Deilur um keisarans skegg.

 

Eins og hverjum sé ekki andsk. sama um hvort sóttvarnarlöggjöf okkar sé uppfærð eður ei, ekki á meðan hún virkar, þjónar tilgangi sínum

Þjóna þeim eina tilgangi að afvegleiða umræðuna, að stóra spurningin, sú eina sem við eigum að ræða, fyrir utan sóttvarnir að sjálfsögðu, er ekki rædd.

 

AF HVERJU ERUM VIÐ Í ÞESSARI STÖÐU??

 

Við vorum laus við veiruna, núna er okkur sagt að hún sé við að verða óviðráðanleg.

Okkur var sagt að lokun landamæra með sóttkví væri að fórna stærri hagsmunum fyrir minni, núna segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins að fyrirtækjum sé að blæða út.

 

Læknarnir sem vörðu þjóðina í fyrri bylgjunni, þeir mæltu gegn opnun landamæranna.

Þeim var sagt að þeir sæju hlutina ekki í stóra samhenginu, núna er stóra samhengið þannig að Landsspítalinn er á neyðarstigi almannavarna, samfélagið er einu skrefi frá allsherjarlokun líkt og fyrirhuguð er í Bretlandi.

 

Virtir hagfræðingar sögðu að meintur ávinningur af opnun landamæra yrði alltaf minni en fórnarkostnaður þjóðarinnar við að berjast við nýja bylgju.

Þeir sögðu að innlenda hagkerfið væri verðmætara en bóluhagkerfi ferðaþjónustunnar.

Í dag er hagkerfi ferðaþjónustunnar hrunið, hinn meinti ávinningur enginn, en samfélagslegi skaðinn vart mælanlegur, svo mikill er hann að hann sprengir alla mælikvarða.

 

Afþreyingariðnaðurinn, listalífið, íþróttirnar, innlend ferðamennska, allt þetta var að ná sér á strik, núna er allt lokað og læst.

Allt lokað og læst.

 

Og Kári er svo mikil kelling að hann vætir brækur þegar hann ræðir við Frú Andersen, þó á fjarfundi sé.

Hvílíkur aumingjavaðall að ræða um formlegar lagaheimildir, þegar ástand dagsins í dag er haft í huga, og Sigríður Andersen fór opinberlega fyrir þeim öfgaöflum sem vildu opna landið, og knúðu það í gegn í ríkisstjórn Íslands.

Sjaldan hafa eins fáir valdið eins mörgum samlöndum sínum eins mikinn skaða, og kveifarhjartað hefur fátt annað um málið að segja að það sé tímabært að Alþingi hefji að skoða heimildir til sóttvarna.

 

Nær hefði Kára verið að henda hlandblautu brókunum, gyrða sig í nýjar og spyrja Sigríði einnar lykilspurningar sem hlýtur að vakna eftir þessi orð hennar í viðtölum gærdagsins;

"Viðbrögðin við veirunni finn­ast Sig­ríði fálm­kennd, hvort sem þær eru ættaðar frá lækn­um eða stjórn­mál­um. „Mér sýn­ist sú stefna sem stjórn­völd virðast ætla að til­einka sér, opna og loka á víxl, ekki vera sjálf­bær og til þess fall­in að hafa alls kyns óvænt­ar nei­kvæðar af­leiðing­ar í för með sér.“ Hún er enn ómyrk­ari í máli um efna­hags­leg­ar af­leiðing­ar far­ald­urs­ins, sem Sig­ríður ótt­ast að geti orðið mjög lang­vinn­ar. Ekki þá aðeins vegna lok­ana og tekju­falls víða í at­vinnu­líf­inu, held­ur ekki síður vegna hratt vax­andi skulda rík­is­ins. „Með at­vinnu­lífið í spennitreyju sótt­varna stefn­ir allt í að rík­is­sjóður muni safna skuld­um sem nema ótrú­leg­um fjár­hæðum næstu árin,“".

Það er svo sem rétt að það er ekki sjálfbært að opna og loka á víxl, það átti aldrei að opna landið fyrir smiti án sóttkvíar, en það er það ekki sem Sigríður á við, heldur talar hún um skaðann sem sóttvarnir valda á efnahag, á fjárhag ríkisins og aðrar neikvæðar afleiðingar.

En það eru ekki sóttvarnir sem valda skaðanum heldur farsóttin, óheft farsótt ekki bara drepur og sýkir fólk, hún lokar á samskipti þess, hvort sem það er ferðalög eða sú einfalda athöfn að fara út fyrir hússins dyr hvort sem það er til vinnu, eða nýta sér verslun og þjónustu sem og að óttinn eyðir böndunum sem halda samfélögum saman.

En þau öfugmæli áróðursins er ekki það sem skiptir máli þegar svona gagnrýni er sett fram

 

Heldur; HVAÐ VIL ÞÚ GERA??

Hverjar eru þínar tillögur að sóttvörnum, hvar hafa þær verið reyndar, og hvernig hafa þær reynst??

Það er alltaf látið eins og hægri öfgarnir tali kínversku og geti ekki nokkurri spurningu svarað, það eina sem þeir geti er að grafa undan, tefja nauðsynlegar ákvarðanir, valdið deilum og sundrungu í samfélaginu.

 

En það er bara ekki svo.

Hvað viltu gera Frú Sigríður??

Hvað viltu gera??

 

Og hverjar eru afleiðingarnar??

 

Þannig annað hvort þróast umræðan áfram, eða henni er ýtt út af borðinu.

Hún haldi sig við staðreyndir en lygi, blekkingar og áróður falli undir það sem Nefnd um þjóðaröryggi ræðir þessa dagana ásamt þeim viðurlögum sem þarf að beita svo öryggi þjóðarinnar sé ekki ógnað.

 

Orðaleikir, hálfkák, fimmaurabrandara, eru ekki leiðin til að knýja þá umræðu uppá yfirborðið.

Hvað þá að líða nagið.

 

Kveðja að austan.


mbl.is Kári telur tímabært að Alþingi ræði sóttvarnareglur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tskk, orðar allt sem ég hefði viljað segja.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 1.11.2020 kl. 01:26

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Við erum þá tveir um það kæri Símon.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.11.2020 kl. 10:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 456
  • Frá upphafi: 1412818

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 395
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband