Er gengið of langt??

 

Er gengið of skammt??

Svarið liggur ekki í að benda á meðalhóf því annað hvort virka aðgerðir til að skera á smitleiðir, eða þær virka ekki.

 

Og útbreiðsla veirunnar í dag sýnir að aðgerðir í þriðju bylgju hafa komið of seint, það má segja að múrar sem hafa verið byggðir um svæði til að loka hana inni, hafa verið byggðir þegar veiran var þegar sloppin út og hafði dreift sér víðar.

En þau mistök réttlæta kannski ekki að loks þegar veiran er hamin, að þá séu múrar byggðir um of stórt svæði.

Aðalatriðið er að það sé gert sem þarf, en helst ekki meir en það.

 

Spurningin er um markmið og lærdóm.

 

Ef markmiðið er að hamla útbreiðslu veirunnar, koma í veg fyrir hópsýkingar og nýta smitrakningu og sóttkvíar til að þrengja þannig að veirunni að hún hörfi og jafnvel fjari út, þá má nýta þann lærdóm að veiran er lítt að smitast á almannafæri, spritt og fjarlægðarmörk sjá til þess.

Eins virðist vera hægt að veita ýmsa þjónustu ef ýtrustu smitvarna sé gætt, grímuskylda, sótthreinsun og svo framvegis.

 

Þess vegna þarf ekki að loka og læsa öllu líkt og gert var í vor, og það má líka hlusta á tillögur rekstraraðila eða þeirra sem bera ábyrgð á viðburðum og þjónustu, um hvernig hægt er að halda hlutunum gangandi en um leið lágmarka hættu á smiti milli fólks.

Þetta er sérstaklega mikilvægt ef menn setja sér ekki það markmið að útrýma veirunni úr samfélaginu líkt og gert var í vor, því það er ekki hægt að lifa í höftum endalaust.

Og skaðsemi eilífra lokana þarf að íhuga í því samhengi.

 

Þetta er eitthvað sem sóttvarnaryfirvöld hafa reynt að gera, að hafa sóttvarnir sem minnst íþyngjandi, og um leið að nýta alla reynslu og lærdóm til að slípa til tillögur sínar, bæði varðandi að herða aðgerðir eða slaka á þeim.

Margir kvarta, og eiga að kvarta, raddir ólíkra sjónarmiða þurfa að heyrast, og þó sérfræðingar okkar viti margt, sem og mest miðað við okkur hin, þá getur hlustun á marga bætt í þann þekkingarbrunn, svo hægt sé að segja að margir vita til samans meira en þegar lítt er hlustað.

Þess vegna eru upplýsingarfundirnir svo mikilvægir, þess vegna er spurningar fjölmiðlafólks svo mikilvægar, þess vegna er lifandi umræðu í blöðum og ljósvakamiðlum svo mikilvægar.

Og sjálfsagt má einhverja fróðleiksmola finna líka hér í netheimum.

 

Margt má gagnrýna,það voru skelfileg mistök að opna landið án seinni skimunar núna í sumar, og vantrú í stað snerpu einkenndu fyrstu viðbrögð sóttvarnaryfirvalda í upphaf þriðju bylgjunnar.

Þó menn vissu að auðveldast er að kæfa svona bylgjur í fæðingu, þá var eins og óttinn við nagið gegn sóttvörnum, nag sem nær djúpt inní ríkisstjórn Íslands, hægði á öllu, líkt og það væri efast um að stuðningur stjórnvalda að baki væri heill.

 

En þetta var þá, og aðeins minnst á til að ítreka þörfina á lærdómi.

Þeim brýna lærdómi að viðurkenna mistök sín og láta þau ekki henda aftur, nóg verður að nýjum sem munu banka upp á.

 

Ein slík er sú rökvilla að halda að það sé hægt að leiðrétta fortíðina með því að gera of miklar kröfur til framtíðarinnar, sígild villa sem hrjáir marga foreldra að ætla að þau geti bætt fyrir sín mistök með því að reyna hindra að börn þeirra fái þroska gegnum sín.

Önnur er að fyrst að það var látið undan þrýstingi þröngra hagsmuna að opna landamærin til að hleypa veirunni inní landið, að þá megi endurtaka slíkt þegar hagsmunirnir hafa aftur safnað liði innan ríkisstjórnar Íslands.

 

Lykilatriði að fólk trúi því að í þetta sinn sé barist til sigurs.

Það sé haldið út þangað til að mannlíf geti gengið hérna nokkuð eðlilegan gagn.

 

Til þess markmið.

Til dæmis jól án Kóvid.

 

Það er margt vitlausara en það.

Kveðja að austan.


mbl.is Staðfestir í meginatriðum tillögur sóttvarnalæknis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Svo tala menn í alvöru um að skimun á landamærum sé vitleysa.Hvað vilja þeir gera við þau 15 sem mældust í gær? Hleypa þeim inn ? Sér í lagi þar sem þetta eru flest hælsileitendur sem eru komnir til langdvala og kostunar hjá okkur vitleysingunum

Halldór Jónsson, 18.10.2020 kl. 20:36

2 Smámynd: Hrossabrestur

Sæll Ómar skimun á landamærum hefur sýnt sig að vera alveg bráðnauðsynleg til að láta þetta ekki flæða hér inn.

Svo eru það miklu sérfræðingarnir sem vilja leyfa þessu að flakka og mynda hjarðónææmi, það er gaman að geta þess að mislingar mynduðu aldrei hjarðónæmi nema með bólusetningum og það þarf 90 til 95%.

kv Hrossabrestur.

Hrossabrestur, 18.10.2020 kl. 20:48

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaðir félagar.

Það má ekki gleymast, og á að halda til haga, jafnvel prenta á spjald og hengja á dóms og atvinnumálaráðherra þeim til minnis og áminningar, að ef seinni skimun hefði verið tekin upp strax eftir lekann sem kenndur er við Breiðablik, þá væri engin smitbylgja hér, mannlíf eðlilegt, aðeins sóttvarnir á landamærum.

Sjaldan hafa eins fá fífl valdið einni þjóð eins miklu tjóni.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.10.2020 kl. 21:19

4 identicon

Rétt Ómar.

Þær klúðruðu þessu puntudúkkurnar

og hafa kostað þjóðarbúið gríðarlega:

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir,

"atvinnu" og ferðamálaráðherra,

systir vara-bankastjóra Engeyinga í Arion,

og

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,

dómsmálaráðherra og dóttir stjórnarformanns

útgáfufélags mbl.is út í móa.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 18.10.2020 kl. 22:39

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Kjarni málsins:

Það má ekki gleymast, og á að halda til haga, jafnvel prenta á spjald og hengja á dóms og atvinnumálaráðherra þeim til minnis og áminningar, að ef seinni skimun hefði verið tekin upp strax eftir lekann sem kenndur er við Breiðablik, þá væri engin smitbylgja hér, mannlíf eðlilegt, aðeins sóttvarnir á landamærum.

Sjaldan hafa eins fá fífl valdið einni þjóð eins miklu tjóni.

 

Bravó Hriflungur

Halldór Jónsson, 19.10.2020 kl. 10:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 505
  • Sl. sólarhring: 678
  • Sl. viku: 6236
  • Frá upphafi: 1399404

Annað

  • Innlit í dag: 427
  • Innlit sl. viku: 5282
  • Gestir í dag: 392
  • IP-tölur í dag: 386

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband