6.11.2020 | 20:25
Eru engin takmörk á heimsku??
Eða fávitahegðun barnanna sem sitja í ríkisstjórn Íslands í umboði Sjálfstæðisflokksins??
Þjóðin lagði gífurlega mikið á sig í vor til að losna við veiruna, og þá illu heilli náðu fjársterkir hagsmunir að beygja vit og skynsemi og opnað var fyrir veiruna á ný.
Ávinningurinn enginn, en fórnarkostnaðurinn gífurlegur.
Fyrir fólk, fyrirtæki, almenning.
Núna sameinast þjóðin, í óþökk barnanna í Sjálfstæðisflokknum, í óþökk hægri öfga og þeirrar siðblindu sem þeir standa fyrir, að útrýma aftur veirunni úr íslensku samfélagi.
Ásættanlegt er nýsmit innan við 5 á dag sagði tölfræðiprófessorinn við Háskóla Íslands.
Þá segir krakkinn, barnið sem Sjálfstæðisflokkurinn skipaði yfirmann Almannavarna, að stefnt sé að frjálsri för til Íslands frá svokölluðum grænum löndum.
Löndum þar sem smit eru færri en fleiri.
Smituð engu að síður.
Við sem erum í miðjum faraldri þar sem eitt smit, eitt veirusmit inn fyrir landamæri okkar, varð að næstum því óviðráðanlegum faraldri, þurfum að hlusta á svona kjaftæði.
Að opnað sé á nýja hringekju faraldursins.
Til hvers eru almannavarnir??
Til hvers er ríkislögreglustjóri?'
Til hvers er þjóðaröryggisráð??
Ef svona börn fá að ganga laus í ábyrgðarstörfum??
Til hvers eru fóstrur og leikskólar ef börn sleppa í gegnum ungliðahreyfingu Sjálfstæðisflokksins, og enda sem ráðherrar, en þroskinn og vitið er ekkert??
Þetta á ekki að líðast.
Annað hvort er Sjálfstæðisflokkurinn með okkur.
Eða ógn.
Það er ekkert þar á milli.
Kveðja að austan.
Frjáls för til Íslands frá grænum löndum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 8
- Sl. sólarhring: 36
- Sl. viku: 2648
- Frá upphafi: 1412706
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 2312
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti ESB sinnaði
flokkur landsins. Kaþólskari en páfinn.
Það ætti öllum að vera fullljóst orðið.
Viðeyjar, Hrun- og Engeyjar stjórnirnar
leppstjórnir ESB.
Helferðarstjórnin sótti formlega um,
á sinn hátt heiðarlegra, en leppstjórnir
hins frjálsa flæðis EES/ESB.
Við erum hvorki sjálfstæð né fullvalda þjóð lengur, hvað þá landið.
Viðeyjar, Hrun- og Engeyjarstjórnir,
allt á vakt Sjálfstæðisflokksins.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 6.11.2020 kl. 21:14
Sjálfstæðisflokkurinn er því ekki með okkur.
Hann vinnur markvisst gegn landi og þjóð,
og nýtir sér erlent vald til þess.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 6.11.2020 kl. 21:41
Stefna þessa flokks er stefna búrakratanna í Brussel. Ráðherraráði þeirra sem enginn kaus.
Til hvers eru þá ráðherrar og þingmenn þessa mesta öfugmælaflokks? Og hláleg hirð þeirra hér á landi? Og til hvers er biskupshirðin? Í guðlausri tilveru græðgi þeirra og loddaraháttar?
Læt hér staðar numið, takk fyrir pistilinn Ómar.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 6.11.2020 kl. 23:40
Blessaður Símon Pétur.
Í húsi föðurs míns eru mörg herbergi var einu sinni sagt, ætli það gildi ekki líka um Sjálfstæðisflokkinn.
Það er líka ágætis fólk þar.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 7.11.2020 kl. 10:31
Æ færri sjást vistarverurnar þar.
Augljóslega: Áður allt að 45% fylgi hrunið í 20%.
Heill fjórðungur þjóðarinnar hefur,
nú þegar
yfirgefið flokkinn.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 7.11.2020 kl. 12:41
Við, sem erum sjálfstæðismenn og erum trúir grunngildum sjálfstæðisstefnunnar,
getum ekki lengur verið í gamla flokknum okkar,
þar sem þingmenn og ráðherrar flokksins
hafa þverbrotið,
ítrekað og margsinnis, landsfundarályktanir
og sundurtroðið grunngildi flokksins.
Svo einfalt er það.
Flokkurinn virðir ekki einu sinni prófkjör lengur.
Bjarni handvelur á lista og stokkar spil eftir sínu höfði. Hann hefur sölsað flokkinn undir sig.
Þar duga engin andmæli lengur.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 7.11.2020 kl. 13:28
Já, já, vissulega.
En hroðinn á bekk stjórnarandstöðunnar, með örfáum undantekningum þó, gerir flokkinn hans Bjarna illskástan með VG.
Afsakar samt ekki hægri öfgann eða krakkann, en afsakar margt annað.
Þess vegna um að gera að skamma hann Símon minn, sá er vinur sem til vamms segir.
Kveðja aða austan.
Ómar Geirsson, 7.11.2020 kl. 13:56
Af hverju heldurðu að ég sé að skamma minn gamla flokk?
Sá er vinur sem til vamms segir.
Það er skítlegt að þingmenn og ráðherrar flokksins fari þvert gegn grunngildum flokksins.
Svívirði landsfundarályktanir. Samþykktu Icesave, samþykktu þjófnaðarleiðir orkupakka ESB,
samþykktu aðför að sjálfstæði og fullveldi lands og þjóðar.
Samþykkja allt sem ESB segir þeim að samþykkja.
Og það sem verra er, nýta sér það sem bara eru "tilmæli" frá ESB, og vilja framkvæma það.
Það heitir að nýta sér erlent vald til þjófnaðar á auðlindum landsins.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 7.11.2020 kl. 14:47
Nákvæmlega Símon, það er það sem þú gerir með sóma.
Það er erfiðara að vera Hriflungur, arfleið okkar endaði með tragískum söng Dylans, dreifðist með vindinum.
Kveðja að austan.
PS. 2-1 fyrir mínum mönnum, hinir áttu ekki séns eftir að mínum manni var skipt út af.
Ómar Geirsson, 7.11.2020 kl. 15:04
Takk fyrir það, Ómar.
Til hamingju með sigur ykkar manna, eystra.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 7.11.2020 kl. 17:35
Þetta átti nú reyndar að vera 3-1, og það var Manjú leikurinn sem ég sat límdur og æstur yfir.
Mínir menn hérna eystra fengu því miður ekki að klára tímabilið, málaliðarnir voru farnir og ég átti möguleika á að sjá báða bræðurna spila.
En svo kom Landakot og þar með fór það út í veður og vind líkt og arfleið okkar Hriflunga.
Kolbeinn kafteinn hefði eitthvað sagt við þessa andskota sem hleyptu veirunni inn og óvitið sem dró lappirnar í að loka á hana aftur.
Með þeim afleiðingum að eyðileggja íslenska fótboltasumarið.
Hlusta síðan á krakkann, svei attan.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 7.11.2020 kl. 17:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.