22.10.2020 | 10:46
Skynsamleg svör ráðherra.
Skynsamleg nálgun því það er til lítils að þróa sóttvarnir um hvað gengur og hvað gengur ekki, ef svo öllu er bara lokað vegna einhvers sem gekk ekki.
Gamla góða hóprefsingin er ekki líkleg til að virka ef sátt á að nást um sóttvarnir.
Það er svo margt sem getur gengið, ef menn leggja sig fram um að láta það ganga.
Kallast lærdómur, það að læra af reynslunni.
Það er svo mikilvægt að sem flest svið þjóðfélagsins gangi innan ramma þeirra sóttvarna sem hafa sýnt sig að virki.
Af hverju smitast svo fáir í búðum??
Jú það er vegna þess að menn gæta að fjarlægðarmörkum, starfsfólk er duglegt að sótthreinsa, og grímur geta gert gæfumuninn þar sem erfitt er að koma í veg fyrir mikla nálægð.
Lok, lok og læs voru eðlileg viðbrögð í vor en síðan höfum við lært, aflað þekkingar, rekið okkur á hvað gengur, og hvað gengur ekki.
Mikilvægt er að hlusta á þá sem þekkja til viðkomandi starfsemi eða afþreyingar, íþrótta eða annað, ekki hafna hugmyndum að óreyndu.
Fólk á að upplifa vilja til lausna, ekki tregðu kerfishugsunar.
Jafnt í sóttvörnum sem og í beitingu þeirra úrræða sem er í boði til að hjálpa einstaklingum og fyrirtækjum til að lifa kóvid af, fjárhagslega, rekstrarlega.
Ef eitthvað má gagnrýna, þá er það að fjölmiðill hafi þurft að kalla eftir þessum svörum og útskýringum.
Rökin áttu að liggja strax fyrir, sem og ákall um samráð útí samfélagið um bæta og þróa sóttvarnir.
Skiptir samt ekki öllu, aðalatriðið er að menn læri og bæti sig.
Listamenn segja til dæmis að aðgerðir stjórnvalda séu ekki nógu markvissar, að kerfishugsun flækist fyrir.
Hví í fjandanum var það ekki lagað strax í fyrradag??
Hvað á það að fyrirstilla að svona mál séu ekki rædd í öllum fréttatímum ríkisfjölmiðils okkar, á Alþingi, innan ríkisstjórnarinnar og svo framvegis??
Það er þetta sem við eigum að hugsa um, það er þetta sem við eigum að ræða.
Stríðið við veiruna og hvernig við ætlum að sigra hana.
Þannig að við séum öll lifandi, hress og kát, svona eins og hægt er á dauðans alvöru tímum.
Ef það er rétt að sjálfsmorðsbylgja hafi gengi yfir, af hverju er ekki brugðist við??
Fyrir langa löngu síðan, það er svo margt hægt að gera annað en að gera ekki neitt.
Það tekst ekki allt en viljinn skilar miklu, til dæmis lærdómi um það sem betur má gera, þróar nýjar hugmyndir og svo framvegis.
Að gera hins vegar ekki neitt er glæpur.
Í alvöru.
Aðgerðaleysi, í þessu jafnt sem öðru, er eini glæpurinn.
Að gera ekki nóg, að gera mistök og svo framvegis er aðeins hluti af því ferli sem kallast að takast á við hlutina.
Ferli sem skilar alltaf árangri, stundum fullum ef vel tekst til.
Að framkvæma, að upplýsa, að gagnrýna.
Þessi þrenna knýr lærdóms ferli okkar áfram.
Knýr áfram stríðið við veiruna.
Þetta hefst allt.
Það er öruggt.
Lækning finnst.
Það er öruggt.
Erfitt á meðan því stendur.
En okkur var aldrei lofað auðveldu lífi.
Slíkt er aðeins sjálfsblekking þess að hafa verið svo lánsöm að búa í landi þar sem stríð og sjúkdómar hafa haldið sig fjarri í áratugi.
En þeim mun sætari verður ávöxtur sigursins þegar hans verður loksins neytt þegar þetta allt er afstaðið.
Þó það verði aðeins augnablik áður en nýjar áskoranir taka við.
Þá er það þess virði.
Kveðja að austan.
Starfsemi sem leiddi til hundraða smita óheimil | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 178
- Sl. sólarhring: 648
- Sl. viku: 5762
- Frá upphafi: 1399701
Annað
- Innlit í dag: 150
- Innlit sl. viku: 4914
- Gestir í dag: 149
- IP-tölur í dag: 149
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.