"Viljum bara það sem virkar"!

 

Segir Logi, hinn nýendurkjörni formaður Samfylkingarinnar.

Og einhver hefði haldið að hann væri að boða grundvallarstefnubreytingu í málefnum Samfylkingarinnar.

Tryggð við krónuna og beina yfirlýsingu um að Samfylkingin hefði séð villu síns vegu gagnvart Evrópusambandinu

Enda vandséð hvernig menn geti minnst á jafnaðarstefnu í öðru orðinu og dásamað hið frjálsa flæði Friedmans sem er hornsteinn innri markaðar evrópska efnahagsvæðisins.

 

Nei, nei, Logi reyndi bara að toppa andlegt atgervi Bidens.

Þó með vottorð um að hann hafi aldrei verið tekinn í meðferð niðri í kjallara.

 

Aumt er þetta.

Aum er arfleið Héðins og Bríetar, þegar grímulaus frjálshyggja hins frjálsa flæðis, flæðis fjármagns í skattaskjól, félagslegra undirboða, mannsals og alþjóðavæðingarinnar er kennt við klassíska norræna jafnaðarstefnu.

Að stefna andstæðinganna, þeirra svörtustu og alverstu, liberal 19.aldar sé orðin kennisetning arftaka þeirra.

Lítið hefði orðið úr verkfallinu um vökulögin ef það hefði dugað að flytja inn nokkra atvinnulausa fátæklinga frá Austur Evrópu til að vinna með bros á vör dag og nótt líkt og það verkfall snérist um.

Faðirvor andskotans í sinni tærustu mynd.

 

Ekki hjá strákunum hans Hannesar.

Heldur hjá þeim sem tóku við kyndli jafnaðarmennskunnar og enduðu svona.

Og hafa ekki einu sinni elliglöp sér til afsökunar líkt og Biden.

 

Það er svo.

Þessu fólki er ekki viðbjargandi.

Kveðja að austan.


mbl.is „Viljum bara það sem virkar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Logi myndi hegða sér eins og Benedikt í Ráðherraþættinum fengi hann tækifæri, slík er ofurtrú hans á evruna.

Peters Ðrinciple segir að menn rísi alltaf á þann stall þar sem þeir eru getulausir. 

Logi er ekki slæmur arkitekt. En meira getur hann ekki frekar en Benedikt Zoega.

Halldór Jónsson, 8.11.2020 kl. 22:17

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Mikið rétt Halldór.

Benedikt hafði samt klikkun sér til afsökunar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.11.2020 kl. 22:37

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þá er sá Benedikt allur; Gat ekki skáldið leyft honum lifa örlítið lengur,? Veit að það kostar. 

Helga Kristjánsdóttir, 9.11.2020 kl. 09:12

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Nei Helga, ég held að það komi önnur sería og svo þriðja.

Menn henda ekki frá sér svona gullgæs.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.11.2020 kl. 12:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 557
  • Sl. sólarhring: 642
  • Sl. viku: 6288
  • Frá upphafi: 1399456

Annað

  • Innlit í dag: 475
  • Innlit sl. viku: 5330
  • Gestir í dag: 436
  • IP-tölur í dag: 429

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband