6.10.2020 | 10:06
Þegar skrattanum er skemmt.
Þá skemmtir hann sér segir forn speki.
Grunnmistökin voru upphaflega að hafa hleypt fólki inní landið án sóttkvíar og seinni skimunar.
Við erum ennþá að glíma við afleiðingarnar af því.
Málaliðarnir sem þröngir fjárhagsmunir fengu til að hamast á seinni skimun hafa núna blásið til Þórðargleði yfir því að þrátt fyrir allt tókst þeim að hindra nauðsynlega ákvörðun um sóttkví og seinni skimun í tæpa 2 mánuði.
Vegna þess að strax 15 júní var ljóst að landamærin héldu ekki með einfaldri skimun.
Smitið í dag var komið inní landið áður en gripið var til seinni skimunar, það er því faðirvori andskotans að kenna henni um líkt og málaliðarnir reyna að gera í dag.
Þeirra er ábyrgðin og þeir reyna að koma þeim Svarta Pétri á aðra.
Tilslakanirnar voru lógískar út frá þróun seinni bylgjunnar, það var óútreiknaleg hegðun veirunnar sem sprakk framan í sóttvarnaryfirvöld.
Og þá urðu mönnum á mistök númer 2, að taka nýsmitið ekki strax föstum tökum frá fyrsta degi.
Í þessu samhengi er gott að líta til andfætlinga okkar í Nýja Sjálandi, þar komst veiran framhjá landamæravörnum með frosnum matvælum.
Þá var Auckland, borg sem er álíka fjölmenn og Ísland, sett á þriðja hættustig sem þeir kenna við Restrict það er takmarkanir, sem er næsta stig fyrir neðan lokun.
Þær takmarkanir eru ósköp svipaðar og núna eru verið að grípa til hér, munurinn er sá að þar voru þær hugsaðar til að koma í veg fyrir útbreiðslu veirunnar, en hér er gripið til þeirra eftir að veiran hefur breiðst út um samfélagið.
Í dag er búið að aflétta þessum takmörkunum niður í það stig sem má kalla að hafa varann á sér, líkt og var hér i sumar.
Og heildarfjöldi smita 285, en því miður 3 dauðsföll.
Stóra spurningin er af hverju var reynsla Nýsjálendinga ekki nýtt hérna, menn vissu innst inni að gripið yrði til hertra ráðstafana fyrr eða síðar, spurningin er bara um mannlegan fórnarkostnað, alvarleg veikindi eða dauðsföll.
Og svarið við þeirri spurningu er ekki að leita hjá sóttvarnaryfirvöldum, þau gátu aldrei gert meir en bakland þeirra, stjórnvöld leyfðu.
Svörin liggja hjá þeim sem skemmta skrattanum.
Þeirra sem núna dansa trylltan dans í Þórðargleði sinni.
Þar liggur ábyrgðin.
Og þeir eiga að svara til saka ef einhver fellur.
Núna reynir á Ljósið.
Þegar Myrkrið sækir að.
Kveðja að austan.
Segir tilslakanir innanlands skýra bylgju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 619
- Sl. sólarhring: 751
- Sl. viku: 6203
- Frá upphafi: 1400142
Annað
- Innlit í dag: 563
- Innlit sl. viku: 5327
- Gestir í dag: 536
- IP-tölur í dag: 526
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Wikipedia veit allt um kóvid.
Þetta má lesa á síðu hennar um sóttvarnir á Nýja Sjálandi og viðbrögð stjórnvalda þar við seinni bylgjunni.
On 11 August, four cases of COVID-19 from an unknown source were reported in Auckland, the first from an unknown source in 102 days. At noon the following day, the Auckland Region moved up to alert level 3, while the rest of the country was moved to level 2.[2][3][4] On 30 August at 11:59 pm, Auckland moved down to "Alert Level 2.5", a modified version of Alert Level 2 with limitation on public gatherings, funerals, and weddings.[5][6][7] On 23 September at 11:59 pm, Auckland moved down to Alert Level 2, after the rest of New Zealand moved to Alert Level 1 on 21 September at 11:59pm.
Level 1 – Prepare
COVID-19 is uncontrolled overseas. The disease is contained in New Zealand and there are sporadic imported cases, but isolated household transmission could be occurring.
Level 2 – Reduce
The disease is contained, but the risk of community transmission remains. Household transmission could be occurring, and there are single or isolated cluster outbreaks.
Level 3 – Restrict
There is a high risk the disease is not contained. Community transmission might be happening. New clusters may emerge but can be controlled through testing and contact tracing.
Level 4 – Eliminate
It is likely the disease is not contained. Sustained and intensive community transmission is occurring, and there are widespread outbreaks and new clusters.
Ómar Geirsson, 6.10.2020 kl. 10:10
Margir tala um að smitin séu flest innanlands og því eigi að galopna landamærin því ferðamenn smiti "ekkert að ráði".
Spurning hvort hinir sömu haldi að uppruna veirunnar megi finna á Íslandi en ekki í Kína. ?
Kolbrún Hilmars, 6.10.2020 kl. 14:21
Blessuð Kolbrún.
Réttmæt spurning.
Vitna í viðtal við Kára á Vísi.is.
"„Það virðast vera tvö smit í gangi, annars vegar sem menn tengja við Hótel Rangá eða Akranes og hins vegar smit sem menn tengja við tvo franska ferðamenn sem komu hingað 15. ágúst. Í báðum tilfellum er um að ræða smit sem komu upp áður en við tókum upp tvöfalda skimun,“ segir Kári.
„Ef við hefðum tekið upp tvöfalda skimun strax 15. júní er ég handviss um að við værum ekki með þetta í gangi en það ber að hafa í huga að þessi veira er búin að vera í mannheimum í átta til níu mánuði og við erum að læra sífellt um veiruna hvernig hún hagar sér. Við erum að læra að takast á við hana og við erum búin að komast að raun um það að við ætlum að koma í veg fyrir að hingað streymi inn smit, þá verðum við að nota tvöfalda skimun með sóttkví á milli. Það er ósköp einfalt.".
Þetta þurfti ekki að verða svona, en þetta varð svona vegna þess að grafið var undan sóttvörnum.
Þórólfur er ekki heimskur, hann vissi þetta alveg eins og Kári.
En hann hafði ekki bakland vegna klofningsins í Sjálfstæðisflokknum.
Eitur áróðursins hefur smitað marga, ég brást við því eitri í þessari bloggfærslu, sem var skylda, en mér fannst merkilegra að lesa athugasemd þína Kolbrún.
Að halda haus þrátt fyrir eitrið finnst mér merkilegt.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 6.10.2020 kl. 16:42
Þórólfur ræddi um það á fundinum í dag að veirustofninn sem ylli mestum vandræðum, og aukningu smita, væri frá þeim sem væru tabú - frönsku ferðamennirnir tveir sem smituðu grimmt út frá sér í september. Hið sama er að segja um smitin sem komu upp um miðjan júní - þar voru rúmensku athafnamennirnir á ferð. Auk þess má minna á hinn týnda þráð í júlí, sem kom upp á sama tíma og "Akranessmitin". Þann þráð kenndi Kári við austur-evrópskan uppruna.
Af þessu má ljóst vera að smitin hafa ætíð komið að utan og síðan dreifst út hér innanlands.
Maður skilur ekki hvað þessum kvensjúkdómalækni í Bandaríkjunum gengur eiginlega til, að opinbera ítrekað vanvit sitt um gang mála hér á landi.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 6.10.2020 kl. 17:05
Í öllum tilvikum smitberanna erlendu, var það v.þ.a þeir virtu ekki sóttvarnarreglur.
Það mætti kvensjúkdómalæknirinn hafa í huga áður en hann ryðst næst fram á ritvöllinn.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 6.10.2020 kl. 17:20
Blessaður Símon Pétur.
Svo við drögum þetta saman þá er það ljóst að smitið sem dreifðist um landið átti sér rætur fyrir seinni skimun og sóttkví.
Þeir sem blóta þann í neðra, og snúa faðirvorinu á hvolf, skrifa grein líkt og málaliðinn í Harvard.
Sem hann fær borgað fyrir.
Það er vitað hverjir borga honum.
Eftir stendur hlutverk Davíðs Oddssonar, ókey, ég játa að ég kenndi alltaf Andrési Magnússyni um en núna er augljóst af hverju hann var ráðinn á Moggann, og það var gert ekki aðeins með blessun Davíðs, heldur vegna íhlutunar hans.
Fyrst Steingrímur vinur minn, núna Davíð, ég er ekki beint heppinn með fólkið sem ég leit upp til.
Væll Þórólfs, sem Bingi benti réttilega á í einhverri grein nýlega, á sér beina skýringu í að Þórólfur naut ekki stuðnings.
Myrkrið gróf undan baklandi hans.
Þessi pistill minn er skylda þar um, en þjónar svo litlum tilgangi.
Moggabloggið er sýkt, ekki af kóvid, heldur hefur Myrkrið náð að sýkja líkt og Græni skógur breyttist í Myrkvið í góðri bók.
Núna krossar maður fingur Símon minn.
Söngur smáfuglanna er þagnaður.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 6.10.2020 kl. 17:39
Já, þetta virðist allt fremur ömurlegt.
Mitt mottó er að treysta aldrei valdstjórnarmönnum, hvort heldur þeir heita Steingrímur, Bjarni, eða Davíð.
Þeir koma mér ekki við. Vil helst ekki nefna þá. Er utan áhrifasvæðis þeirra. Er að læra að fyrirlíta þá ekki; heldur núlla þá alfarið úr vitund minni og huga. Dvelja ekki við þær vofur.
Menn sem selja sálu sína eru ekki menn; þeir eru vofur sem engu máli skipta.
Í myrkrinu er ljósin að finna, vonina og hina eilífu trú á hið góða, sanna og fagra. Það er allt sem þarf til að lifa með hreina samvisku og leyfa henni að vindhvísla sér baráttuóðinn gegn illskunni, gegn lygunum og ljótleika hinna glötuðu sálna. Baráttan milli góðs og ills linnir aldrei.
Í upphafi var orðið; svo mun um aldir verða; ljóstýrurnar í myrkrinu sem veita okkur vonina.
Af orðinu kviknar ljósið, von og trú hvers og eins. Verðlaunin eru engin að skilja það og skynja, nema að vera beintengdur við eilífðina.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 6.10.2020 kl. 18:49
Mundu Ómar orð Styrmis um að þetta væri allt ógeðslegt. Engar hugsjónir, ekkert, bara gráðug valdabarátta.
Mér finnast þessi orð einungis lýsa lífi vofanna.
Lífið er allt annað; en vofurnar sjá það ekki. Þær sjá bara ógeðið.
Mikils fara þær á mis við.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 6.10.2020 kl. 19:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.