Þar lágu Danir í því!!

 

Og maður spyr sig, hvaða aumingjavaðall býr þar að baki.

Marokkósk stjórnvöld höfðu manndóm í sér til að gera það sem Danir áttu að gera, að láta íslamska öfgamanninn sæta ábyrgð.

 

Til er það fólk, kallast góða fólkið, sem finnst það fyndið að kennarar séu afhöfðaðir, og margt af því fólki fékk örugglega fullnægingu þegar fréttir bárust af afhöfðun konu á götu úti í Nice.  Og gerir örugglega ágreining við túlkun atburða; "Heim­ild­ar­menn fjöl­miðla eru nú ekki á einu máli um hvort önn­ur kvenn­anna hafi verið af­höfðuð eða hún skor­in á háls. Dag­blaðið Le Monde herm­ir að árás­armaður­inn hafi ráðist á hana inni í kirkj­unni, skorið hana á háls og reynt að af­höfða hana.".

Afhöfðun er meira svona kúl hjá góða fólkinu, dæmi um umburðarlyndi þess þegar það kemur Íslamistum til varnar.

 

Þetta eru einangruð tilvik segir það, múslímar eru friðsamt fólk, líkt og öfgamenn Íslamista komi hinum venjulega múslima eitthvað við, við megum svo ekki gleyma því að til eru hvítir kristnir öfgamenn, ha munið hann Breivik.

Réttur Íslamista, réttur trúaröfgamanna til að boða hatur og heift, til að ráðast af samfélögum okkar, til að ógna okkur, til að senda ungmenni til að drepa okkur, hann er heilagur, hann er staðfesting þess hvað við erum umburðarlynd og góð.

Þrælamarkaðurinn í Mósúl var líka kúl, nauðganir, afhöfðanir, að brenna fólk lifandi, að skera brjóst af trúleysingjum sem gripu til vopna gegn stríðsmönnum spámannsins (Tyrkjum þegar þeir lögðu undir sig landamærahéruð Kúrda með blessun og samþykki vestrænna ríkja), allt þetta er dæmi um fjölmenningu sem við þurfum að verja.

Með sannfæringu okkar og innri styrk.

 

Sem skýrir að Danir lágu í því.

Réttindi öfgamanna, morðingja, afhöfðara, þrælasala, nauðgara, brennara, eru jú æðst allra réttinda.

Þau mæla innri styrk okkar.

Staðfesta að við erum góða fólkið.

 

Mikil er skömm Moggans fyrir þessa frétt.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Bóksali framseldur í dauðann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 72
  • Sl. sólarhring: 598
  • Sl. viku: 5656
  • Frá upphafi: 1399595

Annað

  • Innlit í dag: 62
  • Innlit sl. viku: 4826
  • Gestir í dag: 61
  • IP-tölur í dag: 61

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband