" Hann trúði því að far­ald­ur­inn væri ekki al­var­leg­ur".

 

Og Donaldi Trump kennt um því það hentar svo í áróðrinum.

En er það svo, er hann sökudólgurinn á þessum harmleik sem á sér svo marga bræður í Bandaríkjunum og víðar? "My dad was a healthy 65-year-old. His only preexisting condition was trusting Donald Trump, and for that, he paid with his life.".

Er Trump sem sagt meistari hinna mörgu andlita og verið á mörgum stöðum samtímis, hét hann til dæmis Sigríður Andersen í gær, og var í ítarlegu viðtali á Mbl.is við að grafa undir sóttvörnum og gera lítið úr alvarleik veirunnar.

Eða er hann frjálshyggjumaðurinn sem skrifaði grein í Telegraph og mærði sænsku fjöldamorðingjana og kvartaði yfir ströngum sóttvörnum í Bretlandi??

 

Að sjálfsögðu ekki og þeir sem skella skuldina á Trump eru í raun jafn sekir og þeir sem grafa undan sóttvörnum, því þeir beina umræðunni frá þeim sem ábyrgðina bera.

Og á meðan er ekki snúist til varnar þá er áfram grafið.

Skurðgröfturinn hefur þegar kostað tugþúsunda lífið, og hefur þann einbeittan vilja að tugþúsundir bætist í þann hóp sem deyr að óþörfum vegna þess að fólki er talið í trú um að veiran sé hættulítil, að aðgerðir sóttvarnayfirvalda séu samsæri, vantar aðeins að kenna gyðingum um þá væri allur pakki forheimskunnar kominn, og að það sé hægt að lifa eðlilegu lífi í samfélagi þar sem drápsveira gengur laus.

Alvarleikinn er ekki bara persónulegur harmleikur fólks sem trúði og dó, heldur líka vegna allra þeirra smita sem hinir trúgjörnu bera ábyrgð á og sýkja síðan aðra, saklausa.

Það eru bara ekki fíflin sem deyja, því miður liggur við að maður segi, en að sjálfsögðu á enginn skilið að deyja.

 

Alvarlegast samt af öllu er áhrifin sem þessi myrkraröfl hafa á ákvarðanir stjórnvalda í mörgum löndum, að gripið sé of seint til nauðsynlegra aðgerða með banvænum afleiðingum.

"Neil Ferguson, faraldsfræðingur, sagði þingnefnd í dag að stjórnvöld hefðu gripið til réttra aðgerða en of seint. Fólki var ekki sagt að halda sig heima fyrr en 23. mars. „Faraldurinn tvöfaldaðist á þriggja til fjögurra daga fresti áður en takmörkunum var komið á. Hefðum við gefið út tilmæli um að fólk héldi sig heima viku fyrr hefðum við dregið úr endanlegum fjölda látinna um að minnsta kosti helming,“ sagði Ferguson.".

Og við getum spurt okkur, af hverju var Ítalíu ekki lokað fyrr, af hverju var Spáni ekki lokað fyrr.

Svarið er einfalt, stjórnvöld treystu sér ekki til þess fyrr en allt var komið i óefni, meðal annars vegna þessara úrtölu radda sem grófu undan og töfðu fyrir að gripið var til þeirra einu aðgerða sem virka gegn smitsjúkdómum, að skera á smitleiðir þeirra.

Það var ekki þannig að þetta væru geimvísindi.

 

Donald Trump er vissulega skemill sem lætur margt flakka, og hann sækir meðal annars fylgi í heimska hægrið og tístir því ýmissi vitleysu til að fóðra það.

Sem og hluti af ráðgjafaliði hans kemur úr þeim hópi.

En hann var samt einn fyrsti vestræni þjóðarleiðtoginn sem lokaði landamærum til að stemma við nýsmiti og ekki verður séð að aðgerðir bandarískra alríkisyfirvalda séu á einhvern hátt frábrugðin en víðast hvar í Evrópu.

Það er brugðist seint og illa við, en samt brugðist við að lokum.

Og Donald Trump sækir vissulega í brunn hinna myrku afla, en hann er ekki brunnurinn sjálfur, hvorki hugmyndafræðingur hans eða skipuleggur andófið gegn sóttvörnum.

 

Þetta er bara faktur án þess að ég sé nokkurn hátt að réttlæta Trump að öðru leiti.

Alvarleiki málsins er bara of mikill til að hægt sé að láta pólitíska andstæðinga hans komast upp með þessa einföldun sem í raun er svipað fals og afneita tilvist veirunnar eða gera lítið úr hættunni sem stafar að henni.

Það er ekki Trump sem nærir heimska hægrið hérna á Íslandi, Bjarni Ben er ekki í nauðvörn út af honum.

Sem og að áróðurinn á Bandaríkjunum eða á heimsvísu væri alveg sá sami þó Trump missti mátt í tístputta sínum eða hann væri ekki hluti af stjórnmálaumræðu samtímans.

Í þessu máli er hann afleiðing, ekki orsök.

 

Við orsökina þarf siðað samfélag að kljást og ekki sýna henni neina miskunn, ekki frekar en íslamistum eða nýnasistum.

Þetta er óværa sem þarf að uppræta.

 

Og það er ekki gert með þögninni.

Eða sífellt að vera afsaka sig fyrir þessu liði.

 

Það er bara svo.

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 


mbl.is „Donald Trump er rangur forseti fyrir land okkar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 216
  • Sl. sólarhring: 875
  • Sl. viku: 5947
  • Frá upphafi: 1399115

Annað

  • Innlit í dag: 182
  • Innlit sl. viku: 5037
  • Gestir í dag: 177
  • IP-tölur í dag: 174

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband