5.11.2020 | 21:39
Trump the Bad Boy.
Og sjálfsagt eitthvað til í því.
Annars væri hann ekki Trump, búið að skipta honum út fyrir einhvern annan líkt og gamalmennið Biden sem hvarf ofaní kjallara og birtist aftur nokkrum vikum seinna sléttur og hrukkulaus, svo hver fatagína hefði viljað líkjast.
Samt kvartar enginn yfir því að nútímatækni sé notuð til að blása lífi í mann, sem þegar var orðinn ófær í upphafi kosningabaráttunnar til að gegna embættinu, til að hann virki lifandi svona rétt á meðan sitjanda forseta er komið frá völdum.
Slíkt er aðeins gert og ákveðið í bakherbergjum að mönnum sem enginn kýs, sem enginn kaus, en hafa yfirtekið lýðræðið og gert kosningarnar að skrípaleik.
Eða hvaða orð annað er hægt að nota þegar réttlæting þess að kjósa gamalmennið er sú, að varforsetaefnið sé ungt og kraftmikið, og taki þá bara við.
Slíkur skrípaleikur er atlaga að lýðræðinu.
Og vilji ÖSE ræða kosningasvindl, þá ætti stofnunin að fordæma atlögu fjölmiðla auðsins að lýðræðinu þegar þeir allir sem einn birtu falsfrétt um að Trump ætlaði að stela kosningunum með því að neita að viðurkenna úrslitin og vísa þá í að þær væru ekki löglegar vegna misbresta í framkvæmd póstkosninga.
Þetta er falsfrétt því þarna er verið að ætla eitthvað um hvað myndi gerast, heimildir engar nema nafnlausir heimildamenn sem höfðu heyrt af einhverjum svona speglusjónum.
Ef heimildin er ekki betri en þetta þá geta fjölmiðlar ekki slegið þessu upp á forsíðu, því samkvæmt þessari aðferðafræði er hægt að fullyrða hvað sem er, líkt og falsfréttirnar um Hillary Clinton og demókratana voru fyrir um 4 árum síðan.
Nema þá voru það tilbúin nettröll sem fölsuðu, mörg hver tengd við rússnesk stjórnvöld, en virtir fjölmiðlar komu ekki nálægt.
Vegna þess að slíkur tilbúningur eða getgátur eru og verða alltaf atlaga að lýðræðinu.
Samt var þetta gert núna fyrir örfáum dögum síðan, á lokasprett kosningabaráttunnar, og við þessu á framboð Trump engin svör, ekki frekar en önnur lýðræðisleg framboð sem verða fyrir barðinu á svona fréttaflutningi.
Núna þegar ljóst er hve mjótt er á mununum í mörgum ríkjum, þá er ljóst að þetta samsæri helstu fjölmiðla auðsins hafði bein áhrif á úrslit kosninganna.
Slík bein áhrif eru alltaf, undir öllum kringumstæðum, í öllum lýðræðisríkjum, kallað svindl.
Nema þegar Trump the Bad Boy á í hlut.
Þá má allt, hann skal fella með illu þegar annað dugar ekki.
Og ÖSE segir ekki neitt.
Svona tvískinnungur er aldrei til góðs.
Kveðja að austan.
Gróf misnotkun Trumps á embætti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 8
- Sl. sólarhring: 39
- Sl. viku: 2648
- Frá upphafi: 1412706
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 2312
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er vel hægt að taka undir megnið af þessu eða allt. Það er bara hætt við því að Bandaríkin undir stjórn múmíunnar Joe Bidens líkist mest Rómaveldi þegar það var að hruni komið af spillingu, eða Sovétríkin undir stjórn Andropovs og félaga. Þetta er ekki sniðugt, að láta skapbresti og persónuleika Trumps koma í veg fyrir að skárri eða betri kostur stjórni landinu.
Allt þetta sjónarspil með Joe Biden minnir mig alveg ótrúlega á Sovétríkin þegar þau voru á síðasta snúningi. Það er verið að redda alþjóðasamningum og einhverjum stríðsherrum sem þola ekki að hafa forseta við völd sem ekki fer útí stríð.
Ef Joe Biden verður forseti verður skrautlegt að fylgjast með næstu fjórum árum. Það getur ekki verið auðvelt að láta aðra stjórna Biden, og að hann sé svona gína þar til Harris tekur við.
Ingólfur Sigurðsson, 5.11.2020 kl. 21:57
Blessaður Ingólfur.
Í Sovétinu var hangið á dauðvona gamalmennum því sterkir menn gátu ekki unað einum öll völd.
En dauðvona ríki stjórnað af dauðvona mönnum deyr, og Sovétið dó drottni sínum.
Í þessu er glæpur valdaklíkunnar bak við tjöldin fólgin, að bjóða ekki fram leiðtogaefni sem hugsanlega gæti tekist á við erfiðleika þjóðarinnar.
Það er heimskt fólk sem heldur að hinn venjulegi maður sé að kjósa Trump út af bullinu í honum, venjulegt fólk er ekki á Twitter.
Þetta snýst um að komast af, og í mörg mörg ár hefur verið vegið að lífsafkomu venjulegs fólks í Bandaríkjunum líkt og víðar undir merkjum alþjóðavæðingarinnar.
Að kjósa Trump er vörn þess.
Sá sem skilur það ekki mun ekki hafa neitt í að gera að stjórna landinu.
Þó ljótt sé frá því að segja, það er fyrir mig, þá er Trump sá eini sem virtist hafa sens fyrir þessu.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 6.11.2020 kl. 08:06
Tek undir allt sem þú segir Ómar.
Í Hillary kosningunum, var bent á að í sumum demókrata fylkjunum var kosninga
þáttaka allt að 130 prósent og sá elsti sem kaus 130 ára. Ekkert fannst demókrötum
athugavert varðandi það að of margir greiddu atkvæði, enda féllu þessi atkvæði Hillary í vil.
En sú fölsun dugði ekki til að Hillary kæmist að.
Þetta póstkosningasvindl, sem það er, sýnir hversu auðvellt er að svindla í þessum kosningum.
Fylki, sem eru repúplikana, og verið í mörk ár, eru allt í einu að snúast til demókrata.
Póstkosningaatkvæði hafa nánast undantekningalaust hallað til demókrata.
Trump benti réttilega á, að í einni talningunnu komu 120.000 atkvæði til Biden á móti 1 til Trumps.
Stenst engva skoðun. Demókratar eru að stela þessum kosningum vegna galla á kosningalöggjöfum
sumra fylkja, og þá sérstaklega vegna póstkosniga, og eini maðurinn se stendur í vegi fyrir því að þeir komist upp með
það, er forsetinn sjálfur, Trump.
Gústaf Adolf Skúlason lýsir demókrötum best í þessum setningum..
Demókratar hafa aldrei viðurkennt lýðræðislegan kosningasigur Donald Trumps. Demókratar eru hættir að virða grundvöll lýðræðisns og nota netrisa til að afnema málfrelsi, peningarisa til að greiða óeirðaseggjum og fjölmiðlarisa til að halda uppi einsleitnum lygaáróðri sem ekki hefur sést á Vesturlöndum síðan áróður Göbbel fyrir Hitler og nasismann og þar á undan áróður Komintern fyrir Lenín, Stalín og kommúnismann.
Svo einfallt er það.
M.b.kv.
Sigurður Kristján Hjaltested, 6.11.2020 kl. 10:41
Takk fyrir innlitið Sigurður.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 6.11.2020 kl. 12:13
Sæll Ómar.
Þetta kosningaþvætti demókrata er vel heppnað!
Flestir hljóta að muna að demókrata virtist
ekkert varða um lakt gengi allan tímann,
frambjóðandinn sást lítið, fundarsókn lítil eða engin,
áhorf á netmiðlum ekkert en sagnir strax í byrjun baráttunnar
af yfirfullum pósthúsum og hægagangi þar.
Engu hefði skipt hvort fuglahræða hefði verið i framboði
eða þessi uppvakningur sem varð fyrir valinu
eins og sjá má og reyndin er til róta.
Þakka þér fyrir þennan prýðilega pistil þínn, Ómar!
Húsari. (IP-tala skráð) 6.11.2020 kl. 17:22
Blessaður Húsari.
Ég persónuleg tel, og er ekki beint einn um það, að demókratar séu alveg eins og repúblikanar, gera það sem þeir geta innan ramma laganna.
Tel reyndar heimsku að halda annað, hvorn flokkinn sem menn agnúast út í.
Það er verra með fuglahræðuna, EKKI Trump er og getur aldrei verið valkostur í vöggu hins vestræna lýðræðis.
Það var alveg eins hægt að bjóða fram Róbert bangsa, eða vegvísirinn sem er á miðjum 66. road.
Átti fólk sig ekki á þessu, þá er ljóst að máttur Trump er slíkur að hann breytti vel gefnu fólki í Zombíur, líkt og þegar froðan lekur úr munnvikinu, að þá heyrist; Ekki Trump, Ekki Trump.
Á einhverjum tímapunkti, fyrir mig sem er lífsskoðana minna vegna hallari undir demókrata en repúblikana (sérstaklega eftir uppgang þess í neðra sem kennt er við frjálshyggju), þá fattaði ég að allt sem ég stóð gegn, stóð ég gegn kosningabaráttu demókrata.
Sá í neðra á víðar ítök en ég hélt.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 6.11.2020 kl. 17:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.