Viðbrögð og lærdómur.

 

Það er ekki óheppni að hópsýking gaus uppá Landakoti og hefur breitt úr sér til annarra stofnanna, slíkt er óhjákvæmilegt þegar farsótt geisar í samfélaginu.

Sóttvarnir og að allir, jafnt stjórnendur, starfsfólk, utanaðkomandi, séu meðvitaðir um hættuna, draga úr líkum á smiti, á móti kemur að eftir því sem smitið er útbreiddara í samfélaginu, þá aukast á líkurnar og á ákveðnum tímapunkti fara þær líkur að vega meira en varnir viðkomandi stofnana.

Samfélagið getur ekki einangrað hjúkrunarheimili algjörlega frá umhverfinu, þó gestir séu bannaðir, þá er ekki hægt að banna starfsfólk, þó það gæti að sér, er það alltaf hluti af hinu smitaða samfélagi.

 

Vilji menn ekki smit á stofnunum, þá lemja menn niður smit í samfélaginu.

Það gera sóttvarnaryfirvöld í dag, þó þau reyni líka að leita leiða til að daglegt líf geti gengið nokkuð eðlilega, það er að fólk geti stundað vinnu, nýtt sér þjónustu, skólar séu opnir, íþrótta og tómstundastarf sé í einhverri mynd og svo framvegis.

Þarna eru ótroðna slóðir fetaðar, það veit enginn hvað er hægt og hvað ekki, lykillinn er lærdómurinn og draga af honum réttar ályktanir.

Fyrir vikið fer veiran hægar niður en ella, og áhættan er því til staðar.

Og þegar hið óhjákvæmilega gerist, þá þarf að bregðast við.

 

Einna mikilvægast er að draga lærdóm líkt og Már Kristjánsson bendir réttilega á; "Það skiptir okkur máli sem fagstofnun. Við viljum komast til botns í því hvað er á seyði hér og fyrst og síðast draga af því lærdóm.".

Ekki öskra og æpa með einhverjum fullyrðingum að þetta eigi ekki að geta gerst, einhver hafi brugðist og blóraböggla þarf að finna, heldur reyna skilja, reyna bæta.

 

Við sem samfélag þurfum líka að draga af þessu lærdóm.

Það er ekki bæði sleppt og haldið, ef við ætlum að umbera veiran, en halda henni í skefjum, þá gerist þetta alltaf fyrr eða síðar, málið snýst um að álagið á heilbrigðiskerfið sé ekki það mikið að það ráði við svona hópsýkingar, og geti sinnt öllum á sem besta hátt.

Meinið er að þar eru við búin sem þjóð að ná þeim mörkum sem kerfið okkar þolir án þess að eitthvað láti undan.

Ein hópsýking í viðbót á Landspítalanum , og það þarf að kalla út mannskap samkvæmt neyðarstigi almannavarna, eftir það eru öll úrræði þrotin.

 

Litlar líkur er sagt, en meinið er að það gilda ákveðin lögmál um óheppni, eða það sem fer úrskeiðis, þó það séu litlar líkur að svona ferli fari í gang, þá er allt annar líkindareikningur til staðar þegar það er hafið.

Eitthvað sem allir vita sem hafa horft á Jeff Goldblum útskýra í Jurissic Park, eða reynsla kynslóðanna hefur mótað í orð eins og "það leiðir eitt af öðru", bölsýnismenn í "ef eitt fer úrskeiðis, þá fer allt", gáfumenn mótað í lögmál líkt og lögmál Murphys, og gálgahúmorinn sem kenndur er við Pétur, Murphy var bjartsýnismaður.

Og það er tími til kominn við feisum þetta og ræðum í fullri alvöru.

Á hvaða leið erum við?

 

Eru neyðarúrræði tiltæk ef Pétur hefur rétt fyrir sér um að mestu bölsýnismennirnir séu þrátt fyrir allt bjartsýnir.

Er flöskuhálsar tregðunnar í kerfinu.

Vantar fjármagn í kerfið og svo framvegis.

 

Og ekki hvað síst þá þurfum að fara ræða alvöruna.

Það þýðir ekki að segja að þetta sé dauðans alvara, og allir hagi sér síðan eins þeir séu að fara í fyrsta piknik vorsins, létt kærulausir og segi svo bara að þetta reddist.

Þegar skipverjar á Júlíus Geirmundssyni voru settir í lífshættulegar aðstæður, þá voru það sóttvarnaryfirvöld sem brugðust, og eftir á þá vildu þau ekki einu sinni ræða alvarleikann.

Ólíkt talsmönnum útgerðarinnar og sjávarútvegsráðherra sem lýstu því yfir að þetta væri forkastanlegt og mætti ekki koma fyrir aftur.  Það eiga allir að geta treyst því þegar haldið er að stað í túr, að þeir komi heilir heim sagði Kristján Þór Júlíusson, sem nóta bene er ekki hluti af sóttavarnaryfirvöldum.

 

Eða þegar veitingamen dreifðu veirunni þrátt fyrir hertar reglur, þá voru viðbrögð talsmanns almannavörn þau að fara í heimspekilegar hugleiðingar um hvernig þjóðfélag við viljum lifa í.

Í stað þess að segja að þetta er dauðans alvara, þið fáið ekki annað tækifæri til að brjóta lögin.

Eða erlendu farandverkamennirnir sem ráðnir eru eftir hina frjálsa flæði um félagsleg undirboð, og ráfa um dauðadrukknir þegar þeir eiga að vera í sóttkví, myndu ekki gera það ef sá sem flytti þá til landsins myndi missa starfsleyfið á staðnum.

Svo dæmi séu nefnd.

 

Guð og gæfan héldu utan um okkar í vor þegar við vorum að kljást við óþekktar banvænar aðstæður, og veiran fjaraði út, máttlausari með hverjum deginum, mannskaði upphaflega, svo fór allt vel.

En einhvern tímann segir guð og gæfan að þið séuð sjálfstæð og þurfið að standa á eigin fótum, læra af mistökum ykkar, forðast þau, ef ekki, taka afleiðingunum.

Og slíkum afleiðingum er við að taka í dag, og sér engan endinn á.

 

Landsspítalinn ætlar sér að takast á við sinn lærdóm, og það er vel.

Ennþá hafa sóttvarnaryfirvöld ekki sýnt þann manndóm að biðjast áhöfn Júlíusar Geirmundssonar afsökunar á sínum þætti í því sorgarmáli eða hafa verið hluti af þöggunarferlinu sem áhöfnin var beitt þegar hún kom í land. 

Sem sýnir að þau gera sér ekki ennþá grein fyrir að dauðans alvara er dauðans alvara, og á að umgangast sem slíka.

 

Og ekki hvað síst þá hefur forystufólk ríkisstjórnar Íslands ekki axlað sína ábyrgð á hópsmitinu á Landakoti, því það smit er bein afleiðing af samfélagssmitinu, og það smit er í boði stjórnvalda.

Það voru þau sem opnuðu landið fyrir veirunni án öruggra varna.

Þau gerðu það þvert gegn aðvörunum okkar helstu sérfræðinga, og voru svo ósvífin að beita boðvaldi landlæknis og sóttvarnarlæknis til að þagga niður í þeim sem vöruðu við.

Það voru þau sem fengu tækifæri til að bæta úr þegar ljóst var að landamærin láku, en það voru þau sem drógu lappirnar um að setja seinni skimun í reglugerð, svo að smitið sem við glímum við í dag, komst inní landið áður en landamærunum var lokuð fyrir innflutning á smiti.

 

Þetta eru staðreyndir sem enginn ætlar að axla ábyrgð á, og enginn ætlar að draga lærdóm af.

Aðeins innantómar afsakanir þar sem forsendan er lygin um að ekki hafi verið hægt að sjá þetta fyrir.

Þegar það var gert, varað við og þaggað niður.

 

Það þarf ekki allt að fara á versta veg, en það er ekkert sem segir að það geri það ekki.

Og þær líkur, sem þegar eru orðnar meiri en minni, aukast ef sá ábyrgðina ber, ríkisstjórn Íslands axlar ekki þá ábyrgð, og dregur af henni lærdóm.

Atvikið um borð í Júlíus Geirmundssyni varð vegna þess að menn tóku þetta ekki alvarlega, og ástæðan fyrir því að landamærin voru opnuð, og fyrir tregðunni að þau voru ekki lokuð í tíma, er sú að einstaka ráðherrar, eða ríkisstjórn Íslands tók þetta ekki alvarlega.

 

Lærdómur útgerðar Júlíusar Geirmundssonar var að axla ábyrgð, biðjast afsökunar, og segjast ætla að taka þetta alvarlega í framtíðinni.

Urðu þar með við kröfum Samtaka fyrirtækja í sjávarútveginum sem og sjávarútvegsráðherra.

 

Núna þegar dauðinn var boðinn í heimsókn á hjúkrunarheimil og enginn veit hvernig fer þó allir voni hið besta, núna þegar heilbrigðiskerfi okkar er komið á sín ystu mörk, neyðarstig.

Þá er enginn lærdómurinn, engin ábyrgð.

Yfirmaður almannavarna er til dæmis ennþá stúlkukrakki, algjörlega vanhæf í starfi sínu og hefur í þokkabót unnið gegn því að gripið sé til nauðsynlegra sóttvarna sem halda.

Þetta er svona svipað og að Bretar hefðu gert Rudolf Hess að varnamálaráðherra, í stað þess að fangelsa hann, eftir að hann stökk úr fallhlíf yfir Skotlandi til að semja um uppgjöf Breta í stríðinu.

 

Það er lágmarkskrafa til ríkisstjórnarinnar að fullorðið fólk með reynslu og vitsmuni stjórni varnarbaráttu þjóðarinnar, því við höfum ekki efni á fleirum mistökum.

Fagfólk, komið til reynslu og ára, á ekki að þurfa lúta stjórn barna.

Sjálfstæðisflokkurinn verður að axla ábyrgð á ráðherravali sín og skipta út þeim ráðherrum sem annað af tvennu, eru ekki hæfir sökum reynsluleysis, eða hafa unnið beint gegn sóttvörnum þjóðarinnar líkt og utanríkisráðherra vegna persónulegra tengsla hans við þrönga fjárhagslega hagsmuni innan ferðaþjónustunnar.

 

En ekki hvað síst þá verður forsætisráðherra að koma sér uppúr hlutverki sætu stúlkunnar á ballinu sem allir vilja deita, hún þarf að fara að stjórna.

Að haga sér eins og fullorðin manneskja sem axlar ábyrgð og biðst afsökunar.

Alvöru afsökunar, ekki innantóman orðavaðal afsökunarinnar þar sem öllu er kennt um, á allt er bent, annað en sína eigin ábyrgð.

 

Það er fólk sem við lofuðum að gæta komið á dauðadeildina.

Vonandi verður það náðað, um það biðjum við öll í bænum okkar, og megi það ásamt færni lækna okkar duga til að slík náðun verði veitt.

Megum við síðan fá tækifæri til að læra og bæta og auka þannig varnir okkar gegn vágestinum.

 

Ef það er ekki núna þar sem við áttum okkur ekki á því að tími barnaskaparins, sýndarmennskunnar, eða þess að lifa í þeirri blekkingu að það sé engin ógn þarna úti sem þurfi að mæta, er á enda, þetta er liðið, áhyggjulausu árin þar sem hægt var að láta reika á reiðanum er horfin, framundan er stormur og stórsjór.

Að áhöfn sem lét léttadrenginn stjórna því hann var svo léttur og fyndinn, ungur og ferskur, hún skilaði sér ekki í land.

Við upplifum Stundina, sjálfan raunveruleikann sem orð og frasar bíta ekkert á.

 

Annað hvort tökumst við á við veiruna, eins og hún er, með þeim ráðum sem við höfum, og duga gagnvart henni, eða við gefumst upp.

Það er enginn þriðja leið í boði, tími barnanna, froðusnakkarana, sýndarmennskunnar og hálfvitanna er liðin.

 

Það er lærdómurinn, hvort sem við lærum af honum eða ekki.

Og næstu dagar skera úr um hvort við höfum numið eða ekki.

 

Afsakið, afsakið, mér þykir þetta leitt, ég mun axla ábyrgð, ég mun gera mitt besta til að bæta úr.

Það var lærdómur framkvæmdastjóra Gunnvarar.

Hann flúði ekki raunveruleikann, hann viðurkenndi hann, baðst afsökunar á því sem hann þurfti að biðjast afsökunar á, og lofaði betrun og bót.

Hann dró lærdóm og sýndi viðbrögð.

 

Honum varð mikið á en hann er maður að meiri.

Ríkisstjórninni varð mikið á en ennþá er ekki vitað hvort hún sé mönnuð.

 

Næstu dagar skera úr um það.

Hvort þetta sé menn eða eitthvað annað.

 

Aðeins gjörðir fá það sýnt.

Kveðja að austan.


mbl.is Starfsmenn oftast farartæki smitefnisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Eftir hrun var sagt "fólk er reitt" núna mætti segja "fólk er hrætt" Því ég trúi ekki að fólk í jafnvægi sé í alvöru að ætlast til að ákæra eigi skipstjórann fyrir manndrápstilraun líkt og ég hef séð fólk láta hafa eftir sér. Maður ætti ef til vill bara að vera þakklátur að þessi togaratappi hafi ekki verið í eigu Samherja þá hefði nú RUV verið komið með efni í marga fréttatíma.

En ég held að ef ekki væri svona stutt milli frystitogarans og Landakots þá kæmust sóttvarnaryfirvöld auðveldlega upp með að flokka smitið á Landakoti sem eldsupptök eru ókunn

Grímur Kjartansson, 27.10.2020 kl. 13:48

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Grímur.

Ég reikna með að skipstjórinn verði ákærðu vegna þeirra lagagreina sem hann braut, hins vegar hefur hann bæði verið ákærður og dæmdur í samfélaginu fyrir vestan, á sér þar ekki viðreisnar von.

Varðandi þessa setningu þína; "Maður ætti ef til vill bara að vera þakklátur að þessi togaratappi hafi ekki verið í eigu Samherja þá hefði nú RUV verið komið með efni í marga fréttatíma.", þá vona ég að þú gerir þér grein fyrir því að hún er merki um ákveðna siðblindu, þú virðist ekki geta sett þig í spor annarra.

Varðandi lokasetningu þína þér er innihald hennar mér algjörlega óskiljanlegt,  sé ekkert röksamhengi í henni og get því lítið kommenterað.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.10.2020 kl. 21:36

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Hvað er eru margir af nefndum togara í lífshættu vegna veiru í dag?

Geir Ágústsson, 27.10.2020 kl. 21:51

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Geir.

Það var ung kona, allavega miðað við mig, að afgreiða miða í lestarkerfi Lundúna þegar karlmaður, ákvað að vera fyndinn, og hrækti framan í konuna, þetta var um það leiti sem Boris fór með lok lok og læs þulu sína.  Þremur vikum seinna var hún öll. Án þess að ég viti það þá reikna ég með að hún hafi ekki verið sú eina sem upplifði hráka á eigin skinni, en hún dó.

Segjum að maðurinn sem hrækti á hana, hafi verið nýbúinn að hrækja á 10 aðra, og þeir fengu ekki einu sinni kvef, var þá alltí lagi hjá honum að hrækja á þessa konu??, það var jú vitað að lífshættulegur veirusjúkdómur var á kreiki.

Enn yngri kona, rétt um þrítugt, vann við hjúkrun á spítala í Jakarta, í upphafi faraldursins varð hún fræg fyrir það að verða fyrsta fórnarlamb kóvid í Indónesíu.  Andlát hennar varð til þess að þarlend stjórnvöld beittu sér fyrir að útvega hjúkrunarfólki hlífðarfatnað sem átti að vernda hjúkrunarfólk fyrir hugsanlegum veirusýkingum.

En þú vilt sem sagt meina að það hafi verið óþarfi, aðeins tilviljun hafi ráðið að þessi hjúkrunarkona hafi tekið upp á því að deyja á sama tíma og kóvid faraldurinn hófst í landinu.

Ungur Ítali, slökkviliðsmaður um fertugt, fór til Barcelóna í frí, þegar hann kom til Rómar, þá var hann sýktur af kóvid, og dó þrátt fyrir alla hugsanlega hjálp á gjörgæslu. Hann er minnistæður vegna þess að flestir Ítalir fóru bara út af heimili sínu til að ná sér í veiruna, hann fór til Spánar, og já, hann var ekki með undirliggjandi sjúkdóm, ekki of feitur, í góðu formi, átti lífið framundan.

En það fylgdi ekki sögunni að aðrir í slökkviliðinu hefði dáið þó örugglega hefðu einhverjir sýkst að spánarveirunni, var dauði þessa manns þá misskilningur??

Þegar Bretar náðu að stöðva veldisvöxt veirunnar þá stöðvaðist dánartala í um 40.000, það er opinber en þeir töldu illa, aðeins þá sem voru skráðir á sjúkrahús.  Til að skilja veldisvöxtinn þá tvöfölduðust dauðsföllin úr 10.000 í 20.000 á 11 dögum, frá 10 apríl til 21. apríl. 

Tvöföldun á 10 daga fresti hefði þýtt að eftir mánuð hefði dánartalan verið komin í 320.000, en líklegast meir því heilbrigðisstarfsfólk  var að niðurlotum komið loksins þegar kúrfan fór að fletjast út. Samt dóu bæði hjúkrunarfæðingar og læknar, þar á meðal hjúkrunarfræðingur um fertugt sem var með undirliggjandi sykursýki, það er sykursýki 2.

Samkvæmt þinni aðferðafræði dó þessi hjúkrunarfræðingur ekki því þú getur týnt til fjöldamarga hjúkrunarfræðinga með undirliggjandi sykursýki, sem fengu veiruna, og lifðu.

Þú hefðir bara spurt hvað margar af þeim eru í lífshættu í dag??

Og hvernig er hægt að svara þessu Geir minn??

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.10.2020 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 448
  • Frá upphafi: 1412810

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 387
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband