5.11.2020 | 16:27
Andersen heggur í sömu knérum.
Í sinni heilögu krossferð fyrir rétt sýkla til að drepa fólk.
Yfirskinið er að sóttvarnir "feli í sér miklar takmarkanir á réttindum manna".
Lífgjafi minn, kírópraktor minn sem var lokaður inni í vor með skelfilegum afleiðingum fyrir mig, sagði mér brosandi (hann er alltaf brosandi eins og sönnum lífgjöfum sæmir) að þetta væri eins og að fólk hefði neitað að slökkva ljósin í Bretlandi vegna þess að það tæki ekki fyrirmælum frá stjórnvöldum sem vísuðu í almannahagsmuni.
"Rétturinn til að vera ég er æðri slíkum hagsmunum", orðaði það kannski ekki nákvæmlega svona, en þetta var kjarni orða hans.
Við ræddum síðan hver hefðu verið örlög slíkra viðrina (hann reyndar var kurteisari) á stríðstímum, niðurstaða okkar var sú að það hefði ekki reynt á það, engum hefði dottið í hug þessi nálgun.
Svona breytast tímarnir.
Svona er máttur orðræðu þess í neðra, að við fáum frétt um að hægri öfgamaður takist á við heilbrigðisráðherra um rétt hins smæsta, því mikið smærri verða lífverur ekki en veirur, og jafnvel spurning hvort þær séu lífverur, til að drepa fólk.
Um 20% þjóðarinnar er í áhættuhópi upplýsti sóttvarnarlæknir fyrir ekki svo löngu.
Eldra fólk, fólk með undirliggjandi sjúkdóma.
Það versta er að það veit kannski enginn hvenær veiran er banvæn og hvenær hún er meinlítil, hún er eins og tifandi sprengja um mitti öfgamanns Íslamista sem sæta færi á að drepa og meiða samborgara sína.
Sífelld undirliggjandi ógn.
Sigríður Andersen má þó eiga að hún gengur hreint til verks.
Ræðst gegn sóttvörnum þó hún viti að þær eru sérstaklega mikilvægar fyrir stóran hluta kjósenda Sjálfstæðisflokksins.
Líklegast treystir hún á þau glöp að þeir tengi ekki, sjái bara baráttukonuna sem berst fyrir frelsi, skilji ekki að það frelsi, er réttur veirunnar til að drepa það.
Andleg snerpa vill víst oft dvína með aldrinum.
En kannski er henni bara alveg sama.
Allavega er hún ekki vendikráka hvað þetta varðar.
Kveðja að austan.
Tekist á um sóttvarnaaðgerðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 388
- Sl. sólarhring: 718
- Sl. viku: 5972
- Frá upphafi: 1399911
Annað
- Innlit í dag: 348
- Innlit sl. viku: 5112
- Gestir í dag: 338
- IP-tölur í dag: 336
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Ómar,
Varla skrúfar frú Andersen ekki upp fylgið fyrir Sjálfstæðisflokkinn með þessu.
kv. hrossabrestur
Hrossabrestur, 5.11.2020 kl. 17:42
Ja, það fer eftir glöpunum??, á hvaða stig þau eru.
Meðalaldur kjósenda Sjálfstæðisflokksins fer ekki beint lækkandi.
Hið alvarlega er af hverju henni er liðið þetta, að höggva svona í knér fyrir frelsi veiru til að drepa, burtséð þó fleiri spjót en færri beinist að kjarnafylgi flokksins, hefði á engum tímapunkti verið liðið í vestrænum hægri flokkum, jafnvel nýnasistarnir hefðu verið taldir betri félagsskapur.
Þarna sýnir Bjarni merarhjarta sem ég hélt væri ekki í ættarfylgju hans.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 5.11.2020 kl. 18:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.