Mikill er máttur fólks.

 

Sem getur sagt við samborgara sína að Fríið sé búið.

Að núna sé aftur óttinn og hræðslan.

Án þess að biðjast afsökunar á Ábyrgð sinni og að hafa látið undan þrýsting hægri öfganna í íslenskum stjórnmálum um að hleypa veirunni á ný inní landið.

Þó eru framfarir að viðurkenna að ástandið geti verið mjög alvarlegt því ekki er vitað um uppruna smitsins.

 

Vonandi er söngurinn þar með hættur um að svo og svo mörg þúsund hafi verið skimaðir við landamæri og ekki mælst smit nema í örfáum.

Því málið snýst um þann sem er með smit, og er hleypt inní landið án undangenginnar sóttkvíar.

 

Til að fólk skilji alvarleik málsins, því sóttvarnaryfirvöldum virðist vera það fyrirmunað, ekki nema að hræðslan við hægri öfganna er svo mikil að farin sé að minna á Stalín tímann í Sovétríkjunum, að þá var tilkynnt í Ástralíu að búið væri að lýsa yfir hæsta viðbúnaðarstigi í Viktoríu ríki í Ástralíu, og setja á útgöngubann á nóttu til í stærstu borg ríkisins, Melbourne.

Vegna seinni bylgju sem er við það að verða óviðránleg.

Seinni bylgju sem mátti rekja til óaðgætni öryggisvarða  á sóttvarnarhóteli borgarinnar.

 

Páll Þórðarson, Prófessor við UNSW háskólann í Sydney í Ástralíu skrifaði á Facebook og gaf Kvennablaðinu leyfi til að birta skrif sín undir fyrirsögninni "Farið ykkur hægt".

Ég ætla að leyfa mér að endurbirta hluta af þeim skrifum, til áréttingar um hve lítið þarf til að starta seinni bylgju farsóttarinnar sem lítt verður ráðið við;

 

"Við hér í Ástralíu erum nú að berjast við aðra bylgju af COVID í Melbourne með 150-200 smit á dag. Fyrir einungis 3-4 vikum var landið allt (með 70x fleiri íbúa en Ísland) komið niður í ca 10-20 smit á dag og nánast ÖLL þeirra einungis frá ferðafólki sem var inn á sóttkvíarhótelum og því ólíklegt til að smita út frá sér (sjá þó að neðan). Og þá var búið að aflétta flestum takmörkunum á samskiptum fólks.Hér voru reglur um ferðafólk mun strangari en á Íslandi.

Erlendum ferðamönnum er bannað að koma til landsins nema það sé hér í brýnum erindagjörðum. Ástralir og þeir sem erum með langtíma dvalarleyfi mega hinsvegar „koma heim“ en verða að fara í tveggja vikna sóttkvíahótel. Og ekkert múður með það!

En það var einmitt út af einu þessara sóttkvíahótela sem veiran „slapp“ aftur út í Melbourne. Í og með því að stjórnvöld þar, ólíkt öðrum fylkjum, voru að spara eyrinn og kasta krónunni með því að láta illa borgað og óþjálfað fólk sjá um öryggisgæslu á þessum hótelum. Sumir öryggisvarðana voru mjög svo kæruleysislegir í samskiptum sínum við sóttkvíargestina, hugsanlega í einhverjum tilfellum sváfu jafnvel með þeim! Og þannig „slapp“ veiran aftur út, hugsanlega var einn öryggisvarðanna líka það sem kallast „super-spreader“ og smitaði hundruðir manna.

Núna er búið að „loka“ Melbourne aftur, komið á samskiptabann og einnig búið að loka öllum fylkjamörkum Viktoríuríkis sem Melbourne tilheyrir.  ....

Forsætisráðherra Ástralíu Scott Morrison var að halda ræðu áðan og eitt af því sem að hann sagði er að stjórnvöld ætla að hægja enn frekar á straumi fólks til Ástralíu og minnka þar með álagið á sóttkvíarhótelin. Þ.e. það er ekki einu sinni að vera að tala um ferðamenn (það er ekki minnst á þá) heldur að hugsanlega verði settar enn frekar skorður við „heimferðum“ Ástrala sem hafa ekki þegar komið sér heim.

Takið líka eftir því að ferðamennska er þó nokkur stór iðnaður hér, ekki kannski jafn mikill og á Íslandi, en samt…. og hér dettur stjórnvöldum ekki í hug að leika sér með þann eld að hleypa ferðamönnum inn í landið. En eins og nýja bylgjan í Melbourne sýnir þarf ekki mikið til að skriðan fari aftur á stað.

Skil þess vegna alls ekki þessa léttúð í íslenskum stjórnvöldum sem virðast vera tilbúin til þess að fórna árangri Íslendinga í kveða COVID í kútinn bara fyrir nokkra ferðamannadollara. En kannski skiljanlegt af ríkisstjórn sem heldur að það sé hægt að setja veiruna í nefnd í 2 mánuði.".

 

Þetta eru aðvörunarorð sem hafa því miður gengið eftir.

Það þarf ekki nema einn súpersmitara í mannfjölda, og allt getur farið úr böndum.

 

Þá skiptir svo miklu máli að sóttvarnaryfirvöld séu með hreinan skjöld og nái að virkja aftur samstöðu og samkennd fólks svo hægt sé að sigrast aftur á veirunni.

