29.8.2020 | 18:33
Kverúlantar heimsins sameinast.
Undir kynda myrkraröfl.
Hvað þeim gengur til er vandséð, líklegast sjá þau gróða í stjórnlausum veirufaraldri og þeirri upplausn sem fylgir.
Munum aðeins tvennt.
Sömu myrkraföl kynntu undir andvaraleysi í hluta ríkja Evrópu sem og Bandaríkjunum, þess vegna náði veiran að breiðast út, og varð allt að því að verða óviðráðanleg, ef það hefði ekki verið gripið til harkalegustu sóttvarna í löndum eins og Bretlandi eða Ítalíu, eða borgum eins og New York,, þá hefði heilbrigðiskerfið hrunið, ekki vegna þess að menn hefðu ekki getað pantað fleiri rúm frá Kína, heldur að heilbrigðisstarfsfólk var komið að mörkum líkamlegrar getu sinnar.
Munum að aðgerðirnar sem dugðu ekki voru kenndar við persónulegar sóttvarnir.
Hitt, þegar einhverjir sem kenna sig við vísindi, tala um frelsi borgaranna í sömu andrá og þeir ræða alvarleik veirunnar, sem og þeir vitna í dánartölur sem eru afleiðing af því að gripið var til réttra sóttvarna í tíma, að þá eru þeir loddarar.
Ekkert flóknara en það.
Það er jú peningur í myrkrinu.
Kveðja að austan.
Gríðarlegur fjöldi mótmælir í Berlín | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 1
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 130
- Frá upphafi: 1412828
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 114
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.