Bar­ist gegn hryðjuverkum af full­um þunga.

 

Innantóm yfirlýsing á meðan trúaröfgarnar sem næra árásirnar og ofbeldið fá skjól í húsum rétttrúnaðar góða fólksins.

Að skjaldborg sé sleginn utan um Islamista með því að benda á hinn friðsama fjölda múslima.

Sú leið var fullreynd þegar hatrið og ofbeldið í Þýskalandi fjórða áratugarins var alltaf afsakað með því að benda á hina friðsömu Gretchel sem sauð pylsur handa fjölskyldu sinni á sunnudögum eða hinn glaðværa Fritz sem þambaði bjór á milli verka.

 

Islamistinn sem drepur er eins og byssukúlan sem fellir, að skjóta hann eða dæma og láta svo staðar munið er líkt og fjarlægja byssukúluna úr líkinu, draga hana fyrir dóm og dæma fyrir morð.

Sleppa þar með manninum sem skaut, sleppa trúaröfgunum sem næra unga fólkið á hatursorðræðu miðaldatrúar.

 

Við höfum okkar gildi og þess vegna eru þjóðfélög okkar eins og þau eru, umburðarlynd og frjálslynd.

Þetta umburðarlyndi okkar þarf samt að eiga sér þau mörk að líða ekki framandi fólk sem sest uppá okkur og krefst þess að við verðum þau.

Miðaldafólk sem lifir í myrkri trúaröfga.

 

Við eigum ekki lengur að líða þetta miðaldafólk.

Við eigum að loka moskum þess, vísa predikurum þeirra úr landi, láta það sjálft velja hvort það veri og aðlagi sig, eða fari eitthvað þar sem það fellur inní hópinn.

Við eigum ekki að líða öfgamen sem trúarkúga fjölskyldur sína, neyða dætur sína til að ganga með slæður á barnsaldri, og umgangast konur sínar sem óæðri verur.

Við eigum ekki að líða pilta þessa fólks sem áreita og sýna kvenkyninu almennt fyrirlitningu.

Við eigum ekki að líða að dætur búi við ótta heiðursmorða eða ótta nauðungarhjónabanda, að þær séu lamdar eða barðar vegna þess að þeir vilja lifa eðlilegu lífi eins og jafnaldrar þeirra.

Og í stærra samhengi eigum við ekki að líða að miðaldamenn breyti heilu hverfunum í miðaldaþorp þar sem hatur og heift gagnvart nútímanum gegnsýrir allt mannlíf.

 

Þannig berjumst við gegn hryðjuverkum af fullum þunga.

Við ráðumst á rótina og rífum hana upp.

Annars er það borgarstríð innan ekki svo langs tíma.

 

Og áður en við förum að bölsóttast út í alla múslima skulum við muna að venjulegi músliminn er bandamaður okkar í þessum átökum.

Hann líður fyrir þetta öfgafólk alveg eins og við.

 

Látum góða fólkið ekki segja okkur annað.

Kveðja að austan.


mbl.is Þrír látnir – fjöldi árásarmanna enn óljós
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 15
  • Sl. sólarhring: 27
  • Sl. viku: 2034
  • Frá upphafi: 1412733

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 1787
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband