.
Tvær litlar hópsýkingar, í tveimur fyrirtækjum, ég jafnvel hafði fyrir því að feitletra þessi orð fyrir þig sem bendir til þess að þú drekkur grænt te.
Nei, smitið datt ekki af himnum ofan, það er rakið til misnotkunar á 14 daga sóttkvínni, og þess vegna ætlar Þórólfur að stoppa í gatið, það er afnema 14 daga sóttkvína. Eftirleiðis eiga allir að fara í tvöfalda skimun.
Farðu í afvötnun Esja, grænt te er stórhættulegt, og vegan gerir engum manni gott.
Svart kaffi, án allra aukaefna, nema þá styrkingu landans og guðaveiganna sem Skotar færðu okkur, er hins vegar hollt, gott og skerpir bæði anda og lund.
Það held ég nú.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 16.11.2020 kl. 19:48
Blessaður Símon Pétur.
Því á meðan ábyrgð er ekki öxluð þá endurtaka menn sömu mistök.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 16.11.2020 kl. 19:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.