17.8.2020 | 17:08
Þegar heimskan fær rödd.
Þá má Morgunblaðið eiga þann heiður að birta þá rödd.
Alvarlegasta atlagan að kjósendahóp Sjálfstæðisflokksins frá því að flokkurinn var stofnaður.
Veikjum hann og drepum ef þess þarf.
Og langt er sótt í röksemdarfærsluna, vegna þess að yngra fólk er drukkið og gætir ekki að sóttvörnum, þá er það vísbending um að eldra fólks, sem gætir að sóttvörnum sínum, í landi sem er lítið sýkt og er því tiltölulega öruggt ennþá fyrir fólk, að það sýkist ekki.
Sjaldgæfari heimska hefur ekki verið skráð á blað svo dæmi séu skráð um.
"Það þarf aðeins eitt smit til að faraldur brjótist út", eru orð Þórólfs sóttvarnarlæknis sem og Kára Stefánssonar, líklegast okkar fremsta vísindamanns á þessu sviði.
Og faraldurinn drepur, og hann veiklar, það eru engar vísbendingar um annað.
Efist hinir heimsku, þá brustu sóttvarnir í Bandaríkjunum, yngra fólk veikist illa, og margir eru þegar farnir að deyja.
Eftir stendur að fólk í áhættuhópi nær að loka sig af frá samfélaginu, og sleppur því, en hvaða líf er það til lengdar að mega ekki umgangast fólk, að þurfa að vera í felum fyrir fjölskyldu, að ekki sé minnst á að barnabörn vita að eitt knús geti drepið afa og ömmu.
Hvaða samfélag sættir sig við slíkan ótta??
Það er mál að linni.
Að fjöldamorð og fjöldamorðingjar séu mærðir á síðum Morgunblaðsins.
Og Sjálfstæðisflokkurinn ber fulla ábyrgð á orðum Sigríðar Andersen.
Hversu heimsk þau eru, þá eru þau bein aðför að eldra fólki sem og fólki í áhættuhópi þessarar veirusýkingar.
Að ekki sé minnst á allt það fólk sem er á besta aldri, og hefur sýkst, og er alvarlega veiklað á eftir.
Slíkt er ekki Sjálfstæðisflokknum boðlegt.
Og orð Sigríðar, eru orð hans, nema að annað sé sagt á skýran og skilmerkilegan hátt.
Að þau séu fordæmd, og hafi afleiðingar.
Sem og að eigendur Morgunblaðsins ættu virkilega að íhuga leiðara Davíðs í dag.
Undir rós er sjaldgæf árás á fólkið í framlínu varnar þjóðarinnar á þessum dauðans alvöru tímum.
Það er eins og Davíð nenni þessu ekki lengur og vilji losna við áskrifendur blaðsins.
Biður þá reyndar ekki að segja upp áskriftinni en telur það valkost fyrir þá að kafna í eigin andardrætti.
Hve ofboðslega sjúkt og veruleikafirrt þarf fólk að vera að gera lítið úr sjúkdómi sem kæfir fólk lifandi?
Sem hundsar hina dauðans alvöru, og talar niður fólkið sem þó hefur barist fyrir vörnum okkar.
Hvað er að þessu fólki, hvað gengur því til??
Sjálfstæðisflokkurinn þarf að svara þeirri spurningu.
Morgunblaðið þarf að svara þeirri spurningu.
Og svaranna er ekki að leita í kistu Dags B.
Froða og innihaldslausir frasar.
Það dugar vissulega í Reykjavík, en það dugar ekki gegn dauðans alvöru.
Það þarf að taka að skarið á mannamáli.
Svo ekki sé misskilið.
Annað er í raun samþykki.
Kveðja að austan.
Setji ekki reglur sem þau geta ekki fylgt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 3
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 205
- Frá upphafi: 1412824
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 171
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú þarft svei mér að fara að leita þér hjálpar Ómar. Í fullri alvöru sagt.
Jón Steinar Ragnarsson, 17.8.2020 kl. 21:23
Já svona eins og veitt var í Sovétríkjunum forðum daga Jón Steinar.
Vissulega svíður sannleikurinn en þú þarft ekki að taka hann svona nærri þér.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 18.8.2020 kl. 07:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.