Sá skjöldur er ekki hreinn í dag.

 

Og verður skítugri með hverjum deginum sem hjakkað er í hjólfari afneitunarinnar, hvað þá að fólki sé sagt að fórnir þess verði til einskis, því landamærin verði strax aftur opnuð um leið og stjórnvöld annarra landa leyfa aftur ferðalög til landsins.

Eða þá þeim verði hreinlega ekki lokað heldur verði tryggt stöðugt framboð nýsmita sem gera allar fórnir almennings tilgangslausar.

 

Það er tilgangsleysið sem fólk skynjar og er svo reitt út af.

Það upplifir sig fórnarlömb afla sem ekkert eru að hugsa um almannahag, heldur þrönga skammtímahagsmuni og hugsanlega þann tilfinningalega skaða sem þotufólkið getur orðið fyrir ef lokað er á stöðugar utanlandsferðir þess.

Og á þessu virðist engin breyting hafa orðið.

 

Það er synd.

Það gat verið allt öðruvísi.

 

Almannahagur og almanna og sóttvarnir í þágu almennings.

Kveðja að austan.


mbl.is Fríið er búið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góð grein Böðvar

ég held að þetta hafi verið reginmistök að opna svona landamærahliðið mikið, það var

alveg nóg að skorða þetta við Norðurlöndin mínus Svía og svo Færeyjar og Grænland en 

græðgin heldur engin bönd og menn vildu Þjóðverja og fleiri. Þetta er einmitt klassískt

dæmi um græðgi sem er dýrkeypt! Við vildum ferðast í sumar og eygðum loks möguleika en

líklega fór það fyrir bí nú um helgina. Er ekki betra að leyfa okkur að ferðast og fá

eitthvað í kassann heldur en að fá ekki krónu nú í framhaldinu? Maður spyr sig 

Böðvar (IP-tala skráð) 3.8.2020 kl. 01:01

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Já maður spyr sig Böðvar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.8.2020 kl. 12:55

3 identicon

Ég er sammála að landið hefði þurft að vera lokað þangað til þetta væri yfirstaðið. Hér er líklega verið að reyna að bjarga Icelandair og ferðaþjónustunni sem eru þá hægri öfgarnar.

Kristinn Bjarnason (IP-tala skráð) 4.8.2020 kl. 07:38

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Onei Kristinn, hægri öfgarnar er það fólk til hægri í Sjálfstæðisflokknum sem vegur markvisst að hinu opinbera, þjónustu þess og hlutverki.

Reynir að einkavinavæða sem flest og koma sem mestri þjónustu í í örugga áskrift hinna sömu einkavina.

Og af einhverri snargalinni ástæðu virðist það telja að það sé hægt að lifa í sátt og samlyndi með veirunni, fólk þurfi bara að íhuga lífstíl sinn.

Þetta var þrýstiaflið sem hérarnir innan ríkisstjórnarinnar beygðu sig fyrir.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.8.2020 kl. 08:06

5 identicon

Þrátt fyrir árásir SF þá vex opinberi geirinn á ógnarhraða. Það virðist vera þegjandi samkomulag á Alþingi að láta smælingjana sitja eftir sama hvernig gengur. Það er jafnvel verra fyrir fátæka að það gangi vel, því þá verða ríkir ofurríkir og ríkisvaldið stækkar og litlir verða minni.

Kristinn Bjarnason (IP-tala skráð) 4.8.2020 kl. 09:33

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Kristinn.

Í það fyrsta þá eru fleiri öfl í Sjálfstæðisflokknum en hægra öfgið, og svo má ekki gleyma að þrátt fyrir orð á tungu um minnkun báknsins þá var markmiðið alltaf að fá að mylja skattpeningana í vasa útvaldra sem slíkir eru sáttir með hið örugga fjárstreymi.

Síðan hefur hið opinbera verið svipuð stærð í áratugi, hlutfallið er svona eftir árferðinu, stækkar í kreppu en dregst saman þegar betur árar.

Ég held að þú sért að vísa í báknið sem við köllum, það er skrifræðið og reglufarganið.

Þar er megin sökin EES samningurinn, þetta er að mestu innflutt þó innlendir skrifræðiskverúlantar telji það skyldu sína að íþyngja í stað þess að reyna að hundsa eða draga úr líkt og gert er í flestum löndum ESB, því þetta helv. kæfir allt og alla.

Það síðan að ríkir verða ríkari, stærri stærri og litlir minni er hins vegar meitlað í stein trúarjátningar hagfræði andskotans sem dags daglega er kennd við frjálshyggju og hefur drottnað yfir Vesturlöndum frá því í byrjun tíunda áratugar síðustu aldar.

Þar sem hörðustu páfarnir í dag eru fólkið sem þykist vera til vinstri eða rebellar tómhyggju og heimsku líkt og Píratar eru birtingarmynd hérlendis.

En þessi umræða er útidúr, vísan mín í hægra öfgarnar tengist viðhörfum þeirra til farsóttarinnar, og ábyrgð þess á hinni nýju bylgju. 

Sem og að mér þykir bara svo gaman að skammast í því.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.8.2020 kl. 10:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 719
  • Sl. sólarhring: 771
  • Sl. viku: 6303
  • Frá upphafi: 1400242

Annað

  • Innlit í dag: 658
  • Innlit sl. viku: 5422
  • Gestir í dag: 624
  • IP-tölur í dag: 610

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband