4.8.2020 | 08:19
Forheimska fréttarinnar.
Er sú að halda að það séum við sem þurfum að hafa áhyggjur af útbreiðslu veirunnar í öðrum löndum.
Að það séum við sem setjum frekari skorður á ferðalög fólks frá öðrum löndum.
Þegar reyndin er sú að það erum við sem eigum á hættu að lenda á rauða listanum, og fólk sem kemur héðan verði skikkað í sóttkví við heimkomuna.
Aulaskapur Morgunblaðsins í fréttaflutningi af seinni bylgjunni, getur aðeins skýrst með söngnum sem kyrjaður var af í den og sungið var um aukavinnu.
Nema Mogginn heimtar ekki aukavinnu, hann heimtar ríkisstyrk.
Þó gjaldið sé að vera stilltur og þægur líkt og Ruv er búið að vera frá því fyrir Hrun.
Skyldi skilyrði Katrínar vera eitt stykki Reykjavíkurbréf sem lofsamar Svavarssamninginn kenndan við ICEsave??
Veit ekki en ég veit hver viðbrögð Morgunblaðsins yrðu.
"Við viljum ríkisstyrki".
Kveðja að austan.
Landamærin við þolmörk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 581
- Sl. sólarhring: 736
- Sl. viku: 6165
- Frá upphafi: 1400104
Annað
- Innlit í dag: 526
- Innlit sl. viku: 5290
- Gestir í dag: 502
- IP-tölur í dag: 493
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.