Hvi þessi þögn??

 

Ef það væri ekki fyrir sjávarútvegskálfinn á Mbl.is þá væri engin umfjöllun hin alvarlega glæp sem var framinn af útgerð Júlíusar Geirmundssonar., eftir að kóvid skýking braust út um borð.

Er hægt að fá alvarlegri fyrirsögn á einni frétt sem fjallar um samborgara okkar en þessa sem ennþá trónar á fremst á 200 mílum; "„Haldið nauðugum og veik­um við vinnu“".

Þar sem beint glæpsamlegt athæfi kemur fram í fréttinni; "í veiðiferð þar sem Covid-19 ein­kenni fóru að gera vart við sig á meðal skip­verja, hafi verið mjög al­var­legt og skip­verj­ar marg­ir hverj­ir verið al­var­lega veik­ir með mik­inn hita, önd­unar­örðuleika ásamt fleiri þekkt­um Covid ein­kenn­um,".

Það var fullum fetum reynt að drepa starfsmenn útgerðarinnar og það var lán að það tókst ekki.

 

Ekkert fjölmiðlafár, aðeins æpandi þögn jafnt í fjölmiðlum, hjá sóttvarnaryfirvöldum, eða meðal þingmanna sem hafa æft yfir minna.

Jú, í pistli forseta ASÍ er krafist rannsóknar.

Og hvað svo??

 

Það er hægt að segja hvað sem er í pistli sem enginn les.

Alvöru fólk kærir, ekki bara útgerðina heldur líka þá sem létu þetta viðgangast.

Krefur ráðherra um svör, krefur ríkisstjórnina um svör.

 

Gunnvör á vissulega einn ráðherra, en ég vissi ekki til þess að Gunnvör ætti ríkisstjórnina.

Eða sóttvarnaryfirvöld, að ekki sé minnst á verkalýðshreyfinguna.

 

Það er eins og Vestfirðingar séu einir, aleinir í þessari baráttu sinni fyrir réttlæti, og að sóttvarnarglæpamenn séu látnir svara til saka.

Eins og öllum öðru sé nákvæmlega sama.

 

Hvað segir þetta um okkur sem samfélag.

Sem þjóð.

Sem manneskjur.

 

Ósköp hljóta liðnar ömmur að skammast sín fyrir þennan liðleskjuhátt.

Það var sett fyrir okkur próf um mennsku, og flest okkar virðast ekki ná 0,0 í einkunn.

 

Sérhvert líf krefst samhygðar þínar.

Sú viska hefur greinilega verið tröllum gefin.

Kveðja að austan.


mbl.is Útgerðin verði dregin til ábyrgðar vegna smita
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta eru aumingjar með hor bæði skipstjórinn og útgerðin,hverskonar ræflar eru þessir menn eiginlega hefði farið svo að einhver hinna veiku hefði látist þá hefðu viðkomandi aðilar verið kærðir fyri manndráp af gáleysi ,er fégræðgin alveg að drepa þessa menn,vonandi er sjávarútvegs ráðherra maður til þess að sýna ekki af sér linkind eins og hann hefur oftast gert þegar útgerðin er annarsvegar,ef til vill er hann búinn að hringja í útgerðina og spyrja hvort þeim líði ekki vel með gjörning sinn.

Sigurgeir Árnason (IP-tala skráð) 24.10.2020 kl. 19:39

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Í kvöldfréttum sjónvarps var þeirri spurningu varpað fram hvort þetta athæfi

flokkaðist ekki jafnvel undir mannréttindarot?

Ég skrifaði örstutta færslu á facebook um þetta.

Oft hef ég nú fengið sterkari viðbrögð.

Árni Gunnarsson, 24.10.2020 kl. 21:41

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

leiðr.    átti að vera:.....jafnvel undir mannréttindabrot

Árni Gunnarsson, 24.10.2020 kl. 21:43

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Sigurgeir.

Auðvitað er skipstjórinn sá sem ábyrgðina ber, en það er löngu liðin tíð að þeir hafi eitthvað sjálfstæði gagnvart útgerðinni, hlýði þeir ekki, þá eru þeir látnir fara, þó einhverjar tylliástæður séu týndar til.

Fégræðgi, mannvonska, ég skil bara ekki hvernig þetta fólk treystir sér til að horfast í augun á samborgurum sínum þarna fyrir vestan, jafnvel þó það hafi hlaðið um sig hópi viðhlæjenda, þá munu þeir líka sitja uppi með algjöra fyrirlitningu samfélagsins.

Það kæmi mér ekkert á óvart að það sé ekki þegar búið að panta tjöru og fiður vestur og nú sé menn að lesa gamla vestra um hvernig slík vara var brúkuð saman.

Þetta var þegar fyrirlitið fólk eins og kemur svo glögglega fram í viðtalinu við unga manninn á Rúv, og ég veit að það er af sem áður var þegar eigendur útgerða voru hluti af samfélaginu.

En þau sárindi, að upplifa sig eftir áratuga trúmennsku og tryggð, metin minna en húsdýr eða þræll, þau gróa ekki svo auðveldlega, þarna er kýli sem þarf að stinga á, og ekki á færi annarra en heimamanna að gera það. 

Verra þykir mér viðbrögð okkar hinna, það er þjóðarinnar og yfirvalda, eins glögglega má lesa úr pistlum mínum.

Sjávarútvegsráðherra er reyndar sá síðasti sem flaug í huga mér, en vissulega er það rétt hjá þér að hann á að tjá skömm sína opinberlega, og ég efa ekki að Kristján Þór eigi eftir að gera það.

En ég bara skil ekki hvernig þetta yfir höfuð gat gerst, en þetta gerðist.

Þá á bara að líða þetta, grafa þetta með þögninni.

Ég segi bara eins Churchill sagði á sínum tíma, sjaldan hefur einn atburður gert eins marga smáa.

Það svíður mig mest.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.10.2020 kl. 23:55

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Árni.

Þögnin og skeytingarleysið er víðar en hjá valdsmönnum okkar og embættismannakerfi en þá er þeim mun meiri ástæða til að fólk sem blöskrar tjái sig.

Ég fann ekki færslu þína en mér fannst viðtalið við Láru Júl vera klént, hún féll í þann skjöld útgerðar sem þeir hafa geirneglt í lög að skipstjórinn sé blóraböggull þegar hann er í raun aðeins handlangari í flestum tilvikum.

Þetta er ekki mannréttindabrot.

Þetta er glæpur gegn mennskunni, afturhvarf um áratugi ef ekki aldir í viðhorfum til vinnandi fólks.

Og sóttvarnir eru innantómar ef níðingar komast upp með svona glæp.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 25.10.2020 kl. 00:04

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Í kjölfar fréttarinnar á Ruv á kvöld, sem var virkilega vel unnin og fréttafólki stofnunarinnar fyrir vestan til sóma, þá las ég þessa færslu hjá gömlum Norðfirðing sem hafði verið skipverji á Júlíusi en er kominn núna í annað pláss. 

Tekið af feisbók, höfundur skiptir ekki máli, færslan hans er góð, skrifuð að heilindum á máli alþýðunnar.  Ætti að lesast af sem flestum.

 

 

Illt þykir mér að heyra fréttirnar sem berast frá mínum gamla vinnustað, Júlíusi Geirmundssyni ÍS, þar var ég skipverji í mörg ár. Var með mörgum góðum mönnum þar sem kölluðu ekki allt ömmu sína þegar til vinnu var litið. Hörkukallar flestir.

Horfði á viðtal á RÚV í kvöld við ungan mann sem er skipverji þar um borð og verð að segja að ég tek ofan fyrir honum að tala tæpitungulaust um hvað skipverjar máttu þola í þessari veiðiferð. Því það þarf kjark til að þora að opna þessa umræðu um ægivald útgerðar og skipstjóra yfir skipverjum.

Í þessu tilviki er skelfilegt virðingaleysið sem skipstjóri og útgerð sýnir velferð starfsmanna sinna. Hreint út sagt skelfilegt!

Hákon Blöndal

1 vélstjóri á alla mína virðingu fyrir að koma þessu skelfilega máli uppá yfirborðið. Þar fer maður sem ber hag skipsfélaga sinna fyrir brjósti og er tilbúinn að leggja allt sitt undir. Það sama verður seint sagt um skipstjóra og útgerð.

Vonandi verður þetta til þess að stjórnendur og aðrir sem að þessu ömurlega máli koma dragi þann lærdóm af, að ekkert fyrirtæki lifir ef það hefur ekki starfsmenn. Hroki þessa fyrirtækis hefur í gegnum tíðina einkennst af því að þeir sem hafa atvinnu hjá því megi bara þakka fyrir það...... og þegja.

En þetta varð sem betur fer ekki þaggað niður.

Það er kannski kominn tími til að stjórnendur HG fari að axla ábyrgð á þessum gjörðum sínum gagnvart skipverjum því þó skipstjóri beri á endanum alla ábyrgð, þá vitum við að flest allt er gert í samráði við framkvæmdastjóra fyrirtækisins.

Hann gæti td byrjað á því að senda starfsfólki jólakort til tilbreytingar......svo ég tali nú ekki um jólagjöf.

 

 

 

Hreint út sagt skelfilegt.

Svona gerir maður ekki svo ég vitni í eitt sinn stóran mann.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 25.10.2020 kl. 00:17

7 identicon

Þrælahald er afnumið hjá siðuðum þjóðum, þetta atvik setur okkur sem þjóð á vafalista hvað það snertir.Á plantekrunum áður fyrr var reynt að halda lífi í þrælunum ef þeir veiktust,sumir hugsa ekki þannig. Mannvonska er sumum í blóð borin,Maðurinn kemur nakinn í þennan heim fer héðan jafnnakinn eftir situr reynsla hans í mannlegum samskiptum var hún góð eða slæm, einhver æðri máttur metur það.Kristur sagði í húsi föður míns eru mörg híbýli,vafalítið bæði slæm og góð,gjörningur hvers og eins dæmir manninn sjálfan hvar hann lendir eftir svokallaðann dauða,þar er ekkert um undanþágur hver og einn fer þangað sem breytni hans hefur skapað í gegnum lífið og tilveruna. Þess skulum við minnast í okkar mannlegu samskiptum. Hver og einn ræður sínum nætustað og gjörningur hans dæmir hann sjálfan til þess staðar er hann hefur til unnið.

Sigurgeir Árnason (IP-tala skráð) 25.10.2020 kl. 08:49

8 Smámynd: Theódór Norðkvist

Hvað voru Gunnvararmenn að hugsa? Þetta hér er ekki síður alvarlegt.

Þá hef­ur fé­lagið fregn­ir af því að landað verði úr skip­inu á morg­un án þess að sótt­hreins­un á skip­inu hafi farið fram.

Haldið nauðugum og veik­um við vinnu

Ætli það fari vel í kaupendur fisksins okkar að frétta að hann hafi verið tilreiddur í COVID19-sósu? Verður rukkað aukalega fyrir sósuns?

Theódór Norðkvist, 25.10.2020 kl. 14:02

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Segðu Theodór, segðu.

Þetta er ekki beint orðsporið sem við viljum að fylgi íslenskum vörum.

Ég hjó eftir því að einhver sérfræðingurinn sagði að ekki þyrfti að óttast fryst matvæli en var ekki eitthvað slíkt í gangi á Nýja Sjálandi??

Óttinn er nægur til að skaði skeður.

Jafnvel óbætanlegur fyrir íslenskar sjávarafurðir.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 25.10.2020 kl. 14:29

10 Smámynd: Theódór Norðkvist

Hér er frétt sem sýnir að veiran getur lifað af í frosti.

Kórónaveira greind í frystum matvælum

Theódór Norðkvist, 25.10.2020 kl. 17:20

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir þetta Theodór.

Geymi þennan link ef með þarf.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 25.10.2020 kl. 17:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 9
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 455
  • Frá upphafi: 1412817

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 394
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband