Hvað drífur þetta óeðli áfram??

 

Þessa sífeldu áráttu hluta ritstjórnar Morgunblaðsins að grafa undan sóttvörnum þjóðarinnar.

Og kverúlantarnir allir úr gamla frjálshyggjuarmi Sjálfstæðisflokksins.

 

Það berst fólk fyrir lífi sínu á Landspítalanum.

Vegna þess að kverúlantarnir náðu að knýja fram þá ógæfu að opna landið í byrjun sumars fyrir ferðamönnum, nettóágóði enginn miðað við samfélagslegan kostnað af þeirri ákvörðun.

 

Við erum með eitt mesta nýgengi smita í Evrópu í dag og það sér ekki fyrir endann á því.

Samt er rótin aðeins frá 2 veirustofnum, við landamærin náðist að stöðva 110 slíka stofna, jafnvel maður sem hefði löggilt vottorð um að vera fáviti, á að hafa vit og dómgreind til að skilja hvernig ástandið væri í dag ef landamærin hefðu ekki verið varin.

 

"Hann segir að nýgengi smita í Tyrklandi sé mun lægra en á Íslandi þrátt fyrir að landið sé opið ferðamönnum og veltir fyrir sér hvort rétt hafi verið að grípa til hertra aðgerða á landamærum Íslands.".

Hvaða rök eru þetta á móti vörnum á landamærum Íslands??

Eru bara 2 lönd í heiminum, Ísland og Tyrkland??

 

Það er búið að herða sóttvarnir um alla Evrópu vegna nýgenginna smita, einmitt í kjölfar þess að löndin voru galopnuð fyrir ferðamönnum.

Þaðan kom smitið, þannig urðu samfélögin sem fórnuðu svo miklu, smituð á ný.

 

Metfjöldi í Frakklandi í dag, og fólk farið að deyja á ný, síðasta 10 daga hafa 860 fallið.

Á Spáni er staðan ennþá alvarlegri, vikulegar er tilkynnt um hertar sóttvarnir, mannfall síðustu 10 daga 1.493.

 

Heimskan talar um grímuvæðingu, líkt og hún hafi dvalið á öðrum plánetum síðustu mánuði.

Og því hafi það verið uppljómun að sjá grímur á almannafæri í Tyrklandi.

Ef lífið væri svona einfalt, þá hefðu kínversk stjórnvöld ekki lokað Whuan, ef SuðAustur Asíubúar eru fremstir í einhverju þá er það notkun á andlitsgrímum.

Strax í ágúst var grímuskylda í flestum af stærstu borgum Frakklands, hefur þannig séð haft ekkert að segja ef ekki er skorið á aðrar smitleiðir um leið.

Perú nýtur þess vafasama heiðurs að vera með flest skráð dauðsföll per milljón íbúa, eða 987, samt hefur verið þar grímuskylda frá því að lokanir hófust 17. mars.

 

Hvað sem skýrir gott ástand í Tyrklandi, þá er það ekki grímuvæðing.

Og ekki galopin landamæri.

 

Hins vegar er það þekkt að farsóttir stinga sig mis alvarlega niður eftir landsvæðum.

Svarti dauði, sú alvarlega drepsótt, drap fólk víðast í Evrópu, en ekki alls staðar.

Og Svarti dauði kom í bylgjum, þau lönd eða landsvæði sem sluppu við fyrstu bylgjuna, fóru illa út úr næstu svo dæmi sé tekið.

 

Þá var örugglega til sú heimska sem fullyrti að stíf bænahöld og stífar brennur á gyðingum og öðrum trúvillingum, hafi bjargað viðkomandi landi.

En þá vissu menn ekki betur.

 

Í dag vita menn betur.

Það er ekkert sem afsakar svona frétt.

Ekkert.

 

Kvótagreifarnir sem fjármagna hroðann ættu að skammast sín.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Lágt nýgengi í Tyrklandi og landið galopið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 39
  • Sl. sólarhring: 624
  • Sl. viku: 5623
  • Frá upphafi: 1399562

Annað

  • Innlit í dag: 32
  • Innlit sl. viku: 4796
  • Gestir í dag: 31
  • IP-tölur í dag: 31

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband