3.9.2020 | 09:23
Hver er þessi prófessor í Bandaríkjunum??
Sem leggur á sig sérstaka fyrirhöfn til að vega að heilsu og frelsi almennings.
Hvað rekur hann áfram, hvað gengur honum til??
Hvaða hagsmuna er hann að erindast??
Manni sem er tíðrætt um frelsi, ekki frelsi okkar til að lifa eðlilegu lífi, heldur frelsi fólks að fá að ferðast á tímum farsóttar án þess að öruggt sé að það beri ekki með sér smit til landsins með þekktum afleiðingum.
Hann talar um leiða almennings á sóttvörnum, réttmæt ábending, en þá skýtur það skökku við að leggja til innflutning á smiti sem óhjákvæmilega viðheldur ströngum sóttvörnum innanlands, viku eftir viku, mánuð eftir mánuð.
Nei enda er hann ekki að tala um áhrif sóttvarna á þjóðina, heldur á þá sem taka áhættuna að ferðast milli landa á tímum farsóttar, og geta ekki hugsað sér þau óþægindi að bíða af sér hugsanlegt veirusmit.
Hefur prófessorinn ekki séð hin tómu bílastæði fyrir utan hjúkrunarheimili landsins um helgar?, sem áður voru full, núna aðeins bíll á stangli, gangar og setstofur sem iðuðu af lífi, jafnvel hlátri og gleði barnabarna og barnabarna, eru núna auðir vegna smitvarna.
Hvað hefur þetta eldra fólk gert þessum prófessor þó ekki sé annað spurt??
Rökvilla prófessorsins, eða réttar er að segja blekking, því hann veit betur, var orðuð vel í Staksteinum gærdagsins;
"Enginn vafi er á því að eftir að fyrstu innanlandssmitin um nokkurra vikna skeið greindust í lok júlí höfðu landsmenn aukinn vara á sér í samskiptum, ekki síst þegar viðkvæmir einstaklingar eiga í hlut. Þar kom reynslan frá í vor að góðum notum. Einstaklingsbundnar sóttvarnir virkuðu. Kúrfan var orðin flöt og jafnvel á niðurleið.
Þess vegna er illskiljanlegt hvers vegna gripið var til svo afdrifaríkra takmarkana á landamærunum."
Sóttvarnir virkuðu, það tókst að fletja út kúrfuna og það tókst að vernda viðkvæma hópa.
Lygin er að tala um einstaklingsbundnar sóttvarnir, þær voru hluti en stóra dæmið var fjöldatakmarkanir og stórhertar reglur um heimsóknir á hjúkrunarheimili og aðrar stofnanir þar sem viðkvæmir hópar búa.
Sem og að með seinni skimun tókst að hindra aðrar smitbylgjur, bæði nú þegar sem og á næstu vikum og mánuðum.
Þá stendur eftir, hvað gengur fólki til sem lýgur svona og blekkir.
Ferðamannaiðnaðurinn??, hertar reglur á landamærum hafa örugglega áhrif til skamms tíma, en við erum samt hluti af heimi sem glímir við farsótt, og um allan heim glímir ferðamannaiðnaðurinn við gífurlega erfiðleika.
Opnun landamæra hefur sýnt sig að vera skammgóður vermir, fórnirnar við að kveða niður fyrstu smitbylgjuna er að verða að engu í löndum eins og Frakklandi, Spáni eða Ítalíu, önnur lönd hafa skellt í lás, lokað landamærum sínum fyrir ferðalögum til svokallaðra rauðra svæða.
Um allan heim er verið að loka fyrirtækjum, segja upp fólki, um allan heim sendir ferðamannaiðnaðurinn út ákall um aðstoð svo hann lifi af þessar hremmingar sem allir vonast til að gangi yfir þegar vísindin hafa þróað tæki og tól til að glíma við vágestinn.
Samt er látið hérna eins og vandinn sér sértækur, þegar í raun er verið að þróa hér leið sem gæti einmitt bjargað ferðamannaiðnaðinum, ekki bara hér heldur í öðrum löndum.
Því ákallið er um örugg ferðalög, ekki afneitun og útbreiðslu veirunnar.
Ferðamannaiðnaðurinn er skálkaskjól, eitthvað annað býr að baki.
Segjum það hreint út, látum ekki lengur lygarnar og blekkingarnar stjórna umræðunni.
Lygar og blekking er eitt hættulegasta vopn 21. aldarinnar, þökk sé nútíma samskiptatækni sem bæði fjarlægir hindranir sem og gerir það svo auðvelt að falsa upplýsingar með trúverðugum myndum, myndböndum og svo framvegis.
Kannski það hættulegasta fyrir utan gjöreyðingarvopn, því markmiðið er að grafa undan lýðræðinu í þágu einhverra óskilgreindra hagsmuna.
En af hverju er þessum vinnubrögðum beitt til að grafa undan sóttvörnum við landamæri???
Hvað er það sem þrífst best við galopin landamæri Evrópu??, hvað er það sem fór fyrst að blómstra við hið frjálsa flæði??
Ólögleg efni ýmiskonar, mannsal, félagsleg undirboð svo eitthvað sé nefnt sem kemur uppí hugann.
Skiptir ekki máli, gjörðin er jafn ill og óhugnanleg fyrir því.
Hún vegur að mennsku og mannhelgi.
Sumt fólk má kafna lifandi því það er hvort sem er orðið gamalt eða með undirliggjandi sjúkdóma.
Veiran líkt og gasklefinn forðum flýtir aðeins fyrir.
Ennþá dag í dag minnast Bretar fórnarlamba loftárása Þjóðverja á borgir landsins, áætlað er að fjörtíu til fjörtíu og fimm þúsund óbreyttir borgarar hafi fallið fyrir utan alla þá sem særðust en lifðu af.
Lygarnar og blekkingarnar sem dynja á sóttvörnum okkar núna áttu sér bræður og systir á Bretlandseyjum í upphafi farsóttarinnar þar. Boris Johnson var meir að segja það heimskur eða veruleikafirrtur, að í nafni frelsisins hélt hann áfram að taka í hendur á fólki á almannafæri, eða alveg þar til hann sjálfur var við dauðans dyr og áttaði sig á hversu hreinræktað fífl hann var.
Seinkun um viku á nauðsynlegum sóttvörnum er áætlað hafi kostað um 20.000 manns lífið, eða um helming þess mannfalls sem varð vegna loftárása Þjóðverja veturinn 1940-1941.
Á einni viku voru 20.000 manns drepnir í nafni þessarar frelsishugsjóna, eða hvað það var sem fékk fólk til að tala alvarleik veirunnar niður.
Mestu fjöldamorð í Evrópu frá stríðslokum.
Enginn dæmdur, enginn sóttur til saka, ennþá, en sama pakkið fær að fóðra og fjármagna síauknar lygar og blekkingar sem grafa undan nauðsynlegum sóttvörnum, bæði að það sé gripið til þeirra í tíma svo hægt sé að koma í veg fyrir mannfall, eða það sé slakað á því sem virkar með þeim rökum að fyrst þær virki, þá hafi þær verið óþarfar.
En hún er í raun ekki aðalóvinurinn í dag því varnir við henni eru þekktar, og sífellt eru þróaðar ný vopn og tæki í baráttunni við hana og einn daginn er öruggt að hún mun ekki ógna okkur frekar en Stóra bóla eða Svarti dauði.
Ógnin býr hjá þeim sem grafa undan.
Sem ljúga og blekkja.
Sem tala niður mannhelgi og mennsku.
Þeirri ógn þarf að mæta.
Mætum henni.
Kveðja að austan.
Vill að stjórnvöld endurskoði sóttkví | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:07 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 6
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 208
- Frá upphafi: 1412827
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 174
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvað knýr vitleysuna áfram? Bankarnir, rétt eins og þeir knúðu hana áfram til hrunsins 2008.
Íslenski kvensjúkdómalæknirinn í Bandaríkjunum má svo sem segja sína skoðun; það kostar hann ekkert.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 3.9.2020 kl. 11:10
Held því miður að þetta sé alvarlegra en það Símon.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 3.9.2020 kl. 12:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.