Hvernig ber að túlka véfréttina??

 

Þegar hægri sinnaðir stjórnmálamenn, eða ráðgjafar á vegum hægri sinnaðra stjórnmálamanna tjá sig um kórónuveirufaraldurinn þá er oft erfitt að átta sig á hvort þeir séu að fara eða koma, eða hvort þeir yfir höfuð hafi hugmynd um að drepsótt geisi í heiminum.

Einna helst er að skilja á þeim að heimsbyggðin sé að glíma við eitthvert dularfullt samsæri Bill Gates sem hafi fundið upp veiruna, og hóp kuklara sem hafi gert magnkaup hjá Nígerískum bréfaskóla og fengið titilinn sóttvarnalæknar og hafi með hjálp dáleiðslu og heilþvottar, og jú Bill Gates, náð yfirráðum í stjórnkerfum heimsins, og í krafti þessara yfirráða, komið á sóttvörnum.

Sóttvörnum sem eyða og drepa, jafnt fólk sem vinnu, að ekki sé minnst á skemmtanir og mannfagnað.

Það sé sem sagt sóttvarnarfaraldur sem gangi yfir heimsbyggðina, ekki drepsótt.

 

Þessi helsti ráðgjafi breskra stjórnvalda hefur núna fundið það út að það sé verra fyrir börn að missa úr skóla en að smitast af kórónuveirunni.

Hvernig hann getur fullyrt það í miðjum heimsfaraldri þar sem enginn veit hvernig veiran hagar sér, fyrsta bylgjan lagðist á eldra fólk, sú sem núna er í gangi virðist leggjast meira á yngra fólk, enginn hefur hugmynd um hvernig þriðja bylgjan mun haga sér og ekkert er vitað um langvinn áhrif kórónusmits, af hverju??, jú það er ekki liðinn langur tími frá því að hún barst í menn, heldur stuttur.

Höfum það í huga að frænkur þessar veirur voru minna smitandi en bráðdrepandi, ekkert sem segir að einhver stökkbreytingin í kórónuveirunni geri hana ekki hættulegri yngra fólki, líkt og var með seinni bylgjuna af spænsku veikinni.

Samt á ekki að vernda börnin heldur leyfa þeim að smitast ef marka má þessa frétt, eða réttara sagt og er gefið i skyn í þessari frétt.

 

Síðan má spyrja, hvernig á að framkvæma þetta?

Ætlar breska yfirstéttarfólkið sem gerir út frjálshyggjuna  þar í landi, manna skólana, leggja sjálft sig í hættu við að kenna börnum, eða ætlar það láglaunafólkinu þar í landi að manna skólana, sem það nóta bene hefur skorið inn að beini með stanslausum niðurskurði og hagræðingu frá dögum Thatchers og Regans.

Ætlar það síðan að grípa inní og fóstra börnin ef foreldrarnir veikjast illa, því smit spyr ekki um kennitölu og smit í skólum mun óhjákvæmilega leita út í samfélagið.

Og mætir það síðan með vasaklút og snýtuklút við jarðaför afa og ömmu sem smituð börn vita að þau hafi smitað, eða höfðu menn hugsað sér að einangra börnin frá öðrum hluta samfélagsins??

 

Þetta er ótrúlegur málflutningur fólks sem brást í að ganga að veirunni dauðri þrátt fyrir miklar fórnir bresku þjóðarinnar.

Með því að opna fyrir smitleiðir bæði innanlands og að utan.

Horfir síðan framan í nýjan veirufaraldur aðeins nokkrum mánuðum áður en von er á fyrsta bóluefninu á markað.

 

Er þetta heimska??

Er þetta vitfirring??

Er þetta tær mannvonska eða illska??

 

Munum svo að í Whuan ganga börn í skóla án ótta.

Án óttans við að smitast, án óttans við að koma að foreldrum sínum alvarlega veikum, án óttans við að þurfa að mæta við útför afa eða ömmu.

Vegna þess að kínversku kommúnistarnir höfðu úthaldið til að fella veiruna, útrýma henni úr samfélaginu.

 

En á Vesturlöndum gróf frjálshyggjan undan sóttvörnum, mataði heimska hægrið á bábiljum og vitleysu, og knúði stjórnvöld flestra ríkja til að opna á veiruna áður en henni var útrýmt.

Af hverju??

Hvað gekk henni til??

 

Við því væri gott að fá svar.

Kveðja að austan.


mbl.is Segir verra að missa úr skóla en fá veiruna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Þínar ábyrgu greinar eiga það skilið að fá svör Ómar. Sumum finnst þú kannski ekki ábyrgur hagstjórnarlega, en að standa vörð um lífið, það kunna vinstrimenn ágætlega oft. Ég las þessa frétt og mér virðist sem hinn brezki ráðgjafi lifi í óraunhæfri bjartsýni, líkt og Svíarnir villuráfandi sem leiddu hörmungar yfir sitt fólk þannig að glæpsamlegt getur talizt. Hinn brezki ráðgjafi telur "litlar líkur" á að börn smiti foreldra sína, eitthvað sem ekki er víst, og stangast á við nýjar fréttir um að börn geti borið í sér mikið magn af veirunni þótt þau komist kannski klakklaust frá henni flest. Menn vita svo lítið um þetta enn að þeir eru alltaf að læra, eins og Þórólfur hefur sagt og viðurkennt. 

Ég er ekki mikill hagfræðingur og veit að mikið tap hlýzt af þessum veiruvörnum, en fyrst svona atburðir gerast vonandi ekki nema á 100 ára fresti er eðlilegt að eitthvað verði undan að láta. 

Við lifum á örlagaríkum tímum, berum ábyrgð á okkar hegðun, en nauðsynlegt að benda á það að stjórnvöldin bera þunga ábyrgð á þegnum sínum. Þér að segja virðist mér margt í stjónmálastefnum nútímans jafn háskalegt mannkyninu eins og öfgastefnum sem fordæmdar eru útí yzta hafsauga. Ég veit ekki hvort ég vil endilega bendla það allt við frjálshyggjuna, því þetta er orðinn sami grauturinn núna, allir sameinast gegn popúlistunum en gera skelfileg glappaskot sjálfir. Frjálshyggja, alþjóðahyggja, vinstri, hægri, það þarf að stokka upp í þessu rækilega. Stjórnmálamenn komast upp með að svíkja lit og ganga yfir í hitt liðið eins og ekkert sé. Kjósendur mega ekki láta bjóða sér það.

Ef almenningur í þessum löndum sem hefur orðið fyrir hræðilegum skaða og mannfalli eins og í stórstyrjöldum rís ekki upp og endurskoðar flokkakerfið og spillinguna verður maður að líta svo á að við lifum í kúgunarþjóðfélagi fasísku ekkert skárra en þessum sem talin hafa verið glæpsamleg mannkyninu.

Ingólfur Sigurðsson, 24.8.2020 kl. 01:36

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Ingólfur.

Það er þetta með þessa suma, sumir þurfa að vera eins og þeir eru svo við séum ekki öll eins.

Það er rétt að það er viss einföldun að bendla allt við frjálshyggju, rótin er auðvitað miklu dýpri og hana tengi ég við andskotann og hagfræði hans, sem er svo kölluð því hún kemur öllu til andskotans.

En atlagan að mennskunni hófst allt með henni, það er hún sem réðst gegn viðurkenndum sið að þú ættir að gæta bróður þíns, og hafnaði kenningunni að þú eigir að elska guð þinn og náungann eins og sjálfan þig, og síðan þá hætti mannkynið að þróast til betri vegar.

Bækur prófessors Einar Más Jónssonar, Örlagaborgin og Bréf til Maríu, útskýra vel annars vegar illskuna sem fékk hagfræðilegan búning sem og hvernig villuráfandi vinstri menn urðu samdauna frjálshyggjunni eftir hrun kommúnismans, og urðu kaþólskari en páfinn.

Það skýrir margt af því sem þú ert að lýsa hér fyrir ofan, og ef út það er farið þá eru hreinræktaðir frjálshyggjumenn, miklu skárri þegar kemur að baráttunni við samþjöppun auðs en nokkrum sinni fyrrum félagar mínir til vinstri.

Þeir þorðu gegn fjármálamafíunni eftir Hrunið 2008, ólíkt hinum sem urðu hlýðin verkfæri og jafnvel böðlar heilla samfélaga.

Ég er alvega sammála mörgu sem þú segir hér að ofan, finnst virkilega hressandi að fá svona öðruvísi athugasemd inná blogg mitt.

Hver leiðin út úr þessum hremmingum er veit ég ekki, neisti bjartsýninnar hefur löngu yfirgefið mig.

En þetta fer allt einhvern veginn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.8.2020 kl. 12:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 589
  • Sl. sólarhring: 741
  • Sl. viku: 6173
  • Frá upphafi: 1400112

Annað

  • Innlit í dag: 534
  • Innlit sl. viku: 5298
  • Gestir í dag: 510
  • IP-tölur í dag: 501

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband