Ófrétt vikunnar.

 

"Tveir staðir uppfylltu ekki sóttvarnareglur".

 

Þegar fréttin ætti að vera að tveir staðir hefðu verið sviptir rekstrarleyfi um ákveðin tíma, til dæmis 6 vikur vegna brota á sóttvarnarreglum.

Annað brot ótímabundið eða á meðan faraldurinn stendur yfir.

 

Vegna þess að sóttvarnir virka ekki ef amatörar fylgja þeim eftir.

Amatörar sem segja að við viljum ekki birta nafn á skemmtistöðum þar sem smit greindust, þó það sé mikilvægt í þágu smitrakninga, því hugsanlega gætum verið að brjóta einhver tilbúin réttindi.

Eða amatöra sem spyrja; "Í hvernig samfélagi viljum við lifa", þegar hann útskýrir af hverju brot á sóttkví sæti ekki tafarlausum afleiðingum.

 

Humbung er það fyrsta sem víkur á dauðans alvöru tímum.

Réttindi þetta, réttindi hitt, slíkt er ekki haft á orði þegar barist er fyrir tilverunni, hvorki i sjávarháska eða á stríðstímum.

Heldur treystir fólk þeim sem ábyrgðina bera til að gera það sem þarf að gera, og að það séu skýringar á því sem gert er.

Og óeðli þess sem engu getur hlýtt og stofnar með hátterni sínu öðrum í voða, er ekki liðið.

 

Það er gífurleg ábyrgð að leggja allar þessar hömlur á samfélagið.

Forsenda þeirrar ábyrgðar er að reglum sé framfylgt, að fórnir fjöldans séu ekki lítilsvirtar af óábyrgri hegðun fárra.

 

Það eru kettir sem mjálma.

Ekki fólk í ábyrgðarstörfum sem hafa dauðans alvöru á herðum sér.

 

Takið ykkur taki.

Kveðja að austan.


mbl.is Tveir staðir uppfylltu ekki sóttvarnareglur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 612
  • Sl. sólarhring: 631
  • Sl. viku: 6343
  • Frá upphafi: 1399511

Annað

  • Innlit í dag: 525
  • Innlit sl. viku: 5380
  • Gestir í dag: 481
  • IP-tölur í dag: 475

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband