Það sem Þórólfur sagði ekki.

 

Segir meira en það sem hann sagði.

 

Eftir fréttatíma Ruv i gærkveldi þar sem sagt var frá kúgun og ofbeldi sóttvarnarglæpamanna gagnvart veikum skipverjum í síðasta túr Júlíusar Geirmundssonar þá geta sóttvarnaryfirvöld ekki þagað um þann atburð ef þau vilja láta taka sig alvarlega.

Í raun virkar Þórólfur eins og trúður þegar hann hamrar enn einu sinni á grunnreglum sínum; "Að biðja fólk sem er veikt eða með ein­hver ein­kenni sem benda til að það sé með Covid að láta at­huga með sig. Eins að skerpa á öll­um sótt­varn­a­regl­um og um­gengni milli ein­stak­linga. Það verða all­ir að passa upp á þess­ar grunn­regl­ur varðandi sótt­varn­ir því um leið og fólk slak­ar á þeim geta til­vik sem þessi komið upp,",

Þetta er það sem skipverjar á Júlíus Gerimundssyni gerðu og þeim var neitað um slíka athugun, heldur haldið að verki líkt og þrælum á plantekrum Suðurríkjanna.  Lifandi í þeirri óvissu að banvæn veira gekk laus um borð, og það vissi enginn hve illa menn myndu veikjast.

 

Þórólfur ber ekki ábyrgð á sóttvarnaglæpum en hann ber fulla ábyrgð á að þeir séu ekki liðnir.

Það er hann sem er sverð og skjöldur almennings gagnvart gírugu siðblindu fjármagni sem engu eirir þó flest óhæfuverk þess eru unnin í bakherbergjum.

Ef hann krefst ekki beinna aðgerða gegn sóttvarnarglæpamönnum, hver þá??

Áhöfnin??, sem er hótað brottrekstri ef hún segir frá.

 

Ef engin eru vítin, ekkert til að varast, hvað hafa menn þá að óttast??

 

Þegar veirufaraldur er annars vegar þá snúast sóttvarnir að allir séu með, ekki næstum því allir, því fá finnur veiran sér smitleiðir til okkar hinna.

Sóttvarnir snúast líka um trúverðugleika, að þegar menn segja að kóvid veiran geti valdið alvarlegum sjúkdómum, að þeir sýni það í verki að þeir sjálfir taki mark á þeim orðum.

Þeir sem þegja þegar heil skipshöfn er látin búa með veirunni í einangrun út á sjó í heilar þrjár vikur, þeir meina ekkert með því. 

Allt tal þeirra um alvarleika er þá aðeins tæki til að halda völdum og ítökum yfir samfélaginu.

 

Ef veiran getur verið lífshættuleg þá var framinn glæpur gagnvart lífi og limum áhafnarinnar, glæpur sem þarf að rannsaka eftir að hann komst upp.

Sem og að sóttvarnaryfirvöld þurfa að skýra sinn hlut, sína ábyrgð á því að sýkt skip var ekki tafarlaust kallað í land, og varðskip sent á eftir því ef þverkallast var við.

 

Af hverju gerðist þetta??

Af hverju komast menn upp með þetta??

Af hverju þessi þögn??

 

Þögnin, hið ósagða, segir þá aðeins eitt.

Menn trúa ekki sínum eigin orðum.

Eru í hræðsluáróðri.

Eða hvað annað getur skýrt þögnina??

 

Verri er samt þögnin út í samfélaginu.

Hún var ekki svona mikil þegar menn fundu nokkurra ára ljósmynd af ungri lögreglukonu sem hafði hengt einhver merki á búning sinn.

Það þótti ósvinna mikil.

 

En nútímaþrælahald meðal vor.

Að lífi og limum samborgara okkar sé vísvitandi stefnt í hættu.

Nei, það er ekki inn í dag, ekkert sem snertir góða fólkið enda fórnarlömbin allt saman miðaldra hvítir gagnkynhneigðir karlmenn.

 

Það eru nefnilega svona mál sem afhjúpa innri manninn.

Froðusnakkarana, atvinnuupphlaupsfólkið.

Og réttarkerfið, undir hvaða hæl það er.

 

En að Þórólfur skyldi í gras lúta.

Á því átti ég ekki von.

 

Sorglegt.

Kveðja að austan.


mbl.is Fjöldinn kom ekki á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Já, þetta skipsmál er undarlegt og vonandi verður það ekki endurtekið.
Hvað þennan umdeilda Vínlandsfána varðar, þá ætti bara að flagga honum sem víðast til þess að minna á að íslendingar fundu Vínlandið forðum en ekki spánverjar.
Um það bil 500 árum fyrr - en eins og einhver mætur maður sagði "höfðu svo þann góða smekk að týna því aftur".

Kolbrún Hilmars, 24.10.2020 kl. 13:42

2 identicon

 Sæll Ómar.

Ég þóttist merkja það fyrir örfáum árum að sennilega hefði öll tæknivæðing jafnframt orðið
til þess að sá samtakamáttur sem ég held að hafi
oftast verið fyrir hendi og það traust
og öryggi sem fylgdi góðum skipstjóra
hafi horfið eða að litlu og jafnvel engu orðið.

Einhvern tíma hefði verið stímað beint í land.

Þetta er eitthvað sem samtök sjómanna þurfa að fara yfir
og finna virkar leiðir til úrbóta.

Lifðu heill, Austfirðingur góður!

Húsari. (IP-tala skráð) 24.10.2020 kl. 19:20

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Húsari.

Ég tengi það við samþjöppun kvóta og ægivaldi stórútgerðar.

Þegar nóg var til af bátum og skipum, þá gátu góðir sjómenn valið úr plássum, og þá var tæknin ekki komin á það stig að hvaða auli sem er gæti fiskað.  Þá voru sjómenn hetjur hafsins og rifu kjaft, á mannamáli.

En þó kynslóðaskiptin hafi ekki heppnast vel þarna fyrir vestan, þá er útgangspunktur minn að yfirvöld áttu aldrei að líða þetta, eina skýring þess gæti verið sú að þeim hafi ekki verið kunnugt um smitið og menn aðhafast ekki í því sem þeir vita ekki um.

En þá var þeim mun ríkari ástæða til að hafa skoðanir á því og leggja drög að víti sem gróðapungar óttuðust í framtíðinni, og það var þess vegna sem ég sprakk, þegar ég hlustaði á embættismannahjárænuna í Þórólfi um kvöldmatarleitið í gær.  Þögnin í fjölmiðlum sem stafaði af þögn embættismanna, stjórnmálamanna, ráðherra, yfirvalda dóms og réttar, að ekki sé minnst á hjárænuna í stuðningi ASÍ, kveikti svo þennan pistil og þann sem á eftir kom.

En fréttafólk Ruv fyrir vestan brást ekki og vann frétt sem hlýtur að hreyfa við fólki, og neyða hina þegjandi til að grípa til máls, og þar kom fram, sem reyndar hafði komið fram áður, að sóttvarnaryfirvöld vissu af alvarleikanum.

En gerðu ekkert.

Og þar liggur Alvarleikinn Húsari minn góður.

Að sá sem átti að verja, varði ekki.

Það er aðeins eftir á sem menn vita að það versta varð ekki.

Og þá er of seint að bregðast við því.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.10.2020 kl. 23:26

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Kolbrún.

Það verður að sjá til þess að þetta endurtaki sig ekki.

En til þess þurfa hinir sekur að upplifa víti sem varar þá og aðra við í framtíðinni, sem og að yfirvöld læri af þessu máli, því það ótrúlegasta í þessu máli er að fárveikir menn hafi verið neyddir til að vinna þegar vitað er að veiran getur verið bráðdrepandi við vissar aðstæður, og yfirvöld gerðu ekkert í málunum.

Jafnvel þeir sem bera ábyrgð á velferð húsdýra hefðu gripið inní.

Varðandi fánana þá er það dæmi um ómál, sem engu skiptir.

Ég hefði skilið þennan æsing ef fundist hefði gömul mynd af lögreglumanni sem hefði sinnt umferðareftirliti með Liverpool trefil um hálsinn, en þetta ómál hefði orðið af máli ef stjórnendur lögreglunnar hefðu sagt að það væri ekki þeirra að skipta sér af skreytingum einstakra lögreglumanna á einkennisbúning sínum.

En að sjálfsögðu eiga lögreglumenn að vera í einkennisbúningnum eins og hann er en skreyta hann ekki með sínum eigin táknum eða merkjum.  Svo sjálfsagt að þá á ekki að þurfa að ítreka það.

En sé á því misbrestur, þá takast þeir á við það.

Punktur, málið dautt.

En tilraun til manndrápa á aldrei að líðast.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.10.2020 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 456
  • Frá upphafi: 1412818

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 395
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband