Umræðan um bastarðinn.

 

Sem kenndur er við Nýja stjórnarskrá og er sprottinn uppúr ósigri hrægamma og Evrópusinna í ICEsave þjóðaratkvæðinu, og þjónar þeim eina tilgangi að koma í veg fyrir slík þjóðaratkvæði í framtíðinni, reyndar bónus að auka flækjustig laga svo þau nýtist aðeins þeim sem ráða yfir miklum fjármunum.

Glímir við þann meginvanda að þjóðinni er slétt sama.

Og því þarf að dæla inní hana pening hraðar en sandi er dælt úr Landeyjarhöfn svo hún endi ekki uppí Þjóðminjasafni, á sömu hillu og fár eins og var um hundinn Lúkas eða stórhættulegt iðnaðarsalt svo einhver dægurflugan sé nefnd.

 

Svona hefur þetta gengið eftir ár eftir ár, unga fólkið sem barðist hatramt fyrir þessum hagsmunum hinna fjársterku, er orðið miðaldra, þeir sem voru miðaldra eru orðnir gamlar, og þeir sem voru gamlir, eru gleymdir.

Alltaf hjárænulegra eftir því sem lengra er liðið frá þeim atburðum sem skópu bastarðinn, alltaf augljósara að þessi umræða er ekki sjálfbær, á engar rætur í heilbrigða umræðu útí samfélaginu.

Væri í raun sjálfdauð ef hagsmunirnir leyfðu andaslitur hennar.

 

En af hverju núna??

Af hverju núna í miðjum heimsfaraldri??

Heimsfaraldri þar sem enginn veit um langtímaafleiðingarnar.

Á stjórnkerfi, almannafrið, heimsfrið.

Eða hvernig einstakar þjóðir ætli sér að komast heilar frá honum.

 

Þá er bastarðurinn hennar Jóhönnu settur á flot enn einu sinni.

Jafn tilgangslaus og fyrr.

 

Ég skil reyndar almannatenglana sem fá borgað fyrir að skipuleggja svona umræðu, þetta er jú bara vinnan þeirra.

En að einhver skuli nenna að taka þátt í henni.

Það skil ég ekki.

 

Væri bara ekki nær að hækka launin hjá Ruv svo starfsmenn þess þurfi ekki svona fóður utan úr bæ??

Ég bara spyr.

Kveðja að austan.


mbl.is Tillögur stjórnlagaráðs ekki greyptar í stein
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hugmyndin þarna er eflaust sú að við erfiðar aðstæður sé auðveldara að koma fram breytingum á stjórnarskrá. En vandinn er að þessi "nýja stjórnarskrá" er ekki tæk sem stjórnarskrá. Þetta er bara samtíningur af kosningaloforðum, ekki stjórnskipunarlög.

Þorsteinn Siglaugsson, 18.10.2020 kl. 14:39

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október 2012 um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskrár var kosningaþátttakan 49%, um afnám áfengisbanns árið 1933 45% og um Sambandslögin 1918 44%. cool

"11. gr. Til þess að spurning eða tillaga sem er borin upp í þjóðaratkvæðagreiðslu teljist samþykkt þarf hún að hafa hlotið meiri hluta gildra atkvæða í atkvæðagreiðslunni."

Sem sagt ekki meirihluta þeirra sem eru á kjörskrá hverju sinni. cool

Lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna nr. 91/2010

Já sögðu 48 og enginn sagði nei

Þjóðaratkvæðagreiðslan 20. október 2012 er því enn í fullu gildi. cool

Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar
20. október 2012:

1.
Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?

Já sögðu 67,5%.


2.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu lýstar þjóðareign?

Já sögðu 82,9%.


3.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi?

Já sögðu 57,1%.


4.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði persónukjör í kosningum til Alþingis heimilað í meira mæli en nú er?

Já sögðu 78,4%.


5.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að atkvæði kjósenda alls staðar að af landinu vegi jafnt?

Já sögðu 66,5%.


6.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að tiltekið hlutfall kosningarbærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu?

Já sögðu 73,3%.

Þorsteinn Briem, 18.10.2020 kl. 15:44

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Enda þótt kosningaþátttakan í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október 2012 hefði verið 64%, þeir sem við bættust (38.513 kjósendur) hefðu allir verið andvígir tillögum stjórnlagaráðs og öll atkvæði þeirra gild, hefðu tillögur ráðsins samt sem áður verið samþykktar. cool

við fyrstu spurningunni hefðu þá sagt, eins og 20. október 2012, 75.309 kjósendur, í þessu tilfelli 50,2% af gildum atkvæðum, en nei 74.815 kjósendur, eða 49,8%.

Gildir atkvæðaseðlar hefðu samkvæmt því verið samtals verið 150.124 en ógildir eins og áður 1.499, eða samtals 151.623 atkvæðaseðlar, og kosningaþátttakan því 64%, þar sem á kjörskrá voru 236.911.

Þorsteinn Briem, 18.10.2020 kl. 15:50

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta mál er allt í þversögnum.

Undiskriftalistinn hljóðar upp á frumvarp stjórnlagaráðs óbreytt. Svo mætir foringi hersingarinnar í Silfrið og segir að gera megi breytingar. Hver ræður? Fjöldinn eða foringinn?

Hersingin byggir kröfu sína á því að virða eigi átta ára gamla niðurstöðu ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu. En bara um eina spurningu af sex sem voru á sama kjörseðlinum!

Hugtakið ráðgjöf felur ekki í sér neina skyldu til að fara eftir viðkomandi ráðgjöf. Ef hún kvæði á um skyldu til einhvers væri það ekki ráðgjöf heldur bindandi fyrirmæli.

Svo það sem aldrei er talað um af neinum: Umrætt plagg er ekki þingtækt þar sem meirihluti þingmanna þyrfti að brjóta eiðstaf sinn til að samþykkja það.

Guðmundur Ásgeirsson, 18.10.2020 kl. 16:13

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

"Bastarður" er mjög viðeigandi nafn á doðrantinum.

Kolbrún Hilmars, 18.10.2020 kl. 16:27

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Þorsteinn.

Núna þarf annar hvor okkar að fjárfesta í hauspoka, gríma dugar ekki;

"En vandinn er að þessi "nýja stjórnarskrá" er ekki tæk sem stjórnarskrá. Þetta er bara samtíningur af kosningaloforðum, ekki stjórnskipunarlög.".

Við látum það ekki spyrjast út að við séum sammála.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.10.2020 kl. 18:06

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Steini.

Ef þú finnur þig knúinn til að peista til mín einhverjum staðreyndamolum, sendu mér þá eitthvað sem ég hef áhuga á að lesa.  Til dæmis nýjustu fréttir um uppruna víkinga og tengsl Ása við þjóðir suður við Kaspíahaf.  Eða upphaf siðmenningar í Suð Austur Asíu, var það sjálfstæð þróun eða undir áhrifum hindúisma??

En ekki þennan andskotans sparðatíning aftur og aftur, veistu ekki hvað ESB regluskrifræðið er leiðinlegt??

Svo enn og aftur Steini.

Böööööööööööööööööööööööööö.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.10.2020 kl. 18:11

8 identicon

Guðmundur Ásgeirsson kemur inn á kjarna málsins í athugasemd sinni; þessi "nýja stjórnarskrá" er og hefur alla tíð verið allt í plati r....gati.

Undirskriftirnar eru bara samkvæmisleikur.

"Umrætt plagg er ekki þingtækt."

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 18.10.2020 kl. 18:13

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Guðmundur.

Í upphafi skal endinn skoða, þegar fólk átti að fjölmenna á Austurvöll til að mótmæla ráninu á eignum heimilanna í gegnum ólöglegra verðtenginga, þá plataði fjármagnið fólk á fund undir handleiðslu yfirböðlanna, Jóhönnu og Steingríms.

Það sem er stofnað með falsi og sviki, verður alltaf fals og svik.

Og aularnir sem létu nota sig, skána ekkert með tímanum.

Annars gætu þeir ekki verið svona sælir.

Misnotaðir af óhæfufólki.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.10.2020 kl. 18:15

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Segðu Kolbrún.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.10.2020 kl. 18:15

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Sem og Þorsteinn Símon minn góður.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.10.2020 kl. 18:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 371
  • Sl. sólarhring: 755
  • Sl. viku: 6102
  • Frá upphafi: 1399270

Annað

  • Innlit í dag: 314
  • Innlit sl. viku: 5169
  • Gestir í dag: 292
  • IP-tölur í dag: 289

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband