Er ekki kominn tími á þennan sjálfsbirgingshátt??

 

Svona núna þegar jólin eru undir.

Fótboltasumarið eyðilagt, innanhúsíþróttir í uppnámi, álag á gjörgæslu nálgast hættustig, og þeir sem þurfa á hjálp samfélagsins vegna kóvid hamfaranna, segja að á þá sé ekki hlustað, aðstoð gagnist alltof fáum.

 

Ef Katrín væri þessi leiðtogi sem hún gumar sér af, þá væru ekki ráðherrar í ríkisstjórn hennar sem leynt og ljóst hafa unnið gegn sóttvörnum frá fyrsta degi.

Og þá hefði seinni skimun verið tekin upp strax og ljóst var að landamærin láku.

 

Þá væri ekki kóvid.

Þá yrðu jól.

 

Ekki aðeins mont og sjálfshól.

Kveðja að austan.


mbl.is Hvað geta önnur lönd lært af Íslandi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

3 á gjörgæslu. 27 á sjúkrahúsi.

Einu sinni réð heilbrigðiskerfið við álagstoppa vegna árstíðabundinna veirusýkinga. Jafnvel mun betur. Og þá voru færri sjálfsmorð, minni örbirgð, brottfall í skólum minna og framtíðarhorfur betri (þrátt fyrir að árið 2009 hafi verið í kjölfar allsherjarhruns á hagkerfi).

Er ekki verið að drepa Bödda og Bárð til að bjarga Bigga?

Geir Ágústsson, 19.10.2020 kl. 12:42

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Geir.

Það eina sem mér dettur í hug þegar ég les þessa athugasemd þína að þú hafir gert annað af tvennu þegar þú náðir þér í verkfræðigráðu þína, flogið til Nígeríu og farið þar í virtan helgarskóla sem útskrifaði þig á mánudegi, eða þú hafir nískast við, sparað þér farið og fengið prófið sent í pósti.

Svona lætur enginn út úr sér sem hefur náð stærðfræði á samræmdum prófunum.

Eitt er að fóðra heimska hægrið, annað er að gera sig heimskan til þess.

Það er heimskt að líkja kóvid við árstíðabundna veirusýkingu.

Það er heimskt að gagnálykta út frá árangri sóttvarna.

En heimskast af öllu er að skilja ekki hvað felst í veldisvexti.

Og þú ert ekki heimskur Geir.

Svo???

Kveðja að austan.

 

Ómar Geirsson, 19.10.2020 kl. 13:32

3 identicon

Hvað veldur því að hælisleitendur streyma hingað?

Farsóttarhús landsins yfirfull af þeim.

Kannski því valdi digurbarkalegar yfirlýsingar

puntudúkku-ráðherra hins frjálsa flæðis?

Að landið sé galopið á vakt Háslaugar Örnu Humars

og Thordisar Darkbrown Icelandair Hotels? 

Af hverju þessi þögn í hávaðanum og stærilætinu? 

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 19.10.2020 kl. 13:46

4 identicon

Mikil er ábyrgð ráðherranna sem láku og leka

og þeir eru báðir á ábyrgð fjármálaráðherra,

formanns Sjálfstæðisflokksins.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 19.10.2020 kl. 14:16

5 identicon

Frábær árangur:  12% atvinnuleysi á landsvísu.

Frábær árangur:  25% atvinnuleysi á Suðurnesjum.

Heill sé ríkisstjórninni sem hélt landinu galopnu

og trúði aldrei á eigin þjóð.

Megi sú ríkisstjórn gaspra um eigið ágæti

út um hjárænulegar koppagrundir,

því ekki mun meirihluti þjóðarinnar hrósa henni.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 19.10.2020 kl. 15:21

6 identicon

Og nú hefur Svandís Svavarsdóttir 

bæst í hóp hinna leku ráðherra.

Að þjóna World Class skiptir hana meiru máli

en að virða bestu ráð sóttvarnalæknis.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 19.10.2020 kl. 16:37

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Símon Pétur.

Ég veit ekki hvort þú tókst eftir því að góður félagi okkar á Moggablogginu; Geir verkfræðingur og gegnheill frjálshyggjumaður, mætti ekki til að standa við orð sín.

Hegðun sem hann og hans líkar hafa stundað frá því snemma að þessi faraldur hófst.

Að ástunda áróður í þágu hugsjóna eða grímulausra hagsmuna.

Áróður á sér margar myndir.

Ein þeirra er að fara ekki rétt með, að sækja á mið lýðskrums sem koma kjarna málsins ekkert við.

Hælisleitendur hafa ekkert með innlendar sóttvarnir að gera, eða þá hægri öfga sem ég hef sótt að.

Eða þann kjarna að landamæri láku vegna þess að þeim var leyft að leka.

Þeir eru afleiðing, ekki orsök.

En varðandi athugasemd þína í númer 5 þá lentir þú fyrr í debati við fyrrverandi Nýja besta vin þinn sem skaut föstum skotum á ríkisstjórn mennsku og mannúðar í Nýja Sjálandi, sem fékk áframhaldandi umboð þjóðar sinnar í nýliðnum kosningum.

Dauði og djöfull var talinn, það er það sem þeir í myrkrinu telja, og ég benti þér á hið almenna svar. Svar mér finnst alveg eins eiga við athugasemd þína númer 5.

"Það er kannski fullmikið lagt á stöðuna að segja að það blómstri allt á Nýja Sjálandi, sem gefur að skilja snertir faraldurinn öll ríki heims, og beinn efnahagslegur skaði til að byrja með er beintengdur við stærð þeirra atvinnugreina sem strax urðu fyrir áhrifum heimsfaraldursins.

Því stærri sem ferðamannaiðnaðurinn var, eða matvælaframleiðsla háð sölu til veitingahúsa og svo framvegis, því stærri er fyrstur skellur.

Spurningin er síðan hvernig menn vinna sig út úr vandanum og allavega virðast Ný Sjálendingar ánægðir með sína stjórn því þeir hafa framlengt umboð hennar.".

Ég skýt föstum skotum að Katrínu vegna úrvinnslunnar en ég kenni henni ekki um það sem er óhjákvæmilegt.

Varðandi World Class, þá snertir þetta fleiri sjónarmið sem ég rakti í færslu þar sem ég spurði hvort það væri gengið of langt, eða of stutt.

Ef markmiðið er ekki að útrýma veirunni, þá þarf að huga að lærdómi og reynslu, ég held að þetta komi World Class ekki við.

Það eru margir eins og þeir eru, jafnt ráðherrar sem og aðrir, en það voru fáir sem blótuðu Mammon og ákváðu að fórna þjóð sinni.

Ruglum þeim ekki saman við hina.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 19.10.2020 kl. 18:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 202
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 168
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband