Hvers á þjóðin að gjalda??

 

Þegar fréttir berast um hertar aðgerðir um alla Evrópu, jafnvel stjórnlausan faraldur í sumum löndum eins og Belgíu og Tékklandi, að þá ræðir velferðarnefnd Alþingis sóttvarnir þjóðarinnar, hvort þær séu of strangar eða hvort það eigi að gefa veirunni veiðileyfi á þjóðina.

 

Í hvaða heimi lifir þetta fólk??

Og hvert er innræti þeirra sem berjast fyrir frelsi veirunnar til að drepa?

 

Í núverandi bylgju er það gleðitíðindi hve vel hefur tekist til að bjarga fjárveiku fólki, og sérstaklega hve vel hefur tekist til að grípa inní sjúkdómsferlið áður en fólk verður fárveikt.

Því á að fagna en ekki að nota sem rök fyrir að veiran sé hættulítil.

Þá og þegar læknar treysta sér til að ráða við faraldurinn svo hann ógni ekki lífi og limum, þá segja þeir frá því, þeir eru ekki þátttakendur í einhverju samsæri um að loka þjóðir í höftum sóttvarna.

 

Átti þingmenn ekki sig á þessari staðreynd, eiga þeir að segja af sér og skýra afsögn sína með botnlausri heimsku sem gerir þeim ókleyft að sitja á þingi.

Eins eiga þeir að víkja sem skilja ekki þessi orð Þórólfs; ""Ég bið alla um að hafa það í huga að fest­ast ekki í far­inu um hvað þess­ar nú­ver­andi aðgerðir valda mikl­um skaða," sagði hann. "Við þurf­um að miða við hvað ger­ist ef við lát­um þetta fara"".

Það er farsóttin sem er vandinn ekki viðbrögðin við henni.

 

Alþingi á ekki að vera í svona bulli.

Þess hlutverk er að ræða þau mistök stjórnvalda að hafa hleypt veirunni inn, og velta síðan vöngum hvort vilji sé til að útrýma veirunni með því að skera á smitleiðir hennar.

Slíkt er strangt 10 vikna ferli, en sóttvarnir sem koma og fara, þetta limbó ástand getur staðið yfir í marga mánuði í viðbót, fyrir utan þann tíma sem nú þegar hefur farið í samfélagshöft ýmiskonar.

 

Eins eiga menn að ræða mótvægisaðgerðir, hvernig byrðum er deilt, hlusta á áhyggjur starfsgreina sem hafa farið illa út faraldrinum, og hvað þarf að gera svo fólk og fyrirtæki lifi af.

Það er lélegur sigur þegar enginn er lifandi til að halda uppá hann.

 

Og innheimtuhringekjuna þarf að stöðva, hvað andskotans mannleysuháttur er að gera slíkt ekki.

Þegar gaus í Vestamannaeyjum þá stofnuðu menn Viðlagasjóð og sendu björgunarsveitir á staðinn, ekki her innheimtulögfræðinga sem hirtu það sem hraunið eyðilagði ekki.

 

Úlfúðin í samfélaginu, stuðningurinn við sóttvarnarnagg hægri öfgafólks er út af svona hlutum.

Og réttilega er fólk reitt.

 

Síðan eiga menn að ræða mannauðinn sem núna er verkefna og atvinnulaus.

Hví er hann ekki nýttur?, hví er ekki lagt á ný mið nýsköpunarinnar?, eða tekist á við samfélagsleg vandamál? sem óhjákvæmilega koma upp þegar svona margir missa vinnu eða eru lokaðir inni.

Við heyrum um sjálfsmorð, þunglyndi og kvíða, er ekki fólk þarna úti sem hafði vinnu við að gleðja fólk, létta því upp, skemmta því.

Af hverju leita menn ekki lausna??, það er ekki svo að allir séu uppteknir.

 

Nei, nei, mannvitsbrekkurnar á þingi hafa um annað að hugsa.

Að nöldra og naga, og eyða tíma sóttvarnarlæknis sem hefur um allt annað og mikilvægara að hugsa en svona nöldur og nag.

 

Þetta er ekki einleikið.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Þyrfti að leggja allt að 300 inn á gjörgæslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Það er fullkomlega eðlilegt að gagnrýna aðgerðir sóttvarnaryfirvalda. Þú ættir að kynna þér efnið betur. 

1) Grímur virka ekki gegn vírusum - svo segja vísindin í það minnsta. Samt er fólk skyldað til að vera með grímu. Hvers vegna? Á ekki að fara eftir bestu þekkingu?

2) Þessi tala frá manninum um 300 inn á gjörgæslu fæst út hvernig? Hann fær bara að segja það sem honum dettur í hug án nokkurs rökstuðnings :-(

3) Það eru til öflugir erlendir faraldsfræðingar sem segja þær aðgerðir sem gripið hefur verið til víða í Vesturheimi alrangar. 

4) Þegar kúrvan er flött út lengir það einnig tímann sem það tekur fyrir þennan vírus að fara í gegn. Það þýðir að hann hefur meiri tíma til að vinna skaða á þeim sem veikir eru fyrir.

5) Þorri þjóðarinnar er ekki í nokkurri minnstu hættu af þessum vírus. 

6) Flestir þeirra er stunda íþróttir eru ungir og hraustir og ekki í hættu af vírusnum. Á sama tíma klúðra sóttvarnaryfirvöld málum gagnvart þeim sem nauðsynlega þurfa á vernd að halda.

7) Hvers vegna má fólk ekki stunda golf eitt? Hvern smitar það ef það spilar golf eitt?  

8) Þessar aðgerðir munu valda gífurlegu tjóni í samfélaginu, bæði mannlegu og fjárhagslegu tjóni. Það er ekki rætt. 

9) Hvernig eigum við að reka öflugt heilbrigðiskerfi þegar skattstofnar eru orðnir færri og rýrari en þeir voru, þökk sé sóttvarnaryfirvöldum?

10) Hvernig stendur á því að öndunarfærasýking getur kippt úr sambandi einstaklingsfrelsi, fundafrelsi og atvinnufrelsi?

11) Embættismenn sem enginn þekkti fyrir ári síðan eru farnir að stjórna landinu með tilskipunum í gegnum viljalausan heilbrigðisráðherra. Hver kaus þá og hví þegja þingmenn?

12) Hvert er IFR covid samanborið við spænsku veikina og hina hundheiðnu árstíðabundnu flensu? Við þurfum samhengi. 

Hægt er að halda lengi áfram en þessi viðbrögð eru eitt alls herjar klúður. Þeir sem eru ósammála því ættu að reyna að halda því fram þegar tölur um sjálfsvíg á árinu 2020 koma. 

Kveðja að austan :-( 

Helgi (IP-tala skráð) 4.11.2020 kl. 14:39

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Ert þú ennþá meðal vor Helgi.

Gaman að heyra í þér.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.11.2020 kl. 14:56

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Já,ja en er ógangfær og lítið að fara og á svo góð börn fæ allt til alls.

Helga Kristjánsdóttir, 4.11.2020 kl. 15:47

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Ekki verra að heyra í þér Helga.

Kveðja núna úr rokinu fyrir austan.

Ómar Geirsson, 4.11.2020 kl. 16:21

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Skynsemisraddir eru víða og ekki allar sammála.

Fann link hjá eldheitri baráttukonu gegn sóttvörnum þar sem drengirnir hjá Harmageddon ræddu við lækninn sem var rekin, eða þannig.

Fróðlegt viðtal, hér er linkur, enginn verri á að hlusta.

https://www.visir.is/k/e5ef586e-9991-48ab-91f2-23af68680abb-1604493185807?fbclid=IwAR32Zj2wiIP0GTgKZkeJbIZPwvGPdZxX9hEnBjmuiX2Qz9Z7IprsI3WaFlg

Kveðja að austan.

Ps. vafri minn er eins og hann er svo ég fæ ekki litun og beintengingu á linka, í stað þess þarf að hægri smella og búmm, youtube er mætt.  Persónuleg hjó ég strax eftir hvað stúlkan talaði góða íslensku þrátt fyrir langa dvöl í Svíþjóð, og ég get ekki að því gert, að skrýtinn þykir mér sá heimur sem getur ekki nýtt hæfileika og þekkingu slíkra dætra okkar sem hafa menntað sig, en koma heim svo við hin fáum að njóta.

Er ekki alveg að ná þessu.

Ómar Geirsson, 4.11.2020 kl. 16:34

6 identicon

Ég sé að þú ert rökfastur og greindur maður. Þess vegna væri gaman að sjá þig greina áhrif núverandi stefnu svona eins og ár fram í tímann hér í Evrópu, einkum Íslandi. Spádómarnir hafa ekki gengið eftir um covid hamfarir í Afríku sem betur fer.

EINAR S HALFDANARSON (IP-tala skráð) 4.11.2020 kl. 20:45

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Einar.

Takk fyrir það, hrós þó það sé í upphafi erfiðra spurninga er alltaf vel metið hver svo sem tilgangurinn er með því.

Það er rétt að veiran hefur hlíft Afríku, kannski er það vilji guðanna að gamla álfan erfi heiminn, hvað veit ég.

Hvort því var spáð að það yrði hamfarir í Afríku veit ég ekki, en veit samt að innspýting á veiruna er miklu hægari þar en í öðrum heimsálfum. 

Og það er meinið með svona skepnur eins og veirur, þær virðast alltaf þrífast best í suðupotti þar sem allir eru að smita alla, og stöðugt innflæði er til staðar.

Bara þess vegna mun þessi veira fjara út, höft á smitleiðum í Evrópu og Ameríku eiga að sjá til þess.

Þegar bólusetningar bætast við þá verður hún fyrr en varir aðeins martröð líkt og orðin sem maður sagði en átti ekki að segja á annars góðu fylleríi en man ekki alveg eftir daginn eftir.

Bömmer en liðinn.

Seinni bylgjur veirusjúkdóma hafa oft verið verri en fyrstu, eins og til dæmis í spænsku veikinni, en þegar allt fór úr böndunum á Ítalíu seint vetrar, þá leitaði í mig grein sem ég las um þéttbýli innfæddra í Mississippidalnum sem lagðist í eyði áður en Evrópubúar mættu á svæðið til að nema lönd,komu að yfirgefnum borgum og bæjum.  Talið var að megin skýringin hafi verið mislingafaraldrar sem herjuðu á 16. öldinni, sem bitu illa fyrst, en urðu svo eyðandi, þannig að menn urðu að yfirgefa þéttbýlið.

Mislingarnir voru þeirra kóvid, en þá höfðu menn ekki nútíma lækningar, eða þekkingu á sóttvörnum.

Þessi víti fortíðar eru samt ástæða þess að veirufræðingar eru uggandi vegna heimsfaraldra, og vita ef þeir fá að ganga stjórnlausir, þá eyða þeir.

Hins vegar erum við kannski að skrá nýja sögu með sóttvörnum okkar, ég held að það sé á hreinu að veiran er að veiklast, það er ekki bara að læknarnir kunni fleiri ráð til að lemja á henni, hún er ekki sami dauðadómurinn og hún var í vor.

Að virðist, það er eitthvað að gerast í Belgíu og Tékklandi, kannski snýst þetta um að hún þurfi ákveðinn tíma eins og lúpínan, sem er bara þarna, og svo er ekkert annað þarna.

Ég tel ögurstundina felast í hvernig okkur tekst til með aldraða fólkið á Landakoti, lifi flestir þá held ég að við séum komin fyrir vind.

Sem þýðir að smán saman verði mannlíf aftur eðlilegt, án mannfórna.

En Einar minn, hvað veit ég þegar einhver spyr mig svona í alvöru.

Eigum við ekki bara að vona það besta.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.11.2020 kl. 23:25

8 identicon

Nánast allt farþegaflug hefur lagst af til Afríku.

Ætti að svara spurningu Einars S. hvað það varðar.

Það þarf ekki annað en að horfa á flugumferðakort til að sjá það.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 5.11.2020 kl. 10:07

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Símon.

Einnig hygg ég að það liggi einhvern veginn í eðli málsins að fólk þar almennt er í betra sambandi við veirur og sýkla en við hérna á kaldari slóðum, með allt okkar hreinlætisæði.

En vissulega er það rétt hjá Einari að margur hafði áhyggjur af Afríku, en hún kallar ekki allt ömmu sína.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.11.2020 kl. 16:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 16
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 2656
  • Frá upphafi: 1412714

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 2318
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband