19.10.2020 | 18:23
"Borgaralegum réttindum er ýtt til hliðar"
Sjaldan hef ég verið eins kjaftstopp á ævi minni og lesa þessa frétt þar sem vitnað er í orð þingmanns Miðflokksins.
Látum það kjurt liggja að Bergþór Ólason var staðinn að fáheyrðri kvenfyrirlitningu, klámkjaft og sem og er algengara, og fáir geta lýst sig saklausa af, almennu fyllerísröfli, og í raun er staða hans sem þingmanns háð þingsköpum en ekki samþykkt kjósenda Miðflokksins á slíkum viðhorfum, eða annað sem hann var uppvís af á frægum fyllerí sem kennt er við Klausturbar.
Í raun var það röfl gæfa Miðflokksins, tveir af allra hæfustu þingmönnum Alþingis höfðu vistaskipti frá flokki grenja án afleiðinga, yfir í flokk sem hafði vitsmuni til að meta hæfileika þeirra.
Látum það kjurt liggja.
En þegar viðkomandi þingmaður, sem greinilega hóflega kann að skammast sín, tekur upp málflutning hægri öfga Sjálfstæðisflokksins, sem bera beina ábyrgð á annari og þriðju bylgju kórónuveirunnar og hafa alla tíð grafið undan sóttvörnum þjóðarinnar, og reynir að toppa Frú Sigríði Andersen, þá er ekki hægt að láta kjurt liggja.
Eða beðist afsökunar á því að á einhverjum tímapunkti sem hægfara miðjumaður hafa talið Miðflokkinn og Sigmund Davíð valkost í íslenskum stjórnmálum.
Bergþór hefur ekki vit til neins annars en að vera málpípa.
Að baki liggur Sigmundur sem augljóslega er ekki heill eftir gildruna sem samstarfsmenn hans innan þáverandi ríkisstjórnar lögðu þegjandi samþykki yfir, þó refshætti Helga Seljan væri kennt um.
Af öllu því sem afleiðingar heimsfaraldursins bjóða upp á, þá var kosið að reyna að toppa heimsku, mannfyrirlitningu og í raun myrkrið sem hægri öfgar Sjálfstæðisflokksins sækja í.
Hagsmunir kjósenda Miðflokksins, sem sannarlega eru eldri en yngri og margir glíma við undirliggjandi sjúkdóma, eru einskis metnir, svona ef ske kynni að til væru þau fífl og aumkunarverðir siðleysingjar innan Sjálfstæðisflokksins, sem telja hryðjuverk hægri öfganna, sem í raun eru landráð miðað við alvarleik málsins, ekki nægjanleg.
Að ef einhver gengur lengra, þá séu það atkvæði sem hægt er að gera út á.
Ef Bergþór Ólason verður þingmaður Miðflokksins á morgun, burtséð frá klámkjafti hans og kvenfyrirlitningu, þá er það skýr og stór áfellisdómur yfir Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, í það minnsta þeim sem fá kaup fyrir að gera hann heilan.
En það mun aldrei afsaka þá mætu þingmenn Ólaf Ísleif og Karl Gauta, samkeppni við hægri öfga, dauða og djöful, að líða það er sama og samþykki.
Vissulega er hægt að hlæja og flissa, slá úr og í, spila sig fífl, eða vísa í að ekki séu miklar gáfurnar hjá Pírötum.
Jafnvel sú djúpstæða lágkúra að reyna gera gott úr hægri öfgum, reyna jafnvel að réttlæta þá sem tilbiðja skurðgoð sem ganga gegn kristnum sið.
Svona í trausti þess að Móses hafi verið sá síðasti sem náði virkja eldingar af himnum ofan til að stöðva slíka dauðadýrkun og óáran.
Eins og það sé ekki dómur í þessu lífi eða næsta.
Að maður þurfi aldrei að standa ömmu sinni reiknisskil.
Það er ekki bara svo.
Og þó þeir sem eiga að vita betur, forherðist og segist að þeir viti ekki betur.
Þá fær það engu breytt um smán þeirra og niðurlægingu.
Sem er líka smán og niðurlægingu þeirra sem nýttu atkvæði sitt til að styðja.
Fólk og flokk sem hafði aldrei neitt með hægri öfga að gera.
Kannski ekki borgarleg réttindi í húfi, en öll þau réttindi sem felast í að hafa trúað og treyst.
Fólk sem vildi vel og hafði margt gott til málanna að leggja.
Ekki fólk sem fyrirleit okkur hin og sagði fullum fetum að ótímabær dauði foreldra okkar, afa og ömmur, vini okkar og ættingja sem voru eldri en yngri, höfðu jafnvel fengið bót sinna mein með lyfjum og lækningum og gat aldrei grunað að illska hægri öfganna teldi það þar með vera réttdrægt, það er ef dauðaveiran kysi að slá skoltum sínum um lífsönd þess.
Slíkt fólk var ekki í framboði fyrir Miðflokkinn.
Allavega vissi enginn betur.
Kveðja að austan.
Segir ríkisstjórnina skýla sér bak við þríeykið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:05 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 363
- Sl. sólarhring: 709
- Sl. viku: 5947
- Frá upphafi: 1399886
Annað
- Innlit í dag: 323
- Innlit sl. viku: 5087
- Gestir í dag: 315
- IP-tölur í dag: 313
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er fullkomlega sammála þér Ómar.
Bergþór Ólason er helsta vandamál Miðflokksins.
Hann er
og hefur verið Akkilesarhæll Sigmundar Davíðs.
Verði hann áfram í framboði fyrir Miðflokkinn,
þá mun það verða flokknum afar dýrt spaug.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 19.10.2020 kl. 20:29
Ja, ég benti á að ef hann yrði þingmaður flokksins á morgun, þá segði það eiginlega allt sem segja þyrfti.
En ég svo sem hef líka bent á forystuleysi Kötu að vera ekki búin að víkja börnunum og Guðlaugi úr ríkisstjórninni.
Sbr. að sjaldan hafa eins fá fífl valdið eins mörgum tjóni.
En það afsakar ekkert þessi orð Bergþórs.
Þetta er ekki upptekið fyllerísraus, þetta er ekki gildra.
Þetta er yfirlýsing, sem gerir aðra samseka.
Og það er þeirra að bregðast við.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 19.10.2020 kl. 20:50
Heyrt hef ég einhvern kalla hann Bergþór bö.. eftir frammistöpðu hans á Klausturbarnum.
Halldór Jónsson, 20.10.2020 kl. 03:39
Þrátt fyrir nafnið er Miðflokkurinn öfgahægriflokkur, myndaður af þeim sem lengst voru til hægri í Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum, og enginn stjórnmálaflokkur sem á sæti á Alþingi vill mynda ríkisstjórn með Miðflokknum.
Núverandi ríkisstjórn er fyrir margt löngu kolfallin, samkvæmt öllum skoðanakönnunum, og langlíklegast að í næstu ríkisstjórn verði Samfylkingin, Vinstri grænir, Viðreisn og Píratar, sömu flokkar og nú mynda meirihluta borgarstjórnar.
Þorsteinn Briem, 20.10.2020 kl. 08:52
Blessaður Halldór.
Verra er að því miður held ég að hann sé málpípa, það skýrist samt næstu daga.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 20.10.2020 kl. 10:49
Blessaður Steini.
Loksins þegar þú mætir sjálfur en ekki skæri þín, þá mætir þú hérna sem einhver dómsdagsspámaður.
Við skulum vona að það sé ekki svo illa komið fyrir þjóðinni að fólk sem er aðeins skurn um frasa og froðu verði fengið til að skara í eld ógæfu hennar.
Nógu mikið hefur Marbendill hlegið dátt þessa dagana.
Ég spái því að þú sért ónýtur dómsdagsspámaður, hafi ekki þungann sem þarf, eða æfinguna.
Hvað sem gerist þá verður ekki farið í bálið úr eldinum.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 20.10.2020 kl. 10:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.