Ég styð Kára.

 

Og þó Kári sé um margt sérstakur og magnaður, þá bjó hann ekki til veiruna og ber ekki ábyrgð á núverandi faraldri.

Það er hreinlega með ólíkindum að það hafi verið lagt af stað með landamæraskimun án þess að stjórnvöld hafi haft nokkra burði til að standa að þeirri skimun, og hafi þurft að treysta á einkafyrirtæki út í bæ þar um.

Sem og ósvífnin að gera það fyrirtæki eða manninn sem leiðir það að blóraböggli.

Við eigum Íslenskri erfðagreiningu það að þakka hvað fyrri faraldurinn gekk hratt yfir eftir að hið nauðsynlega skref að loka landamærunum var tekið, vegna þess að skimunargeta fyrirtækisins þefaði uppi einkennalausa einstaklinga sem gátu borið með sér smit, útí samfélaginu, þannig tókst að vinna bug á hópsýkingunni fyrir vestan sem og í Vestmannaeyjum.

 

Skíturinn útí Kára er engin tilviljun, sérhagsmunaöflin hafa virkjað skítadreifara sína og blása til gagnsóknar  svo hægt sé að reka síðasta naglann í líkkistu ferðamannalandsins Ísland, með því draga úr sóttvörnum á landamærunum frá því sem nú er.

Landið á rauða listann áður en sumarið er úti og hver er þá ávinningurinn??

Það mætti halda að lokun landamæranna hefði truflað aðra og ábatasamari starfsemi, og því allt lagt undir til að halda þeim opnum.

Allavega hjálpar þessi þráhyggja ekki ferðamannaiðnaðinum, það eitt er víst.

 

Munum síðan að þó skimun á landamærum hafi tekist vel að sögn Kára, og ekkert bendir til að meint örugg lönd hafi ekki ennþá lekið inn smiti, að þá eru björgunarbátar ekki um borð í skipum vegna þess að þau flest fljóta.

Þeir eru um borð vegna þess að sum sökkva, líka þau stærstu.

Það var því rangt hjá útgerð Titanic að spara þann kostnað, það sem átti ekki að geta sokkið, sökk nú samt.

 

Eitthvað sem Kári hefur í raun viðurkennt og þarf að klæðast sóttvarnargalla öllum stundum til að auðveldara sé fyrir hann að þrífa af sér drulluna og skítkastið að kveldi.

Vegna þess að hann sagði sannleikann, ef við viljum lifa án ótta, þá lokum við landamærunum.

 

Með 5 daga sóttkví.

Það var nú allur glæpurinn.

Kveðja að austan.


mbl.is Heilbrigðiskerfið gerði ekkert til að efla getuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Landamærunum var aldrei lokað.

Guðmundur Ásgeirsson, 11.8.2020 kl. 16:07

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Æ hættu þessum orðaleik Guðmundur.

Þú veist hvað býr að baki þessi hugtaki.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.8.2020 kl. 16:18

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Já að baki því býr sá misskilningur að landamærum Íslands hafi verið lokað. Hið rétta er að á tímabili voru landamæri flestra annarra landa lokuð og því fáir sem engir að ferðast hingað frá þeim löndum. Það er enginn orðaleikur heldur staðreynd.

Guðmundur Ásgeirsson, 11.8.2020 kl. 16:27

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Nei Guðmundur, fólk fór á milli nema það þurfti að fara í sóttkví við komuna.  Og það er það sem átt er við lokun landamæra, það er enginn inn án undangenginnar sóttkvíar.

Það voru alltaf eitthvað um ferðir, flaug ekki Flugleiðir nokkur flug á viku??

Síðan þegar voraði og slakað var á ferðatakmörkunum í öðrum löndum, þá fjölgaði farfuglunum, til dæmis erlendir leikmenn í neðri deildum í fótbolta, félagslegu undirboðin og svo framvegis.

En auðvitað er það rétt að þau voru ekki lokuð í bókstaflegri merkingu, ekki frekar en landamæri Nýja Sjálands.

En maður nennir ekki alltaf að týna upp skilyrðin, þó maður geri það vissulega reglulega.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.8.2020 kl. 16:41

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Einmitt. Fram til 15. júní gat hver sem er komið inn í landið gegn því að fara í sóttkví. Núna virðist sóttvarnalæknir kominn á þá skoðun að taka eigi það fyrirkomulag upp að nýju.

Guðmundur Ásgeirsson, 11.8.2020 kl. 19:31

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Bíðum og vonum Guðmundur.

Núna er boltinn hjá stjórnvöldum og þá sjáum við hvort glitti í sérhagsmunina í gegnum alla mærðina.

Allavega er Þórólfur ekki scapegoat lengur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.8.2020 kl. 20:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 13
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 459
  • Frá upphafi: 1412821

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 398
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband