Seinni bylgjan ekki jafn banvæn.

 

Herma fréttir frá Bretlandi og yrði örugglega staðfest af íslenskum læknum og víðar.

Stórkostlegar fréttir sem sanna hve mikilvægt er að halda haus og verjast banvænum veirum á fyrstu stigum útbreiðslu þeirra.

Ef það er ekki gert líkt og reyndin var í Svíþjóð, þá deyja margir sem annars hefðu lifað vegna aukinnar þekkingar og tækni til takast á við hinn óþekkta sjúkdóm.

 

Þess vegna er siðleysið þeirra sem þenja lúðra og berja trommur hér í netheimum, og hvetja til sænsku leiðarinnar, ótrúlegt, í raun er verið að hvetja til morða.

Og það á að varða við hegningarlög þegar fjölmiðlar eða einstaka stjórnmálamenn hvetja til að sóttvörnum sé aflétt og veiran fái að ganga laus þar til eitthvað meint harðónæmi hefur náðst.

Ef það hefði gengið eftir, þá væri það í raun ósköp svipað og að eitra vatnsból, drepur ekki alla en drepur vissulega suma.

Ef við værum alvöru þjóð, stjórnað af alvöru fólki, þá væri hluti af ritstjórn Morgunblaðsins og Fréttablaðsins núna teljandi doppur á flísum í ákveðinni byggingu á Hólmsheiðinni, og það væri hafin lögreglurannsókn á áhrifum hægri öfganna í Sjálfstæðisflokknum á sóttvarnir þjóðarinnar, hvort fjárhagsleg tengsl skýrðu andófið, jafnvel hvort það væri tengsl við öfgaöfl í öðrum löndum.

Ef menn þola ekki nýnasistana þá eiga menn ekki að þola þetta og það er ósköp lítill munur á fólki sem hvetur ungt fólk til að afhausa kennara út á götu í nafni trúar, eða berjast fyrir frelsi drepsóttar sem er vitað er mjög banvæn fyrir ákveðna þjóðfélagshópa.

 

Dánartíðni lækkar með aukinn þekkingu.

En það segir ekkert til um hvernig veiran muni haga sér í þessari seinni bylgju, það var seinni bylgjan sem drap flesta í spænsku veikinni, og það virðist vera að ef það er nóg framboð af veirunni þegar fólk sýkist, þá aukast líkurnar á að hún komist framhjá ónæmiskerfinu og valdi þá þessum lífshættulegu sjúkdómum.

Og til þess að það sé hægt að lækna fólk, þá þarf heilbrigðiskerfið að vara starfshæft.

Það mega ekki of margir smitast á sama tíma og veiran má ekki verða það útbreidd að heilbrigðisfólkið veikist og geti ekki sinnt störfum sínum.

 

Því dánartíðin er ekki að lækna vegna þess að veiran er friðsamari, heldur vegna þess að læknavísindin vita meira um hana og hvernig hún bregst við einstökum lyfjum við ákveðnar aðstæður.

Það þarf að ítreka þetta því raddir dauðans munu örugglega snúa þessar frétt á hvolf líkt og þær hafa gert frá upphafi faraldursins.

Munum, sóttvarnir virka, þess vegna eru þær óþarfar.  Eða smit eru ennþá svo fá, þess vegna þarf ekki að grípa inní smitleiðir veirunnar.  En slíkt er aðeins gert fyrirfram en ekki eftir á.

 

Lækning mun finnast.

Bólusetningar munu virka.

Einn daginn er þetta búið.

 

Ef við höldum haus, og hlustum ekki á Raddir dauðans.

Þá munu margir deyja sem annars hefðu lifað.

 

Og það vill enginn.

Kveðja að austan.


mbl.is Seinni bylgjan ekki jafn banvæn í Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Takk fyrir þetta Ómar.

Ég held að það sé of snemmt að segja til um þetta.

1. Aðdragandinn er lengri núna og fyrirvarinn meiri. Kúrfa dauðsfalla gæti tekið lengri tíma að rísa og hún gæti orið mjög svo öðruvísi í laginu. 

2. Ef þetta fer úr böndunum, eins og reyndar gerðist í fyrstu bylgjunni, þá verða dauðsföllin ekki færri í hvaða bylgju sem er.

Hér eru ferskt gögn frá til dæmis Bretlandi: https://coronavirus.data.gov.uk/healthcare og ný kynningarútgáfa: experimental release.

Athugið: að læknar eru af sama mannkyni og þeir sem daglega spá fyrir um hlutabréfaverð, og mistekst það næstum alltaf. Kúrfuáhugamenn.

Bestu kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 22.10.2020 kl. 21:56

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Aðeins meira:

Í mars sögðu margir hér að "allt" yrði komið í samt lag í maí, eða í síðasta lagi í júní. Þeir spádómar voru svo endurnýjaðir á 3-4 vikna fresti fram á haust.

Fyrir aðeins 2-3 vikum síðan sögðu mjög margir hér heima, að ekkert væri að gerast úti í Evrópu og töluðu um hinar og þessar "leiðir". Í dag, þremur víkum síðar, er allt að verða svart þar, einu sinni enn. Ekkert stóðst af því sem sagt var. 

Það er í reynd enginn munur á "sérfræðingum" núna og þeim "sérfræðingum" sem réðu hér ríkjum á bankabóluárunum. Morgunkornin eru næstum því þau sömu. Kringlótt Cheerios með götum í miðjunni. Púffuð sérfræði sem reynir að spá í það sem ekki er mögulegt að spá fyrir um: þ.e. óvissu. Óvissa er óvissa.

Gunnar Rögnvaldsson, 22.10.2020 kl. 22:09

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Fyrri breska krækjan var vitlaust gerð. Hér er hún rétt: https://coronavirus.data.gov.uk/healthcare

Gunnar Rögnvaldsson, 22.10.2020 kl. 22:17

4 identicon

"What are we holding on to, Sam?"

"That there is some good in this world, Mr. Frodo.

And it is worth fighting for."

Svo segir í Hringadróttinssögu.

Við hér á landi verðum að standa vaktina

og berjast til góðs fyrir land og þjóð.

Gegn myrkri illskunnar.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 22.10.2020 kl. 22:35

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Það er hreint ótrúlegt hversu hratt staðan hefur gerbreyst á til dæmis Ítalíu. Tók aðeins tvær vikur. Og í byrjun ágúst lá þar næstum enginn á sjúkrahúsi vegna kínversku Wuhan-veirunnar. Í gær voru komnar 7000 innlagnir og þær verða líklega komnar upp í 10.000 um helgina eða í byrjun næstu viku. Nú þegar er því búið að leggja hald á ca. einn þriðja af þeirri getu sem Ítölum tókst að kreista út úr heilbrigðiskerfinu á hátindi bylgju eitt í apríl.

Gunnar Rögnvaldsson, 22.10.2020 kl. 22:47

6 identicon

Í framhaldi af þeim tölum sem Gunnar tilgreinir,

má t.d. nefna að auki:

43.000 smituðust í Frakklandi síðasta sólarhring.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 22.10.2020 kl. 22:55

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Gunnar.

Efnislega ertu að segja þá hluti sem ég hamra reglulega á hér í pistlum mínum en í þessum pistli lagði ég út frá sem margan er farinn að gruna, og læknar hér impra á, að það gangi betur að glíma við veiruna á gjörgæslunni, sem og að inngrip fyrr á ferlinum virðist draga úr þörfinni á innlögn á gjörgæslu.

Staðreynd sem full ástæða til að vekja athygli á, og þá í réttu samhengi því mig grunar að nagið gegn sóttvörnum muni segja að þarna sé komin enn ein sönnunin um að sóttvarnir sé mun harðari en tilefnið er til.

Því nagið snýr hlutum á hvolf, þessi árangur næst vegna sóttvarna, heilbrigðiskerfið ræður við álagið og fær að þróa varnir sínar, og alla vega hver dagur sem líður án þess að farsóttin fari úr böndunum, verði stjórnlaus, er dagur sem tryggir að fleiri lifi af þennan sjúkdóm.

Vegna þess í næstu viku, eða næsta mánuði verður einhver tímamótauppgötvun, líkt og varð með ebóluveiruna þegar hún virtist vera komin úr böndunum.  En á meðan eykst alltaf þekkingin með hverjum deginum.

En réttilega eins og þú bendir á, þá er faraldurinn alveg jafn banvænn, og drepa stjórnlaust nema gripið sé til allsherjarlokana.

Þá Gunnar fór ég að spá í af hverju þú vildir ítreka þessi sannindi, og ég las fyrirsögn mína.

Þar varð mér á, það var hún sem vakti athygli mína á fréttinni, var að fara út úr vafranum, en hugsaði með mér, hvað eru þeir núna að blekkja, og las þá þessu fínu frétt.

Pistlaði um fréttina, gleymdi hinni blekkjandi fyrirsögn, gerði hana að minni.

Að sjálfsögðu veit enginn hvernig þessi seinni bylgja verður, og læknar eru allra síst að spá um það, segja eins og er að veiran sé óþekkt, það veit enginn um hegðun hennar, nema að hún sé óútreiknileg.  Þeir sem spá eða gera lítið úr henni eru allir hluti af Naginu sem ég kalla svo.

Lýsandi fyrirsögn fyrir pistilinn og fréttina hefði til dæmis átt að vera; "Glíman við veiruna gengur betur", fleiri ná bata en áður.

Mér til afsökunar var Gunnar að ég stalst úr uppvaskinu, átti svo von á gestum frá Eskifirði, og þaðan er styttra en úr Hafnarfirði í 101 í morgunumferðinn.

Allt gert í fljótheitum eins og oft áður.

Það er sögufölsun að breyta fyrirsögninni, takk fyrir athugasemdirnar, þær leiðrétta misskilning, og bæta við efnistök mín.

Einn daginn er þetta búið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.10.2020 kl. 23:13

8 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Ómar.

Engin þörf á að bæta fyrir neitt. Það fólst alls engin gagnrýni í orðum mínum. Þau eru að minnsta kosti ekki meint þannig. Ég gæti hæglega haft rangt fyrir mér, eins og rétt. Þetta eru aðeins vangaveltur. Við skulum vona að eitthvað mjakist í rétta átt í lækningum. En það var hins vegar rangt að reyna að opna landið og slaka á síðsumars. Hér sem annars staðar. Það voru mistök, byggð á lélegum rökum og óskhyggju.

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 22.10.2020 kl. 23:56

9 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þetta er í rauninni engin frétt, heldur hefur verið ljóst öllum sem fylgjast með þessum tölum í að minnsta kosti mánuð.

Þorsteinn Siglaugsson, 23.10.2020 kl. 00:01

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Símon.

Fann þetta ekki hjá Þorsteini, en svona sagði Gúgli að Jr. Tolkien hefði sagt þetta.

“It’s like in the great stories, Mr. Frodo. The ones that really mattered. Full of darkness and danger they were. And sometimes you didn’t want to know the end. Because how could the end be happy? How could the world go back to the way it was when so much bad had happened? But in the end, it’s only a passing thing, this shadow. Even darkness must pass. A new day will come. And when the sun shines it will shine out the clearer. Those were the stories that stayed with you. That meant something, even if you were too small to understand why. But I think, Mr. Frodo, I do understand. I know now. Folk in those stories had lots of chances of turning back, only they didn’t. They kept going, because they were holding on to something. That there is some good in this world, and it’s worth fighting for.”

Lífið er þess virði.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.10.2020 kl. 00:13

11 identicon

Skil vel að þú hafir ekki fundið tilvísun í Tolkien hjá Þorsteini.

Sú sem ég vísa til er úr kvikmynda útgáfunni.

En þín beina tilvitnun í meistara Tolkien er vitaskuld enn fyllri og dýpkar skilning okkar við hvaða illskunnar myrkur er að etja.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 23.10.2020 kl. 00:27

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Þorsteinn.

Þú skoraðir ekki hátt á akademísku prófi með þessari athugasemd þinni.

Mér vitandi eru þetta fyrsta rannsóknin sem ber saman sambærilega hluti og vinnur úr tölfræðigögnum á vísindalegan hátt, sem er víst eitthvað sem tekur fram "mér finnst" reglunni.

Og að það séu ekki bornar saman epli og appelsínur.

En þetta er úrvinnsla tölfræðigagna, rannsakar ekki ytri aðstæður eins og styrk veirunnar þegar hún smitaði, magn hennar í umhverfinu og svo framvegis. 

Ég las í einhverju medesín blaðinu að slíkt gæti verið skýring á hve veiran gæti virkað meinlaus fyrir einn en bráðdrepandi fyrir annan.

Og mundu, þú ert ennþá á Barrington línunni þar sem það er viðurkennt að veiran er drepsótt fyrir ákveðna hópa.

Svo það er um að gera að finna skýringuna en detta ekki gamla hjólfarið um meinlausu flensuna.

Nú er bara að þrauka, þeir vita miklu meir eftir mánuð eða svo.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.10.2020 kl. 08:14

13 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það hefur legið fyrir lengi að dauðsföll sem hlutfall af fjölda smita hafa farið hraðminnkandi í Bretlandi. Það hefur verið öllum ljóst sem fylgst hafa með gangi mála.

Þorsteinn Siglaugsson, 23.10.2020 kl. 13:56

14 Smámynd: Ómar Geirsson

Láttu ekki svona Þorsteinn.

Það þarf að bera saman sambærilega hluti, og það var gert.

Með niðurstöðu sem ekki er hægt að rífast yfir.

Mér "finnst" rök þín voru ekki hluti af þeirri rannsókn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.10.2020 kl. 16:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 13
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 459
  • Frá upphafi: 1412821

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 398
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband