Hvenær verðum við næsta Írland??

 

Þurfum að loka öllu vegna þess að okkur skorti kjark til að grípa til nauðsynlegra aðgerða í tíma.

Loka á smitleiðir á meðan veiran hafði ekki náð að grafa djúpt um sig í samfélaginu.

Vegna þess að það var hlustað á vanvita sem töldu sig geta rifist um staðreyndir.

 

"Á þeim tíma sagði vara­for­sæt­is­ráðherra lands­ins, Leo Vara­dk­ar, að til­mæli sótt­varna­lækn­is um að loka land­inu í fjór­ar vik­ur væru ekki nægj­an­lega út­hugsuð. Nú er það mat rík­is­stjórn­ar­inn­ar að nauðsyn­legt sé að loka öllu í sex vik­ur til að verja lands­menn.".

 

Fjórar vikur hefðu dugað en stjórnmálamenn töldu sig vita betur.

Núna þarf sex og enginn veit um árangurinn því svo mörgum smitleiðum er haldið opnum.

Það á að verja jólin en þá hefðu menn átt að hlusta fyrr.

 

Hér var landið opnað fyrir innflutning á smiti því stjórnmálamenn töldu sig vita betur.

Og því var ekki lokað í tíma því stjórnmálamenn töldu sig vita betur.

Samt virtist þetta allt vera á réttri leið, en þá blossað upp ný bylgja þar sem veiran virtist vera öflugri en áður.

 

Þá var ekki gripið inn í á fullum styrk í tíma því stjórnmálamen okkar töldu sig vita betur.

Þess vegna erum við einu level frá því að hér verði öllu lokað, sem er óhjákvæmilegt ef núverandi aðgerðir mistakast.

Og þá eru jólin farin í gin kóvid.

 

Samt voga þessir vanvitar sér að grafa leynt og ljóst undan öllu sem gert er.

Dag og nótt og týna allt til.

Núna síðast gekk Miðflokkurinn á lýðskrumsvagn hægri öfganna sem sækja styrk sinn í hyldýpi myrkursins.

 

Borgarleg réttindi var það heillin.

Þar áður sóttvarnir ekki nógu fyrirsjáanlegar.

Undirliggjandi er síbyljan um að leyfa veirunni að dreifa sér og drepa að vild.

 

Það er nefnilega aur í rjúkandi rústinni.

Þá er hægt að sækja silfrið í kistuna sem geymd er í skattaskjóli og kaupa upp ódýrt.

Heimili, fyrirtæki, eignir.

 

Flestir sem dansa þennan taktfasta Hrunadans geta rifist sína á milli hvort þeir séu frekar fífl en vanvitar, en undirliggjandi er djúpstæður illvilji sem veit hvað hann gerir þegar hann fjármagnar nagið gegn sóttvörnum.

Frelsi veirunnar til að drepa er enn eitt vopnið í vopnabúri hins altæka frelsis auðmanna til að ræna og rupla okkur hin.

Sem og skjaldborgin um frelsið til að siga innheimtulögfræðinga á almenning, frelsi verðtryggingarinnar til að mæla hamfarir sem verðbólgu, samofið frelsinu til að leggja niður störf og flytja þau í þrælabúðir globalsins, eða frelsinu til að flytja fjármagn úr landi án þess að greiða að því sanngjarnt gjald til samfélagsins.

 

Þetta fólk veit hvað það er að gera.

Það er vissulega siðlaust, sálarlaust, en það er ekki vitlaust.

Allt á sér tilgang, líka nagið gegn sóttvörnum.

 

En það er okkar að hindra að leppar þess og skreppar í stjórnmálum taki af okkur jólin.

Hindra að nag þess skilji það margar leiðir opnar fyrir veiruna að dreifa úr sér, að lok lok og læs er óhjákvæmilega næst skref.

 

Heilbrigðisyfirvöld eru á réttri leið.

Það má vissulega deila um útfærslu, en ef vel er fylgst með glufum, til dæmis með markvissum sýnatökum, þá er hægt að fylla uppí þær jafn óðum og ljóst er að þær leka smiti.

Það er líka mikilvægt að útfæra sóttvarnir á þann hátt að sem flest gangi að teknu tilliti til að ýtrustu sóttvarna sé gætt.

Í stríði læra menn að takast á við óvininn og þó fátt hafi verið í boði en að grafa sig niður í holur þegar hann fór fyrst að sprengja og drepa, þá þarf ekki svo að vera um aldur og ævi.

 

Sóttvarnaryfirvöld eiga að hafa kjark til að aðlaga sig að breyttum aðstæðum.

Hafa kjark til að nýta sér þekkingu og reynslu sem baráttan fram að þessu hefur skilað.

Lykilatriðið er sveigjanleiki, að bregðast snöggt við ef eitthvað gengur ekki sem var talið ganga.

Þannig næst meiri sátt og samstaða út í samfélaginu og í því liggur lykillinn að árangri.

 

Við þurfum ekki að verða næsta Írland.

Almenningur vill ekki verða næsta Írland.

Almenningur er því tilbúinn að gera það sem þarf.

 

Spilli stjórnmálastéttin fyrir vegna þess að hluti hennar þjónar öðrum en almenningi, þá eru til lög um slíka spillingu.

Skemmdarvargar og hryðjuverkafólk njóta ekki friðhelgi laga.

Sóttvarnaspillar ekki heldur.

 

Það er tími til kominn að stjórnmálastéttin átti sig á því.

Og að það sé hennar að stinga á kýlinu og hreinsa út gröftinn.

 

Annars!!??

Er hún allavega ekki í okkar liði.

 

Það er bara svo.

Kveðja að austan.


mbl.is Írlandi nánast skellt í lás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Spyrja má hvað búi að baki ákvörðunar

Svandísar Svavarsdóttur að undirrita reglugerð

sem beinlínis gengur í berhögg við tilmæli

sóttvarnalæknis, Þórólfs Guðnasonar.

Að koma sérstaklega úr leyfi til að gefa út

reglugerð í eigin nafni, Svandísar Svavarsdóttur,

sem auglýst er í Stjórnartíðindum 20. okt. 2020.

Hvað veldur svo einbeittum vilja hennar

að gera tilmæli sóttvarnalæknis marklítil?

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 20.10.2020 kl. 12:28

2 identicon

Líkamsræktarstöðin Hreyfing, í eigu Ágústu Johnson eiginkonu Guðlaugs Þórs

hefur nú sent frá sér yfirlýsingu um hún ætli ekki

að nýta sér "glufu í reglugerð" Svandísar

og segir það vegna "samfélagslegrar ábyrgðar"

Það er ljóst af þessu að Svandís mun

sitja ein í súpunni, ef smit verða rakin til 

annarra líkamsræktarstöðva sem nýta sér

"glufu í reglugerð" hennar.

Og þá verður hún ásökuð um að hafa

ekki sýnt "samfélagslega ábyrgð" með því

að hafa farið gegn tillmælum sóttvarnalæknis.

Svandís hefur komið sér í djúpan pytt

og það mun reynast henni og Vg dýrkeypt.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 20.10.2020 kl. 15:26

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Símon Pétur.

Þetta er það sem véfréttin sagði um þessa ákvörðun heilbrigðisráðherra;

"Heilbrigðisyfirvöld eru á réttri leið.

 

Það má vissulega deila um útfærslu, en ef vel er fylgst með glufum, til dæmis með markvissum sýnatökum, þá er hægt að fylla uppí þær jafn óðum og ljóst er að þær leka smiti.

 

Það er líka mikilvægt að útfæra sóttvarnir á þann hátt að sem flest gangi að teknu tilliti til að ýtrustu sóttvarna sé gætt. Í stríði læra menn að takast á við óvininn og þó fátt hafi verið í boði en að grafa sig niður í holur þegar hann fór fyrst að sprengja og drepa, þá þarf ekki svo að vera um aldur og ævi.

 

Sóttvarnaryfirvöld eiga að hafa kjark til að aðlaga sig að breyttum aðstæðum. Hafa kjark til að nýta sér þekkingu og reynslu sem baráttan fram að þessu hefur skilað. Lykilatriðið er sveigjanleiki, að bregðast snöggt við ef eitthvað gengur ekki sem var talið ganga. Þannig næst meiri sátt og samstaða út í samfélaginu og í því liggur lykillinn að árangri.".

Í þessu samhengi er meir undir en rekstur líkamsræktarstöðva, það er svo margt sem gæti hugsanlega gengið ef menn skipuleggja fjarlægð og gera kröfu um grímunotkun.

Þannig færðu fólk með þér, það er þetta samráð sem skiptir svo miklu máli en virðist stundum gleymast í álagi dagsins, vísa til dæmis í færslu formanns KKÍ.

Það tekur viku-tíu daga að þróa þetta, sumt gengur annað ekki.

En þá í fyrsta lagi hafa menn tekið þátt í að móta sóttvarnir í sínu nærumhverfi, í því felst lærdómur og tímalína sem hugsanlega þróar lausnir, og ef það gengur ekki, þá er ekki við neinn að sakast, allra síst að menn geti beint reiði sinni að sóttvarnaryfirvöldum.

Sem menn gera í dag, og nagið kyndir undir.

Ég las ágætt dæmi á feisbókarsíðu í dag um hvernig nagið vinnur, lygar sem er svo auðvelt að afsanna, blekkingar þar sem fullyrt er eitthvað út frá samhengi sem stenst ekki, og svo framvegis.  Þeir sem gefa slíku grið á síðum sínum í nafni kurteisinnar, eru í raun að bregðast sínum persónuleg sóttvörnum, því það er skylda allra að þagga niður í naginu þegar það fer með fleipur. 

Það er svo auðvelt að spyrja Wikipdeíu um sóttvarnir einstakra þjóða, að alvarleiki útbreiðslunnar réði strangleika sóttvarna, það var ekki illvilji sem skýrðií að gripið var til lokana á Ítalíu, Spáni, Bretlandi og að mörgu leiti í Frakklandi líka, heldur að veldisvöxturinn var orðin óviðráðanlegur.  Sem var ekki í löndum eins og Hollandi, Belgíu eða Þýskalandi, og þó margir dóu í Belgíu, sem bendir til þess að sóttvarnir þar, sem og í Hollandi hefðu mátt vera strangari, þá töldu Belgar alla, en ekki bara suma eins og víðast annars staðar.  Sem og að Norðurlönd, að Svíum undanskildum, lokuðu áður en veiran hafði breiðst út, þar með ekki þörf á eins ströngum aðgerðum, sem og að færri dauðsfall haldast í hendur á minni útbreiðslu.

Síðan er það vitað Símon Pétur að veiran var að veiklast þegar skorið var á frjálst flæði milli landa, hún náði því ekki að endurnýja þrótt sinn, og þess vegna sluppu Svíar vel miðað hvað hefði gerst ef þeir hefðu fengið veiruna yfir sig á svipuðum tíma og Norður Ítalir.  Áður en allt var lokað þar, þá voru samt strangar sóttvarnir í gildi, ekki síður en í Svíþjóð, samt dugði það ekki að hindra útbreiðslu veirunnar, en með sömu eða minni sóttvörnum fjaraði faraldurinn út í Svíþjóð.  Og vodkað dugði í Hvíta Rússlandi, þegar nagið bendir á þá sóttvörn, eða hinn meinta árangur Svía að slátra hátt í 5.000 fleiri en á hinum Norðurlöndunum til samans, og notar það sem rök fyrir að hinar ströngu sóttvarnir vorsins, sem æ fleiri þjóðir eru að endurnýja, hafi verið tilgangslitlar eða jafnvel hvatt veiruna áfram, þá býr eitthvað annað undir en sannleiksást.

Wikipedía getur einnig upplýst allt um veiruna, eða Gúgli frændi, DNA bygginguna hennar og af hverju veirusérfræðingar telja hana ekki manngerða.  Hér á Moggblogginu var pistlaði ágætur veirufræðingur, Arnar Pálsson, hann færði sig um set og hér er linkur á hann; https://uni.hi.is/apalsson/IS/

Meir að segja Barrington yfirlýsingin viðurkennir hve hættuleg veiran er eldra fólki og fólki í áhættuhópum. 

Aðeins fífl segja að dánarhlutfall þessara hópa sé 0,3% sem ég las víst í dag.

Af hverju er ég að segja þér þetta Símon Pétur?'

Jú, að halda sjó gegn bulli er líka sóttvörn.

Það má vera að Svanhvít hafi tekið ranga ákvörðun, en aldrei þessu vant þá skil ég hugsunina að baki hennar.

Þó væri ekki til annars en að fá sönnunina um að bandsettar grímurnar eru falskt öryggi.

Og í kjölfarið verði þjóðarátak um að vísa veirunni úr landi.

Svo er það fótboltinn Símon minn, svo er það fótboltinn.

Að mörgu er að hyggja.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 20.10.2020 kl. 20:19

4 identicon

Hver er "véfréttin" sem þú vitnar í?

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 20.10.2020 kl. 22:10

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Veit það ekki, textinn kemur bara og stundum skil ég ósköp lítið í honum sjálfur.

Sem er einmitt einkenni góðra véfrétta.

Þetta hérna er hins vegar ekki í véfréttastíl, linkur á frétt sem Grótta sendi frá sér.

https://www.mbl.is/sport/frettir/2020/10/20/harma_tha_akvordun_ad_utiloka_born_og_ungmenni/

Þetta næst ekki nema mönnum beri gæfa til að vinna með og læra af reynslunni.

Annars endar þetta bara í annars vegar 60+, plúss Þórólfur og Víðir, hins vegar fólkið sem er opið fyrir nagi, hlustar á það, lætur það brengla allt veruleikaskyn sitt.

Þetta vissi véfréttin.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.10.2020 kl. 07:43

6 identicon

"Glufur í reglugerð" heilbrigðisráðherra

eru ekki beint fallnar til að stoppa í götin.

Það gefur auga leið.

En "véfréttinni" mælist annars vel.

Takk fyrir svörin, Ómar.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 21.10.2020 kl. 13:26

7 identicon

Það er algjörlega kýrskýrt

að Þórólfur hefur verulegar áhyggjur

af "glufu"gerð Svandísar.

Vefrit VG hét á sínum tíma "Smugan"

nú gæti það heitið "Glufan - World Class"

Eða upp á norræna útrás "Smuthullet"

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 21.10.2020 kl. 13:40

8 identicon

"Fjórar vikur hefðu dugað

en stjórnmálamenn töldu sig vita betur."

Rétt, Ómar Geirsson.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 21.10.2020 kl. 14:14

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Símon Pétur.

Þú nærð ekki pointinu.

Sá sem les pistil minn, það er frá fyrirsögn og fetar sig áfram frá fyrstu málsgreinum, hann sér að ég er nákvæmlega að hjóla í það sem þú bendir á.

Svo tók bara véfréttin yfir Símon minn.

Ekki mitt að rífast við hana.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.10.2020 kl. 16:15

10 identicon

Ég næ alveg punktinum,

er aðeins að líta á hann sem línu

og ydda odd hennar; hvessa oddinn.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 21.10.2020 kl. 16:20

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Nei Símon Pétur.

Pointið er að ég ætlaði að skrifa allt sem þú sagðir, og hefur réttilega bent á.

Svo tók véfréttin yfir.

Það er pointið, og er eins og það er.

Virtu mér það til vorkunnar að ég er sá sem þarf að verja.

Það sem ég varla skil.

Reyndar vanur, hef lent í þessu áður.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.10.2020 kl. 16:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 315
  • Sl. sólarhring: 709
  • Sl. viku: 5899
  • Frá upphafi: 1399838

Annað

  • Innlit í dag: 282
  • Innlit sl. viku: 5046
  • Gestir í dag: 275
  • IP-tölur í dag: 274

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband