6.11.2020 | 17:23
Nú er komið að því.
Hvort hjúkrunarheimili landsins eigi göngugrindur afgangs fyrir kjarna þess hóps sem Freyr og Svíinn Hamrén hafa veðjað á síðustu 4 ár.
Virðing fyrir aldri, elli er alltaf virðingarverð.
Skaðar ekki að vera á góðum launum hjá KSÍ fyrir þá virðingu.
Eftir stendur smán og niðurlægingu þjóðar sem þurfti að horfa hallarbyltingu Valsmanna, þeirra sem urðu ríkir á að selja flugöryggi þjóðarinnar, og situr í dag uppi með landslið sem í besta falli verður líflegra en Biden að ári, það er ef Ungverjar eru svo lélegir að tapa fyrir hinu meinta öruggu vali, sem í 4 ár, hefur aldrei gefið neinum tækifæri nema hann sýni Hamrén og Frey próf um að ef gamalmennin detti út, þá séu viðkomandi, vissulega ekki gamlir, reyndar ungir og efnilegir á árum Heimis, hæfir til að nýta göngugrindurnar sem KSÍ Valsklíkan fjárfesti í og telur að hæfni á göngugrind sé sú hæfni sem eigi að taka við Heimi og Lars.
Leikmenn sem í besta falli fá kommbakk í íslensku deildinni, þeirri sem er númer 189 á styrkleika UFEA, eru hryggjarstykkið í vörn liðsins, leikmenn sem einu seinni spiluðu með liðum sínum, og það þarf sterkt minni til að muna eftir, eru hryggjarstykkið í miðju liðsins.
Svo er það Jón Daði, sem líklegast spilar í dag í þriðju deild, líklegast því hann spilar ekki svo oft, Alfreð sem er góður, en aðallega meiddur, að ekki sé minnst á Kolbein, sem Valsklíkan fær ekki beðið eftir að geti spilað heilar 15 mínútur í æfingaleik.
Stjörnurnar, Gylfi sem er kominn á aldur og Jóhann Berg sem er alltaf og sífellt meiddur. fá engu um þetta breytt, upplifa jafnvel að einhver sem var efnilegur á síðust öld, leysi þá af.
Afhverju þessi niðurlæging, hví kóa svo margir með Valsklíkunni, sem nóta bene er rík vegna þess að hún seldi flugöryggi þjóðarinnar.
Í 10 ár höfum við sem þjóð átt mikinn fjölda ungra og efnilegar leikmanna, sem í öll þessi ár hafa aldrei í raun komið til greina.
Niðurlægingin, ömurleikinn þessarar sveltistefnu, það er að veðja á aldur og göngugrindur, er slík að Viktor Páll, sem var sá eini sem hélt haus gegnum alla leiki haustsins, að hann var loksins talinn ungur og efnilegur, um þrítugt að aldri.
Svo horfum við á handboltalandsliðið, sem fékk ekki sænskan þjálfara sem fyrirlítur allt sem kennt er við Ísland og íslenska íþróttamenn, heldur innlendan sem hafði sýnt hæfni og getu sem og trú gagnvart strákunum sem yngri þjálfun þjóðarinnar skilar uppí mögulega landsliðsmenn.
Og allir horfa á og eru stoltir.
Sannarlega líka þeir sem misstu spóninn úr tekjum sínu að selja HSÍ göngugrindur fyrir eldra fólk sem einu sinni var gott,.
En HSÍ stóð reyndar aldrei í lóðabraski, sambandið átti aldrei sína Valsmenn.
Það er kannski komið að því.
Hugsanlega eiga Ungverjar sína Valsmenn, og kannski mæta þeir Íslandi með þarlendum göngugrindum.
Hugsanlega leita þeir svo vel að finna leikmenn sem spila ekki leik nema með landsliði þjóðarinnar, kannski telur sú reynsla að eldri menn hafi jú sér til tekna að hafa spilað áður, þó mörg ár séu liðin.
Það er ekkert sem segir að við séum ein um Val, Frey eða Hamrén.
En ef við skyldum vinna.
Hvað þá??
99% varnarleikur, og álitsgjafar þjóðarinnar halda ekki vatni.
Gáfum ekki á okkur færi.
Nýttum föst leikatriði.
En til hvers??
Hvað kemur þetta fótbolta við??
Af hverju sættum við okkur við þennan ömurleika??
Það er eins og við elskum ekki boltann.
Kveðja að austan.
Nú er komið að því | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Pepsi-deildin | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 625
- Sl. viku: 5586
- Frá upphafi: 1399525
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 4766
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.